Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 28. september 1975 LÖGREGLUHA TARINN 27 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal um ákveðna þjónustu fyrir visst gjald. Hann bjó í næsta herbergi, og guð má vita að ég var illa á mig komin. Ég held ég hefði aldrei komizt út á götuna. — Þáði hann þetta? — Hann gaf mér tíu dollara. En hann vildi ekkert fá að launum. — Hann virðist vera ágætismaður. Polly uppti öxlum. — Enginn ágætismaður? spurði Haws. — Við skulum segja ekki mín manngerð. — Einmitt það? Við skulum fremur segja bölvaður skíthæll og viðbjóður, sagði Polly. — Hvað kom fyrir? — Hann kom hingað i gærkvöld. — Hvenær? Klukkan hvað? — Klukkan hef ur líklega verið níu eða hálf tíu. — Eftir að symfóníuhljómleikarnir byrjuðu, sagði Haws. — Ha? — Ekki neitt. Ég var bara að hugsa upphátt. Haltu áfram. — Hann sagðist vera með svolítið skemmtilegt handa mér. Hann sagði, að ef ég kæmi inn í herbergið sitt, skyldi hann gefa mér dálítið fallegt. —Fórstu inn? — Fyrst spurði ég hann, hvað það væri. Hann sagði að það væri dálítið, sem mig langaði mest af öllu í. — En þú fórst inn í herbergið han? — Já. — Sástu eitthvað óvenjulegt? — Eins og hvað? — Aflmikinn riffil með kíki? — Nei. Ekkert því líkt. — Jæja þá. Hvað var þetta „Svolítið skemmtilega", sem hann lofaði þér? — Heróín. — Var hann með heróín fyrir þig? — Já. — Og bað hann þig að koma inn í herbergið til að þiggja af sér heróín? — Það sagði hann. — En hann reyndi ekki að selja þér það, eða hvað? — Nei. En... — Já? — Hann lét mig sníkja það af sér. — Hvað áttu við? — Hann sýndi mér þaðog leyfði mér að bragða það, til að sanna mér að það væri raunverulegt. Svo neitaði hann að láta mig fá það, nema....nema ég betlaði það. — Einmitt það. — Hann... hann stríddi mér.. sennilega... sennilega í tvær stundir. Hann horfði stöðugt á úrið sitt og lét mig gera..ýmislegt. — Ýmislegt hvað? — Kjánalega hluti. Hann bað mig að syngja fyrir sig. Hann lét mig syngja HVl'T JÓL. Það var feiknamikill brandari hjá honum. Þú veizt að heróínið er hvítt, og hann vissi hversu mjög ég þurfti aukaskammtinn. Þess vegna lét hann mig syngja HVÍT JÓL æofan í æ. Ég hef sennilega sungið þetta f yrir hann sex eða sjö sinnum. En allan þann tíma var hann söðugt að líta á klukkuna. — Haltu áfram. — Svo.. svo bað hann mig að hátta... ekki bara hátta mig, fara úr fötunum... heldur dansa nektardans. Ég gerði það. Svo fór hann að... að gera grín að mér. Útliti mínu, líkama mínum. Ég.. hann lét mig standa nakta f rammi f yrir sér og þusaði um það, hversu hjákátleg og asnaleg ég væri. Svo spurði hann mig sífellt, hvort ég vildi heróínið í raun og veru. Alltaf leit hann öðru hverju á klukkuna. Þegar klukkan var að verða ellef u, sagði ég i sífellu: —Já, ég vil það. Gerðu það láttu mig fá það.. Þá bað hann mig aðdansa fyrir sig Fyrstdansaði ég vals og svoshag. Raunar vissi ég alls ekki, hvern f jandann hann var að tala um. Ég hef aldrei heyrt minnzt á shag. Kann- ast þú annars við shag? — Já, ég kannast við það, svaraði Haws. — Ég gerði þetta allt fyrir hann. Ég hefði gert fyrir hann hvað sem var. Loksins sagði hann mér að falla á kné og skýra f yrir sér, hvers vegna mér f yndist ég í raun og veru þurf a að f á þennan heróínskammt. Hann sagðist ætlast til að ég talaði í fimm mínútur um efnið ÞÖRF EITURLYFJASJÚKLINGSINS FYRIR EITURLYF. Þá leit hann á klukkuna og tóktímann. Ég talaði.Ég var far- inaðnötra öll og skjálfa. Ég þarfnaðist þessa skammts meira en... Polly lokaði augunum. Ég fór að gráta. Ég talaði og grét. Loks leit hann á úrið sitt og sagði: — Fimm MIJIi f; Sunnudagur 28. september 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrefnum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. a. Forleikur op. 115 eftir Beethoven. Lamoureux- hljómsveitin i Paris leikur, Igor Markevitsj stjórnar. b. Fiðlukonsert i D-dúr op. 61 eftir Beethoven. Arthur Grumiaux og Concertgebouw-hljóm- sveitin leika Colin Davis stj. c. Messa i C-dúr (K 317) eftir Mozart. Pilar Lorengar, Agnes Giebel, Marga Höffgen, Josef Traxel, Karl Christian Kohn og kór Heiðveigar- kirkjunnar syngja með Sinfóniuhljomsveit Berlinar, Karl Forster stjórnar. 11.00 Messa I Bústaðakirkju. Prestur: Séra Ólafur Skúla- son. Organleikari: Birgir As Guðmundsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Kréttir og. veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli spjallar við hlustendur. 14.00 Borgarleikhúsið. Þáttur, sem Páll Heiðar Jónsson sér um. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátfðinni f Vfnar- borg i júni s.l. Flytjendur: Sinfóniuhljómsveitin i Vin og Garrick Ohlson pianó- leikari. Stjórnandi: Erich Leinsdorf. a. Forleikur að „Sigaunabaróninum” eftir Johann Strauss. b. Pianó- konsert nr. 2 i A-dúr eftir Franz Liszt. c. Hljómsveit- arkonsert eftir Bélá Bartók. d.,,! þrumum og eldingum” eftir Johann Strauss. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Evrópukeppni i knatt- spyrnu: ÍA-Omonia frá Kýpur.Jón Asgeirsson lýsir siðari leik liðanna á Laugardalsvelli. 16.45 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.35 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Skýrsla Rannsóknaráðs rikisins um þróun byggingarstarfsemi. St jórnandi: Baldur Kristiánsson. Þátt- takendur: Benedikt Daviðs- son, formaður Sambands byggingamanna, Guðmund- ur Einarsson framkvæmda- stjóri og Gunnar S. Björns- son, formaður Meistara- sambands byggingamanna. 20.00 Tónlist eftir Arnold Schöenberg. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur. 20.35 Skáld viö ritstjórn. Þætt- ir um blaöamennsku Einars Hjörleifssonar, Gests Páls- sonar og Jóns ólafssonar i Winnipeg. Annar þáttur. Sveinn Skorri Höskuldsson tók saman. Lesarar með honum: Óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. 21.20 Frá tónleikum f Akur- eyrarkirkju í júlf s.l. Þýski kórinn „Luruper Kantorei” frá Hamborg syngur. a. ,,Heyr himnasmiður” éftir Þorkel Sigurbjörnsson. b. Tokkata og fúga I d-moll eftir Bach. c. „Jesus bleibet meine Freude” eftir Bach. d. „Jesus und die Kramer”, mótetta eftir Kodály. 21.45 „Júii”, smásaga eftir Gunnar Finnsson. Sigurður Karlsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.