Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 26
24 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Laugardaginn 8. október nk. munu íbúar fjölmargra sveitarfélaga hér á landi ganga að kjörborðinu og taka afstöðu til þeirra tillagna sem fram komu í samþykktum breytingum á sveitarstjórnarlögum á Alþingi sl. vor. Með lagabreytingunni var tilteknum sveitarfélögum gert að hefja og undirbúa vinnu vegna sam- einingarkosninga. Samstarfsnefnd- ir innan sveitarfélaganna hafa nú starfað í eina fimm mánuði og á sl. vikum hafa staðið yfir markvissar kynningar um kosti og galla hugs- anlegrar sameiningar. Skoðaðar hafa verið hugsanleg- ar breytingar sem kunna að verða á fjölmörgum málasviðum s.s. fræðslu- og félagsþjónustu, stjórn- sýslu og fjármálum auk fleiri þátta. Hefur einnig verið lögð áhersla á að kanna hvernig ýmsir þjónustuþætt- ir kunni að breytast s.s. samgöngur, brunavarnir, sorphreinsun, heilsu- gæsla og auk fleiri þátta sem t.d. tengjast samtökum eða samningum um sérstök byggðasamlög. Í þessari vinnu hefur sveitar- stjórnarfólk, með aðstoð sérfræð- inga, lagt sitt af mörkum að draga upp sem réttasta mynd af núver- andi ástandi og framtíðarmynd nýrra sveitarfélaga. Allar þessar upplýsingar hafa verið aðgengi- legar íbúum og með íbúafundum hefur síðan verið gefinn kostur á málefnalegri umræðu um verkefn- in. Jafnframt hafa einstaka sveit- arstjórnir ályktað nær samhljóða með eða á móti sameiningu. Tekjugrunnur sveitarfélaga Meginmarkmiðið með samein- ingarkosningum er að efla byggð í landinu, mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði en m.a. að styrkja tekjugrunn sveitarfélag- anna í ljósi stærðarhagkvæmni. Ber hér að nefna að samkvæmt tillögum verður 2,4 milljörðum varið sérstaklega úr Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga til að styðja við endurskipulagningu verkefna í þeim sveitarfélögum sem kjósa að sameinast. Hinsvegar verður einnig að nefna að ákveðin óvissa er um framtíð Jöfnunarsjóðsins og um leið tekjustofna sveitarfélaga. Það hefði verið kostur að sú tíma- bundna ráðstöfun sem endurspegl- aði sig í tillögum tekjustofnana- nefndar, sem leiðir ekki nema að takmörkuðu leyti til varanlegrar styrkingar á tekjustofnum sveit- arfélaga, hefði verið önnur. Það var skýr afstaða lands- þings Sambands íslenskra sveit- arfélaga sl. vor að jafnhliða flutningi nýrra verkefna frá ríki til sveitarfélaga þurfi að ligg- ja fyrir samkomulag um fjár- mögnun verkefnanna og ná því markmiði sem stefnt var að, að treysta fastan tekjugrunn sveit- arfélaga til framtíðar og um leið að leiðrétta þá tekjuskerðingu og útgjaldaaukningu sem sveitarfé- lögin hafa orðið fyrir á umliðnum árum. Þessir óvissuþættir munu hafa mikið að segja um afstöðu íbúa í einstökum sveitarfélögum á kjördag. Mætum öll á kjörstað Með virku íbúalýðræði er gert ráð fyrir beinni aðild almennings að ákvörðunum um samfélag sitt. Í þessum kosningum ræður einfaldur meirihluti í hverju sveitarfélagi um hvort það sameinast öðrum. Lýðræð- islegur réttur íbúanna er virtur og nú reynir á viljann til að breyta og eða sannfæringuna um að óbreytt skipan sé sú eina rétta. Mikilvægt er, hvern- ig svo sem niðurstaðan verður, að sveitarstjórnarfólk vill sækja fram og skapa öflugri sveitarfélög til hags- bóta fyrir íbúa á öllu landinu. Tökum þátt, mætum á kjörstað, lýsum skoð- unum okkar og höfum bein áhrif á niðurstöðuna - okkar er valið. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Mikilvægi stóru sameiningarkosninganna Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, svarar ásökunum undirritaðs um ólýðræðisleg vinnubrögð í morgunblaðinu á laugardag. Í grein hans reynir Bolli að réttlæta gjörðir sínar og sinna manna í kosningabaráttu til stjórnar Heimdallar í seinustu viku. Það skýtur skökku við að frambjóðandi, sem fyrir einu ári síðan lofaði umbótum í lýðræðis- málum innan Heimdallar, skuli nú stunda þau vinnubrögð sem hann fordæmdi þá. Eitt af því sem Bolli reyn- ir að verja eru lygar og hræsni samherja sinna. Fyrir kosning- arnar umræddu hringdu starfs- menn Bolla í stjórnarmenn UVG í Reykjavík og hvöttu þá til að kjósa hann á þeim forsendum að undirritaður, formaður UVG- R, styddi Bolla og kysi sjálfur. Í grein sinni reynir Bolli að fegra þessar gjörðir og segir að „sögu- sagnir hafi verið um að undir- ritaður ætlaði að nýta kosninga- rétt sinn í Heimdalli,“ því væri þetta að hluta réttlætanlegt en viðurkennir þó að aðeins of langt hafi verið gengið í hita leiksins. Þess ber þó að geta að erfiðara er að komast úr Heimdalli en í það félag, og er jafnvel hægt að ganga í það án þess að vita af því sjálfur. Bolli virðist þó ekki sjá neina ástæðu til þess að biðjast afsökun- ar á þessu framferði sinna manna, sem hann vissulega ber ábyrgð á, enda þótt persónuleiki, mannorð og ekki síst trúverðugleiki undir- ritaðs hafi beðið hnekki. Stjórn UVG-R hefur þegar farið fram á formlega afsökunarbeiðni frá formanni Heimdallar, en ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er, þrátt fyrir persónuleg loforð Bolla. Bolli nefnir einnig í grein sinni að félögum í VG í Reykja- vík hafi fjölgað um 100% í tengsl- um við prófkjörið um helgina og segir jafnframt ekkert óeðlilegt við það. Fyrst ber að nefna að félögum í VGR fjölgaði ekki um 100%, heldur vel á annað hundr- að. Í annan stað var það ekki svo að frambjóðendur hringdu í ein- staklinga í ábyrgðarstöðum ann- arra stjórnmálaflokka og báðu þá um stuðning, heldur er um að ræða fólk sem ýmist hefur verið tengt flokknum beint eða óbeint, eins og jafnréttissinnar og umhverfissinnar. Í DV á föstudag er fjallað um þetta mál og er þar óvenjulegt sjónarhorn á málinu, þar sem blaðamaðurinn Símon Birgis- son virðist snúa ásökununum á hendur Bolla á hvolf og telur umræðuna snúast um áfengi og skemmtanir. Þegar undirritað- ur ræddi við Símon var tekið skýrt fram að skemmtanir væru vissulega tíðar hjá ungum vinstri grænum, en ekki tíðkaðist að fal- bjóða trúverðugleika sinn. Ung vinstri græn bjóða oft upp á bjór og annað, þeim sem hafa aldur til, og er ekki verið að gagnrýna Bolla fyrir almennan gleðskap. Símon virðist því ekki hafa hlust- að, hann misskilið eða hann sé svo slæmur blaðamaður að ekki þýði að ræða við hann. Fleiri en Ung vinstri græn hafa gagnrýnt Bolla fyrir hræsni og lýðskrum. Félagar hans í SUS hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir óánægju vegna vals á landsfundarfulltrúum Heimdallar á SUS þingi sem hald- ið var þessa helgi. Ekki er um að ræða nokkra svekkta félags- menn, heldur skrifa undir fimm- tíu einstaklingar sem gegnt hafa ábyrgðarstöðum innan Sjálfstæð- isflokksins árum saman. Fyrir- sögn yfirlýsingarinnar, sem birt- ist í Morgunblaðinu rétt aftan við svargrein Bolla, er „Bolli Thor- oddsen hefur misnotað aðstöðu sína gróflega.“ Það er góð málefnaleg for- senda fyrir allri þeirri gagnrýni sem Bolli Thoroddsen hefur sætt undanfarna daga. Hræsnin og óheiðarleikinn virðist vera í fyrir- rúmi og er starf Bolla í Heimdalli lítið annað en eiginhagsmunabar- átta og framapot. Undirritaður ítrekar kröfu stjórnar UVG-R um formlega afsökunarbeiðni og hvetur Bolla jafnframt til að hug- leiða þann möguleika að segja af sér sem formaður Heimdallar. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík. Óheiðarleiki og lýðskrum GAMALDAGS STOFNANA- HUGMYNDAFRÆÐI Stefnumótun í málefnum eldri borgara [hefur] einkennst af gamaldags stofn- anahugmyndafræði sem leiðir af sér þau samfélagslegu viðhorf að eldri borgarar séu kvöð og ósjálfbjarga baggi á sam- félaginu. Hugmyndafræðin og hugtökin eru fyrst og fremst afkvæmi opinberra áherslna sem má glöggt sjá á á orðalagi í lögum um málefni eldri borgara þegar þar sem m.a. er talað um „vistmenn“ á stofnunum í stað íbúa og „vasapeninga“ í stað að tala einfaldlega um ráðstöfun- arfé. Afar mínir og ömmur unnu baki brotnu við að færa Ísland úr fátæklegu bændasamfélagi í framúrstefnulegt og framúrskarandi umhverfi þar sem þegn- ar landsins hafa tækifæri á menntun, starfi og öruggu fjölskyldulífi. Fyrir þetta ber okkur að virða þá sem eldri eru og það með virktum. Það er mín kynslóð, sú kynslóð sem nú lætur að sér kveða í samfélagslegri umræðu, sem getur lyft grettistaki í málaflokki eldri borgara. Til þess að tryggja að komið sé sem best til móts við þann stóra og ólíka hóp sem aldraðir eru tel ég lykilatriði að lögð verði áhersla á fjölbreytt framboð afþreyingar og ólíkar leiðir til að uppfylla þá þjónustu sem aldraðir ættu að eiga kost á. Tryggjum öldruðum frelsi til að velja. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á tikin.is Rekstur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla eru stærstu verkefni íslenskra sveitar- félaga sem verja til þeirra meira en helmingi tekna sinna. Það er þeim því mikið keppi- kefli að vel takist til og starf- ið standist samanburð við það sem best þekkist. Skólastarf snertir auk þess á hverjum tíma, beint eða óbeint, nánast hverja einustu fjölskyldu í landinu með því að á þessum skólastigum er grunnur lagður að framtíð barna á mikilvægu þroskaskeiði ævi þeirra. Ein af forsendum þess að vel takist til í starfi skólanna er að markmið séu skýr og mæti sem best og hlúi að mis- munandi þörfum, áhugasvið- um og getu allra nemenda. Um skólann þarf einnig að ríkja sátt í nærsamfélaginu og sátt innandyra í uppbyggi- legu og áhugaverðu starfs- umhverfi kennara og annarra starfsmanna skólanna, sem bera hitann og þungann af því mikilvæga starfi sem skólarn- ir sinna. Skóli er hluti af síbreyti- legu samfélagi sem hann verð- ur að laga sig að og þarf því að vera í sífelldri endurskoð- un og endurmati sem tekur til allra þátta hans, þar á meðal stefnumörkunar og innra starfs. Mikilvægt er að stefnu- mörkun í mennta- og skóla- málum sé afrakstur frjórrar umræðu þar sem tekist er á um ólík sjónarmið. Með því að foreldrar, kennarar, nemend- ur og sérfræðingar í skóla- málum taki þátt í umræðunni með stjórnmálamönnunum sem eiga lokaorðið í ákvarð- anatöku um skólahald er ekki aðeins verið að leitast við að starf skólanna taki mið af við- horfum þessara aðila, heldur einnig að gera þá ábyrgari fyrir gæðum skólastarfsins. Seltirningum, foreldrum skólabarna, kennurum, öðru starfsfólki skólanna og nem- endum gefst tækifæri til þess að eiga hlutdeild í stefnumót- un skólamála á Seltjarnarnesi með því að taka þátt í Skóla- þingi á Seltjarnarnesi sem haldið verður miðvikudaginn 12. október nk. Þingið er hugs- að sem vettvangur skoðana- skipta og hugmyndaþróunar um skólamál og skólastarf á Seltjarnarnesi. Afrakstur þingsins verður efniviður í mótun skóla- og menntastefnu sveitarfélagsins til framtíðar. Það er því mikilvægt að sem flestir sem láta sig skólamál varða sæki skólaþingið og taki virkan þátt í mótun skóla- stefnu Seltjarnarness. Höfundur situr í skólanefnd Sel- tjarnarness fyrir hönd Neslista. Skólaþing á Seltjarnarnesi Skólaþing á Seltjarnarnesi ������������������� ��������������������� � � �� �� � �������� � ������� ������� ������ ���� �������� ������� ���� ��������������� �������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ������������������������������ �������������� ����� ��������������������������� ���������������������������� ������������������������������� ����������� �������������� ���������������������������������������� AF NETINU ÁRNI EINARSSON SKÓLAMÁL UMRÆÐAN SAMEINING SVEITARFÉLAGA GUNNAR SVAVARSSON UMRÆÐAN HEIMDALLUR DAGUR SNÆR SÆVARSSON FORMAÐUR UNGRA VG Í REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.