Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 28. september 1975 - '' SÍMI12234 ■HERRA EARÐURINN AUALSTRÆTIS fyrirgóAan mat ^ KJÖTÍÐNAOARSTÖÐ sambandsins " .............. HEFUR HANN FUNDIÐ RÉTTU LEIÐINA TIL AÐ LOSNA VIÐ PENINGALYKTINA? Gsal—Reykjavík. — Ýmislegt hefur verið gert til þess að reyna að losa fólk við hinn þráláta fnyk sem fylgir fiskimjölsverksmiðj- unum, enda hafa kröfur almenn- ings verið háværar þar að lút- andi. Nú siðast átti að leysa þetta vandamál með þvi að reisa gifur- lega háa strompa, en eins og Tim- inn hefur- greint frá hafa þau áform runnið út i sandinn vegna kostn aðar. Timinn fregnaði að fyrir u.þ.b. tveimur árum hefði Sveinbjörn Klemenzson vélstjóri hannað vatnsbaðs-lofthreinsitæki, en þvi tæki er ætlað að eyða óhreinind- um og óþef i vatnsgufum frá verksmiðjum. Sveinbjörn hefur smiöað litla gerð af tækinu, og hafa ýmsir gefið um það umsögn, bæði eftir að hafa séð það i notkun og eftir að hafa athugað teikning- ar hans að þessum búnaði. Eyjólfur Sæmundsson og Einar Valur Ingimundarson hjá Heil- brigöiseftirliti rikisins gáfu báðir mjög jákvæða umsögn um tæki Sveinbjöms, og ennfremur gaf Guðmundur Björnsson, prófessor tæki Sveinbjörns góðan vitnis- burð, en Guðmundur er manna kunnugastur tækjabúnaði til hreinsunar mengaðrar vatnsgufu frá verksmiðjum. Ennfremur gáfu Pétur Sigurjónsson og Hörð- ur Þormar hjá rannsóknarstofn- un iðnaðarins tækinu góða um- sögn. Hins vegar bentu þessir menn á, að ekki yrði hægt að meta árangur tækisins fyrr en það yrði reynt i hæfilegri stærö við réttar aðstæður. — Það má segja að ég hafi gengið frá Pontiusi til Pilatusar i þeim erindum að fá verksmiðju- eigendur og opinberaaðila til að veita styrk til smiðis tækisins i fullri stærð og reyna það við eðli- legar aöstæður, sagði Sveinbjörn er Timinn hafði tal af honum, en þrátt fyrir að liðinn sé þetta lang- ur ti'mi frá þvi ég lauk við hönnun tækisins, hef ég enn ekki fengið vilyrði um smiði þess og þá próf- un sem nauðsynleg er til að fá Ur þvi skorið hvaða árangri tækið skilar. Sveinbjörn kvaðst hafa gengið á fund ráðherra, sem hefði sent teikningar af tækinu til umsagnar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins. Frá Rannsóknastofnuninni barst siðanbréf, þar sem árangur tækisins var dreginn m jög i efa og bent á að Þjóðverji nokkur heföi hannað svipað tæki, sem ekki hefði skilað tilskildum árangri. Samkvæmt þvi sá' ráðuneytiö sér ekki fært að mæla með styrkveit- ingu til tilrauna á tækinu. — Ég gat hreinlega ekki fellt mig við umsögn Rannsókna- stofnunarinnar, og með þvi að skýrskota til umsagna þeirra sem gefið höföu tækinu góð orð, — ákvað ráðuneytið að taka málið' upp á nýjan leik, sagði Svein- björn, og gat þess að hreinsitæki Þjóðverjans væri mjög fráburgð- ið sinu tæki. Ráðuneytið sendi siðan Rannsóknastofnuninni bréf öé»u sinni og óskaði endurskoðunar á fyrri umsögn. Benti ráðuneytiö i þvi bréfi á það, að mengunar- vamir við fiskiðjuver væru i megnum ólestri og þar sagði að erfiðlega gengi fyrir ráðuneytið að fá aðila til að sinna kröfum um slikt. í bréfinu er bent á, að bygg- ing reykháfa sé bæði kostnaðar- söm og timaffek og þvi „væri fengur i þvi, ef eitthvað ódýrara ráð fengizt til lausnar þessu vandamáli sé þess nokkur kost- ur” eins og segir i ráðuneytis- bréfinu. — Já, nU bið ég eftir nýrri um- sögn Rannsóknastofnunarinnar en svo er að skilja á ráðuneytinu að það sé einvörðungu Rannsóknastofnunarinnar að gefa grænt ljós á það, hvort styrkveiting fæst til að sannprófa árangur tækisins, sagði Svein- björn. Timinn innti Sveinbjöm eftir þvi,hvort hann gæti I fáum oröum greint frá þvi, hvernig tækið væri UtbUið. — Tilgangurinn með tækinu er að fyrirbyggja útstreymi á mengaðri vantsgufu frá reykháf- unum, og það er gert með þvi, að tengja sérstakt lofthreinsitæki milli þurrkara og reykháfa, þar sem föstu efnin i eimnum eru skoluö og skilin frá honum og loft- inu með þvi að láta allt útstreymi frá þurrkaranum fara I gegnum skiljuplötur með skolvatni á sifelldri snUningshreyfingu. Geta skal þess, að fyrir u.þ.b. ári gerði Vélsmiðjan Héðinn Sveinbjörn Klemenzson við frumsmið tækisins. Timamynd: G.E. kostnaðaráætlun um smiði tækis- ins og þá hljóðaði kostnaðar- áætlunin upp á 3,8 millj. kr. Foreldrarnir læra og barnanna gætt á meðan Sj-Reykjavík Um mánaðamótin hefst kennsla i Námsflokkum Reykjavikur og verður þar veitt fræðsla i ýmsum nýstárlegum greinum auk þeirra, sem áður hafa verið kenndar. Meðal nýj- unga er, að i Fellahelli i Breið- holti verður kennt að deginum. Þar verða jafnframt fjölskyldu- timar og barnagæzla svo foreldr- ar geta haftbörn sin með i námið. 1 Fellahelli verða einnig veiting- ar, og fólk getur setið og spjallað saman fyrir og eftir kennslu- stundir. — Það er einmitt þetta, sem okkur dreymir um — að gera starfsemina svolitið hlýlegri, sagði GuðrUn Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokkanna i við- tali við Timann, — en þvi miður er diki aðstaða fyrir hendi á hin- um stöðunum,þar sem kennsla fer fram. 1 Fellahelli verður kennsla I leikfimi á morgnana, þá verður kennd enska, spænska, postulins- málun, myndvefnaður og mengi fyrir foreldra. 1 Tjarnarbæ verður tónlistar- kennsla, —- byrjendanám i gitar- leik og blokkflautuleik. Einnig verður kennd tónlistarsaga og tónlist kynnt i námshringjum fyr- ir byrjendur og lengra komna. Ivetur gangast Námsflokkarn- ir fyrir landkynningu. í Norræna hUsinu mun starfa námshópur um Færeyjar, sögu — staðhætti — þjóðhætti ogtunguFæreyinga. Og endar námskeiðið með ferð til Færeyja. Þá verða fyrirlestrar i Tjamarbæ fyrir fólk, sem hyggur á ferðalög til þessara landa. Ein mikilvæg grein sem kennd verður i vetur er lestur fyrir les- blinda ofar skólaskyldualdri. Mikil þátttaka er ávallt i tungu- málanámi i Námsflokkum Reykjavikur, enda er kennsla þar ódýrari en i málaskólum. — Það er eins og fólk hafi ekki uppgötv- að aðrar greinar i likt þvi eins rikum mæli, segir GuðrUn Hall- dórsdóttir. En við kennum t.d. jarðfræði, ræðumennsku og fundatækni og eftir jólin verður Innritun hefur staðið yfir I Námsflokka Reykjavikur undanfarna daga. Mcirihluti nemenda eru konur. TimamyndGE kennd skattskýrslugerð og leið- beiningar veittar um skattafram- töl. Viöhald og meðferð bifreiða veröur meðal námsgreina Jriðja árið I röð, en mikil þátttaka hefur veriö I þeim flokkum. Þá hefur nú verið tekið upp að- fararnám 3. bekkjar gagnfræða- náms fyrir fólk ofar skólaskyldu- aidri, sem ekki hefur unglinga- próf. Þá er kennt undir miðskóla- próf, gagnfræðapróf og landspróf. Fer sU kennsla fram I samvinnu við Kvöldskólann. Verzlunar- og skrifstofudeild starfar, og hefur nú veriö bætt við siðara stigi. Krafizt er gagn- fræðaprófs eða 4 ára starfs- reynslu. Loks má geta þess, að kennsla verður á framhaldsskólastigi i sænsku, norsku, stærðfræði, lif- fræöi og efnafræði. t fyrra voru tæplega 2.700 nem- endur I námsflokkunum og hefur þeim farið mjög fjölgandi siðustu ár. Um 200 manns voru I fullu námi öll kvöld vikunnar. Tveir þriðju hlutar nemenda eru konur. Innritun I Námsflokkana hefur staðið yfir undanfarið. 1 Fella- helli verður innritað 3. október kl. 1.304. Að öðru leyti fer innritun fram i Laugalækjarskóla og verð- ur henni haldið áfram i næstu viku I þá flokka, sem ekki eru orðnir fullskipaðir. Kennslustaðir Námsflokka Reykjavíkur I vetur eru Lauga- lækjarskóli, Arbæjarskóli, Breið- holtsskóli, Fellahellir, ArmUla- skóli, Lindargötuskóli, Norræna hUsið og Tjarnarbær. Hafnarnefndinhefur skoð- að þá staði sem koma til greina sem Suðurlandshöfn Gsal—Reykjavik. — Hlutverk nefndarinnar er að ganga úr skugga um það, hvort það er þjóðhagslega hagkvæmt að byggja höfn á Suðurlandi, sagði ólafur Steinar Valdimarsson i samgönguráðuneytinu, en hann er starfsmaður nefndar, sem unnið. hefur að athugunum á hafnaraðstöðu á Suðurlandi. Ólafur sagði, að nefndin væri bUin að kynna sér þau gögn, sem til væru um hafnaraðstöðu á Suðurlandi, og hefðu nefndarmenn farið til þeirra staða, sem sérstaklega hefðu komið til greina i þvi sambandi. Þessir staðir eru helztir, að sögn Ólafs: Vlk I Mýrdal, Dyrhólaey, Þykkvibær, Eyrarbakki og Stokkseyri. — Nefndin hefur einnig unnið að áætlun um þær undirbUnings- rannsóknir sem þarf að gera, til þess aðkomastaðraun um, hvort hafnargerð sé möguleg og þá hvar. Ólafur kvað það myndi verða annarra en nefndarmanna sjálfra aö ákveða hvort af þessum undir- bUningsrannsóknum yrði, þvi aö bæði yrðu þær kostnaðarsamar og timafrekar. Ólafur kvað alls ekki ljóst á þessu stigi, hvort gerlegt væri að byggja höfn við Suðurströndina, en sagði að rannsóknirnar myndu eflaust skera úr um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.