Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 88

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Mobile Office FRÁ OG VODAFONE ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 96 37 09 /2 00 5 Og Vodafone kynnir Mobile Office Mobile Office er heildstætt þjónustuframboð Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Alltaf í netsambandi með Mobile Connect Vodafone Mobile Connect kortið gerir hvaða stað sem er að vinnusvæðinu þínu. Með Mobile Connect kortið í far- tölvunni þinni ertu alltaf í þráðlausu netsambandi hvar sem þú ert og hefur ávallt aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem þú þarft á að halda. SEPTEMBER BlackBerry® er fremsta þráðlausa samskiptatækið í dag og gerir notendum mögulegt að vera í stöðugum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsmenn. Auk þess að vera GSM sími veitir BlackBerry®notendum aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliða- lista og Vefnum – allt í rauntíma. Með BlackBerry ® er hægt að gera flest það sem þú gerir á skrifstofunni, óháð stað og stund. BlackBerry ® frá Vodafone OKTÓBER Global Hotspots Global Hotspots veitir viðskiptavinum Og Vodafone aðgang að þúsundum heitra reita í helstu viðskiptalöndum Íslendinga. Þjónustan er að- gengileg bæði fyrir notendur Vodafone Mobile Connect og aðra farsímanotendur Og Vodafone. Viðskiptavinir tengjast með einföldum hætti og notkunin er gjaldfærð á reikning þeirra. NÓVEMBER Vodafone World Vodafone World tryggir einfalda og skýra GSM verðskrá í útlöndum í krafti öflugs samstarfs Vodafone fyrirtækja um allan heim. Þjónustan hentar þeim sem nota GSM í útlöndum. DESEMBER JÓNS GNARR BAKÞANKAR Hundalíf KALDIR DAGAR SMÁRALIND SÍMI 530 2900 LÁGMÚLA 6 SÍMI 530 2800 ÉG var að keyra í miðbænum einnmorguninn um daginn. Það var mjög gott veður. Á Austurvelli var maður að viðra stóran, svartan Labrador-hund. Og í sömu mund og ég keyrði fram hjá þá var hundurinn að skíta á grasið. Þegar hann var bú- inn leit maðurinn flóttalega í kring um sig og labbaði svo burt með hundinn og skildi rjúkandi drellinn eftir. Ég hugsaði með hryllingi til barnanna sem ættu kannski eftir að stíga eða setjast í ógeðið. MÉR finnst ömurlegt hvað margir hundaeigendur eru óábyrgir. Vinur minn einn er með grasblett fyrir framan húsið sitt. Þangað kemur fólk öðru hvoru til að láta hunda sína skíta. Hann sagði mér að það væri undantekning að einhver þrifi upp eftir þá. Hann sagði að margir reyndu að sparka skítnum í trjábeð- ið. Svo eru nokkrir sem sleppa hund- unum sínum og leyfa þeim að hlaupa um garðinn hans. Það finnst mér ver- sta tegund hundaeigenda. EINU sinni var ég að koma heim klyfjaður innkaupapokum. Ég óð inn á skónum með pokana og inn í eld- hús. Það var ekki fyrr en ég fór að finna ógeðslega lykt að ég uppgötv- aði mér til hryllings að spor mín voru mörkuð í hundaskít. Ég hafði stigið í hundaskít úti og borið hann inn til mín, inn teppalagðan ganginn og parketið. Við nánari athugun kom í ljós að hundur hafði skitið á gang- stéttina fyrir framan húsið mitt. Ég hef einn sterklega grunaðan. ÉG skil vel að fólk sé pirrað út í hunda og hundaeigendur. Ég hef ver- ið það sjálfur. En það er ekki við hundana að sakast. Og flestir hunda- eigendur eru ábyrgir. En því miður ekki allir. Lélegir hundaeigendur koma óorði á hunda. Að láta hund skíta einhvers staðar og þrífa það ekki upp er plebbalegt. Það er eins og að skíta sjálfur á almannafæri og skilja það eftir og halda að enginn taki eftir því. EN nokkur góð varnarráð eru til. Það er hægt að tala við fólk og benda því á og biðja það að passa upp á hundaskítinn sinn. Ef laus hundur er að þvælast í garðinum og skíta þar má lokka hann til sín, setja skítinn í poka og binda hann um hálsólina á honum þannig að hann fari með hann heim til sín. Ef maður nennir ekki að standa í því má setja hundamat út, blandaðan með laxerolíu, þannig að hundgreyið skíti nú einu sinni dug- lega heima hjá sér. 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz FestivalVIÐ SEGJUM FRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.