Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 77

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 77
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR36 Í kvöld ætla reiðustu og rudda- legustu skáld Íslands að lesa upp á Grand rokki. Þau skáld sem stíga á stokk eru meðal annarra Erpur Eyvindarson og massaðasti höfundur landsins, Stefán Máni, mætir ásamt Dóra DNA. Kristjón Kormákur les úr Frægasti maður í heimi og einn allra besti vinur ljóðsins, Eiríkur Örn Norðdahl kemur alla leið frá Ísafirði en fjölmargt prútt og sett- legt fólk gruna hann um græsku og telja hann versta vin sem ljóð- ið hefur nokkurn tíma eignast. Skáldkonan Birgitta Jónsdóttir les svo úr skáldsögu sem kemur út eftir örfáa daga. Óttar Proppé og Þorgeir, með- limir hljómsveitarinnar Rass, stíga á stokk undir nafninu Rass- kinnar og hvílir nokkur leynd yfir atriðinu en hljómsveit þeirra félaga hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega, skemmtilega og um leið grófa textagerð. Efri hæðin á Grand Rokki verður vel skreytt. Drungalegar myndir Örvars Árdal munu prýða veggina en hann er einn af efni- legustu myndlistarmönnum þjóð- arinnar. Skipuleggjendur hátíðarinn- ar vilja beina þeim tilmælum til fólks að fjölmenna á Grand Rokk og hafa sem mestan hávaða og frammíköll á meðan á upplestri stendur. Aðgangur er ókeypis og hefst dagskráin klukkan 22. KRISTJÓN MÁR KORMÁKSSON Hann er eitt reiðu skáldanna sem les upp úr verkum sínum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Reiðu skáldin á Grand Rokk Út er komin nýstárleg ljósmynda- bók eftir Katrínu Elvarsdóttur og fylgir henni geisladiskur með tónlist eftir Matthías Hemstock, sem samdi tónlistina sérstaklega með hliðsjón af stemningunni í myndum Katrínar. Bókin heitir Mórar-Nærvídd og útgefandi er 12 Tónar. Ljósmyndir Katrínar eru tekn- ar með frumstæðri plastmynda- vél, sem gefur myndunum sér- stæðan blæ, draumkenndan og drungalegan. „Mér finnst þessi frumstæða ljósmyndatækni passa við viðfangsefnið, þessa drauga- legu staði og dularfulla landslag,“ segir Katrín. Hún á nokkrar plastvélar, en segir þessa sem hún notaði fyrir bókina vera þá frumstæðustu af þeim. „Hún er mjög gömul, frá sextíu og eitthvað. Upphaflega voru þessar myndavélar hugsað- ar til þess að koma ljósmyndun til allra, þetta var ódýr leið og svona myndavélar fylgdu oft með áskrift að blöðum, til dæmis í Ameríku.“ Myndirnar eru teknar víða um Ísland, á eyðilegum stöðum með yfirgefnum mannvirkjum. Katrín tók myndirnar á ferðum sínum til landsins meðan hún bjó úti í New York. „Ég valdi staði sem mér fannst eitthvað drungalegir eða eitthvað spennandi við og reyndi að taka myndirnar í þungbúnu veðri. Ég fékk síðan þá hugmynd að láta Matthías gera tónlist við myndirnar, sem myndi fylgja með á geisladiski.“ Þau Matthías og Katrín þekkj- ast frá námsárum sínum í Boston. Myndirnar í bókinni eru um það bil fjörutíu talsins, en verkin á geisladisknum eru fimm. „Verkin eru unnin að mestu leyti úr umhverfishljóðum sem eru tekin upp á svipuðum eða jafnvel sömu stöðum og hún tók myndirnar,“ segir Matthías, sem vann síðan með þessi hljóð og bætti ofan á þau rafhljóðum til þess að ná fram ákveðinni stemn- ingu sem honum fannst passa við myndirnar. Bragi Ólafsson skáld skrifar stuttan inngang að bókinni, sem einnig er saminn með hliðsjón af stemningunni í myndunum. Draumkenndar myndir og draugaleg umhverfishljóð KATRÍN ELVARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI OG MATTHÍAS HEMSTOCK TÓNLISTARMAÐUR Þau unnu saman að nýstárlegri bók þar sem ljósmyndir og tónlist fylgjast að. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA �������� ������� ��������������������� �� � � � ������ ���������� ���� ���������� ��� ���� ������ ����� ����������������������������������������������������������������������� ����������� � ���������������������������� ��������������������������� ���������������������������������������� ��������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ���������� ��������������������������� ������������������������ �������������� ������������ �� eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN SÍÐUSTU SÝNINGAR Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið HHHH -DV Stóra svið Salka Valka Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Kalli á þakinu Su 6/11 kl. 14 UPPSELT Su 13/11 kl. 14 Su 20/11 kl. 14 Lau 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Í kvöld kl. 20 FRUMSÝNING Su 6/11 kl. 20 Su 13/11 kl. 20 Su20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar 5 sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Í kvöld 4/11 kl. 20 UPPSELT Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20 UPPSELT Fö 11/11 kl. 20 Fö 18/11 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 6/11 kl. 20 UPPSELT Su 13/11 kl. 20 UPPSELT Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Má 28/11 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Manntafl Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/10 kl. 20 Fi 24/10 kl.20 MiðasalMiðasala á netinu Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ým- san fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur. Sjá nánar á gerduberg.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.