Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 41

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 41
Besti kranamaður á Íslandi spreytir sig í Evrópu Ingi Björnsson er á leiðinni á Evrópumeistaramót í kranastjórnun. 2 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ingi Björnsson varð Íslandsmeistari í kranastjórnun síðastliðinn ágúst og mun keppa fyrir Ísland á Evr- ópumeistaramóti í þeirri grein 24. nóvember næstkomandi. Keppnin mun fara fram í Biberach í Þýska- landi en þar eru höfuðstöðvar Lieb- herr, sem er einn stærsti krana- framleiðandi heims og stendur jafnframt fyrir mótinu. Merkúr, umboðsaðili Liebherr hér á landi, stóð fyrir Íslandsmeist- aramótinu sem fór fram í ágúst og kom þá nokkuð á óvart að krana- menn frá verktökunum Feðgum ehf. röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Spurður af hverju þeir hjá Feðgum séu svo góðir kranamenn segir Ingi: ,,Já, það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki bara mikilvægast að hafa gaman af starfinu.“ Ingi hefur starfað við krana- stjórnun síðan 2001, þegar hann hóf störf hjá Feðgum. Hjá fyrirtækinu eru í notkun fimm kranar en þar á meðal er sams kon- ar krani og keppt verður á í Þýska- landi. Sá krani er af gerðinni Lieb- herr 42K.1. Á Evrópumeistaramót- inu verður keppt um besta tímann til þess að ljúka þraut sem felst í því að stýra steypusílói ákveðna leið og steypa úr því bolta sem á svo að falla á ákveðin stað. Í sams konar þraut var einnig keppt í á Ís- landsmeistaramótinu. Ingi bendir einnig á að þeir hjá Feðgum ehf. hafi einungis nýlega krana í notk- un og það kunni að vera ein skýr- ing á góðu gengi þeirra manna á Íslandsmeistaramótinu. Margir eldri kranar séu í notkun hjá öðrum verktökum og segir hann talsverð- an mun á því að stýra eldri og nýrri krönum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjálfvirku yfirbreiðslurnar eru upp- seldar hjá Global-tækjum, en fyrir- tækið tekur nú við pöntunum. „Við erum þeir einu sem bjóða sjálfvirkar yfirbreiðslur. Þær ganga fyrir rafmagni, það er bara takki inni í bíl og maður þarf ekkert að fara út úr bílnum. Þannig vilja menn hafa það á Íslandi,“ segir Baldur Þórar- insson, eigandi Global-tækja, en fyrirtækið selur bæði sjálfvirkar yfirbreiðslur og Kruz-tengivagna sem þær passa á. Sími fyrirtækisins var rauðgló- andi fyrr í þessari viku, þar sem á þriðjudag var sá fjögurra mánaða frestur uppurinn er vörubifreiða- stjórum sem flytja lausan farm var gefinn til að koma yfirbreiðslum á bíla sína. Reglugerðin nær til þess farms sem ryk getur stafað frá eða fallið getur af ökutækinu. Lögregl- an í Árnessýslu og lögreglulið á suðvesturhorninu tóku því átak í málunum og hófu að sekta þá sem ekki voru með yfirbreiðslur yfir lausum farmi eða bundu hann á annan hátt, til dæmis með vatni. „Það var alveg röð af þeim uppi á Rauðavatni, löggan var að stoppa þá. Menn trúðu því bara ekki að strangt yrði tekið á þessu,“ segir Baldur. Sjálfvirku yfirbreiðslurnar kosta 250.000 krónur. „En sektin er 5.000 krónur í hvert sinn og menn geta verið teknir nokkrum sinnum á dag, svo yfirbreiðslan borgar sig,“ segir Baldur. Baldur Þórarinsson selur sjálfvirkar yfirbreiðslur á tengivagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Yfirbreiðslurnar orðnar lögbundnar Nú þegar þolinmæði yfirvalda er á þrotum hvað varðar yfirbreiðslumálin, þá rjúka yfir- breiðslur út og fáir eiga þær á lager. En von er á fleirum til landsins innan skamms. Andlega erfið vinna Smá drullumallsstemning RAGHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR, SJÓNVARPS- KONA OG FYRRVERANDI UNGFRÚ ÍSLAND. Hefur þú einhvern tímann unnið á vinnuvél? „Nei, ég hef reyndar aldrei unn- ið á vinnuvél en mig hefur alltaf langað að keyra gröfu“. Ef þú þyrftir að vinna á vinnu- vél, hvaða vél myndir þú velja? „Ég myndi hiklaust velja gröfu þar sem ég gæti dottið í smá drullumallsstemningu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Sigmar Helgi Björgúlfsson er einn krana- manna Baulu, en hann hefur unnið fyrir fyrirtækið í fjögur ár. Sigmar sést hér stjórna krananum. KRANAR ÞYKJA BRÁÐNAUÐ- SYNLEGIR Á BYGGINGARSVÆÐ- UM OG AUÐVELDA VINNU VERKAMANNA MIKIÐ. STJÓRN- UN ÞEIRRA ER HINS VEGAR ALLT ANNAÐ EN EINFÖLD. „Þetta er róleg vinna, þannig séð, líkamlega þægileg, en stressandi andlega,“ segir Stefán Gunnlaugs- son, kranastjóri og eigandi bygging- arfyrirtækisins Baulu. Fyrirtækið á lítinn krana með eins tonns lyftigetu í 35 metra hæð og stjórnar Stefán krananum með þráðlausri fjarstýr- ingu. „Maður þarf að gæta þess að slá menn ekki niður sem eru í kringum mann, þannig að þessi vinna krefst fullrar einbeitingar. En þetta er ekki líkamlega erfitt,“ segir Stefán, sem hefur verið með kranaréttindi í einn og hálfan áratug. í fólksbíla, jeppa, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsendingar. Yfir 40 ára reynsla. ALTERNATORAR OG STARTARAR Auðbrekku 20 s.564 0400 UMBOÐIÐ vinnuvélin } 02-03 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.