Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 28. september 1975
TÍMINN
31
HLJÓMPLÖTUDÓMAR
NÚ-TÍMANS
Grateful Dead — Blues For
Allah
GD-LA494-G — Grateful Dead
Rocords
★ ★ ★ ★ ★
GRATEFUL DEAD og
DAN FOGELBERG
eiga ekki margt sam-
eiginlegt fyrir utan það
að gera góðar plötur og
vera búsettir i
Kalifornlu.
Grateful Dead eru
með frumherjum hins
sérstæða San
Francisco-rokks
(N orður-Kalif ornia),
ásamt Jefferson
Airplane, Quicksilver
og Moly Grape, svo
einhverjir séu nefndir.
Dan Fogelberg er
hins vegar fulltrúi
nýrrar kynslóðar i Los
Angeles (Suður-
Kalifornia), sem bygg-
ir mikið á gömlum
grunni, er The Byrds
og Buffalo Springfield,
ásamt fleiri, byggðu á
sinum tima.
Astæöan fyrir því, að ég
blanda Dead og Fogelberg
saman i einni greininni er sú, að
þeir sýna á sinn hátt þá miklu
breidd og fjölbreytileika, sem er
i tónlistinni i Kaliforniu — og
jafnframt þær andstæður, sem
þar er að finna. — En snúum
okkur fyrst að plötu Grateful
Dead, Blues For Allah.
A plötunni leita þeir aftur i
timann, þvi að margt á henni er
1 anda annarrar og þriðju plötu
þeirra, Anthem Of The Sun og
Aoxomoxoa, — og má segja að á
Allah fullkomni þeir þá hluti,
sem þéir gerðu á þeim plötum.
Fimm af ellefu lögum plötunnar
eru sungin, þar af eru þrjú
þeirra á siðu eitt, en sú hlið er
einhver sú bezta og full-
komnasta, sem ég hef lengi
heyrt á plötu.
Sungnu lögin þrjú eru létt og
melódisk, en þau þrjú leiknu eru
flókin og oft furðulega samsett,
þannig að maður er oft ekki viss
um hvaða lag er á hverju sinni,
— allavega ekki i fyrstu skiptin
sem á þau er hlustað. En smátt
og smátt fær þessi plötuhlið á
sig heildarmynd, þannig að út-
koman verður frábærlega vel
blönduð, og raunar gallalaus.
Hlið tvö er öllu hefðbundnari.
Hún hefst á dæmigerðu Dead-
lagi (þar af leiðandi mjög góðu
lagi) — siðan er eitt leikið lag,
ogsvo kemur verkið ,,Blues For
Allah”, sem samanstendur af
þremur lögum, en það er sér-
staklega i þvi verki sem þeir
leita aftur i timann, og ekki er
hægt að komast að annarri
niðurstöðu en verkiö sé frábær-
lega vel úrfært af þeirra hendi.
Blues For Allah er ein
heilsteyptasta plata Grateful
Dead i mörg ár og sannar enn
einu sinni mikla yfirburði þeirra
sem hljóöfæraleikara og laga-
smiða, — og engin takmörk
virðast fyrir gitarsnilli Jerry
Garcia.
Plata Dan Fogelberg,
Captured Angel, er gjörólik
plötu Dead. Á henni eru engin
flókin lög, heldur léttir og liprir
rckkarar, sem flokkast myndu
undir softrokk.
Það sem vekur mesta athygli
við plötuna er, að Fogelberg er
svo að segja einn um flutning
laganna. Hann leikur á alla
gitara, hljómborð, ýms
ásláttarhljóðfæri (þó ekki
trommur), banjó, bassa i
Dan Fogelberg — Captured
Angel
PE 33499 — Epic
}_★★★★★ -r-
nokkrum lögum og syngur og
raddar öll lögin, að einu undan-
skildu þar sem „The Hot Damn
Brothers” og John David
Souteher radda með honum.
Fuss Kunkel leikur á trommur,
Norbert Putman á bassa i
þremurlögum, David Lindley á
fiðlu I einu lagi og A1 Perkins á
stálgftar I einu lagi.
Að öðru leyti gerir Fogelberg
allt sjálfur, og gerir
framúrskarandi vel, sérstak-
lega syngur hann og raddar á
mjög skemmtilegan hátt.
Captured Angel er með vönd-
uðustu plötum ársins, þar sem
LP-plötur vikunnar: Grateful Dead-Blues For Allah og Dan Fogelberg — Captured Angel
Labelle-Phoenix
PE 33579 — Epic
★ ★ ★ ★ -5-
LABELLE-trióið hefur sent frá
sér nýja LP-plötu, Phoenix að
nafni — og er það önnur plata
þeirra. Söngtrióið Labelle, sem
skipað er þremur stúlkum ,,á
bezta aldri” hefur vakið heims-
athygli á þessu ári fyrir tónlist
sina og kannski ekki siður fyrir
fádæma s v ið s t i 1 b ur ð i.
Óumdeilanlegt er þó, að minum
dómi að tónlist Labelle er það
bezta, sem gert hefur verið af
þriggja-kvenna-söngtriói, en
þau hafa veriö vinsæl. Jafnvel
Supremes, sem lengi vel var
geysivinsælt, stenzt ekki
samanburð viö Labelle.
Aöalkostur Labelle er frum-
leikinn, bæði i sjálfum lögunum
og útsetningum öllum. Ein
stúlknanna, Nona Hendryx,
semur nær öll lögin, — og sem
skapandi og túlkandi listamenn
eru Labelle mjög framarlega.
Tónlist þeirra er engu lik og þær
hafa saumaö slikan búnað utan
um tónlistina, að lengi verður I
minnum haföur, hljóðfæraskip-
unin er sérstæð og túlkun þeirra
afar persónuleg.
Hins vegar hættir þeim til að
ofhlaöa lögin hljóðfærum á
stundum, og ber talsvert á þvi á
þessari plötu. Phoenix er miklu
þyngri plata en Nightbird,
þeirra fyrri, — og hygg ég, að
húnsé alls ekki nógu aðgengileg
þeim sem ókunnugir eru
Labelle. Platan verkaði fyrst á
mig sem algjörlega misheppnað
ævintýri — og fannst mér sem
lögin væru hvert öðru ómerk-
ara. Við nánari hlustun breyttist
skoðun min — og þegar platan
hefur verið numin i heild, kann
ég henni vel.
Nightbird var mun einfaldari
að allri gerð og kannski meló-
diskari, en Phoenix er flóknari
og að mörgu leyti betur unnin.
Tónlist Labelle eraf soulættbálk-
— en að öðru leyti ekki skyid
neinu öðru. G.S. •
Steppenwolf — Hour Of The
Wolf
PE 33583 — Epic
★ ★★★-!-
markað á fyrri plötunni.
Lögin eru átta talsins, og eru
fjögur eftir meðlimi hljóm-
sveitarinnar, en hin fjögur eru
úr ýmsum áttum.
Hins vegar þykir mér leitt að
John Kay, höfuðpaur hljóm-
sveitarinnar, skuli ekki eiga
fleiri lög á þessari plötu, en
hann á aðeins eitt, — sem er
bezta lag plötunnar að minum
dómi. John Kay hefur nefnilega
sýnt að hann er afburða laga-
smiður, og þau fjögur lög sem
hann átti á fyrri plötunni, voru
öll mjög góð og athyglisverð.
Þráttfyrirþessa annmarka —
sem ég nefnisvo — er bessi nvia
plata mjög þokkaleg. Ég dreg
þó enga dul á þá skoðun mina,
að Steppenwolf geti gert betur.
Smóar
plötur
NÝLEGA kom á markaðinn
önnur plata bandarlsku hljóm-
sveitarinnar Steppenwolf, eftir
að hljómsveitin var endurreist á
siðast liðnu ári. A nýju plötunni
fylgja þeir félagar sömu stefnu
að mestu levti oe beir höföu
White Bachman Trio — New
Morning (Dylan)/All Hands On
Deck (Garðarsson—Magnús-
son).
Jakob Magnússon, Tómas
Tómasson og Preston Ross
Hayland sem Whitebachman
Trio, hafa sent frá sér stórgóða
tveggja laga plötu meö Dylan
laginu „New Morning” i
skemmtilega rokkaöri útsetn-
ingu. (Söngur Jakobs minnir
mjög á söng hans á Stuðmanna-
plötunni I laginu „Tætum og
tryllum”) B-hliðar-lagiö „All
Hands On Deck” eftir Jakob og
Sigurð Bjóla 1 Spilverkinu er
hreint stórfenglegt lag, þótt svo
söngur Jakobs sé dálitiö tæpur á
köflum. Hvers vegna var það
lag ekki sett sem A-hliðar-lag?
Sem sagt: Mjög góö plata.
Hljomplötudesld FACO hefur Idnað síðunni þessar plötur
Lítið eitt
um ^
Lítið eitt
HID GEYSIVINSÆLA þjóðlagatríó Litið eitt hefur nú nýlokið viö
gcrð annarrar LP-plötu sinnar, og að þessu sinni var platan tekin
upp I Hljóðriti h.f. i Hafna'rfirði undir stjórn Jónasur R.
Jónssonar.en hann haföi einnig á hendi hljóðstjórná fyrri plötu
triósins. LP-pIatan nýja er væntanleg I byrjun nóvembermánaðar,
og inun hún bera heitið: TIL HVERS?
Litiö eitt hefur unnið aö gerö plötunnar mcira og minna 1 allt
sumar, en á henni verft«!l lög, þar af fiinm frumsamin þnj ú eftir
Guiinár Gunnarsson, og tvö eftir Jón Arna.
Textarnir eru eftir þjóðskáldin: Daviö, Stein Steinarr, örn Arnar-
son — og einnig er að linna texta eftir Göethe og Edgar Allan Póe.
Innan skamms birtist Nií-tlmaviðtal viö Litið eitt.
Mest seldu plöturnar
Vikan frd
15.-20. september
Stórar plötur:
1. Wish you where her — Pink Floyd
2. O'Lucky Man — Alan Price
3. E.C. Was Here — Eric Clapton
4. Millilending — Megas
5. Minstrel in The Gallery — Jethro
Tull
6. Blues for Allah — Greatful Dead
7. Between the Lines — Janis lan
8. Gylfi Ægisson — Gylfi Ægisson
9. Sabotage — Black Sabbath
10. Disco Baby — Van McCoy
Litlar plötur:
1. Black Superman — Johnny Wakelin
2. El Bimbo — Bimbo Jet
3. The Hustle — Van McCoy
4. Love Will Keep Us Tögether —
Captain/And Tennille
5. I Can't Give you anything —
(But My Love). The Stylistics.
Faco hljómdeild Faco hljómdeild
Laugavegi 89 Hafnarstræti 17
simi 13008 sími 13303.
SENDUM I PÓSTKRÖFU