Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 69

Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 69
kemur út í dag! STJÖRNUFRÉTTIR LÍFSSTÍLL ALVÖRU FÓLK Pharrell Williams hefur lýst því yfir að honum finnist hann alls ekki geta sungið. Pharrell, sem hefur unnið með Snoop Dogg, Just- in Timberlake og Kelis, segist held- ur ekki geta rappað. „Mér finnst ég alls ekki geta sungið né rappað. Ég er bara að tjá mig,“ sagði Pharrell. „Ég er bara að segja það sem mér dettur í hug og það sem kemur út úr munninum á mér. Þetta er meira eins og dagbók,“ segir Pharrell. Næsta smáskífa frá honum kemur úr 31. október en þar syngur Gwen Stefani með honum. Pharrell hefur einnig neitað því að hann sé kyntákn. „Það er ekki minn karakter. Kannski er ég að þykjast vera sexý en þetta er allt í hausnum á mér. Þess vegna va- ldi ég þennan titil á plötuna, „In My Mind“, af því að þetta er allt í hausnum á mér.“ Laus við alla sönghæfileika Rokksveitin U2 mun taka yfir kvöldþátt Conan O’Brien sem verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. U2 er stödd í New York um þessar mundir þar sem þátturinn er tekinn upp. Þar spilar sveitin á sjö tónleikum í Madison Square Garden. Að sjálfsögðu er uppselt á þá alla. Jim Pitt, sem hefur séð um að bóka listamenn í þátt Conan, hafði alltaf dreymt um að fá U2 og Johnny Cash í þáttinn á þeim tólf árum sem hann hefur verið sýndur á NBC. Ekkert verður af því að Cash heitinn mæti í þáttinn en honum hefur orðið að ósk sin- ni með U2. „Tilboð okkar hljóm- aði nógu spennandi til að þeir vildu mæta í þáttinn,“ sagði Pitt. „Þátturinn verður Late Night með Conan O’Brien þar sem U2 verður aðalatriðið.“ Enginn listamaður hefur áður fengið heilan þátt út af fyrir sig hjá Conan. Næst því komst Bruce Springsteen fyrir nokkrum árum, en Max Weinberg, hljómsveitar- stjóri þáttarins, hefur einnig spil- að fyrir Springsteen. U2 tekur völdin af Conan O’Brien U2 Rokksveitin U2 ætlar að taka yfir þátt Conan O’Brien á NBC-stöðinni í kvöld. Regnboginn kl. 18:00 Fimmtudaginn 6. október Beint á vegginn www.filmfest.is Háskólabíó 17:40 Moolaadé 20:00 Strengir 22:00 Heilaga stúlkan 22:00 Enginn veit Regnboginn 18:00 Beint á vegginn 18:00 06/05, sjötti maí 20:15 Dagrenning 22:00 Rekkjusögur Tjarnarbíó 17:00 Enginn aðskilnaður 19:00 Bölvun 21:00 Heimavinna NÝR BÚNAÐUR Í TJARNARBÍÓI Þýsk-tyrkneska kvikmyndin Beint á vegginn (Gegen Die Wand) fjallar um innflytjendur í Þýskalandi og erfiðleikana við að fóta sig í nýju samfélagi. Kvikmyndin vann gullbjörninn í Berlín árið 2004. PHARRELL WILLIAMS Neitar því að hann sé kyntákn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.