Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 28. september 1975 i'iHUM m HHiil II Bardot er enn barn — innst inni Birgitte Bardot á sér öruggt skjól, ef illa liggur á henni eöa illa gengurfyrirhenni, en það er i hinni rUmgóðu ibúð á vinstri bakka Signu i Paris, en þar býr hár og myndarlegur maður, 46 ára gamall. Hann heitir Roger Vadim. Eins og allir vita var það hann, sem uppgötvaði Brigitte og gerði hana að stjömu.... draum hvers einasta manns. Hann giftist henni einnig, en hjónabands- hamingjan stóð ekki lengi. En þrátt fyrir það, að þau skildu árið 1957 er kvikmynda- leikstjórinn Roger Vadim enn sá maður, sem Bardot leitar traustsog halds hjá þegar mest á reynir. Hann er sá eini, sem hún i raun og veru treystir. Hvers konar maður er svo Vadim? — Hann er eirðarlaus, og getur aldrei haldið kyrru fyrir, segir hann sjálfur. —■ Ég á heldur aldreiof mikið af pening- um, heldur hann áfram, — þrátt fyrir það að hann græði milljónir og sennilega fremur milljónatugi á hverri kvikmynd, sem hann vinnur við. Ég verð að sjá þremur fjölskyldum far- borða og svo eru það bilarnir mlnir og bátarnir — og allt hitt. En það ereinmittallt þetta, sem gerir lifið þess virði að lifa þvi. Vadim hefur mikla hæfileika sem kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Hann sá þegar i stað, að hin 15 ára gamla skólastúlka, Brigitte Bardot hafði hæfileika til þess að ná langt i kvikmyndaheimin- um. Hann skipulagði framtið hénnar af mikilli nákvæmni. Eftir að þau B B og V adim sk ildu hélt hann áfram að vera ráðgjafi hennar um flest mál. Hann segir, að enn eigi BB mikla framtið fyrir sér og mörg ónotuð tækifæri, ef rétt verði á málunum haldið hjá henni. Hún segist reyndar ætla að hætta að leika, en Vadim segist ekki taka neitt slikt i mál. — Innst inni vill BB ekki vera annað en bam, segir fyrrverandi eiginmaður um hana. Vadim hefur verið giftur annarri frægri leikkonu, Jane Fonda. — Jane fannst hún vera gerð að einhvers konar kyntákni, og reyndi á allan hátt að berjast gegn þvi, og sú barátta varð að mörgu leyti til þess að eyðileggja fyrir henni á mörgum sviðum. — Ég hefði getað hjálpað henni á margan hátt, sagði Roger, ef hún hefði viljað leyfa mér að hjálpa sér. Hvað um framtið Roger Vadims sjálfs? — Ég á enn eftir að gera nokkrar kvikmyndir, sem ég hef alltaf ætlað mér að stjórna, en þegar þvi er lokið ætla ég að setjast I helgan stein og hugsa ekki um annað en að skrifa, segirhannað lokum. Myndin af Brigitte er sins og flestir kvik- myndahúsgestir þekkja hana bezt. Vadim er hins vegar að sulla i sjónum. ★ V ' ★ „Allar vildu meyjarnar eiga hann" Burt Reynolds kvikmynda- leikari þykir mikið kvennagull, og kvenfólkið hefur alltaf verið á eftir honum. Þess vegna voru margir hissa, þegar hann sló sér til rólegheita og fór að búa með Dinah Shore, sem var mörgum árum eldri en hann (einum 12 eða 15 árum) Þau sáust viða samanoglétumynda sig saman og gáfu yfirlýsingar i viðtölum við blaðamenn um vinskap sinn og samband, og svo var komið að vinir þeirra bjuggust við brúðkaupi þá og þegar. En allt I einu skildust leiðir hjá þeim, og siðan hefur Burt verið á ferð og flugi með mörgum fögrum kon- um, þekktum og óþekktum. Sú sem hann sést nú oftast I fýlgd með heitir Lorna Luft, og er hún dóttir Judy Garland sálugu og þá einnig hálfsystir Lizu Minelli. DENNI DÆMALAUSI Og ef ég dæi áður en ég vakna... Heyriði, mér likar þetta ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.