Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 28. september 1975 Ameríkuför heilags Brandans fyrir fimmtdn hundruð drum JH-Reykjavik. — Okkur hættir til aft miða allt við hvita kynstofninn og Norðurálfuþjóöirnar, og sú er til dæmis viðmiðunin, þegar fjall- að er um veraldarsöguna. Þetta kemur giöggt frani, þegar um það er rætt, hverjir „fundu” Græn- land, Ameriku eða einhver önnur lönd, svo sem eyjar i Kyrrahafi. Þá er ekki hirt unt þá staðreynd, að þessi lönd höfðu verið byggð unt óralangar aldir, áður en h vítir menn komu til þeirra, og þau, scm ekki hafa verið vagga verð- andi kynþátta manna, hafa „fundizt” endur fyrir löngu af forfeðrum frumbyggjanna, sem við nefnum svo. Hitt er svo annað mál, að glöggar heimiidir, sem á pappír cru skráðar eða hans igildi, eru sjaldnast til um þessi „fundnu” lönd, fyrr en með til- komu hvíta mannsins. t krafti þessara viðhorfa okkar eru svo deilur háðar um það, hver „fundið” hafi og jafnvel hverrar þjóðar sá hafi verið, svo sem við þekkjum um Eirik rauða og Leif neppna. Einkanlega hafa miklar þrætur orðið um það, hver hafi „fundið” Ameriku. Kristófer Kólumbus er vi'st enn hinn gæða- stimplaði finnandi, og ber þar til, að landnám og yfirdrottnun hvitra manna i Vesturheimi fylgdi i kjölfarið, auk þess sem áhrifamiklar stórþjóðir hafa not- að nafn hans sér til upphefðar. Siglingar Leifs heppna og ann- arra norrænna manna til megin- landsins i vestri höfðu ekki i för með sér landnám, sem um er kunnugt né markaði spor. Við viljum auðvitað ekki láta neinn skugga af Kólumbusi falla á hina fornu sæfara af okkar kyn- Skinn þanið á litla bátsgrind. Landiöi baksýn er Brandanshöfði á írlandi. ra- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er Bílapartasalan opin frá kl. 1-6 eftir hádegi. Upplýsingar í síma 11397 frá kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga^o9—5^1 augardaga. ^ ^ :tti þætti og segjum frá þvi i hvert skipti, sem degi Leifs Eirikssonar er lýst yfir i Bandarikjunum, þótt það sé raunar gert til þess að þóknast mönnum af norsku kyni og árlega itrekað, að hann hafi verið Norðmaður. Aftur á móti höfum við ekki velt þvi svo mjög fyrir okkur, hvaða likur eru til þess, að Norðurálfumenn hafi siglt til meginlands Ameriku fyrir daga þeirra feðga i Brattahlið á Grænlandi. Fyrir fáum misserum kom út bók eftir bandariskan mann, Paul H. Chapman, og heitir hún „Maðurinn, sem visaði Kólum- busi á Ameriku”. Þessi bók fjall- ar um írann Brandan, sem var sæfari mikill og seinna dýrlingur. Er i henni stjakað við mörgum vanagrónum hugmyndum um sæ- farir fommanna og likur leiddar að þvi, að miklu fyrr og meira hafi kveðið að siglingum um Uthöf heldur en almennt er talið. Þar er þvi meðal annars haldið fram, að Færeyjar hafi byggzt mun fyrr en álitið hefur verið. Það er kveikjan að áhuga Chapmans á siglingum um At- lantshaf i fornöld, að hann var flugmaður i heimsstyrjöldinni siðari. Á ferðum sinum á þeim ár- um neyddist hann oft til þess að hafa stjörnur sér til leiðsagnar eins og sæfarar fyrri tiða. Úr flugvél sinni gaf hann gætur að vindum og straumum. Seinna kannaði hann vandlega dagbækur Kólumbusar og söguna um heilagan Brandan, og kom sjálfur á þá staði, er við sögu komu eða liklegt er, að átt sé við, þar á meðal til Færeyja. Chapman segir: Kólumbusi hefði ekki heppnazt siglingin til Ameriku, ef hann hefði ekki vitað fyrirfram, hvemig hann átti að haga henni. Það getur ekki verið tilviljun, að hann valdi þá leið, sem hann fór. Stytzt er auðvitað að fara bein- ustu leið, en það gerði Kólumbus ekki, enda hefði hann þá aldrei til Ameriku komizt. Hefði hann tekið beint i vestur, hefði hann lent á hafsvæði, þar sem logn eða litill vindur er langtimum saman og seglskip gátu ekki komizt leiðar sinnar vikum og mánuðum sam- an. Kolumbus hafði ekki búnað til þess að komast klakklaust þá leið og hefði ekki verið þess umkom- inn að hafa stjórn á förunautum sinum, sem var heldur mislit hjörð, ef I miklar nauðir heföi rekið. Kólumbus vissi, hvert halda skyldi. Hann hélt til Kanarieyja og lagði þaðan á úthafið. Þá var hann á slóðum, þar sem bæði straumar og vindar báru hann til vesturs, og áður en hann hélt heim á leið, sigldi hann norður á 37. breiddarstig, þar sem vestan- vindar eru tiðir. Kólumbus var ekki nema þrjátiu og sex daga til Ameriku, en hið fræga skip, Mai- blómið, var sextiu og fjóra daga árið 1620. Kristófer Kólumbus, sem dó fimmtiu og fjögurra ára gamall árið 1506, lét austanvind- inn bera sig til Ameriku og vest- anvindinn heim aftur. Almennri þekkingu á meginvindum og meginstraumum á Atlantshafi var ekki til að dreifa fyrr en mun seinna. Og Chapman heldur áfram: Norrænir menn þekktu Atlants- hafið af eigin raun og höfðu siglt til Norður-Ameriku. Teija verður, að Kólumbus hafi komið til Is- lands. En hann notfærði sér ekki þá leiðsögn, sem hann kann að hafa fengið þar, þvi að hann kaus ekki sömu leið og hinir fornu Norðurlandabúar fóru. Portúgal- ir voru lika miklir sæfarar, og einn úr þeirra hópi, Corte Real, komst til Nýfundnalands og Labrador árið 1472, tuttugu árum áður en Kólumbus hóf för sina. Til þessara sömu landa höfðu nor- rænir menn siglt mörgum öldum áður. En þetta voru ekki þau lönd, sem Kólumbusi lék hugur á að kanna: Þar var hvorki von gulls né dýrgripa. Fönikiumenn sigldu eftir sig neina leiðsögn um það, hversu haga skyldi siglingu til þess lands. Mestar likur eru til þess, að ferðir heilags Brandans hafi orðið Kólumbusi til leiðsagnar. Sjálfur hafði Kólumbus komið á Galway- flóa á Irlandi, og þar getur hann hæglega hafa heyrt getið um heilagan Brandan og sæferðir hans, sem og um Madoc, sem sigldi tvivegis i kring um 1170 til landa vestur i háfi. En mesta vit- neskju um heilagan Brandan hef- ur hann óefað fengið úr ritinu „Navigatio Sancti Brendani”, sem lesin var um alla Evrópu á hans dögum. Kunnugt er, að handskrifuð eintök af þessari bók voru til i Genúu, fæðingarborg Kólumbusar, og i Lissabon, þar sem hann átti lengi heima. Þegar Gutenberg hafði gert uppgötvun Sigling á skinnbáti af þvf tagi, sem Brandan notaði. i kring um Afriku tvö þúsund ár- um á undan Portúgölum, er könn- uðu þá leið á dögum Kólumbusar, og Fonikiumenn kunnu að segja frá landi i vestur frá Herkúlesar- súlum (svo var Njörvasund nefnt). En þeir höfðu ekki látið sina árið 1450, var bókin prentuð, og varð bóka útbreiddust á næstu áratugum. Það getur þess vegna ekki leikið vafi á þvi, að Kólum- bus hefur þekkt þá bók og lesið, og sterk rök hniga aö þvi, að i hana hafi hann sótt þá þekkingu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.