Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 20
TÍMINN
Ragnhildur ólafsdóttir rithöfundur
Gamalt félk á elliheimili.
TÍMINN________________________________ ______________Sunnudagur 28. september 1975 Sunnudagur 28. september 1975
KNÝR LESENDUR
TIL UMHUGSUNAR
UM ÞESSAR MUNDIR er Ragn-
hildur ólafsdóttir rithöfundur
stödd hér á landi, en eins og
mörgum er kunnugt, þá er hún
bUsett I Kaupmannahöfn og hefur
átt lengi heima þar. Við, hér á
Timanum vorum svo heppnir að
hitta Ragnhildi aö máli, og nU er
ætlunin aö kynna hana litillega
fyrir lesendum þessa blaðs.
Frá Tálknafirði til
Kaupmannahafnar,
með nokkrum við-
komustöðum þó
— Hversu dangt er siðan þú
fluttist til Danmerkur, Ragnhild-
ur?
— Ég fór til Danmerkur árið
1938, þá nitján ára gömul og hef
átt þar heima siðan, allan timann
i Kaupmannahöfn, ef undan er
skilið fyrsta sumarið, en þá var
ég viö nám á Suður-Jótlandi, i
sumarskóla, sem þar var.
— Hver er uppruni þinn hér
heima?
— Ég er Vestfirðingur að upp-
runa, fæddist i Tálknafirði, en fór
að Dufansdal f Arnarfirði, þegar
égvarfimmára.en var þar stutt,
unz ég fluttist að Bæ á Rauða-
sandi. Þaðan lá leiðin nokkrum.
árum seinna suður i Borgarfjörð
og þar næst á Akranes, og þar
fermdist ég.
Fyrstu kynni min af námi voru
farskóli fyrir vestan, en á Akra-
nesi gekk ég I fyrsta skipti i
venjulegan barnaskóla i likingu
viö það.sem börn þekkja nU á dög-
um. Eftir fermingu komst ég i
skóla á Laugarvatni, og það er
kannski fróðlegt að geta þess, að
ég var I tvö sumur að vinna fyrir
námskostnaði eins vetrar.
— Svo hefur Danmörk fljótlega
tekið við?
—- Já, eins og ég sagði I upp-
hafi, þá var ég ekki nema nitján
ára, þegar ég fór utan og settist
þar I sumarskóla.
— Hvað tók svo við, þegar þvi
var lokið?
— Þá fór ég að læra fótaðgerð-
ir, og rak um tima fótsnyrtistofu.
Ekki stóð það þó lengi, enda ekki
létt fyrir ókunnugan útlending að
vinna upp fyrirtæki I Danmörku á
þessum árum, ekki sizt þegar
þess er gætt, að ég átti aldrei
nægilegt fjármagn, — átti I raun-
inni við sífellt peningaleysi að
striöa. Nú, og svo I þriðja og
siöasta lagi: Ég giftist og fékk um
nóg annað að hugsa. Um slikt
leyti skall heimsstyrjöldin á, og
allt gekk Ur skorðum. Þetta voru
erfið ár, en við skulum ekki eyða
of miklum tima i að ræða það.
Fór að skrifa til
þess að læra málið,
— það er bezti
skólinn
— Hvenær byrjaðir þú að
skrifa?
—• Mig langaði til þess að læra
danska tungu vel, en tungumál
læra menn bezt með þvi að skrifa
þau. Eitt er að læra mál I skóla og
geta talað það, annaö að hafa
vald á þvi með þeim hætti sem
rithöfundum er nauðsynlegt. Ég
efast mjög um að menn nái nokk-
urn tima fullu valdi á nokkru
tungumáli, fyrr en þeir hafa beitt
þvi til skáldskapariðkana, — og
beitt sjálfa sig ströngum aga um
leið.
NU. Heimili okkar hjónanna var
ekki stórt, við eignuðumst aðeins
eina dóttur, og þvi mátti segja, að
ég ætti oftast nokkurn tima áf-
lögu, svo ég fór að bera það við að
skrifa á dönsku, aðeins til þess að
læra málið og ekki til neins
annars. Ég skrifaði og skrifaði og
fannst það létt. Það var svo sem
ekki lengi gert að skrifa eina bók,
að mér fannst! Þá var sjálfsaginn
ekki farinn að segja til sin. Þetta
var allt harla gott að minum dómi
og óþarfi að vera aö leggja það á
sig að kafa djúpt. En það viöhorf
átti eftir að breytast, heldur en
ekki!
— Þessar frumsmiðar hafa þó
komiö út?
— Nei, nei, nei, sem betur fór
kom það aldrei Ut. Það heföi nU
verið laglegt, eða hitt þó heldur,
ef einhver Utgefandi hefði verið
svo vitlaus að taka framleiðsluna
til birtingar!
— Voru ekki alltaf nokkur
kynni á milli þin og annarra is-
lenzkra rithöfunda?
— ÍDanmörkukynntistég Þor-
steini Stefánssyni rithöfundi, og
um langt árabil var mikill sam-
gangur á milli heimila okkar.
Halldóri Laxness hafði ég kynnzt
hér heima, áður en ég fór utan.
Þau kynni hófust með þeim hætti
að vinkona min á Akranesi var
skyld Halldóri, og einu sinni
gengum við öll þrjú upp.á Akra-
fjall. Þá var ég sextán ára gömul,
og þetta var ákaflega gaman, þótt
um hávetur væri. Við gengum á
fjalliö á nýjársdag. Seinna hitti ég
Laxness á Laugarvatni. Hann
kannaðist við mig og spurði hvar
við heföum hitzt. Við gengum
saman á Akrafjall”, svaraði ég,
alls ófeimin.
Svo liðu árin, eitt af öðru, og
fundum okkar Halldórs Lajcness
bar ekki saman fyrr en ég kom
hingað heim árið 1946. Siðan höf-
um við hitzt alltaf öðru hvoru, oft
meö margra ára millibili, en
hann hefur alltaf fylgzt með mér.
Hann hefur alltaf hvatt mig til
þess aðhalda áfram að skrifa, og
aldrei að gefast upp, segir hann.
Þar var ærinn
efnibiður i bók
— Hvenær först þú svo að huga
að þessari nýju bók þinni, Fólk á
förum?
■ — Til þess að svara þeirri
spumingu þarf ég að vikja aftur
að persónulegum högum minum,
Hjónaband mitt var farið út um
þUfur, ég stóð ein uppi og þurfti að
fara að vinna fyrir mér. En ég
hafði ekki unnið utan heimilis ár-
um saman. Þá frétti ég að ég gæti
orðið sjUkraliði, án þess að eyða
mjög löngum tima I nám svo ég
valdi mér það hlutskipti.
Þetta varð til þess að ég fór að
vinna á sjUkradeild, þar sem ein-
göngu var gamalt fólk. Þar sá ég
fyrst, hversu mjög manneskjurn-
ar geta orðið veikar, hjálparvana
og ósjálfbjarga. Það er hræðileg
reynsla, og hUn fékk mikið á mig.
Að ganga um sjúkrastofur og
ganga I átta klukkutima á dag var
að visu erfitt, en þó var það ekki
neitt j samanburði við hina and-
legu áreynslu.
— Þar hefur þú fengið efnið i
bókina?
— Eftir að ég fór að venjast þvi
að hafa þessi ósköp fyrir augun-
um, hugsaði ég æ oftar með mér,
að ég yrði að nota það efni, sem
ég hef öi hér i höndum. Að ég yrði
að gera eitthvað fyrir þetta fólk,
— eitthvað meira en ég gerði
Frá Tálknafirði.
þama frá degi til dags. Mér
fannst ég mega til með að vekja
athygli á kjörum gamals fólks og
sjUks, og hvetja aðra til þess að
gleyma þvi ekki. Það eru svo
margir, þvl miður, sem láta sig
gamalt fólk engu skipta, jafnvel
skammastsin fyrir sina nánustu,
eftir aö þeir eru orðnir aumingj-
ar.
— Ber þetta þá svo að skilja, að
þær myndir, sem dregnar eru upp
i bók þinni, Fólk á förum, séu
sannar, í bókstaflegri merkingu?
— Allt, sem gerist i þessari
bók, er byggt á veruleikanum á
einhvem hátt. Hitt er annað mál,
að ég tók ekki eina eða tvær per-
sónur og lýsi þeim og þvi sem pær
höfðu orðið aö þola nákvæmlega.
Ég er ekki að lýsa einkalifi tiltek-
inna manna og kvenna. Það sem
ég læt gerast i liíi eins manns, hef
ég kannski séð gerast I lífi
tveggja eða þriggja. Þannig er
bæði hægt að leggja saman og
draga frá, eftir þvi sem verkast
vill. En allt sem ég læt gerast i
bókinni minni, hefur gerzt i raun
og veru.
Bókin er bæn
— Þér hefur alltaf fundizt
ömurlegt að vinna á gamal-
mennahælinu, þótt þú vendist þvi
dálitið?
— Mig skortir orð til þess að
lýsa þvi, hvernig mér fannst
þetta, þegar ég sá það fyrst. Það
var sárgrætilegt, hræðilegt og
ógnvekjandi. Og hugsa sér að
þetta gæti lika komið fyrir þig og
mig — alla.
Ég hef einu sinni verið spurð
um það opinberlega, hvað ég væri
að fara með þessari bók, — hver
tilgangur rninn væri. Ég svaraði
þvitil,að ég liti á alla bókina frá
upphafi til enda sem bæn, bæn til
allra aðstandenda gamals fólks
og lasburða að gleyma þvi ekki.
Gamla fólkið hefur slitið kröftum
sinum fyrir þá, sem nú eru i
blóma lífsins, og bráðum getur
röðin komið að okkur. Bráðum
verðum við lika gömul, og þá
getum við orðið alveg eins las-
buröa og hjálparvana og fólkið,
sem heyr sitt strið á blaösiðum
bókar minnar.
Stundum heyrast ávitanir og
kvartanir þess efnis, að starfsfólk
sé ekki nógu gott við sjúklingana.
Ég held, aö allir, bæði aðstand-
endur og starfsfólk, þurfi sifellt
að hafa ihuga, aö það er iraun og
veru sjúkdómur, þegar gamalt
fólk er svo óþjált, að næstum
ógerningur er að tjónka viö það.
Þá kvartar það yfir öllu sem
hugsazt getur, oft alveg að
ástæðulausu. — Bók min er lika
skrifuð handa starfsfólki sjUkra-
hUsa og elliheimila, og yfirleitt
handa hverjum þeim, sem þarf að
annast gamalmenni og sjUkiinga.
SjUklingar þurfa ekki aðeins
umönnun i venjulegri merkingu
þess orðs. Þeir þurfa lGia ástUð.
Þó ekki sé annaö en að halda i
hönd sjUklings, strjUka handar-
bak hans eða leyfa honum að
koma við sig. Jafnvel hin minnsta
snerting, ef hUn er hlýleg, getur
bætt liðan sjUklings ótrUlega
mikið.
Ég man eftir gömlum manni á
deildinni þar sem ég vann. Hann
hafði áður verið á geðveikrahæli.
Allt I einu fékk hann kast, vildi
berja allt og brjóta, og fengu
ýmsir marbletti við það tækifæri.
Ég brá þá á það ráð að láta vel að
honum, tala rólega við hann og
reyna með öllu móti að sefa hann,
og um siðir tókst mér það. En vel
er mér ljóst, að þessi aðferð
hrekkur ekki alltaf til, þótt hUn sé
tvimælalaust æskilegust, ef henni
verður með nokkru móti við kom-
iö. Einstaklingarnir eru gifurlega
misjafnir, og við verðum að læra,
hvemig á að umgangast hvern og
einn.
Við þurfum lika að
muna, að gamalt fólk
hefur sál
— Ert þú kannski þeirrar skoð-
unar, að elliheimilin okkar séu
Rætt við Ragnhildi
Ólafsdóttur rithöfund,
sem hefur skrifað bók
um vandamól gamals
fólks
ekki endilega rétta lausnin,
heldur eigi heimilin — aðstand-
endurnir — að annast gamal-
menni þjóðfélagsins?
— Nei, það held ég ekki. Það er
að visu mjög æskilegt að gamal-
menni dveljist I heimahUsum á
meban þau eru nokkurn veginn
sjálfbjarea, en eftir að sjUkleiki er
farinn að herja á gamalmenni að
marki, er alltof mikið álag á
heimili að hjúkra þeim. Gildir þá
einu hvort um er að ræða likam-
leg eða andleg veikindi, sem oft
fylgja háum aldri. Nei, elliheimili
og hjUkrunarstofnanir handa
gömlu fólki verða að vera til, hjá
þvi verður ekki komizt. En sU
staðreynd leysir ekki aðstand-
endur gamalmenna undan þeirri
skyldu að annast þau á meðan
þess er kostur. Og mjög margt
gamalt fólk kýs helzt að fá að
dveljast á einkaheimilum hjá sin-
um nánustu á meðan þess er
nokkur kostur.
Eftir að gamalt fólk hefur verið
vistað á opinberum stofnunum,
eiga kunningjar þess og skyldfólk
að heimsækja það eins oft og við
veröur komið. Þvi má ekki finn-
ast það sé komið Ut Ur heiminum,
að hlutverki þess sé lokið og eng-
inn kæri sig um það lengur. Þess
vegna'meðal annars á að finna
þvi verkefni við þess hæfi og láta
það alltaf hafa nóg að gera. Sann-
leikurinn er lika sá, að mikill
meirihluti allra gamalmenna
getur leyst af hendi hin margvis-
legustu verkefni, aðeins ef þau
eru rétt valin i hverju tilviki. Og
maöur sem fær I hendur verkefni
við sitt hæfi og leysir það sóma-
samlega af hendi, getur furðu-
lengi varizt þeirri tilfinningu að
hlutverki hans i veröldinni sé lok-
ið. Enda væri slik ályktun röng.
Sérhvert verk, sem unnið er,
kemur að notum, hversu smátt
sem það kann-að virðast.
Ég tel lika, að starfsfólk elli- og
hjUkrunarheimila þurfi að vera
fleira en nú er, að minnsta kosti
þar sem ég þekki bezt til. Það er
ekki nóg að hafa nægan mannafla
til þess að þvo sjUklingunum og
gefa þeim að borða. Við þurfum
lika að muna, að gamalt fólk og
lasburða hefur sál, og hana ber
okkur að annast, engu siður en
likamann. Auðvitað er nauðsyn-
légt að þvo sjúklingum og skipta á
rúmunum þeirra, en það þarf lika
að hlynna að andlegri velliðan
þeirra með þvi að gefa sér tima til
þess að tala við þá og uppræta hjá
þeim leiða og einstæðingsskap, ef
slikt hefur gert vart við sig, eins
og einmitt er algengt um gamalt
fólk.
Handrit fyrir
ballett og
látbragðsleik
— Ertu ekki meö fleira á prjón-
unum en bókina um gamalt fólk
og vandamál þess?
— Ég er oft með fleira en eitt i
takinu I einu, sumt liggur hálf-
unniö og biður sins tima. NU er
bókin Fólk á förum komin Ut, og
þá ættiaðvera tækifæri til þess aö
snUa sér að öðru.
Einu sinni skrifaði ég handrit
að ballett, og það var búið að
semja tónlistina að mestu leyti,
en þá vildi svo óheppilega til, að
tónskáldið veiktist alvarlega,
svoégveitekki,hvortþessifram-
leiðsla min verður nokkurn tima
notuð. En handritið á ég, og það
er vitanlega hægt að nota, ef ein-
hver skyldi hafa hug á þvi.
Ég skrifaði lika handrit að lát-
bragðsleik, og var þaö tileinkað
átta hundruð ára afmæli Kaup-
mannahafar. Þar reyndi ég að
tengja saman þau atriði úr sögu
borgarinnar, sem hægt væri að
sýna á þennan hátt, allt frá dög-
um Absalons til okkar tima. Ég
ætlaðist að sjálfsögðu til þess að
bUningarnir væru hafðir i sam-
ræmi við hvern tima. Ætlazt var
tilþess að þetta yrði Utisýning, en
hUn þótti of dýr, og svo varð ekki
meira Ur þvi, verkið hefur aldrei
verið sýnt.
— Er þetta hið eina, sem þú hef-
ur skrifaö þessarar tegundar?
— Nei, ég skrifaði lika leik með
hliðsjón af Gamla testamentinu.
Þetta erekki langt verk, en það er
að sjálfsögðu kirkjulegt, og ég vil
hafa góða tónlist við það, helzt
eftir Bach.
— Eitthvað fleira?
— Já, ég er nUna að vinna upp
sögu, sem ég skrifaði fyrir löngu.
— Hvað heitir hún?
— HUn hét I upphafi Or, og ég
lét hana gerast á Islandi, en hvað
hUn heitir, þegar ég verð bUin að
umskrifa hana, veit ég ekki enn.
Ef til vill heldur hUn sinu gamla
nafni,- ef til vill verður henni valið
eitthvert annað nafn.
—VS
Ráðshústorgið I Kaupmannahöfn.