Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 41
Besti kranamaður á Íslandi spreytir sig í Evrópu Ingi Björnsson er á leiðinni á Evrópumeistaramót í kranastjórnun. 2 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ingi Björnsson varð Íslandsmeistari í kranastjórnun síðastliðinn ágúst og mun keppa fyrir Ísland á Evr- ópumeistaramóti í þeirri grein 24. nóvember næstkomandi. Keppnin mun fara fram í Biberach í Þýska- landi en þar eru höfuðstöðvar Lieb- herr, sem er einn stærsti krana- framleiðandi heims og stendur jafnframt fyrir mótinu. Merkúr, umboðsaðili Liebherr hér á landi, stóð fyrir Íslandsmeist- aramótinu sem fór fram í ágúst og kom þá nokkuð á óvart að krana- menn frá verktökunum Feðgum ehf. röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Spurður af hverju þeir hjá Feðgum séu svo góðir kranamenn segir Ingi: ,,Já, það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki bara mikilvægast að hafa gaman af starfinu.“ Ingi hefur starfað við krana- stjórnun síðan 2001, þegar hann hóf störf hjá Feðgum. Hjá fyrirtækinu eru í notkun fimm kranar en þar á meðal er sams kon- ar krani og keppt verður á í Þýska- landi. Sá krani er af gerðinni Lieb- herr 42K.1. Á Evrópumeistaramót- inu verður keppt um besta tímann til þess að ljúka þraut sem felst í því að stýra steypusílói ákveðna leið og steypa úr því bolta sem á svo að falla á ákveðin stað. Í sams konar þraut var einnig keppt í á Ís- landsmeistaramótinu. Ingi bendir einnig á að þeir hjá Feðgum ehf. hafi einungis nýlega krana í notk- un og það kunni að vera ein skýr- ing á góðu gengi þeirra manna á Íslandsmeistaramótinu. Margir eldri kranar séu í notkun hjá öðrum verktökum og segir hann talsverð- an mun á því að stýra eldri og nýrri krönum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjálfvirku yfirbreiðslurnar eru upp- seldar hjá Global-tækjum, en fyrir- tækið tekur nú við pöntunum. „Við erum þeir einu sem bjóða sjálfvirkar yfirbreiðslur. Þær ganga fyrir rafmagni, það er bara takki inni í bíl og maður þarf ekkert að fara út úr bílnum. Þannig vilja menn hafa það á Íslandi,“ segir Baldur Þórar- insson, eigandi Global-tækja, en fyrirtækið selur bæði sjálfvirkar yfirbreiðslur og Kruz-tengivagna sem þær passa á. Sími fyrirtækisins var rauðgló- andi fyrr í þessari viku, þar sem á þriðjudag var sá fjögurra mánaða frestur uppurinn er vörubifreiða- stjórum sem flytja lausan farm var gefinn til að koma yfirbreiðslum á bíla sína. Reglugerðin nær til þess farms sem ryk getur stafað frá eða fallið getur af ökutækinu. Lögregl- an í Árnessýslu og lögreglulið á suðvesturhorninu tóku því átak í málunum og hófu að sekta þá sem ekki voru með yfirbreiðslur yfir lausum farmi eða bundu hann á annan hátt, til dæmis með vatni. „Það var alveg röð af þeim uppi á Rauðavatni, löggan var að stoppa þá. Menn trúðu því bara ekki að strangt yrði tekið á þessu,“ segir Baldur. Sjálfvirku yfirbreiðslurnar kosta 250.000 krónur. „En sektin er 5.000 krónur í hvert sinn og menn geta verið teknir nokkrum sinnum á dag, svo yfirbreiðslan borgar sig,“ segir Baldur. Baldur Þórarinsson selur sjálfvirkar yfirbreiðslur á tengivagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Yfirbreiðslurnar orðnar lögbundnar Nú þegar þolinmæði yfirvalda er á þrotum hvað varðar yfirbreiðslumálin, þá rjúka yfir- breiðslur út og fáir eiga þær á lager. En von er á fleirum til landsins innan skamms. Andlega erfið vinna Smá drullumallsstemning RAGHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR, SJÓNVARPS- KONA OG FYRRVERANDI UNGFRÚ ÍSLAND. Hefur þú einhvern tímann unnið á vinnuvél? „Nei, ég hef reyndar aldrei unn- ið á vinnuvél en mig hefur alltaf langað að keyra gröfu“. Ef þú þyrftir að vinna á vinnu- vél, hvaða vél myndir þú velja? „Ég myndi hiklaust velja gröfu þar sem ég gæti dottið í smá drullumallsstemningu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Sigmar Helgi Björgúlfsson er einn krana- manna Baulu, en hann hefur unnið fyrir fyrirtækið í fjögur ár. Sigmar sést hér stjórna krananum. KRANAR ÞYKJA BRÁÐNAUÐ- SYNLEGIR Á BYGGINGARSVÆÐ- UM OG AUÐVELDA VINNU VERKAMANNA MIKIÐ. STJÓRN- UN ÞEIRRA ER HINS VEGAR ALLT ANNAÐ EN EINFÖLD. „Þetta er róleg vinna, þannig séð, líkamlega þægileg, en stressandi andlega,“ segir Stefán Gunnlaugs- son, kranastjóri og eigandi bygging- arfyrirtækisins Baulu. Fyrirtækið á lítinn krana með eins tonns lyftigetu í 35 metra hæð og stjórnar Stefán krananum með þráðlausri fjarstýr- ingu. „Maður þarf að gæta þess að slá menn ekki niður sem eru í kringum mann, þannig að þessi vinna krefst fullrar einbeitingar. En þetta er ekki líkamlega erfitt,“ segir Stefán, sem hefur verið með kranaréttindi í einn og hálfan áratug. í fólksbíla, jeppa, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsendingar. Yfir 40 ára reynsla. ALTERNATORAR OG STARTARAR Auðbrekku 20 s.564 0400 UMBOÐIÐ vinnuvélin } 02-03 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.