Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 76

Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 76
Hugmyndin um sveindóm og meydóm hefur verið bandarísk- um kvikmyndagerðarmönnum hugleikin. Yfirleitt hafa þessir tveir hlutir verið tengdir ung- lingsárunum. Hver man ekki eftir Jason Biggs og amerísku bök- unni? Unglingamyndir ganga oft- ast út á að einhver vilji losna við sveindóminn og það gerist iðulega eftir lokaballið. Að missa svein- dóminn er eitthvað sem er banda- rískri dægurmenningu jafn sam- gróið og McDonald’s. Þetta sannast kannski best á vinsældum bandarísku myndar- innar 40 Year Old Virgin. Hún tek- ur á þessari merkilegu athöfn sem hefur verið hafin til skýjanna. Bandaríkjamenn hafa flykkst í bíó til að sjá þennan lúða, njörð og hálfgerða aumingja sem enn hef- ur ekki misst sveindóminn kom- inn á fertugsaldurinn. Skellt upp úr, hnippt í félaga sinn og hvíslað. „Hann er ekki búinn að...þú veist.“ The 40 Year Old Virgin segir frá Andy sem hefur átt fjöldann allan af kærustum. Í heimi karl- mennsku og bjórdrykkju fljúga sögur úr svefnherberginu og þá kemst upp um hið „hrikalega“ leyndarmál. Hann hefur enn ekki haft mök við konu. Andy hefur haft tækifæri til þess en klúðrað þeim á einhvern undarlegan hátt. Þegar þetta skelfilega leyndarmál kemst upp á yfirborðið leggjast vinir hans á eitt og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma honum í fullorðinna manna tölu. Hæfileikar Andys eru þó betur til þess fallnir að hræða konur á brott en að táldraga þær. Það er Steve Carell sem fer með hlutverk Andys en hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Anchorman og Bruce Almighty. Það var Carell sem fékk hug- myndina að hinum vinalega Andy en hjólin fóru ekki að snúast fyrr en hann komst í kynni við hand- ritshöfundinn Judd Aptow. Aptow hafði séð Carell stela senunni í Anchorman og Bruce Almighty. Aðrir leikarar í myndinni eru ekki þekktir hér á landi en hafa getið sér góðs orðs fyrir gaman- leik í spunaþáttum vestra. Þó ættu kvikmyndaáhugamenn að leggja nafn Catherine Keener á minnið. Hún fer með eitt aðalhlutverk- anna í Capote ásamt Phillip Seymor Hoffman en þeirri mynd er spáð góðu gengi á komandi hausti. ■ 40 22. september 2005 FIMMTUDAGUR The 40 Year Old Virgin Internet Movie Database: 7,7 / 10 Rottentomatoes: 84% / Fersk Metacritic: 8,2 / 10 Valiant Internet Movie Database: 5,7 / 10 Rottentomatoes: 22% / Rotin Metacritic: 4,0 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Hvað gerir hreinn sveinn á fertugsaldri? HREINI SVEINNINN Andy er fertugur og hefur ekki verið við konu kenndur. Vinir hans grípa því til öþrifaráða og reyna koma honum í kynni við konur sem gætu leyst þetta vandamál „Look... I am not stupid, you know. They cannot make things like that yet.“ Sarah Connor tekur bjargvætt sinn, Kyle Reese, ekki trúanlegan í fyrstu myndinni um Tortímandann. bio@frettabladid.is Tvennt hefur komið á óvart í sumar. Annars vegar kvennagullin í Wedding Crashers sem reyndu að komast yfir konur í brúðkaupum. Hins vegar hreini sveinninn Andy Stizter í The 40 Year Old Virgin. Vin- sældir myndarinnar eru ekki síst leikaranum Steve Carell að þakka. Það sem margir spyrja sig hins veg- ar; hver er þessi Steve Carell? Það væri í raun óeðlilegt ef einhver kannaðist við hann. Carell lék lítið hlutverk í Bruce Almighty þar sem Jim Carrey fór með aðalhlutverkið. Hann bjóst allan tímann við að atriði hans yrðu klippt út en hon- um til mikillar ánægju varð sú ekki raunin. Í kjölfar velgengni nýjustu myndar hans hefur verið ákveðið að gera framhald af Bruce Almighty með persónu Carell í aðalhlutverki. Þótt hann hafi ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu hefur Carell verið að skapa sér nafn sem gamanleik- ari í spunaþáttum vestra. Það var þó ekki fyrr en hon- um var boðið hlutverk Rickys Gervais í bandarísku útgáfunni af Office sem hjólin fóru að snúast fyrir al- vöru. Þættirnir fengu góða dóma og stjarna Carells fór að rísa fyrir alvöru. Nú þegar The 40 Year Old Virgin hefur slegið svona eftirminni- lega í gegn hefur leikaranum verið boðið gull og grænir skógar. Eins og svo oft vill verða með eftirsóttar stjörnur á að hamra járnið meðan það er heitt. Það er bara vonandi að hann verði ekki bara minningin ein eftir tíu ár og spurning dagsins í dag orðin „Hver var Steve Carell?“ > Ekki missa af ... Bill Murray í Broken Flowers. Hann er frábær í hlutverki ein- mana piparsveins sem leggur land undir fót til að finna son sinn og barnsmóður. Þó að leik- stjórinn Jim Jarmusch sé vissu- lega ekki allra stendur þessi hugljúfa mynd fyllilega fyrir sínu. Hver er eiginlega flessi Steve Carell? Hetjuskapur dúfnanna Teiknimyndir njóta æ meiri vin- sælda og hinar tölvuteiknuðu kvikmyndir standa leiknum myndum ekki langt að baki. Þessu er ekki síst að þakka öllum þeim stjörnum sem hafa viljað taka þátt og tala inn á myndirnar. Það er sami framleiðandi og sá um að koma Skrekk-myndunum á koppinn sem stendur að baki nýj- ustu teiknimyndinni, Valiant. Hún segir frá samnefndri dúfu sem dreymir um að verða hetja í seinni heimstyrjöldinni. Dúfan og vinir hennar sækja um að komast í heimavarnarliðið. Öllum að óvörum kemst hópurinn í gegnum prófið og skilur marga hæfa eftir í sárum. Hópnum er síðan falið að fljúga með skilaboð yfir óvinalín- ur þar sem þarf að verjast árásum fálka og annarra óvina. Að hætti teiknimynda nútím- ans hafa margar af stærstu stjörnum hvíta tjaldsins verið fengnar til að tala fyrir persón- urnar. Ewan McGregor er Valiant auk þess sem Ricky Gervais og John Cleese fara með stór hlut- verk. ■ Oliver Stone sett skilyr›i Eins og greint hefur verið frá ætlar hinn umdeildi leikstjóri Oliver Stone að leikstýra mynd um árásir hryðjuverkamanna á World Trade Center 11. septem- ber 2001. Það var vitað fyrir- fram að styr myndi standa um Stone enda er hann ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir í verkum sínum. Nú hefur New York-borg sett honum ströng skilyrði fyrir því hvað hann megi sýna og hvers slags sjónbrellur hann geti not- ast við. Samkvæmt dálkahöf- undinum Cindy Adams má Stone ekki gera stræti borgarinnar skítug, hvorki aska né persónu- legar eigur fólks mega vera sýnileg og þá vill borgin ekki að myndir af fólki sem henti sér út úr brennandi byggingum verði hluti af innihaldinu. Þegar hafa Maria Bello og Nicolas Cage samþykkt að leika í myndinni en hún segir sögu tveggja lögreglumanna sem festast undir braki Tvíburaturn- anna. ■ HÆTTURNAR VÍÐA Á flugi sínu með skilaboð frá Englandi lendir dúfnaskarinn í marg- víslegum hættum og þarf meðal annars að berjast gegn hinum illu fálkum 9/11 2001 Fáar árásir hafa vakið jafn sterk viðbrögð og þær sem hryðjuverkamenn gerðu á World Trade Center og enn sér ekki fyrir endalok áhrifa þeirra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.