Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 28. september 1975 Mtnn o| málofni Er niðurfærsla rétta leiðin? Þessi mynd sýnir vel byggðina á Flötunum 1 GarOahreppi. Timamynd Gunnar. Þjóðin eyðir meira en hún aflar Eins og nýlega var rakið i við- tali, sem Tfminn átti við Ólaf Jó- hannesson viðskiptamálaráð- herra, eru horfur i efnahagsmál- um allt annað en álitlegar um þessar mundir. Viðskiptakjörin út á við hafa haldið áfram að versna, og skuldasöfnun eykst er- lendis. Að visu fara flest nýju lán- in til arðvænlegra framkvæmda, enhjá greiðslu þeirra verður ekki komizt og þvi mun sá hluti gjald- eyristeknanna, sem fer i greiðsl- ur á afborgunum og vöxtum, fara slstækkandi. Þótt lifskjörin hafi heldur þrengzt, lifir þjóðin enn um efni fram, þ.e. hún eyðir meira en hún aflar. Þetta verður hún að horfast i augu við, og það veldur aðeins meiri erfiðleikum siðar, ef ekki eru gerðar ráð- stafanir i tima. Eins og fram kom i viðtalinu við Ólaf Jóhannesson, hefur rikis- stjórninni heppnazt það annað meginhlutverk sitt að tryggja næga atvinnu. ísland á þvi það met, að vera eina riki Vestur- Evrópu, þar sem ekki er atvinnu- leysi. En hinu megintakmarki sinu, að draga úr verðbólgunni, hefur rikisstjórnin ekki náð. Þaö áréttaði Ólafur Jóhannesson mjög ákveðið I viðtalinu. Þessu valda að sjálfsögðu ýmsar ástæð- ur, sumar óviðráðanlegar, eins og viðskiptakjörin. En hitt á lika sinn þátt i þessu,að stjórnin hefur oft orðið að láta i minni pokann fyrir öflugum sérhagsmunahóp- um. AAerk ummæli Björns Jónssonar Vegna hins iskyggilega ástands hafa verkalýðssamtökin ákveðið að segja upp kaupsamningum og hafa þá lausa um áramótin. En rétt er I þvi' sambandi að vekja at- hygli á ummælum, sem sjónvarp- iðhafði eftir Birni Jónssyni, for- seta Alþýðusambands tslands, þegar það ræddi við hann um uppsögn samninganna. Björn Jónsson lét svo ummælt, að nú væri mikilvægara að snúa sér að orsökum verðbólgunnar, heldur en að vera alltaf að glima vjð af- leiðingar hennar. Þetta er lauk- rétt. Það er engin lausn að hækka kaupið I kjölfar verðhækkatfa og að hækka verðið i kjölfar kaup- hækkana. Þetta gerir ástandið aðeins verra. Það sem hér þarf að gerast, er að reynt verði að ná samkomulagi um vissa stöðvun á hvoru tveggja, eins og nú er verið að reyna i Bretlandi. Ein megin- orsök verðbólgunnar eru hinar stööugu vfxlhækkanir, og engin tök nástá þeim, nema samkomu- lag geti náðst um einhvers konar stöðvun. Niðurfærslu- leiðin Ólafur Jóhannesson lét svo um- mælt i viðtalinu við Timann, að ný gengisfelling kæmi ekki til greina, nema eitthvað nýtt kæmi til, sem ekki er fyrirsjáanlegt nú. Gengislækkun leysir engan vanda. Það sem nú þarf að gera, er að reyna að fá sem bezta yfir- sýn yfir vandann og sem gleggst- an samanburð á úrræðum. Hér þarf að hafa svipuð vinnubrögð og vinstri stjórnin greip til sumarið 1972, þegar hún fól fulltrúum helztu flokkanna að gera yfirlit um efnahagsástandið og þá val- kosti, sem helzt kæmu til álita. Slfkt sýnir bæöi, hver vandinn er og hvemig hyggilegast muni að fástviðhann. Ólafur Jóhannesson lét svo ummælt i áðurnefndu við- tali, að hann vildi láta athuga vandlega hina svonefndu niður- færsluleið, enda þótt hún hefði sina ágalla. Þetta var sú leið, sem Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið hölluðusthelzt að haustið 1972. Þennan valkost ber vissulega aö athuga nú, en að sjálfsögðu með sem gleggstum samanburði við aðrar leiðir, sem um getur verið að ræða. Vextir og verð- trygging Hér i blaðinu hefur verið vikið að þvi nokkrum sinnum að undanförnu, hvort ekki væri rétt að lækka vextina, en gefa spari- fjáreigendum kost á verðtrygg- ingu I staðinn. Það er tvimælalaust, að hinir háu vextir eru atvinnuvegunum þungbærir, en þó einkum þeim greinum þeirra, sem þurfa á miklu rekstrarfé að halda. Nokk- urt dæmi þess, hve mikil vaxta- byrðin er hjá sumum fyrirtækj- um, er það, að vaxtagreiðslur Aburðarverksmiðju rikisins námu hærri upphæð á síðast liðnu ári heldur en allar kaup- greiðslurnar. Mörg svipuð dæmi mætti nefna. Slikum dæmum mun þóenn fjölga vegna síðustu kjara- samninga, þar sem fyrirtækin þurfa að auka rekstrarféð, og vaxtagreiðslurnar munu hækka i samræmi við það. Þegar þessi mál eru Ihuguð, dugir ekki að horfa á eitthvert meðaltal vaxta- greiðslnahjá fyrirtækjunum, eins og hagfræðingum hættir til að gera, þvi að mörg fyrirtæki greiða litla vexti, og lækka þannig meðaltalið. Það verður einkum að lita á fyrirtækin sem þurfa að greiða mikla vexti, enda eru það þau, sem standa höllustum fæti, og það er vegna þeirra, sem efna- hagsráðstafanir eins og gengis- fellingar eru gerðar. Lækkun vaxta getur munað verulegum fjármunum fyrir slik fyrirtæki. Tillögur Jóhannesar Nordals Rökin fyrir háum vöxtum eru þau, að þeir séu nauðsynlegir vegna sparifjáreigenda. Vissu- lega má ekki gleyma sparifjár- eigendum i þessu sambandi, þvi að enga hefur verðbólgan leikið grálegar en þá. Hér kemur það til athugunar, hvort ekki megi tryggja hag sparifjáreigenda bet- ur með þvi að gefa þeim kost á verðtryggingu. 1 grein, sem Jó- hannes Nordal bankastjóri birti i Fjármálatlðindum á siðast liðnu sumri, vékhann að þessu eftir að hafa rætt um lög, sem sett voru á siðasta þingi þess efnis, að fjár- festingarsjóðir endurláni með sömu kjörum og þeir verða að sæta sjálfir. Jóhannes Nordal sagði, að i framhaldi af þessari lagasetningu þyrfti að fara fram endurskoðun almennra láns- .kjara, og kæmi þá einkum tvennt til athugunar. Um það fórust hon- um orð á þessa leið: „1 fyrsta lagi endurskoðun á lánskjörum lifeyrissjóða, en verðtrygging á fé þeirra er brýn nauðsyn, ef þeir eiga að geta tryggt félögum sinum viðunandi lifeyri i framtiðinni. Er ekki óeðlilegt að lánskjörum þessum verði breytt með hliðsjón af hin- um nýju lánskjörum fjár- festingarlánasjóða. 1 öðru lagi er timabært að at- huga að nýju, hvort ekki sé rétt að koma á flokki verðtryggðs spari- fjár i innlánsstofnunum. Með þvi móti mætti bæði bæta hag spari- fjáreigenda, sem svo mjög hefur hallað á að undanförnu, og um leið efla sparifjármyndun og getu bankakerfisins til að mæta brýn- um rekstrarfjárþörfum atvinnu- lifsins.” Hér er vissulega hreyft mikils- verðu máli, og ef til vill þvi stærsta, sem gæti hamlað gegn verðbólgunni og verstu afleiöing- um hennar, en þar er átt við með- ferðina á sparifjáreigendum. Olíukaupin Sú hugmynd skýtur öðru hvoru upp kollinum, að Islendingar eigi aö beina oliukaupum sinum til Noregs og hætta oliukaupum frá Sovétríkjunum. Ahangendur þessarar hugmyndar gleyma hinsvegar jafnan, að oliuviðskipt- in við Sovétrikin hafa tryggt okk- ur góðan markað fyrir fiskafurð- ir, sem erfitt væri eða útilokað að selja annars stáðar. Þvi aðeins væri hyggilegt að hverfa að oliu- viðskiptum við Noreg, að Norð- menn gætu tryggt okkur ekki lak- ari markað fyrir umræddar fisk- afurðir en rússneski markaðurinn er. Það er hinsvegar ekki kunnugt um, að Norðmenn hafi upp á slik- an fiskmarkað að bjóða. Meðan svo er, og ástandið i fisksölumál- um er að öðru leyti eins og það er, er það hreinlega út i hött að ræða um að færa oli'uviðskiptin frá Sovétrlkjunum til Noregs. Þvi hefur verið hreyft til stuðn- ings oliukaupum frá Noregi, að við greiðum Rússum nú meira fyrir oliuna en þeir fyrir vörur, sem þeir kaupa af okkur. Þvi sé nú halli á viðskiptum við þá. Þessvegna megi draga úr oliu- kaupum frá Sovétrikjunum, sem þessum halla nemur, og færa þau til Noregs. En hvernig er háttað verzlun okkar við Noreg? Er ekki þegar halli á henni, og er nokkuð betra að skulda Norðmönnum en Rússum? Sá erhinsvegar munur- inn, að vonir geta staðið til að hægt sé að auka fisksöluna til Sovétrikjanna, en litil eða engin von um, að Norðmenn auki fisk- kaup héðan. Staðan í fisk- sölumáium [ Ástandið i' fisksölumálunum er vissulega þannig um þessar mundir, að það hvetur siður en svo til þess að rjúfa viðskiptin við Sovétrikin. Fiskmarkaðir þeir, sem við höfum I Bandarikjunum og Vestur-Evrópu, eru ótryggir. Fisksalan i Bandarikjunum er háð sveiflum hins frjálsa hag- kerfis, og þvi getur verðið lækkað skyndilega og sala minnkað með litlum fyrirvara. Þetta hafa Is- lendingar fengið að reyna áþreifanlega siðustu misserin. Þetta sama gildir einnig um fisk- markaðinn i Vestur-Evrópu. Þar við bætist, að þjóðir Vestur- Evrópu hafa hvað eftir annað reynt að gera fisksöluna háða pólitiskum skilyrðum. Gleggsta dæmið um það eru þær þvingunaraðgerðir, sem stjómarvöld Vestur-Þýzkalands beita íslendinga nú i þeim til- gangi að reyna að þvinga þá til að leyfa veiðar frystitogara innan 50 milna markanna. Einhverjir kunna að segja, að, rikin i Austur-Evrópu geti einnig gripið til þess að setja skilyrði fyrir fiskkaupum. Að sjálfsögðu gætu slikir atburðir gerzt, en þeir hafa enn ekki gerzt I skiptum okk- ar við þær. siðan þessi viðskipti hófust að ráði. Hingað til hefur þaðverið okkur hagstætt að geta selt fiskafurðir til Austur-Evrópu, og þvi ber að vona, að þessi við- skipti geti fremur aukizt en hið gagnstæða. Annars þurfa Is- lendingar að stefna að þvi að hafa markaði sem vfðast, svo að þeir verði ekki fyrir stórfelldu áfalli, ef markaður bregzt i einstöku landi. Árósir á vinstri stjórnina Þjóðviljinn keppist nú ekki við annað meira en að fordæma þá stefnu, sem Alþýðubandalagið fylgdi meðan þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósefsson sátu i rikisstjórn. Skrif Þjóðvilj- ans um efnahagsmálin eru einna gleggst dæmi um þetta. Þjóðvilj- inn f ordæmir nú nær daglega þær aögerðir, sem Alþýðubandalagið taldi eðlilegar og sjálfsagðar i stjórnartfð Lúðviks og Magnúsar. Þegar viðskiptahorfur fóru versnandi i árslok 1972, taldi Al- þýðubandalagið t.d. sjálfsagt, að gripið yrði til nokkurrar gengis- fellingar til þess að tryggja rekst- ur atvinnuveganna. Þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnarinnar á siðast liðnu sumri, viðurkenndu leiðtogar Al- þýðubandalagsins, að 15% gengisfelling væri nauðsynleg, og höföu viðskiptakjörin þó ekki versnað nándar nærri eins mikið og siðar varð. Þeir töldu þessa gengisbreytingu nauðsynlega til þess að tryggja afkomu atvinnu- veganna og næga atvinnu. A sið- asta stjórnarári Lúðviks og Magnúsar lýsti Alþýðubandalag- iðsig fylgjandi hækkun söluskatts til þess að tryggja afkomu rikis- sjóðs og gera honum kleyft að auka niðurgreiðslur. Áður var þó búið að hækka söluskattinn veru- lega i stjórnartið Lúðviks og Magnúsar. Nú fordæmir Þjóðvilj- inn gengisfellingar, hækkun sölu- skattsins og auknar niðurgreiðsl- ur, enda þótt hann mælti með öllu þessu, þegar Magnús og Lúðvik sátu i stjórn, og voru þó aðstæður þá ekki eins erfiðar og nú. Þannig mætti rekja þetta, hvemig Þjóðviljinn fordæmir nú næstum i einu og öllu þá stefnu, sem Alþýðubandalagið fylgdi, meðan það var stjórnarflokkur. Það mætti álykta af þessu, að vinstri stjórnin hefði ekki verið neitt sérstaklega góðstjórn. Slikt er þó með öllu rangt. Vinstri stjómin gerði margt vel, og bezt eftirmæli mun hún þó hljóta vegna þess að hún reyndi að vera ábyrg stjórn og hikaði ekki við að beita sér fyrir óvinsælum aðgerð- um, ef hún taldi þess þörf. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.