Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR
BARKAR
TENGI
Landvélar hf
221. tbl. —Sunnudagur 28. september — 59. árgangur
Kjördæmaskipan og
kosningaskipulag stærstu
vandamál nefndarinnar
Fara Vestfirð-
ingar í stríð
við selina?
Gsal-Reykjavik. — Aukning sela-
stofna hefur i för með sér, að
fiskur sem veiddur er á
grunnmiðum, er undirlagöur af
hringormi, og ber alimikið á
hringormum i fiski á Vest-
fjörðum, einkum yfir sumar-
timann, þegar smábátarnir eru
fiestirá veiðum.Talið er að hring
ormar I innfjarðafiski hafi stór-
lega aukizt eftir að selveiöar
lögðust af á Vestfjörðum. Frá
Noregi berast nú þær fréttir, að
fiskimenn i Norður-Noregi heimti
„strið” við selinn, vegnaagangs
hans á beztu miðunum, og m.a.
samþykkti ársþing sjómanna-
félagsins i Brönnöy að krefjast
þess að selastofninn verði
minnkaður sem fyrst.
um að minnka stofninn.
— Selurinn hefur lagt undir sig
stór svæði, sem hafa verið beztu
netamiðin á vetrarvertiðinni og
sjómennirnirhafa orðið að yfir-
gefa svæðin, sagði Hans Patter-
sen á áðurnefndu ársþingi. — Sel-
urinn fer niður á 70-80 faðma
dýpi, fer i netin, og eyðileggur
fiskinn algjörlega. Einnig virkar
þessi selafjöldi truflandi á
hrygninguna. Það er liklega
skýringin á þvi, að það var enginn
fiskur á hinum vanalegu
hrygningarsvæðum s.l. vetur og
vor. Hinn aukni selastofn hefur
lika haft það i för með sér, að
fiskurinn, og þá sérstaklega
þorskurinn, er undirlagður af
hringormi.
gébé Rvik — Stjórnarskrárnefnd
er I miðju kafi og stefnir að þvi að
hraða störfum, sagði Gunnar G.
Schram prófessor og ráðunautur
nefndarinnar i gær. Ekki kvaðst
Gunnar geta spáð um hvenær
nefndin skilaði áliti sinu tii Al-
þingis. Eins og kunnugt er rann
fresturinn út i febrúar á þessu ári
til að skila áiitsgerðum og uppá-
stungum, og hefur nefndin unnið
að þvi að fara yfir þær
breytingartillögur sem bárust,
bæði frá samtökum og einstak-
lingum. — Ljóst er að stærsta
vandamálið er kjördæmaskipan
og kosningaskipulag, sagði Gunn-
ar, en starf nefndarinnar er af-
skaplega viðamikiö.
Meðal þeirra breytingatillaga
sem borizt hafa, er ákvæði um
jafnrétti kynjanna, sem borizt
hafa frá mörgum kvennasam-
böndum. Þá barst ályktun frá
Sambandi islenzkra sveitarfélaga
um að staða og sjálfstæði sveitar-
félaga verði vel tryggt. En eins og
Gunnar sagði, þá mun lang-
stærsta vandamálið vera
breytingar á kjördæmaskipan og
kosningaskipulagi og mest vinn-
an i sambandi við það.
1 stjórnarskrárnefnd eiga eftir-
taldir menn sæti: Hannibal
Valdemarsson formaður, Gunnar
Thoroddsen varaformaður, Guð-
mundur Benediktsson ráðu-
neytisstjóri ritari, Ingólfur Jóns-
son og Emil Jónsson fyrrv. ráð-
herrar, Ragnar Arnalds, Sigurð-
ur Gissurarson sýslumaður á
Húsavik. Einn nefndarmanna lézt
á árinu Jóhannes Eliasson, og
hefur ekki enn verið tilnefndur
maður I hans stað. Gunnar G.
Schram er ráðunautur nefndar-
innar eins og áður segir.
Eftir að fresti til að skila álits-
gerðum og uppástungum lauk i
febrúar, hefur nefndin unnið að
þvi að fara yfir breytingartillögur
og rætt þær. Rætt hefur verið um
einstaka greinar stjórnarskrár-
innar og ræddar framkvæmdir
annarra landa á svipuðum
ákvæðum, sagði Gunnar. Hefur
verið unnið úr tillögum þessum,
auk eigin tillagna nefndarinnar.
Siðasti fundur nefndarinnar var i
júlilok og verður næsti fundur
mjög f 1 jótlega. Eins og Gunnar G.
Schram ságði að lokum: Þetta er
afskaplega viðamikið starf, enda
um að ræða grundvallarskipu-
lagningu þjóðfélagsins. Nefndin
er nú i miðju kafi og stefnir að þvi
að hraða störfum.
NEYTENDUR ÞURFA
LÖGGJAFARVERND
Guðbjörn Kristmannsson,
verkstjóri ifiskiðjunni Freyju á
Suðureyri við Súgandafjörð, kvað
fiskinn, sem veiddur væri á
grunnmiðum, mjög erfiðan til
vinnslu, þar eð fiskurinn væri svo
ormaður. Kvað hann það mjög
bagalegt, þar sem fiskurinn
bærist mjög nýr til lands, og væri
þvi 1. flokks hráefni, ef engir
hringormar væru i honum.
Guðbjörn-nefndi að mikill timi
færi I að hreinsa hringormana úr
fiskinum, og sagði að það kostaði
1/3 lengri tima að vinna fisk með
hringormum, en þann sem væri
ormalaus.
A ársþingi sjómannafeiagsins i
Brönnöy i Noregi kom nýlega
fram, að selastofninn á S-Helge-
land hefði verið i stöðugum vexti
siðustu ár, og væri nú stærri en
nokkur sinni fyrr. Selurinn væri
oröinn plága fyrir sjómennina
sem orðið hefur að yfirgefa sum
af sinum beztu miðum vegna
ágangs þeirra.
Að sögn blaðsins „Fiskeren”
hefur Hafrannsóknastofnunin
norska enn ekki tekið ákvörðun
FB—Reykjavik. — A hverju ári er
fluttur inn ótölulegur fjöldi
heimilistækja, bila og alls kyns
véla. sem _þurfa sitt viðhaid,
þegar fram iiða stundir. En
hérlendis er engin löggjöf, sem
hægt er að beita, ef innflytjendur
láta sér nægja að flytja inn vör-
una, en veita siðan enga þá þjón-
ustu, sem nauðsynleg kann að
verða, þegar slit kemur fram.
Innflytjendur geta átölulaust
flutt inn hverja nýja vörutegund-
ina á fætur annarri, en af þessu
leiðir, að mjög erfitt getur reynzt
að fá nauðsynlega viðgerðarþjón-
ustu. Hjá hagstofunni fengum við
t.d. þær upplýsingar, að á siöasta
ári hefðu verið flutt inn 11.745
stykki kælitækja til heimilisnota
frá 11 löndum. Tegundirnar hafa
eflaust verið mörgum sinnum
fleiri. Þvottavélar fluttar til
landsins á sama tima voru 5034
frá 12 löndum.
Söluverðmæti þessara tveggja
vöruflokka út úr verzlun hér mun
hafa verið um einn milljarður
króna. Af þessu má sjá, að hér er
um mikla fjármuni að ræða, og
þvi nauðsynlegt, að viturlega sé
að innflutningi staðið, og þjónusta
við eigendur þessara dýru tækja
sé sem bezt, svo ekki þurfti að
leggja vélarnar til hliðar eftir ó-
eölilega stutta notkun vegna
skorts á varahlutum. Fjöldi
innfluttra þvottavéla er mestur
frá ttalíu eða 3565 árið 1974, en
miklu færri vélar komu annars
staöar frá. Td. varein vél flutt inn
frá Grikklandi ein frá Belgiu og
tvær frá Sviss og Noregi. Ef litið
var á kælitækjalistann var einnig
mest flutt frá Italiu, 5402, en
minnst frá Tékkóslóvakiu, 20
stykki.
I fljótu bragði gæti maður dreg-
ið þær álvtkanir að bezt væri að
eiga tæki af þeirri gerð sem mest
er til af, en dæmi liðinna ára sýna
þvi miður, að það er ekki einhlitt.
Um það geta þeir borið, sem tóku
þátt i þvi, sem kalla mætti
Zanuzzi-ævintýrið, og stið hér i
nokkur ár. Mörg _ þús. tæki,
þvottavélar, isskápar, uppþvotta-
vélar, og guð má vita hvað fleira,
var flutt til landsins. Þetta voru
ódýr og góð tæki, sem runnu út
eins og heitar lummur. En svo
rann upp sá dagurL að fyrirtækið,
sem hafði haft umboðið fyrir
þessi tæki lagði upp laupana af
einhverjum fjölsk.ástæðum, að
þvi er sagt var. Eftir stóðu eig-
endur allra þessara ágætu tækja,
sem vegna aldurs og notkunar
fóru að þurfa á viðhaldi að halda.
Enginn tók lengi vel að sér um-
boðið, en Fálkinn, sem hefur
umboð fyrir Hoover og þarf að fá
varahluti i Hoover-vörur m.a. frá
Zanuzzi hefur reynt sitt bezta,
að panta einnig varahluti i
Zanuzzi. Afgreiðslan frá Italiu
gengur mjög treglega, að sögn og
að undanförnu hefur liðið allt upp
I 9 mánuði áður en varahluta-
pantanir hafa borizt hingað.
A meðan sitja menn uppi með
ónothæf tæki, enda þótt bilunin
geti verið smávægileg, og væri
fljótviðgerð, ef nauðsynlegir
varahlutir væru fyrir hendi.
Björgvin Guðmundsson i við-
skiptamálaráðuneytinu sagði, að
þvi miður væri löggjöf hér ekki
nægilega fullkomin til að veita
neytendum þá vernd, sem þörf er
á. Hann sagði að á Norðurlöndun-
um hefði löggjöfin verið bætt
mikið á þessu sviði. Hann sagði
ennfremur, að búið væri hér að
semja rammalöggjöf um þjón-
ustustarfsemi, sem viðhaldið,
sem hér hefur verið rætt um, gæti
eflaust fallið undir, en ekki væri
búið að ganga frá þessu sem lög-
um frá Alþingi, og ekki væri vitað
hvenær það gæti orðið.
Timinn sneri sér ennfremur til
Axels Einarssonar i Rafha, en
þaö fyrirtæki hefur einmitt tekið
að sér áðurnefnt Zanuzzi-
umboð. Hann sagði, að Rafha sæi
fyrst og fremst um viðhald á þeim
tækjum, sem flutt hefðu verið inn
á þess vegum þótt ef til vill væri
hægt að panta varahluti i eldri
tæki, ef fyrir lægi framleiðslu-
númer og pöntunarnúmer á hin-
um bilaða hluta. Annars sagði
Axél, að aðalvandinn lægi i þvi
hér á landi, hversu margvisleg
heimilistæki væru flutt hingað til
lands. Hann benti á, að á siðasta
ári hefðu t.d. verið fluttar inn
eldavelár frá 14 löndum, og gerð-
irnar hefðu verið milli 20 og 25
talsins. A sama tima væru svo
framleiddar Islenzkar vélar, sem
hann sagði, aðhefðu fullkomlega
staðizt samkeppnina, og viðgerð-
arþjónustan væri fyrir hendi. En
hver og einn vill fá að ráða þvi
hvaða tegund hann velur, og af
þvi leiðir glundroði i innflutningi
og þjónustu. Svo að segja árlega
er komið með ný módel af hverri
tegund og varahlutaframleiðsla
stendur heldur ekki lengi,
kannski aðeins fimm ár, að sögn
Axels. Þegar varahlutirnir eru
gengnir til þurrðar, er ekki um
annaðað ræða en leggja tækið til
hliðar og kaupa nýtt. Þegar við
þetta bætistsvo, að islenzk fyrir-
tæki springa út eins og sumar-
blóm og fölna jafnskjótt aftur,
getur veriö erfitt um vik fyrir
neytendur, sem eiga sér enga
vernd i lögum landsins.
Fimm Spánverjar
drepnir
Reuter—Madrid ' — Spánverj-
amir fimm, sem voru ákærðir
og fundnir sekir um að drepa
lögreglumenn, voru skotnir I
gærmorgun. Þrir voru skotnir i
Madrid, einn i Burgos, og einn i
Barcelona. Mennirnir fimm,
voru fluttir i lokuðum lögreglu-
bifreiðum til aftökustaðanna. t
fyrrinótt voru mótmælaaðgerð-
ir um alla Evrópu, einna mestar
iLissabonn og Paris. Norðmenn
og Hollendingar hafa sent
sendiherra Spánar heim i mót-
mælaskyni. Þó ekki fengist það
staöfest, var talið að skærulið-
arnir fimm hefðu verið skotnir,
en ekki liflátnir með hinni ill-
ræmdu garettu, sem er tæki,
sem sett er á háls manna og þeir
kyrktir smám saman.
Ættingjar hinna dauðadæmdu
fengu að koma til þeirra I fang-
elsið stuttu áður en þeir voru
leiddir fyrir aftökusveitirnar.
Var mikil örvænting rikjandi
meðal þeirra, og þá ekki sizt hjá
Mótmælaaðgerðir
um alla Evrópu
eiginkonu Samches Bravo, sem
var aðeinsrúmlega tvitugur, en
kona hans, Silvia, er 22 ára og
ófrisk að fyrsta barni þeirra.
Um alla Evrópu voru mót-
mælaaðgerðir i fullum gangi i
fyrrinótt. I Lissabon rðust mót-
mælendur inn i spænska sendi-
ráðið og eyðilögðu allt sem þeir
gátu fest hendur á, og i Paris
voru rúður og byggingar
spæsnkra aðila brotnar og
skemmdar. Þúsundir manna
um alla Evrópu héldu hávær
mótmælafundi fyrir framan
sendiráð Spánar og Spánverjar
miskunnarlaust barðir sundur
og saman.
Fyrsta opinbera tilkynningin
um að aftaka hefði farið fram,
var frá Burgos, þar sem Angel
Otaegui, 33ára,ogúr lýðveldis-
her Baska, var skotinn til bana.
Hinir voru Juan Paredes Mano,
21 árs, sem var skotinn i Barce-
lona, Jose Baena Alonso, 22,
Ramon Garcia Sanz, 27, og Jose
Luis Sanches Bravo 21 árs.
Hefur hann fundið réttu leiðina
til að losna við peningalyktina?
m------------► BAK