Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 28. september 1975 TlMINN 17 taugar i fótíeggjunum. Og stund- um uröu dætur nennar ao styoja hana það sem hún þurfti aö hreyfa sig úr rúminu. A meögöngutimanum hafði hún tekið börn i gæzlu gegn greiðslu en varð að hætta þvi. Trygginga- peningarnir voru ekki nægir til að fjölskyldan gæti lifað af þeim og sjúkradagpeningar fást ekki vegna veikinda af völdum meðgöngu. Þá var spurningin: áttu börnin að fá að nóg að borða eða ekki. Svarið varð játandi, en Hulda sjálf svalt hálfu hungri síðustuþrjá mánuðina fyrir jólin i fyrra. Er hún enn ekki búin að ná fullri heilsu eftir þennan tima. — Ég hef alltaf verið frekar grönn, en aldrei svona horuð, segir hún. Eftir að drengurinn fæddist brotnaði Hulda gjörsam- lega saman. Og öll þreytan eftir 10 ára baráttu brauzt fram. Það var ekki fyrr en eftir jól að hún fór að rétta við og vinna að þvi að koma sér upp nýju heima- vinnunni við vélritun. — Þetta var hræðilegur timi, segir hún. höfðum aldrei nóg. Skömmu fyrir jól fékk ég 7000 krónur hjá bænum — það var alt allt og sumt. Það, sem bjargaði þvi að við lifðum af þennan tima, var að gott fólk hljóp undir bagga. Fyrrverandi vinnuveitandi minn hjálpaði mér. Og rétt fyrir jólin sendu Hvita- bandskonurokkurfullankassa af mat og peninga. Og þær koma ekki fram við þær, sem hjálpina fá, eins og ölmusumenn. — Einstæðar konur, sem eiga von á bami þurfa að vinna eins lengi og mögulegt er, helzt fram á siðasta dag, og helzt að byrja aftur eins fljótt og hægt er, nema þær konur sem rétt eiga á þriggja mánaða barnsburðarleyfi á laun- um. Og þó er það nauðsyn að kon- ur geti slakað á þennan tima og þurfi ekki að hafa fjárhags- áhyggjur. Kostnaður við barnsfæðingu er gifurlega mikill fyrir eina manneskju. Nýr barnavagn kostaði fyrir ári 30.000 kr, sæng hátt á þriðja þúsund, vagga 7000 kr. og ein bleyja kostar núna 150kr. og nærskyrta 220. Einstæðar mæður hafa undan- fariö fengið greiddan barnsfarar- kostnaö, ef þær geta ekki unnið siöasta mánuðinn fyrir fæðingu og fyrstu tvo mánuði á eftir, og eru ekki á leyfi á launum. Þessi upph. er nú 24.699 kr. fyrir þrjá mánuðina samtals og er hún endurkræf hjá föðurunum, en Tryggingastofnunin greiðir móðurinni hana, þegar meðlags- úrskurður liggur fýrir. Mér finndist æskilegt að annaðhvort feðurnir eða tryggingalöggjöfin ætti að taka meiri þátt en nú er i þessum stofnkostnaöi. Feðurnir láta börnin einskis njóta af sinni hálfu Það er stundum talað um að móöurrétturinn sé of sterkur i is- lenzkum lögum miðað við rétt föðurins. En auknum réttindum fylgir ábyrgð og skyldur. Mér finnst að karlmenn mættu vel greiða meira með börnum,sem þeir hafa ekki hjá sér en nú er. Mér virðist sem mörgum þeirra finnst þeir vera að skrifa nauðugir upp á 17 ára vixil þegar þeir undirrita meðlagsúrskurðinn og svo væla þeir um að þeir séu réttlausir. Margir þeirra skipta sér aldrei af börnunum. Sumir sinna þeim eitthvað fyrstu árin meðan þau eru ung, en siðan dofnar áhuginn, og vaknar ekki aftur fyrr en þau eru fullorðin, þá koma þeir aftur. Að sjálfsögðu eru til heiðarleg- ar undantekningar frá þessu, það vil ég taka skýrt fram. ^ Eins finnst mér, að meiri foður: rétti ætti að fylgja, aö karlmenn yrðu ábyrgari en nú er fyrir þvi að gera konur ekki vanfærar. Gæti konurnar þess ekki, er svo mikið vist, að ekki passa karl- mennirnir það nema kannski einn af þúsund. Sú framkoma feðra við börn, sem ekki eru hjá þeim, sem ég lýsti áðan, eru að minu mati engin mannvonzka, heldur at- hugunarleysi. Mennirnir hugsa ekki út i að með þvi að láta bömin einskis njóta af sinni hálfu skapa þeir geysilega mikil vandamál hjá börnunum. Og þar á ég við andleg en ei aðeins fjárhagsleg vandamál. Aðeins það, að börnin Hulda Björnsdóttir AA fá heimavinnu er eins og að leita að nál f heystakk viti að þau eiga pabba og fái stundum að finna það — að hann sé ekki einhver draumavera úti i heimi, gerir mikinn mun fyrir þau. Auðvitað hlýtur að vera mis- sætti þegar hjón skilja, en það á að vera hægt að halda börnunum fyrir utan það. — Vissu feður barna þinna um ástandið hjá ykkur i fyrra? — Þannig er mál með vexti að þeir skipta sér ekki af börnunum, enginn þeirra. Faðir yngsta bamsins vissi hernig ástatt var, vegna þess að ég leitaði til hans um hjálp. En hann sagði að þetta væri bara kerlingavæl. Siðan gerði hann sér erindi hingað fyrir jólin til að segja að hann ætlaði ekki að gefa barninu jólagjöf — hann var að fara til Kanarieyja með fjölskyldunni. Það em töluverð sárindi, sér- staklega á jólum og afmælis- dögum vegna þess að feður barnanna hafa ekkert samband við þau. En mér finnst ekki að einstæðar mæður eigi að hallmæla feðrum barna sinna i návist þeirra, hvað sem á dynur. Þaö rennur vist nógu snemma upp fyrir þeim hvernig málum er háttað án þess. Mér finnst það væri verðugt verkefni fyrir félags- fræðinemendur við Háskólann eða einhverja slika að rannsaka hversu mikið samband feður bama einstæðra mæðra hér á landi hafa við böm sin. Ég er býsna hrædd um, að það sé al- mennt ekki mikið. Þeir gera börnin sin jafnvel arflaus. Faðir getur séð svo um að börn hans erfi hann ekki, með þvi aö hafa engar eignir skráðar á sitt nafn.Samahátt getur hann haft á við skilnað. Ég þekki dæmi þess, að menn hafa komið sér hjá að greiða fyrrverandi konum sinum meðlag fyrsta árið eftir skilnað, með þvi að fela tekjur sinar. Þeir hafa jafnvel haft svo mikið við,að láta lýsa sig gjaldþrota til að komast hjá að borga þessar krðn- ur. — Eitt mál er m jög áriðandi fyrir margar einstæðar mæður, sagði Hulda ennfremur, — en það er að komiö veröi upp einhverjum stað, þar sem svo sem 50 konur gætu dvalist þegar illa stæði á fyrir þeim, og þar væri húsvörður, sem væri maður til að taka á móti t.d. drukknum fyrrverandi eigin- mönnum og firt konurnar vana- ræðum. Þannig að þær gætu verið öruggar og slakað á. Það eru margar konur hér i borg, sem eru farnar frá drykkju- mönnum, sem halda áfram að elta þær uppi og misþyrma kannski þeim og börnunum. Þrautalendingin hjá þessum kon- um er að gerast ráðskonur úti i sveit, en mennirnir elta þær jafn- vel þangað og berja allt sundur og saman. Það er ekki átakalaust að skilja, en venjulega hefur konan börnin, og þvi er full ástæða til að hún njóti verndar ef þess erþörf. Gott væri að konur gætu farið á slikan stað strax og þær skildu og átt þar samastað meðan þær eru að fá vinnu, húsnæði og átta sig á málum, e.t.v. hálftár eða meira, eða meðan skilnaður að borði og sæng stendur. Sumar konur eru fljótaraðátta sig og þyrftu sama- staðskemmri tima. Einsog þetta er nú er algengt að fráskildar konur séu á þvælingi hjá foreldr- um, vinkonum og vinafólki. Hjá ofstópamönnum og dry kk ju m önnum vakna tilfinningarnar gagvart börnun- um oft ekki fyrr en þeir eru orðnir ölvaðir. Það er áreiðanlega betra fyrir börnin að fá aldrei að sjá feður sina, en að hitta þá einungis undir áhrifum áfengis. — Ef við vikjum aftur að tryggingakerfinu þá er þar einn stór galli á hvað viðkemur einstæðrum mæðrum. Gangi konu illa að ferða barn getur liðið óratimi þangað til hún fær greitt meðla'; með barni sinu. Blóðrannsóknir og jy;s&, háttar geta tekið langan tima og þær er ekki svo hægt að gera fyrr en bamið er orðið sex mánaöa. Þegar svo loksins málið er af- greitt fá mæðurnar ekki meðlag nema 18 mánuði aftur i timann i mesta lagi. Ef þessar konur eru t.d. sjúkar og geta ekki farið út að vinna hafa þær og böm þeirra ekki nokkurn skapaðan hlut til aö lifa af. Það ætti að vera sjálfsagt mál að greiða meðlagiö strax frá fæðingu barnsins. Þau sáu að ég var dug- leg, og hafa sjálfsagt hugsað að ég gæti bjargað mér sjálf Hulda og börn hennar hafa undanfarin sex ár búið i tveggja herbergja ibúð, sem Reykja- vikurborg á uppi i Breiðholti, og greiðir hún viðráðanlega leigu, rúmar niu þúsund krónur á mánuöi. — Aður var búið að ganga á ýmsu hjá mér i hús- næðismálunum, segir hún. — Einu sinni var ég með tvö elztu börnin I hræðilegri holu niður við Skúlagötu með tæpast nokkurri hreinlætis- og þvottaaðstöðu og eldaði á einni hellu. Einu sinni fékk ég lán hjá Reykjavikurborg upp i fyrirframgreiðslu, en þá átti ég ekki kost á öðru en stórri og dýrri ibúð og þurfti að leigja út frá mér til að ráða viö leiguna. Ég var búinn að ganga á eftir þeim hjá Félagsmálastofnuninni i fjögur ár um að komast i húsnæði borgarinnar. Og ég var satt að segja búin að fá algera synjun. Þau sáu að ég var dugleg og hafa sjálfsagt hugsað sem svo að ég gæti bjargað mér sjálf. En þá gekk maður i málið fyrir mig, sem var inn undir hjá Sjálfstæðis- flokknum — þetta var rétt fyrir kosningar — og það var haft sam- band við mig og ég fékk íbúðina. —Stundum kemur yfir mann að sakna þess að geta ekki varpað helmingnum af ábyrgðinni yfir á einhvem annan, segir Hulda — en þó held ég, að ef ég ætti kost á að giftast góðum manni, þá mundi ég ekki taka honum. Það þyrfti lika að vera alveg sérstakur maður sem gæti tekiö allt þetta á sig, konu með fjögur börn og það sem þvi fylgir. — Og hvernig hugsarðu nú til framtiðarinnar? — Ég er mjög bjartsýn á framtiðina og held að ég sé komin yfir mestu erfiðleikana. Og við ljúkum þessu tali méð orðum Huldu: — Viö einstæöir foreldrar erum að berjast fyrir þvi, að bömin okkar geti fengið það, sem önnur börn fá, og ekki aðeins brýnustu lifsnauðsynjar. -SJ. Prentari (pressumaður) óskast i aukavinnu. Upplýsingar í síma 1-58-99. Fólk vantar til margvislegra sveitastarfa: Matreiðsla, fjárhirðing, fjósamennska, simavarzla, o. fl. Upplýsingar gefur Ráðningaskrifstofa landbúnaðarins. Simi 19-200. Alliance francaise Frönskunómskeið félagsins eru að hefjast. Kennt er i mörg- um flokkum fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar eru allir franskir. Væntanlegir nemendur komi til viðtals i Háskólanum föstudaginn 3. október kl. 18:15. Innritun og nánari upplýsingar i Franska bóka- safninu, Laufásvegi 12 kl. 17-19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.