Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 28. september 1975 ItMINN 29 urn hringdi hún til min og sagði mér, að nú væri hún að fara. Hún vildi ekki, að ég kæmi til að kveðja, en hélt smáræðustúf um hversu óhamingjusamur ég hefði orðið með henni. Síðan sleit hún sámbandinu áður en ég kom að orði. ÉG HEYRÐI ekki meira um hana fyrr en ég las i blaði árið 1949, að hún hefði gifzt Amerik- ana að nafni Erwin Stanley Engst, sem hafði verið sendur sem landbúnaðarráðunautur til Kina á vegum UNRRA. Skömmu siðar köm hin raunverulega Joan upp á yfirborðið, sú Joan sem átti fyrir að liggja að verða mest hat- aða konan i ameriskri sögu. Sem starfsmaður kom múnistiska Kina hóf hún að spúa eitri yfir Bandarikin i kinverska útvarpið. Þar að auki vann hún að rannsóknum og kenndi kinversk- um eðlisfræðingum, hvernig þeir gætu framleitt sina eigin kjarn- orkusprengju. Kínverjar höfðu þegar hafið vinnu við gerð kjarnorku- sprengju, en eftir þvi sem bezt var vitað, hafði þeim litið miðað. Með hjálp Joans gátu þeir bUið til sprengju sex til sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Sannanir fyrir þessu er að finna i skjalasafni bandarisku leyniþjónustunnar. Meðan á Kóreustriðinu stóð, vann bróðir hennar, William, fyrir kommUnista. Hann sendi kinverska svokallaða sjálfboða- liða yfir Yaluána til að drepa hans eigin landa á sama tima og systir hans sendi Ut stanzlausan flaum skammaryrða i garð eigin lands. Ég heimsótti móður hennar, sem sagði: — Hvað hef ég gert svo rangt, að sonur minn og dóttir skuli vera eins og þau eru? Er það sektarkennd vegna sprengjunn- ar.sem hefur gert Joan svona? Ég vildi óska, að hún hefði gifzt þér og eignazt barn, þá hefði hún ekki haft tima til þessa athæfis, sem hefurgert nafn föður hennar það mest hataða i Ameriku, og komið þvi til leiðar, að nágrannamir lita niður á mig, eins og ég eigi sök á þessu öllu. Árið 1953 sneri William Hinton aftur til Ameriku. Hann var strax handtekinn og eignir hans gerðar upptækar. Meðal skjala hans var bréf frá Joan, sem sýndi greini- lega, að hann hafði fengið hana til að flytja til Kina. í einu bréfi, frá henni stóð: — Mér verður illt af ameriska sjálfsálitinu, sjá risa- óargadýrið liggja og lita niður á aðra heimshluta og sleikja ánægt út um. Það var ekki grundvöllur fyrir að ákæra William, svo að hann var látinn laus. Hann breytti um nafn og fékk starf hja skipafélagi I Philadelphiu. Siðar hvarf hann, og það litur ekki Ut fyrir, að nokk- ur viti, hvað um hann varð. I janUarmánuði 1966 kom bréf með Hong Kong frímerkjum á gamla heimilisfangið mitt. Þvi var komið til min og ég velti fyrir mér frá hverjum það gæti verið. Heimilisfangið var vélritað, og ekki skrifað frá hverjum bréfið værí. Þegar ég opnaði það, sá ég, að það var undirritað — kær kveðja, Joan, Orðrétt var það svona: — Kæri Leonard. Ég er nU orð- in ekkja og mjög einmana. Ég þarfnastþin, en get ekki farið aft- ur til Ameríku. Komdu til Hong Kong, ef þú elskar mig enn og vilt fá mig. Þaðan get ég auðveldlega komið þér til Kina. Ég þarfnast þin. ÞU mátt ekki bregðast mér. Svar mitt var að ri'fa bréfið i tvennt. Ég var bUinn að véra gift- ur I niu ár og vildi ekkert hafa með landráðamenn að gera. MEÐAN Vietnamstriðið stóð hitti ég marga, bæði Amerikana og aðra sem undruðust, að Bandarikin skyldu ekki nota kjarnorkuvopn til að binda endi á striðið. Margir héldu, að Amerikanar hikuðu vegna heims- álitsins. Ekki veit ég hina raunverulegu ástæðu, en ég held ástæðuna vera m.a. ótta Amerikana við kin- verskar hefndaraðgerðir. Hefðu þeir varpað kjarnorkusprengju yfir Hanoi t.d. hefðu Kinverjar jafnóðum borgað i sömu mynt, og Kinverjar geta þakkað einni manneskju, að þeir hafa kjarn- orkusprengju undir höndum: Joan Chase Hinton. Án hennar hjálpar hefðu Kinverjar ekki enn getað framleitt kjarnorku- sprengjuna mörg næstu ár. Joan Chase Hinton og bróðir hennar, Wiiliam, árið 1947. Hún var meðal hinna efni- iegustu kjarnorkuvisinda- manna Bandarfkjanna og tdk m.a. þátt lað gera Hiros- himasprengjuna. En hún sneri baki við Bandarlkjun- um, fór til Klna og hjálpaði Klnverjum að gera sina eigin kjamorkusprengju. Já, ég elskaði Joan Chase Hinton, og hefði viljað giftast henni. Það voru engin bernsku- brek, þvi að ég var fullorðinn, þegar ég kynntist henni. Núna er nafn hennar bannlýst I Ameriku: En mikilvægri spurn- inguer ennósvarað: Hvers vegna gerði hún þetta? Ég veit það ekki, get bara komið með tilgátu: Samvizka hennar rak hana til þess — rak hana til að láta Kin- verja hafa úrslitavopniði von um, að það kæmi i veg fyrir, aö Amerikanar notuð það i annað sinn. (ÞýttK.L.) JEPPAEIGENDUR Sparið benzín og minnkið slit með Warn framdrifslokum. Warn framdrifslokur fást í eftirtaldar bifreiðar. Land Rover Willy’s Wagoneer Ford Bronco Scout Willy’s jeppa Blazer og flestar gerðir af pick-up bifreiðum með fjórhjóladrifi. HRAFN JÓNSSON & CO. Brautarholti 22 — Sími 22255 Z E VINRUDE EVINRUDE vélsleðarnir fa einangrunina og gefa óþrjótandi möguleika til vetrarferðalaga og opna leiðir, sem á öðrum timum .. eru erfiðar og illfærar, EEEVINRUDE *£\ SÍMI 81500-ÁRMÚLA11 ÆÍM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.