Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 81

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 81
Kærasti Keira Knightley, Kaz James, er búinn að segja henni upp aðeins nokkrum vikum eftir að þau byrjuðu saman. Kaz James er nú þegar farinn að leita sér að nýrri kærustu og sést hefur til hans með söngkonunni Mariuh Carey og frænku Donatellu Ver- sace, Fransescu. Kaz James hitti Mariuh Carey í partíi í London á dögunum. Þau spjölluðu saman í smástund og í lokin gaukaði Mariah að honum símanúmerinu sínu. Þegar Kaz reyndi svo að hringja í númerið seinna um kvöldið var slökkt á símanum hennar. Þá tók Kaz upp á því að daðra við hina 23 ára gömlu Fransescu. Þau skemmtu sér vel saman í partíi þar sem Kaz skenkti henni Dom Perignon-kampavín. Sjónar- vottur sagði í viðtali við Daily Mirror að þau hefðu ekki tekið hendurnar hvort af öðru. Einn af vinum Kaz spurði hann hvort Fransesca væri nýja kærastan hans og Kaz glotti við tönn og sagði: „Ég held það, hún er það að minnsta kosti í kvöld.“ Þau yfir- gáfu klúbbinn svo klukkan 2.30 um nóttina, eflaust til að geta kynnst hvort öðru örlítið betur. ■ FIMMTUDAGUR 22. september 2005 45 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Hljómsveitin Leaves var sjóðandi heitt nafn í tónlistarbransanum fyrir nokkrum árum. Sveitin gerði stóran útgáfusamning við Dreamworks áður en fyrsta plat- an, Breathe, kom út. Hljómsveit- inni var mikið líkt við bæði Radi- ohead og Coldplay á þessum tíma og þótt sá samanburður eigi enn nokkurn rétt á sér, til dæmis mið- að við lögin Silver Night og Kill- ing Flies, hefur hljómsveitin Lea- ves breyst töluvert síðan þá. The Angela Test er að mörgu leyti margslungnari plata en sú síðasta. Meira er unnið með ýmiss konar hljóð- og taktpælingar, þar á meðal í hinu prýðilega smá- skífulagi The Spell, lokalaginu Should Have Seen It All og upp- hafslaginu Shakma, besta lagi plötunnar. Það byrjar rólega en hraðinn eykst síðan jafnt og þétt og seinni hluti lagsins er hreint út sagt frábær með flottum trommutakti. Titillagið er einnig mjög frambærilegt þar sem bak- raddirnar setja skemmtilegan svip á útkomuna. Inni á milli hljómar svo nokkuð hefðbundið kassagítarpopp, sem er vissulega vandað en hreyfir lítið við manni. The Angela Test er nokkuð þung plata, en vinnur á við hverja hlustun. Það hefði verið skemmti- legra að heyra fleiri pælingar eins og eru í gangi í The Spell og Shakma en þær koma vonandi betur fram á næstu plötu sveitar- innar. Freyr Bjarnason Flottar pælingar LEAVES THE ANGELA TEST Niðurstaða: The Angela Test er nokkuð þung plata, en vinnur á við hverja hlustun. Það hefði verið skemmtilegra að heyra fleiri pælingar eins og eru í gangi í The Spell og Shakma en þær koma vonandi betur fram á næstu plötu sveitarinnar. Guerlain útsölustaðir: Hygea Kringlunni; Hygea Laugaveg, Hygea Smáralind, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Clara/Lyf og Heilsa Kringlunni, Snyrtistofan Laugar Spa, Snyrtistofan Garðartorgi og Betri Líðan Akureyri. í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 22. – 30. september. Guerlain - Við kynnum: • nýja hágæða kremlínu, Super Aqua sem sér húð þinni fyrir skjótum raka, veitir tafar- lausa mýkt sem endist í allt að 30 stundir. Húðin verður styrkari, húðin hefur aukna fjöðrun og vörn gegn árásum auk þess að halda unglegu útliti lengur. • Nýja Kiss Kiss varaliti sem hafa aldrei sést áður, aldrei bornir áður. Tekinn opnum örmum strax. Varirnar ljóma með varalitunum frá Gurelin. 30 ný litbrigði. Glæsilegir kaupaukar Hægt er að panta persónulega ráðgjöf í síma 568 5170 dagar Skipuleggjendur tónlistarhátíð- arinnar Iceland Airwaves, sem hefst 19. október, og útgefendur blaðsins Reykjavík Grapevine ásamt Icelandair hafa tekið hönd- um saman um að standa að dag- legri blaðaútgáfu yfir hátíðina. Blöðin munu heita Grapevine Airwaves 2005 og koma út þrisvar sinnum. Hvert tölublað verður 24 blaðsíður og gefið út í 15.000 eintökum. Blöðin verða að sjálfsögðu á ensku, svo að all- ir hátíðargestir geti lesið þau. Í blaðinu verður fjallað um hátíðina í máli og myndum, t.a.m. með viðtölum við hljóm- sveitir og listamenn sem koma fram á hátíðinni og tónleikaum- fjöllun. Einnig verður fjallað um þá möguleika sem gestum hátíð- arinnar standa til boða í mat, verslun og afþreyingu. Þetta er í fyrsta skipti sem lagt er í blaðaútgáfu í tengslum við tónlistarviðburð hérlendis, en slíkt er algengt á erlendum hátíðum. ■ BABYSHAMBLES Hljómsveit Petes Doherty spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Grapevine Airwaves kemur út Kærasti Keiru er kvensamur KEIRA KNIGHTLEY hefði líklega aldrei getað haft taumhald á fyrrverandi kærast- anum sínum, hinum óstöðuga Kaz James.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.