Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. september 1975
ItMINN
T3
Þannig lltur veggurinn út eftir aö hann kemur úr mótunum.
niðri eina sex mánuði á ári, en ef
við getum notað veturinn til að
steypa einingarnar, þá verður
það óneitanlega mjög hagkvæmt.
Ef við tökum hinsvegar mið af
þvi, þegar bezt hefur gengið, þá
höfum við steypt yfir 20 lengdar-
metra á viku, með ekki meiri út-
búnaði en fyrirtækið' ræður nú
yfir.Þessir20 lengdarmetrar eru
um það bil 50% af 100 fermetra
húsi. Af þessu sést, að lagerinn
ætti að geta orðið æði mikill,
þegar byggingartiminn hefst á ný
Hvað varðar byggingartimann á
raðhúsunum, þá er hann ekki
meira en þrir mánuðir, frá þvi að
grunnurinn er tilbúinn, þar til
eigendurnir taka við, en væri
miðaðviðað viðhefðum átt húsin
á lager, væri timinn mun styttri.
— Hvað kostar hver ibúð i
raðhúsunum?
Þórður: — Þetta eru 93 fer-
metra ibúðir brúttó en verð hverr
ar ibúðar er lágt, enda er það
stefna okkar að koma verðinu
eins mikið niður og kostur er.
Samkvæmt kostnaðaráætlun
kostar hver ibúð tæpar þrjár
milljónirkróna, en hafa ber það
i huga, að hún er nær ibúðarhæf,
þegar við skilum henni af okkur.
Valur: — Þvi má bæta við, að
ibúðunum verður skilað i lok
október, það er að segja
helmingnum, en hinum á að gizka
mánuði siðar.
— Þú sagðir áðan, Þórður, að þú
hefðir lengi hugsað þér að
einfalda byggingarmátann. Má
skilja þetta svo, að sú aðferð, sem
Stuðlafell notar, sé ekki þekkt
eða notuð hér á landi, eða er-
lendis?
Þórður: — Það mun tiðkast hiá
fyrirtæki i Reykjavik að steypa
einangrunina með veggnum en
einsogframleiðslaner hjá okkur,
þá er hún algjörlega heima-
tilbúin. Hvort hún er notuð er-
lendis, er mér ókunnugt um.
Einingar Stuðlafells hafa verið
reyndar hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins, og var
meðal annars athugað, hvort
samskeyti væru ekki vatnsheld.
Útkoman var 100% bæði á þvi og
öðrum þeim atriðum, er athuguð
voru, þannig að við höldum
ótrauðir áfram.
— Hefur mikið verið spurt eftir
framleiðslunni?
Valur: — Já, fólk hefur mikið
verið að spyrja um það, sem við
erum að gera. Hinsvegar höfum
við ekki enn gert fleiri samninga,
en það er enginn vafi á, að þessi
aðferð á mikla framtiö fyrir sér.
Jeppakerur—
Fólksbílakerrur
Iðnaðarhúsnæði
Óska eftir að kaupa 100 til 150 fm., helst
jarðhæð, á Reykjavikursvæðinu.
Sigurður V. Gunnarsson
Simi 34816 á kvöldin.
Vorum að fó nokkurt magn af
notuðum herjeppakerrum
Eigum einnig nokkrar amerískar
fólksbílakerrur
Gísli Jónsson & Co. hf.
Sundaborg — Klettagörðum 11 — Sími 86644
Fyrir þann sem vill allt í einu tæki
HiFi hljómburður
í Stereo
VERÐ Á ALLRI SAMSTÆÐUNNI
AÐEINS
KR. 118.000
Þessi framleiðsla NORDMENDE-verksrryðj-
anna gefur yður kost á margri ánægjustund:
i einu og sama tækihu er sameinað:
bylgjustillir, kassetu-seguiband og plötuspil-
ari.
Hvort sem þér viljið hlusta á uppáhaldsplöt-
una, eða útvarpiö, og kannske taka þáttinn
upp á segulband
um leið...
...allt þetta — og margt fleira —
býðst yöur i stereó-samstæðunni 5006 SCP frá
NORDMENDE.
Fallegt útlit, og hannað til aö taka sem minnst
pláss.
Skipholti 19. Símar 23-800 & 23-500. — Klapparstig 26. Sími 19-800