Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 28. september 1975
TIMINN
37
Lágu haustfargjöldin
okkar
lengja sumarió
hjá þér
30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir
okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu.
15.september til 31.október,
^ugfélag LOFTLEIDIR
ISLANDS
Félog meó eigin skrifetofur í 30 stórborgum erlendis
AAíklar hafnarfram-
kvæmdir í Borgar-
firði eystra
Hannes Óli Jóhannsson —
Borgarfiröi eystra — 17/9 —
Senn liður að lokum hins sólrika
sumars, þess er Borgfirðingar
munum minnast sem eins bezta
og fengsælasta sumars seinni
tima. Þótt seint voraði og vetur
teigði úr sér fram eftir sumri
hefur vel rætztút með blessaða
góða veðrið, og oft farið saman
góður þerrir og gott sjóveður.
Afli hefur verið góður hjá
þeim bátum sem héðan hafa ró-
ið, en það eru nær einvörðungu
opnir vélbátar 9-10 talsins og
einnig er gerður út héðan 12
tonna dékkbátur, þá hefur róðið
héðan i sumar, bátur, frá Vest-
mannaeyjum. Eins hafa fleiri
aðkomubátar lagt hér upp afla.
Hraðfrystihús kaupfélagsins
kaupir fiskinn og hefur mest af
honum verið unnið þar, en þó
hefur nokkuð verið saltað. Þar
hafa starfað i sumar milli 25-30
manns. Alls hafa borizt á land
um 377 tonn og togarafiskur
fluttur frá Reyðarfirði, um 41
tonn.
Fyrir mánaðamót ág.-sept.
höfðu flestir bændur lokið
heyskap, heyfengur var þá orð-
inn allmikill að vöxtum og verk-
un heyja með afbrigðum góð
eftir hið sólrika sumar.
1 sumar hefur stöðugt verið
unnið að byggingu hafnarinnar
og er senn að ljúka stórátaki, á
þeim vettvangi. Fyrst var lokið
við að steypa dekk og skjólgarð
á fremsta hluta hafnargarðsins
hér inn I þorpinu, en því verki
var ólokið í fyrrahaust. Þá hefur
jafnframt verið unnið við
hafnarframkvæmdir við
Hafnarhólma, þar sem unnið er
að byggingu bátalægis innan við
hólmann. Lokið er við að byggja
garðinn frá landi út i hólmann,
sem áður var byrjað á, eins er
verið að keyra fram grjót i garð
vestur úr Hólmahominu i stefnu
á Skarfaskerið.
Þegar þessum áfanga er lokið
og búið verður að hreinsa grjót
upp úr pollinum og byggja við-
legukant, myndast þarna báta-
lægi ca 40x100 m stórt með 2.5 til
3 metra dýpi, en að athuguðu
máli virðistmega dýpka þarna
allverulega og gjörbreytist þá
aðstaða öll til útgerðar hér á
Borgarfirði, og er það von okkar
að lengja megi úthaldstima
báta, hér allverulega og um leið
starfstima þeirra, sem við fisk-
inn vinna. Verkstjóri við
hafnargerðina er Sveinn Þor-
steinsson.
Loksins á þessu sumri gátum
við— með góðra manna aðstoð —
lokið við að múrhúða félags-
heimilið okkar, sem búið er að
vera i byggingu i mörg ár.
Hér var unnið meira i sumar,
en oft áður við vegagerð, og
dvaldi vinnuflokkur Ingólfs
Steindórssonar hér á annan
mánuð. Þá má geta þess að nú
er byrjað að vinna við flugvöll-
inn og fáum við öl þess verks kr.
1.5 millj. Keyrt verður ofan á
flugbrautina og hún hækkuð um
25-30 cm.
1 dag er smöluð fyrsta ganga I
Loðmundarfirði er það sam-
ganga 4. hreppa. Smalaveður er
hið fegursta og glatt á hjalla og
mörg stemman kveðin fullum
rómi, þegar á daginn liður.
Slátrun hefst næstkomandi
þriðjudag.
Um siðustu helgi minntist
kvenfélagið 60 ára afmælis sins
með myndarlegu hófi i félags
heimilinu. Kvenfélagskonurnar
buðu öllum sveitungum sinum
ásamt fleiri gestum til sam-
drykkju, á eftir var stiginn
dans. Formaður kvenfélagsins
er Asta Jónsdóttir, Jökulsá. Um
næstu mánaðamót fyrjar skól-
inn. Skólastjóri I vetur er Einar
Þorbergsson og kennari Ólafur
Þ. Jónsson, báðir aðfluttir með
fjölskyldur sinar. Að haustönn-
um loknum hyggja margir að
bókum sinum og blöðum og biða
menn nú eftir útkomu siðasta
bindis „Búkollu” Armanns
Halldórssonar, o.fl. það er
bændatal i Múlasýslum, og ekki
má gleyma Múlaþinginu, hinu
merka riti, sem minnt hefur svo
mjög á sögu Borgarfjarðar
undanfarið.
AUGLÝSIÐ
í TÍAAANUAA