Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 33

Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 33
Sunnudagur !). nóvember 1975. TÍMINN 33 kóngsdótturinnar, þar sem hún stóð við fall- ega gosbrunninn, þar sem syntu margir gull- fiskar. Leifur nálgaðist hana og þá hrópaði prinsessan: — ó, er hann ekki kominn þarna þessi strákur, burt með hann! En áður en nokkur kæmi til að reka Leif burt, þá féll hann á kné fyrir henni og sagðist gefa henni hjarta sitt. Þá hló hún hátt og hæðnis- lega: — Heldur þú, að ég vilji giftast venju- legum garðyrkjustrák! Þá gekk Leifur hnugginn i burtu, en töframaðurinn varð reiður við prinsessuna af þvi að hún hafði sært hann góða frænda hans, og i reiði sinni þá galdraði hana umsvifa- laust að rósarunna, og þarna stóð hún nú sem hinn fegursti rósar- runni, en þegar hirð- meyjarnar, sem sáu þetta allt saman, sögðu konungshjónun- um þessi hræðilegu tiðindi, þá hlupu þau út i garðinn og ætluðu að umfaðma runnann, en stungu sig bara á þyrn- unum. Töframaðurinn hugsaði með sjálfum sér, að nú væri bezt að koma sér i burtu, og kallaði á Leif, en fann hann hvergi, og svo flýtti Hókus sér heim til systur sinnar til að haida upp á afmæli: sitt. Og hann flaug á braut. Kóngur og drottning báðu alla spekinga og vitringa í landinu, að reyna að frelsa prinsessuna úr álöguni, en þeir gátu það ekki. Kóngur auglýsti eftir öllum töframönnum i heiminum og allir komu, nema Hókus, og enginn gat neitt gert í málinu. Það hafa verið notuð sterkustu töfrabrögð, sem til eru sögðu töfra- menirnir, og enginn getur neitt sagði Fókus, en hann var næstbezti töframaður I heiminum, — næstur Hókus frænda Leifs. En hélt Fókus áfram, ef notaður er dýr- mætasti vökvi heimsins til að vökva runnann, þá gæti verið að álögin hyrfu. Svo fóru allir heim til sín og rósarunninn stóð þarna með blómum og ilmaði svo yndislega. Leifur og gamli garðyrkjumaðurinn hugsuðu vel um runnann, og á hverjum morgni fór Leifur og andaði að sér ilminum og hugsaði um faliegu prinsessuna. Sá, sem getur leyst dóttur mina úr álögum, sagði kóngurinn, fær hana fyrir konu og verður krónprins i landinu. Og þetta var gert heyrinkunnugt i rikinu. Margir komu með vatn frá beztu lindum og frægum uppsprett- um, en allt kom fyrir ekki. Gamli garðyrkju- maðurinn sagði við Leif: — Þetta er hræði- legt, það er alltaf verið að vökfa aumingja rósarunnann með allrahanda vatni og meira að segja iim- vötnum. Hann þolir ekki svona mikla vökvun, ég er hræddur um að rósarunninn deyi. Leifur gerði allt sem hann gat til að bjarga runnanum, og hann hugsaði ekki um annað dag og nótt. Hann sótti gróðurmold og bar að rótunum, þegar allt vatnið sem borið var að hafði skolað jarðveginum i burt, en alltaf komu nýir og nýir ævintýramenn, sem héldu að þeir væru með dýrmætasta vökva i heimi til þess að frelsa kóngsdótturina. Nú kom frændi Leifs, töframaðurinn Hókus, til að sækja hann, en Leifur vildi ekki fara frá runnanum. Hann grátbað frænda sinn, að hjálpa sér að leysa kóngsdótturina úr álögum. — Þetta er allt mér að kenna, sagði aumingja Leifur. En töframaðurinn þóttist ekki geta það, hann yrði fyrst að fara aftur heim og gá i töfra- bókina sina. — Ég kem aftur eftir tvær vikur, sagði Hókus. — Ó, sagði Leifur, þegar frændi hans var farinn, ég er svo hræddur um að runninn verði fölnaður eftir tvær vikur, mér sýnist hann þegar vera farinn að feila blöðin. Og Leif- ur fór að gráta og faðmaði rósarunnann i örvæntingu. Hann fann ekki aðþyrnarir stungu hann, en hann grét og hugsaði um prinsessuna, og hvernig hann ætti að frelsa hana. Tárin hans féllu á blöðin á rósun- um — og allt I einu sá hann skinandi birtu, svo hann lokaði agun- um, en þegar hann opnaði þau á ný, þá lá hann á hnjánum fyrir framan fallegu kóngs- dótturina, og hún var fallegri en nokkru sinni fyrr. Hún stóð þarna og horfði á Leif með tárin i augunum. — Ó, elsku prinsessa, fyrirgefðu mér, sagði Leifur. — Kæri tryggi Leifur, sagði hún og kyssti hann. í sama bili kom töframaðurinn fljug- andi tii þeirra. Hann hrópaði til þeirra: — Nú, þið hafið uppgötvað það, að dýr- mætasti vökvi jarðar- innar eru tár ástarinnar. Nú komu kóngur og drottning þjótandi og föðmuðu dóttur sina og Leif lika og allir voru glaðir. Það var haldin stórkostleg brúðkaups- veizla og Leifur og prinsessan voru ham- ingjusöm allt sitt lif. Þau eignuðust mörg falleg og góð börn, og Leifur kenndi þeim að vinna i garðinum, þó að þau væru konungborin, og einkum og sér i lagi kenndi hann þeim að rækta og annast um rósarunna. í hallar- garðinum uxu siðan fallegusturósir i heimi. Þær voru svo fallegar, að annað eins hafði ekki sést, og fólk kom langt að til þess að dást að þeim. (þýtt úr dönsku) Forðist slysin og kaupið WEED keðjur í tíma Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33 RJÚPUR Kaupum rjúpur á hæsta verði, vinsamlegast hafið samband við okkur tímanlega Stos# Blönduhlíð 2 - Símt 16086 rfr STIL-HUSGOGN AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 sófaseHió hittir beint i mark TODDÝ sófasettiö er sniöiö fyrir unga tólkió Verö aðeins kr. 109 000,- Góóir greiösluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Ármúla 7. —Sími 30501. —Reykjavík. Sólun ÍÓLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VÓRUBlLA MEÐ DJ0PUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ MÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.