Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 21

Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 21
FIMMTUDAGUR 6. október 2005 19 Fleiri verkefni og flóknari stjórnsýsla Nemendur Framhaldsskólans í Húsavík í samvinnu við Þekk- ingarsetur Þingeyinga gerðu við- horfskönnun um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Þar kom fram að meirihluti íbúa fjögurra sveitarfélaga er hlynnt- ur sameiningu en á móti er meiri- hluti þriggja. Hlutfall óákveð- inna, og þeirra sem vildu ekki gefa upp afstöðu sína, er stórt eða frá helmingi íbúa sveitar- félaganna og niður í fjórðung. Meðal Húsavíkinga kom fram afgerandi vilji til sameiningar en af þeim sem tóku afstöðu sögðust 75 prósent vilja sameiningu. Íbúar Kelduneshrepps voru fylgjandi sameining, eða 65 prósent og 58 prósent í Raufarhafnarhreppi og 52 prósent í Öxarfjarðarhreppi. Andstaðan við sameiningu var mest í Skútustaðahreppi, þar voru 76 prósent á móti. 68 pró- sent íbúa Aðaldælahrepps voru andsnúnir sameiningu og 62 pró- sent íbúa Tjörneshrepps voru og andvígir. Könnunin var framkvæmd dagana 19. til 22. september og úrtakið var tæplega 700 íbúar sveitarfélaganna sjö. - kk Sameining sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum: Fjögur með en þrjú á móti GRÆÐGIN VARÐ HENNI AÐ FALLI Þjóðgarðsverðir í Everglades-þjóðgarðinum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir gengu fram á hræið af fjögurra metra langri búrmapítu. Slangan var svo gráðug að hún hafði reynt að gleypa þriggja metra langan krókódíl sem einnig hafðist við í garðinum. Krókódíllinn var þó of stór biti fyrir slönguna að kyngja og því lyktaði máltíðinni með dauða beggja skriðdýranna. MYND/AP VIÐHORFSKÖNNUÐIR Sigrún og Lísa voru á meðal þeirra nemenda í félagsfræði við Framhaldsskólann á Húsavík sem framkvæmdu könnunina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.