Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. — segir ísabella Peron, Argentínuforseti, og situr sem fastast meðan hvert hneykslið á fætur öðru ríður yfir þjóðina Isabella Peron, forseti Argen- tinu, er á háium is. Ný og ný hneykslismál hafa komið henni i vanda. Daglega sekkur landið dýpra og dýpra i ringulreið og ó- stjórn. Verðbólgan hefur náð 300%, tala atvinnulausra er 1 milljón, rikiskassinn er tómur og erlendar skuldir nema milljörð- um. Við þetta bætist barátta milli skæruliða og hers, sem helzt mættilikja við borgarstyrjöld: að meðaltali fjórða hvern dag er mannrán framið áttundu hverja klst.. pólitisk morð og á hverri klukkustund eru fleiri eða færri sprengjutilraunir gerðar. Ein manneskja kippir sér litið upp við þetta allt saman — Maria Estella Peron forseti Argentinu. Nýlega snéri hún heim úr 32 daga frii. Hún hafði ekki einu sinni haft fyrir þvi að lesa dag- blöðin, en vikulega lét hún senda sér flugleiðis nýjustu tizkublöðin og teiknimyndaseriur af „Bleika Pardusnum”. Fyrstu tiu dagana eftir friið lét forsetinn aðeins sjá sig þrisvar sinnumi stjórnarhöll- inni, annars hélt hún sig helzt á baðstað við strönd Atlantshafs- ins. Heilum degi varði hún til skartgripainnkaupa i glæstustu verzlunum i Buenos Aires, og það sem eftir var af ti'manum eyddi hún með vinkonum sinum i for- setahöllinni við spil og göngu- ferðir. Af 300 dögum hafði þessi rikisleiðtogi aðeins unnið 170 daga, og sjaldan meira en 4 klst. á dag. Þegar ísabella kom loksins til starfa á nýjan leik, og hélt fund með ráðherrum sinum, kom mjög óvænt atvik fyrir. Eftir að hafa setið og hlustað á skýrslur ráð- gjafa sinna i heila klukkustund, gjörsamlega áhugalaust, („finnst þér ég ekki fallega brún”, at- hugasemd, sem hún hvislaði að sessunaut sinum) tók velferðis- málaráðherra Carlos Emery til máls. „Þess er krafizt að þing- skipuð nefnd geri rannsókn á ráðuneyti okkar,” sagði hann. Helstrið Peronistastjórnarinnar „Rannsókn? Hvers konar rann- sókn?” spurði forsetinn hlessa. Einn af ráðherrunum reyndi i stuttu máli að útskýra fyrir henni hvaðblöðin höfðu veriö að skrifa um siðustu dagana: 1 velferðis- málaráðuneytinu hafði komizt upp um stórfelld fjárhagssvik, sem nánustu samstarfsmenn for- setans báru ábyrgð á og kostað höfðu rikið milljónaupphæðir. Fyrst i stað skein algjört skiln- ingsleysi út úr svip forsetans, en siðan greip hana ofsaleg bræði. „Hommar,” æpti hún að ráðherr- um sinum. „Þið eruð allir homm- ar.” Siðan æddi hún út úr fundar- salnum og endurtók i sifellu „hommar, hommar, hommar.” Nokkrum dögum siðar kom að- stoðar hernaðarfulltrúi hennar, Vivanco, þar að sem hún sat við spil með vinkonum sinum og til- kynntihenni að barátta skæruliða og hers, sem þegar hefði leitt til mikilla blóðsúthellinga, hefði enn á ný tekið sinn toll. Forsetinn lét þessa frétt ekkert á sig fá og kom með niðrandi athugasemd um herinn. Þegar Vivanco tók mál- stað hersins og sagði: „Frú, spil- ið, sem þér eruð að spila og það, sem ég var að tala um, eru tveir gjörólikir hlutir,” eldroðnaði for- setinn og æpti: „Ot með yður.” Stuttu siðar fékk hún taugaáfall. Argentinubúar eru orðnir svo vanir ruddalegum talsmáta og framferði forsetans, að þetta þótti vart umtalsvert. Allir þeir, sem eitthvað fylgjast með málum i Argentinu sjá, að þrátt fyrir ör- væntingarfullar tilraunir Isabellu til að tryggja sig i sessi i forseta- stólnum er það aðeins spurningin um tima, hvenær hún neyðist til að segja af sér. Ráðherra yfirgefur embætti sigg i handjárnum „Stjórn fólksins” með Isabellu Peron I forsæti hefur ekki tekizt að koma neinu i verk nema svik- um. Leiðtogi frjálslynda flokks „Pastido Radical” stærsta stjórnarandstöðuflokks i Argen- tinu sagði. — Hver einasta stjórn, sem setið hefur að völdum i Argentinu hefur matað krókinn ærlega en aldrei nokkurn timann hefur þaö gerzt i sögunni að eins miklu hafi verið stolið á jafn blygðunarlausan og ósvifinn hátt, og á þessum siðustu tveimur ár- um. Þeir sem voru ósvifnastir við að draga að sér fé, voru nokkrir valdamiklir menn i velferðis- málaráðuneytinu. Þar á meðal ráðherrann, José López Rega, sem leystur var frá embætti og rekinn úr landi. Hann gerði samning við Libyumenn um sölu á oliu á 16 dollara tunnuna, þrátt fyrir að annað land vildi selja á 10 dollara. Hann leit á mismuninn sem gróða og stakk honum i eigin vasa. A siðustu vikum hefur rannsókn á ráöuneytinu leitt i ljós, að þar hafi ótrúlega mikil svikastarf- semi átt sér stað. Allmargir hátt- settir embættismenn voru þegar handteknir og var eftirmaður Rega meira að segja fluttur burtu i handjárnum. Alfredo Nocetti, sem stjórnar rannsókninni sagði að fyrsta-yfirlit hefði strax leitt i ljós i kringum 3000 tilfelli. Rannsóknardómararnir fundu i mjög illa höldnum bókhaldsbók- um reikninga frá rútubilastöð. Þetta voru rukkanir fyrir akstur á skólabörnum eftirlaunaþegum og verkafólki, og einnig fyrir við- hald og viðgerð á ökutækjunum. t ljós kom að annað hvort hafbi þessiþjónusta alls ekki verið látin i té, eða þá, að hún var i miklu minna mæli, en það sem gefið var upp. Þarna voru þvi um stórfelld svik að ræða. Það kom einnig i ljós, að margir mjög háir út- gjaldaliðir höfðu alls ekki veríð færðir inn i bækurnar. Forsetinn mun ekki segja af sér af fúsum og frjálsum vilja Fyrirskipaðar voru handtökur á forstjórum rútubilastöðvarinn- ar, sem sent hafði reikningana, svo og á meðeiganda fyrirtækis- ins, Demetrio Vazquez, sem eitt sinn hafði verið einkaritari López Rega i velferðismálaráðuneyt- inu. Dr. Pedro Eladio Vazquez, bróðir Demetrio, hluthafi i fyrir- tækinu og liflæknir forsetans varð að segja upp trúnarðarstöðu sinni ihöllinni. Og auk þess missti hann stöðu sina sem ritari i iþrótta- og ferðamálaráðuneytinu. Kona hans, sem honum hafði tekizt að koma i stöðu ráðgjafa i þessu sama ráðuneyti á mjög háum launum var einnig strikuð af launalistanum. önnur uppspretta sem var vel fallin til sjálfsauðg- unar, var góðgerðarstofnun, sem Peronistar höfðu stofnað og Isa- bella var forseti fyrir. Nú hafði borgin Buenos Aires gefið stofn- uninni lóðarskika, og ætluðu Peronistar að byggja þar blokkir með 10000 ibúðum fyrir fátækt fólk. Daginn eftir að gjöfin hafði verið afhent, kom dðttir López Rega inn i veðlánabankann i Buenos Aires „i nafni forsetans” til þess að fá fjárveitingu að upp- hæð 120 milljörðum kr. til fram- kvæmda á lóöinni. Hún tók strax út 50.000.000 i seðlum. Enginn þorði að spyrja neins hvað þá að krefjast umboðs, þvi bankinn heyrði undir ráðuneyti föður hennar. Þegar þetta komst i há- mæli og rannsóknardómari fór til að lita á lóðina og framkvæmdir þar, fann hann ekkert nema grunninn. Að lokum varð forset- inn uppvis að fjármisferli lika. I banka einum i Buenos Aires skaut upp kollinum ávisun frá liknar- stofnuninni að upphæð 200.000.000 kr. undirskrifuð af Isabellu. Með henni ætlaði hún að greiða hluta af þvi, sem Juan Domingo Perón hafði ánafnað fjölskyldu fyrri konu sinnar, Evitu Peron. Þetta var greinilega tilraun til að reyna að greiða eigin skuld úr kassa góðgerðarstofnunarinnar. Bankastarfsmaður uppgötvaði svindlið og ráðgjafar forsetans voru fljótir að taka ávisunina til baka með þeim orðum að forset- inn hefði undirritað hana af van- gá. Blaðamenn fundu út, að a.m.k. 21 vafasöm ávisun frá stofnuninni, undirskrifuð af for- setanum væri i umferð. Dagblað- ið La Opinion sagði að það væri ekki afsakanlegt að formaður einhvers félags notaði peninga þess til aðborga eigin rafmagns- reikning, jafnvel þó að eyðslan væri litil og reikningurinn lágur. A meðan þingmenn, háttsettir menn, veraldlegir og andlegir og þekktir blaðamenn hafa látið hina „blygðunarlausu, spilltu stjórn- armeðlimi” fá það óþvegið, hefur forsetinn að mestu leyti verið lát- inn óáreittur. Það er ekki sizt vegna þess, að allir stjórnmála- menn jafnt sem herforingjar hafa slæma samvizku: Þrátt fyrir það að þeir vissu að þessi fyrrverandi dansmær hefði enga stjórnmála- hæfileika og hefði verið i útlegð i 15 ár og vissi þar af leiðandi ekk- ert um vandamál þau, sem Argenti'na átti við að striða, höfðu þeir Iátið viðgangast að hún sett- ist i forsetastólinn i stað þess að hindra það. Margir stjórnmálamenn höfðu spáð þvi, að eftir dauða foringj- ans Peróns, yrði algjört öngþveiti i innanrikismálum, þegar ekki væri lengur rikisstjórn með Perón I broddi fylkingar, sem gæti haldið mannfjöldanum i skefjum. Andstæðingar Peronista — flestir herforingjar óskuðu þess, að ekkja hans myndi taka við eftir hann og með fuilkomlega misheppnaðri stjórn eyðileggja goðsöguna um Perón. Ósk þeirra rættist en þó ekki alveg eins og þeir höfðu búizt við. Siðan trúnað- armaður forsetans varð að flýja land er hrun Peronismans al- m----------------------------► Hin 44 ára gamla Isabella Perón, fyrrverandidansmær i næturklúbb, og núverandi forseti Argen- tinu heldur ræðu á fundi með iðnaðarfélagsmönnum. Þegar forsetinn kemur opinberlega fram, minnir það einna helzt á skripaleiki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.