Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 28. september 1975
ItMINN
33
fallegt hús, hugsaði Pét-
ur. Litlu seinna vaknaði
Vörður, hann teygði úr
sér og fór i gönguferð.
En það hefði hann ekki
átt að gera! Þvi að Pét-
ur gat ekki staðizt
löngunina til að stinga
höfðinu inn i litla húsið.
En hvernig sem hann
streittist, gat hann ekki
troðið sér alveg inn i
hús Varðar. Og það, sem
verra var, hann gat
heldur ekki komizt út
aftur. Pétur varð veru-
lega hræddur og kunni
nú engin ráð.
Þegar Vörður kom
aftur, varð hann vægast
sagt mjög undrandi yfir
að sjá Pétur sitja fastan
eins og tappa i húsinu
sinu og komast hvorki út
né inn. En Vörður ætlaði
nú að bæta úr þessu.
Hann beit sig fastan i
taglið á Pétri og kippti i.
Pétur flaug út og beint
ofan á Vörð. — Voff,
sagði Vörður, heyrðu
Pétur flón. Hvernig
gaztu imyndað þér að þú
kæmizt inn i húsið mitt?
Sjáðu til: Húsið mitt er
ei fyrir hest, lik börn
leika sér bezt. Pétur
hengdi hausinn og
fannst hann vera mjög
heimskur.
En Pétur var skrýtinn
náungi. Hann lærði ekk-
ert af reynslunni. Dag
nokkurn var barnaboð á
bóndabýlinu. Hann sá
kisu smeygja sér inn i
stofu, og þá langaði
hann sjálfan til að gera
slikt hið sama. Hann
gekk inn og reyndi að
setjast við borðið hjá
börnunum. Börnin hlógu
hjartanlega, en það
dugði ekki til, út varð
hann að fara.
Seinna kom kisa til
hans og sagði: Heyrðu,
Pétur flón, hvernig datt
þér i hug, að hestur
mætti sitja til borðs með
börnunum, þeir borða
ekki á sama hátt og fólk
gerir. Sjáðu til: Matborð
er fyrir fólk — en ei fyrir
hest, lik börn leika sér
bezt.
Pétur hengdi höfuðið
og fannst hann vera
mjög heimskur.
Allan næsta dag hegð-
aði Pétur sér vel. Og
hann ákvað að það
skyldi hann alltaf gera
hér eftir. En einn daginn
sá hann múldýrið Matta
stökkva um i kartöflu-
garðinum og sparka
kartöflunum hátt upp i
loftið, svo þær flugu i
allar áttir. Ein þeirra
lenti á horni nautsins, og
bæði Matti og Pétur
urðu hræddir. — Heyrðu
Pétur flón, þú skalt ekki
sparka svona, sagði
Matti. — Hvers vegna
ekki? spurði Pétur. — Ef
þú sparkar eins og
múldýr, vill enginn
kaupa þig, þegar þú
verður stór, sagði Matti.
— Já, en þú sparkar eins
og múldýr, sagði Pétur.
— Já, en kæri vinur, ég
er múldýr, svaraði
Matti. — Ég bið þig
afsökunar. Ég vil
sannarlega að einhver
vilji kaupa mig, þegar
ég er orðinn stór. Svo nú
ætla ég að haga mér vel,
eins og hestur.
En svo fór Matti aftur
að sparka kartöflunum
út um allt, og þá gerði
Pétur auðvitað alveg
eins. Á þeirri stundu
komu gestir i heimsókn.
Það var litil stúlka og
litill drengur. Faðir
þeirra var með þeim og
hann stóð nú og talaði
við Kjartan bónda. Litli
drengurinn pataði og
benti ákafur á Pétur,
sem hann hélt að væri
múldýr. — Pabbi, viltu
ekki kaupa þetta fallega
múldýr handa mér,
sagði hann.
Pétur heyrði þetta og
varð mjög leiður. Hann
langaði alls ekki til að
likjast múldýri. Þess
vegna gekk hann yfir til
drengsins og stakk
snoppunniieyrað á hon-
um til að segja honum
að hann hefði rangt fyrir
sér. Litli drengurinn
klappaði honum. Hann
kallaði til pabba sins: —
Hann er alveg eins og
folald. Pabbi hló og
sagði: — Það er nú það
sem hann er drengur
minn. Þetta er folald.
Þá sagði Kjartan
Dag nokkurn kom litli drengurinn og pabbi hans og keyptu Pétur.
bóndi: — Já, Pétur er
svolitið flón, en hann
verður góður hestur,
þegar hann stækkar.
Timinn leið og Pétur
varð stór. Dag einn kom
litli drengurinn og pabbi að eta, og góður hesta-
hans og keyptu Pétur. sveinn hirti um hann.
Á'nýja heimilinu fékk Nú var Pétur ekkert
Pétur fallegan bás, i flón lengur, hann var
hreinu hvitu hesthúsi. orðinn skynsamur, litill
Hann fékk indæla hafra hestur.
X
\
ÚTGERÐARMENN
Hafið þið kynnst
STÁLVER/SEAFARER
sjávarísvélinni ?
Ef svo er ekki, komið, hringið eða skrifið til Stólvers h.f.
og við munum veita allar upplýsingar.
En til þess að gefa svolitla innsýn í sjdvarísvélina viljum við
upplýsa eftirfarandi.
STÁLVER/SEAFARER
er íslenzk framleiðsla
STÁLVER/SEAFARER
framleiðir fyrsta flokks ís
úr ó-eimuðum sjó
STÁLVER/SEAFARER
ísvélar eru frammleiddar í 5
mismunandi stærðum frd 0,5
tonn til 6,5 tonn pr. sólarhring
STÁLVER/SEAFARER
eru fyrirferðalitlar og
auðvelt er að koma þeim fyrir
í öllum fiskiskipum
STÁLVER/SEAFARER
fæst á mjög hagstæðu verði
frd verksmiðju okka.r
STÁLVER/SEAFARER
fylgir 1 drs dbyrgð
STÁLVER HF
Kostir sjávaríss
Sjávarísinn bráðnar mun hægar en
ferskvatnsís, geymist vel i ókældri
lest, er alltaf kramur, er -H7gr C frá
vél, bráðnar við -^2,2 gr. C. Tilraynir
hafa sýntað hiti í fiski sem kældur var
með saltvatnsís, reyndist frá -r- l,lgr
C til 0 gr. c, sem er nærri 3 gr. C lægra
en hitastigið í þeim fiski sem ísaður
var með vatnsís, þar af leiðandi er
fiskur ísaður með saltvatnsís betri
vara.
Funahöfða 17 . Reykjavík . Síml 8-34-44