Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 12

Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 12
12 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum meira. Eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem veitir manni orku til að takast á við daginn á bragðgóðan hátt. …sem viljum meira ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 29 10 9 10 /0 5 FISKVEIÐISTJÓRNUN Vernd við- kvæmra hafsvæða á úthafinu verður meðal umræðuefna á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðann um fiskveiðiályktun. Viðræður hófust í New York í gær og standa næstu vikur. Í Djúpinu, vefriti Sjávar- útvegsráðuneytisins, sem kom út í fyrradag, kemur fram að Íslend- ingar hafi beitt sér fyrir því að þær fjalli um vernd viðkvæmra hafsvæða í þeim fiskveiðistjórn- unarstofnunum sem Ísland á aðild að. Fulltrúi Íslands á fundinum er Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur utanríkisráðuneytisins. - sda Fiskveiðiáætlun SÞ: Ræða vernd á hafsvæðum PYLSUÁTIÐ Á UNDANHALDI Norðmenn sporðrenna ókjörum af pylsum hvern einasta dag. Nú ber hins vegar svo við að sala á pylsum hefur dregist saman um tvö prósent á milli ára eftir sífellt aukna pylsuneyslu áranna þar á undan. Hollari kostir, svo sem ávextir, eru sagðir skýringin á samdrættinum. MJÓLKURÁ Í HÖFUÐBORGINNI Óhapp varð í Ósló fyrir helgi þegar vörubretti sem á voru dósir af hvítri málningu féll af palli vöruflutningabíls og hafnaði í ánni Aker. Áin varð drifhvít á augabragði en þar sem málningin var vatnsuppleysanleg fékk hún fljótlega sinn fyrri lit. NOREGUR LAXVEIÐI Fyrstu bráðabirgðatölur úr laxveiðiám benda til þess að stangveiðin hafi verið um 53.500 laxar. Það er um 7.600 löxum meiri veiði en var á árinu 2004 sem aftur er 52,4 prósentum meiri veiði en meðalveiði áranna 1974 til 2004. Stangveiði á laxi sumarið 2005 er sú mesta sem skráð hefur verið úr stangveiði í íslenskum ám en fyrra met var 1978 þegar 52.679 laxar veiddust. Hluti þeirra laxa sem sleppt er veiðist aftur og hækkar það veiðitölur margra áa. Hlutfall laxa sem sleppt er hefur farið hækkandi á undanförnum árum og var um sextán prósentum vei- ddra fiska sleppt á árinu 2004. Laxveiði jókst hlutfallslega mest á Vesturlandi en metveiði var þar í nokkrum veiðiám. ■ Nýtt laxveiðimet: Sjö þúsund fleiri laxar í ár KABÚL, AP Talningu atkvæða í þingkosningunum í Afganistan sem fram fóru í síðasta mánuði er lokið. Stríðsherrar, kvenréttinda- konur og talibanskur herforingi eru á meðal þeirra sem vegnaði vel. Þótt rúmar tvær vikur séu liðn- ar frá afgönsku þingkosningunum lauk talningunni fyrst í þessari viku, ef frá eru talin atkvæði úr nokkrum kjörkössum sem grunur leikur á að átt hafi verið við. Bráðabirgðaniðurstöður gefa hins vegar til kynna að stríðsherr- ar sem ráða fjölmörgum héruðum landsins hafi borið sigur úr býtum í sínum byggðum og koma þau tíð- indi sjálfsagt fáum á óvart. Hins vegar hefur velgengni kvenna í kosningunum vakið athygli og ánægju enda voru þær afar kúg- aðar á tímum talibanastjórn- arninnar. Rétt eins og í Írak var fjórðungur þingsætanna eyrna- merktur konum. Talibanar fengu sjálfir fá atkvæði, ef frá er talinn Abdul Saalam Rocketi, frá Zabul-héraði, en viðurnefni sitt fékk hann vegna hæfileika sinna með eldflauga- vörpu. Endanleg úrslit verða ekki kynnt fyrr en eftir tvær vikur, og þá í smáum skömmtum til að koma í veg fyrir ólgu í landinu. - shg Talningu atkvæða í afgönsku þingkosningunum lokið: Stríðsherrunum vegnaði vel SAMEINING Til stendur að Kvik- mynda- og framleiðslufyrirtæk- in Saga film og Storm sameinist. Pétur Óli Gíslason, framkvæmda- stjóri Storm, staðfestir að þessar viðræður séu á lokastigi og líklegt sé að skrifað verði undir samning í dag. Kristján Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Saga film, tekur í sama streng og Pétur. „Þetta er að ganga upp, vonandi í dag,“ segir Kristján. Hann segir að ekki verði gagngerar breytingar á framleiðslunni, áfram verði um blandaða vinnu að ræða. „Fyrir- tækin hafa hvort um sig talsverða sérþekkingu fram að færa. Þeir hjá Storm hafa verið ötulir við framleiðslu á sjónvarpsefni og hafa sérþekkingu á svokallaðri viðburðaskipulagningu.“ Hann segir að áfram verði lögð áhersla á framleiðslu auglýsinga. Ef til kemur munu fyrirtækin tvö sameinast að fullu og starfa undir sama þaki. - saj KVIKMYNDAGERÐ Hluti af viðskiptum íslenskra framleiðslufyrirtækja felst í þjónustu við erlenda kvikmyndagerð. Samningaviðræður tveggja kvikmynda- og framleiðslufyrirtækja: Saga film og Storm sameinast UPPREISN ÆRU Í gær aflétti Evrópusam- bandið fjögurra ára löngu sölubanni á nautasteikum á beini en því var upphaf- lega komið á árið 2001 þegar ótti manna við kúariðu var sem mestur. MYND/AP ATKVÆÐIN TALIN Kjörseðlarnir í þing- kosningunum voru í stærra lagi enda var ekki kosið á milli flokka heldur einstakra frambjóðenda. MYND/AP Vinstri græn fá nýja stjórn Ný stjórn var kjörin í Reykjavíkurfélagi Vinstri - grænna á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld. Þorleifur Gunnlaugsson er for- maður félagsins og með honum í stjórn eru þau Auður Lilja Erlingsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðlaug Teitsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Sigríður Kristinsdóttir. STJÓRNMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.