Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. september 1975 TÍMINN 9 Teikningin sýnir hvar llklegt er, að heilagur Brandan hafi komift aft landi vift Vágey. sem honum varð notadrýgst á siglingu um Aflantshaf. Það voru munkar, sem afrituðu og umskrifuðu bók heilags Brandans öld eftir öld. Þeir juku hana að trúarlegum ævintýrum, þar sem segir frá talandi fuglum og öðru þviliku. En þegar þessu hismi er sleppt, stendur eftir sjálfur kjarninn — frásögnin um siglinguna yfir hafið, sem er hvorki meira né minna en ná- kvæm skipsdagbók, sem siglinga- fróður maður getur hæglega hag- nýtt sér. Að þessu leyti er bók heilags Brandans meira að segja nákvæmari en skipsbækur Kólumbusar sjálfs. Eins og kunnugt er sigldu Irar landa á milli á skinnbátum. Margir hafa haldið þvi fram, að óhugsandi sé, að þeir hafi komizt yfir breið úthöf á slikum farkost- um. En slikar fullyrðingar falla um sjálfar sig. Óyggjandi er, að Papar voru á Islandi fyrir daga norrænna manna — irskir munk- ar, sem þangað voru komnir á skinnbátum. Árið 1968 sannaði Bill Verity í verki, til hvers skinn- bátar Ira hafa dugað. Hann lét smiða sér skinnbát á írlandi eftir fomum fyrirmyndum, og á þess- um báti sigldi hann einn sins iibs frá írlandi til Bahamaeyja. Þessi bátur var tuttugu feta langur. En báturheilags Brandans var fjöru- tiu feta langur, og á honum var seytján manna áhöfn, sem reri, þegar byr brást. Irar nota enn svipaða báta til útróðra, þótt segldúkur sé kominn I staft skinns, og þessir bátar eru sagðir þola sjó sérlega vel. Þeir rista sig ekki gegn um öldur, heldur lyftast á þeim. Far heilags Brandans var þess vegna allmikið skip, búift seglum og árum, og tveir smá- bátar voru bundnir á hvolfi á dekki. Þessir litlu bátar voru bæfti hafðir til öryggis, líkt og björgunarbátar á skipum nú, og róið á þeim að landi, þar sem grunnsævi var mikið. Loks voru þeir til skjóls, þvi að undir þeim , gátu menn setið eða legið og sofift, þegar hentaði. Heilagur Brandan var að sjálf- sögðu aðeins einn af fjölmörgum sæförum meðal tra, og það er þók hans, sem veldur þvi, að nafn hansber svo hátt. Þessar sæfarir Ira áttu sér sinar orsakir. Keltar voru hraknir af meginlandinu á sjöttu öld, og Englar og Saxar þrengdu mjög að þeim. I þessum nauðum leituðu þeir sér skjóls i fjallendi og á útnesjum og eyjum, þar sem niðjar þeirra búa enn og eru ýmist kallaðir irskir, velskir, bretónskir eða skozkir. Af þessum sökum var írum mjög hugleikið að leita sér nýrra landa til búsetu vestur i höfum. En trúarvenjur þeirra stuðluðu einnig að þvi að þeir lögðu á hafið Keltar tóku snemma kristna trú, og meðal þeirra voru rik hin forn- kristnu viðhorf að leita út á eyði- mörkina til þess að iðka þar trúarsiði sina. Vegna staðhátta gerðust margir einsetumenn á skerjum og eyjum. Heilagur Brandan var yfir- maður klausturs i Clonfert á Ir- landi, er hann fór hina frægu för sina vestur yfir Atlantshafið. Ætt- ingi hans, mikill könnuður, hafði á siglingu vestur i höf komið til lands, þar sem landkostir voru miklir og gróðurfar blómlegt. Fyrirheitna landið, nefndi hann þetta land. Svo segir, aðheilagur Brandan hafði siglt i þá átt, er sól settist að sumarlagi, þegar hann lagði frá landi. Þetta túlkar Chapman á þann hátt, að hann hafi siglt i norðvestur, og er liklegt, að hann hafi gert það aft ráðum frænda IRELAND TO FAEROES Chart 6 Þannig virðist Brandan hafa rekift til Færeyja. sins. Ef til vill hafa sæfarar þá þegar þekkt strauma á þessum slóðum, og án efa hafa norrænir menn kunnað skil á þeim straum- um, sem þeim voru hagfelldir á siglingu tU Grænlands. Taliðer,aðþetta hafi verið árið 564. Heilagur Brandan og menn hans fengu hagstæðan byr i fimmtán daga, en siðan hrepptu þeirmótvind. Þá varð að gripa til ára,og loksurðu þeir að láta reka fyrir sjó og vindi. Heilagur Bran- dan huggaði menn sina með þvi, að guð stýrði bát þeirra. I fjórtán daga ber þá undan i útsunnan- stormi, og loks sjá þeir „hamar, sem gengur þverhniptur i sjó fram, og falla fossar fram af”. Chapman ætlar, að þá hafi borið að Færeyjum, Hjaltlandi, Orkneyjum eða Suðureyum, en langmestar likur séu til þess, að þetta hafi verið Færeyjar. Irar voru vanir björgum, og þegar þeir tala um afarhá 'jörg, getur hinum eyjunum eig.nlega ekki Framhald á bls. 35 Báturinn dreginn upp ós i poll, þar sem gott lægi var. blákaldur sannleikur um ELCOLD f rystikistur Það er ótrúlegt en satt. Við höfum ekki getað útvegað Elcold frystikistur fyrr en nú, — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftirspurnin hefur verið svo gífurleg erlendis, enda eru gæði Elcold og verð mjög hagstæð. Ti! að byrja með bjóðum við þrjár stærðir: 220, 275 og 400 I. með Ijósi, lás og hraðfrystihólfi. ÁLKLÆDDAR AÐ INNAN DANFOSS FRYSTIKERFI Komið og skoðið Elcold frystikisturnar. Sannleikurinn er sá, að þær standast allan samanburð. ffl FlcaidL Gunnar Ásgeirsson hf Suðurlandsbraut 16 Reykjavík simi 35 2 00 Glerárgötu 20 Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.