Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 79
FIMMTUDAGUR 22. september 2005 43
Rauðvínin frá Bodega Norton sem
byrjað var að flytja inn fyrir um
ári hafa slegið í gegn á Íslandi og
eru nú orðin söluhæstu vínin frá
Argentínu í vínbúðum. Þar eru
fimm vín á boðstólum; Norton Mal-
bec og Norton Cabernet Sauvignon
sem eru bæði í kjarnasölu, Norton
Chardonnay sem er í reynslusölu
og svo að lokum Norton Malbec
Reserve og Norton Cabernet
Sauvignon Reserve, en bæði þessi
vín hafa gengið það vel í reynslu-
sölu að þau flytjast yfir í kjarna 1.
október næstkomandi og munu þá
fást í flestum vínbúðum.
Vínin hafa fengið mjög góða
dóma og hefur Þorri Hringsson
valið Norton Cabernet Sauvignon
sem bestu kaup í Gestgjafanum og
Norton Cabernet Sauvignon Res-
erve sem vín mánaðarins. „Annan
mánuðinn í röð er argentínskt
rauðvín vín mánaðarins hjá mér og
ef það segir ykkur ekkert um þá
möguleika sem ég tel Argentínu
búa yfir þá hafið þið ekki verið að
fylgjast með!“ segir Þorri. Í um-
sögn sinni um Norton Cabernet
Sauvignon Reserve segir hann að
vínið sé „mjúkt og sérlega vel gert
vín sem er á einstaklega góðu
verði miðað við gæðin“.
Auk þess að fá útnefninguna
bestu kaupin hjá Þorrra fékk
Norton Cabernet Sauvignon
einkunnina 17/20 hjá Steingrími
Sigurgeirssyni, vínrýni Morgun-
blaðsins.
Bodega Norton í Argentínu á
sér langa sögu sem eitt af helstu
víngerðarhúsum Argentínu. Húsið
er þekkt fyrir að framleiða gæða-
vín á einkar hagstæðu verði. Vín-
gerðin var stofnuð árið 1895 af
Englendingnum Edmund Norton
en hann hafði komið til Argentínu
til að smíða járnbraut sem tengdi
Mendoza-svæðið við Chile.
Verð í vínbúðum: Reserve-vínin
kosta 1.390 kr. og hin vínin 990 kr.
NORTON: Söluhæstu vínin frá Argentínu
Hvernig er stemningin:
Stemningin á Grillhús-
inu er létt og skemmti-
leg með amerísku yfir-
bragði. Á veggjunum eru myndir af
gömlum stjörnum á borð við Elvis
Presley og Marilyn Monroe og þar
er spiluð hressandi og skemmtileg
tónlist. Inni eru básar sem skapa
ákveðið andrúmsloft en fyrir stóra
hópa eru löng borð sem hægt er
að sitja við. Það er opið frá klukkan
11.30 til 22 á virkum dögum og
sunnudögum, en frá 11.30 til 23 á
föstudögum og laugardögum. Grill-
húsið er staður fyrir alla sem vilja
gera sér glaðan dag með vinum
eða fjölskyldu.
Matseðillinn: Á Grillhúsinu er nán-
ast hægt að fá allt nema pitsur. Þar
er mikið úrval af alls konar bragð-
góðum forréttum eins og hvítlauks-
brauði, laukhringjum, kjúklinga-
vængjum og fleiru. Á aðalmatseðli
má finna nánast allt sem hugurinn
girnist. Mikið úrval er af góðum
fiski, steikum, hamborgurum, sam-
lokum og fleiru. Franskar fylgja öll-
um hamborgurum og samlokum
en súpa fylgir flestum fiskiréttun-
um. Eftirréttirnir eru eins girnilegir
og þeir eru margir og þar má nefna
bananasplitt, sjeik og sælgæt-
isköku. Barnamatseðill er á staðn-
um og með honum fylgja verðlaun.
Þar ættu allir krakkar að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Á Grillhús-
inu er hádegismatseðill frá klukkan
11.30 til 14 og með honum fylgir
súpa. Frá klukkan 16 tekur svo
kvöldmatseðillinn við.
Vinsælast: Lambalundirnar eru
með því vinsælasta sem hægt er
að fá á Grillhúsinu. Þeim fylgir bök-
uð kartafla, franskar, ferskt salat og
heimatilbúin bernaise-sósa. Fiskur-
inn með frönskunum og steiksam-
lokan eru réttir sem enginn ætti að
láta framhjá sér fara. Verðið á Grill-
húsinu er mjög viðráðanlegt og þar
er vel útilátið á hvern disk.
Réttur dagsins: Á Grillhúsinu er
alltaf boðið upp á ferskasta fiskrétt
dagsins hverju sinni.
Amerískt
yfirbrag›
VEITINGASTAÐURINN
GRILLHÚSIÐ
TRYGGVAGÖTU 20,
101 REYKJAVÍK