Tíminn - 21.12.1975, Síða 19

Tíminn - 21.12.1975, Síða 19
Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN 19 trtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: i>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöals,træti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi, 19523. Verö j lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaðaprentlT.ir Skattar og skartgripir Alkunna er, að lengi hefur verið kurr i landinu vegna þess, hve ákvörðun tekjuskatts virðist i litl- um tengslum við raunverulega afkomu fólks. Upp úr sauð á þessu ári i Bolungarvik, Borgarnesi og Hveragerði. Það er vafalaust löng og flókin saga, hvernig þetta er til komið. Einn kapituli þeirrar sögu er sá, að á undanförnum áratugum hafa verið veittar alls konar ivilnanir og undanþágur frá almennum ákvæðum skattalaganna, unz svo er komið, að mjögbrestur á, að allir séu i reynd undir sömu lögum. Þvilikur ófögnuður hefur þó ekki orðið hlutskipti íslendinga einna, og má þar benda á, að smugur og vankantar á skattalögum urðu Glistrup hinum danska drýgstur aflvaki til stofnunar þess fáránlega flokks, er við hann er kenndur. Svipað gæti gerzt hérlendis, ef þolinmæði fólks er ofboðið. En auk þess sem verulegur hluti manna getur á löglegan hátt komizt hjá eðlilegum tekjuskatti, ef ekki brestur kunnáttu til þess að smjúga i gegn um netið, kveður vafalaust talsvert að ólöglegum undanbrögðum. Við höfum hér að visu skattaeftir- lit, sem gegnir þvi hlutverki að hafa hendur i hári slikra manna. Það ber . ekki að vanmeta. En sumar þær aðferðir, sem annars staðar tiðkast, munu samt ekki hafa verið teknar upp hér. Það er til dæmis mjög löng tið siðan skattayfir- völd i mörgum löndum fóru að fylgjast með lifnaðarháttum og eyðslu skattþegna eftir ýmsum leiðum og draga sinar ályktanir af þess háttar vitneskju. Það liggur vitaskuld i augum uppi, að ekki er allt með felldu, ef þeir, sem hafa bara til hnifs og skeiðar samkvæmt tölum á skattskrám, geta leyft sér mikinn munað. Eftirlit af þessu tagi hefur verið aukið meðal grannþjóða á siðustu ár- um, og i Bandarikjunum er það orðið veigamikill þáttur i skattaeftirliti. Um eftirlit af þessu tagi er það að segja, að það er trúlega auðveldara með fámennri þjóð en fjöl- mennri. Á hinn bóginn getur það svo lika verið vandkvæðum bundið hjá kunningjaþjóð, þar sem allir þekkja alla, að kalla má. Að þessu er þó sérstök ástæða til að vikja nú, þvi að i siðustu viku var frá þvi skýrt i einu dag- blaðanna, að fólk keypti á þessari jólavertið demantshringa, sem kosta tvö til þrjú hundruð þúsund krónur, og einn viðskiptavinur hefði ekki látið sig muna um að kaupa skartgrip á sjö hundruð þúsund krónur. Heimildarmaðurinn var sá, sem gerst mátti vita: Sjálfur skartgripasalinn. í framhaldi af þessu væri ekki með neinum ólikindum, þótt fólk þeirra stétta, sem fyrst og fremst greiða tekjuskattinn, spyrði sem svo, hvort ekki myndi forvitnilegt að vita, hvaða fjárráð hinir kaupglöðu skartgripaeigendur hafa sam- kvæmt skattframtali sinu. Þagnarskylda Aukin upplýsingaskylda stofnana og embættis- manna hefur verið til umræðu i okkar heimshluta siðustu ár. Hér á landi hefur aftur á móti þagnar- skylda bankaráðsmanna verið til umræðu siðustu daga. Lög leggja bankaráðsmönnum þessa þagnar- skyldu á herðar. Lögum ber að hlýða. En gæti það hugsazt, að lögin séu gölluð, og upplýsingaskylda þjónaði almennum hagsmunum betur en þagnar- skylda, þegar stórlán eru veitt? -JH. Benedikt Ásgeirsson: Samningar Vestur- Þjóðverja og Pólverja Strauss beitir sér eindregið gegn þeim Eitt þeirra rikja, sem fór hvað verst út. úr heimsstyrjöldinni siðari, er Pólland. Á meðan það var hertekið af Þjóðverjum frömdu þeir hryðjuverk, sem eiga fáa sina lika. Viðhorf margra Pólverja til Þýzkalands hafa æ siðan mótazt af grimmd og ofbeldi Þjóðverja i garð þeirra i striðinu. Þegar Pólland vai „frelsað” af Sovétrikjunum i lok striðsins, tók litið betra við. Rússar lögðu undir sig hluta af austanverðu Póllandi. t staðinn fékk Pólland sneið af Þýzka- landi. Ein af afleiðingum þessa fyrirkomulags er sú, að mikill fjöldi þýzkumælandi fólks hefur verið búsettur i Póllandi siðan. Ástæðan fyrir þvi að verið er að rifja upp hina ófögru fortið samskipta Þýzkalands og Pól- lands er sú, að annars er ekki hægt að skilja deilur þessara rikja i dag. Það, sem á milli ber er einkum tvennt: Margir hinna þýzkumælandi ibúaPóllands vilja fá að flytjast til Vestur-Þýzkalands. Stjórn Póllands hefur hins vegar verið mjög treg til að veita þeim slikt leyfi. A hinn bóginn hefur st jóm V-Þýzkalands af eðlilegum ástæðum lagt rika áherzlu á það, að þessu þýzkumælandi fólki verði leyft að setjast að þar. Ennfremur er um tvenns kon- ar skaðabótakröfur að ræða. Pólska st jórnin hefur farið fram á striðsskaðabætur, eins og aðr- ar þjóðir, sem urðu fyrir ofbeldi Þjóðverja i heimsstyrjöldinni siðari. Þá hafa þeir Þjóðverjar, sem búa nú i Póllandi og urðu fyrir tjóni I striðinu, rétt á skaöabótum frá v-þýzka rikinu. Lagalega séð er hér um tvö óskyld vandamál að ræða. Hins vegar hefur stjórnin i Bonn alla tið neitað að veröa við kröfum Pólverja nema hún fengi trygg- ingu fyrir þvi, að hinir þýzku- mælandi ibúar Póllands fengju leyfi til að flytast til V-Þýzka- lands. A sama hátt neituðu Pól- verjar að leyfa þýzkumælandi fólki að flytjast út nema að Þjóðverjar féllust á skaðabóta- kröfur þeirra. Eftir miklar og langar samningaviðræður sem fylgdu i kjölfar austurstefnunn- ar virtist málið vera komið i sjálfheldu. Það leystistekki fyrr en þýzka kanslaranum Schmidt og leiðtoga pólska kommúnista- flokksins Gierek tókst að kom- ast að samkomulagi, þegar þeir hittust á Oryggis- og Samvinnu- ráðstefnu Evrópu (OSE) i sum- ar. — Þvi má skjóta hér inn í, að einn af kostum OSE var að gefa ýmsum þjóðarleiðtogum tæki- færi til að hittast, sem annars hefðu mjög takmarkaða mögu- leika til þess. Á þann hátt má segja, að OSE hafi stuðlað að bættri sambúð V-Þýzkalands og Póllands. Hitt er annað mál, að allir þýzkumælandi menn i Pól- landi, sem vilja flytja til V-Þýzkalands, ættu að fá leyfi til þess skilyrðislaust, ef Pól- land hefði yfirlýsingar OSE i heiðri. Kjarni ofangreinds sam- komulags er sá, að Pólland mun veita 125.000 þýzkumælandi ibú- um þar leyfi til að flytjast tii V-Þýzkalands. I staðinn mun stjórnin i Bonn verða að nokkru við bæði hinum beinu og óbeinu kröfum Póllands um striðs- skaðabætur. Almennt er talið að Þjóðverjar hafi sloppið frekar vel við þær bætur, sem þeir þurfa að greiða, einkum þær óbeinu. Kröfur Þjóðverja, bú- settra á Póllandi, um skaðabæt- ur vegna tjóns i siðari heims- Frans Josef Strauss styrjöldinni verða uppfylltar með einni heildarupphæð, sem pólska stjórnin mun svo úthluta. Ef sú upphæð hefði verið reikn- uð út nákvæmlega eftir þvi, sem hver einstaklingur ætti rétt á, þá hefði hún að öllum likindum orðið miklu hærri. Hins vegar hefur hinn takmarkaði fjöldi þeirra, sem stjórn Póllands mun leyfa að flytjast til V-Þýzkalands verið gagnrýndur af stjórarandstöðunni, en það munu vera yfir 300.000, sem vilja fara. Vissulega er það rétt, að æski- legt væri að fólk fái að flytjast brott frá Póllandi eins og það vill. Það eru aðeins grundvall- armannréttindi. Hins vegar er rétt að benda á það, að i milli- rikjadeilum er yfirleitt ekki hægt að ná neinu samkomulagi nema að báðir aðilar slái af kröfum sinum. Ef alþjóðadeil- um væri þannig háttað, að eng- inn deiluaðila væri tilbúinntil að gefa neitt eftir, þá væri mjög erfittað leysa þærá friðsamleg- an hátt. Þetta má sanna með mýmörgum dæmum. I ofan- nefndri deilu hafa báðir aðilar gefið gott fordæmi og slakað á kröfum sinum. Ennfremur er rétt að vekja athygli á þvi, að það nægir ekki eingöngu að þessir þýzku Pólverjar fái að flytjast til V-Þýzkalands. Þeir verða lika að fá góða aðhlynn- ingú þar og tækifæri til að aö- lagast hinu nýja þjóðfélagi. A þvi hefur oft orðið nokkur mis- brestur meðal flóttamanna, sem setjast að i V-Þýzkalandi. Það ber vott um mikið ábyrgð- arleysi að krefjast þess, að hundruð þúsunda þýzkra Pól- verja fái að setjast að i V-Þýzkalandi, ef ekki er hægt að tryggja þeim næga atvinnu og sjá til þess, að þeim liði þar a.m.k. jafnvel eða betur en i Póllandi. t ljósi þessara rök- semda er gagnrýni stjórnar- andstöðunnar i Bonn óraunhæf. Til að umrætt samkomulag gæti gengið i gildi verða bæði Sambandsþingið og Sambands- ráðið i Bonn að samþykkja það. Sem kunnugt er hefur stjórnar- andstaðan, CDU/CSU, eins at- kvæðis meirihluta i Sambands- ráðinu og getur þvi fellt þessa samninga þar. t einu af minnstu fylkjum V-Þýzkaiands, Saar, hafa SPD/FDP annars vegar og CDU hins vegar jafn marga þingmenn á fylkisþinginu. Þess vegna eru öll frumvörp, sem fylkisstjórn CDU leggur fram, þar á meðal fylkisfjárlögin, háð samþykki SPD/FDP. Vegna þessarar veiku aðstöðu heima fyrir, gæti svo farið, að stjórn CDU i Saar greiddi atkvæði með samningunum i Sambands- ráðinu. Það myndi ráða úrslit- um um það, að þeir yrðu samþykktir. Það hefur ekki eingöngu verið deilt um samningana við Pól- verja milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðuflokka i Bonn. Þeir hafa lika verið innan- flokksdeilumál Kristilegra demökrata. Afstaða þess flokks kom ekki endanl. i ljós fyrr en þeir voru lagðir fyrir Sam- bandsþingið i haust. Astæðan^ fyrir þvi er sú að Helmut Kohl formaður CDU og kanslaraefni CDU/CSU dró það i lengstu iög að taka afstöðu opinberlega. Það var ekki fyrr en Frans Josef Strauss formaður CSU hafði ritað öllum þingmönnum CDU/CSU bréf og hvatt þá til að greiða atkvæði á móti sam- komulaginu við Pólverja að Kohl tók við sér. Til að sambúð- in við Strauss versnaði ekki frekar átti hann, þegar hér var komið sögu, ekki annarra kosta völ en að mæla með þvi, að þingmenn flokksins greiddu at- kvæði á móti samningunum. Þykir þetta sanna það, er oft hefur veriðhaldið fram, að Kohl sé litt fallinn til að gegna mikil- vægum ' forustuhlutverkum og sé ekki nógu harður við Strauss. Afleiðingin var sú, að CDU/CSU gerði þessa samninga að einu fyrstu kosningamálunum og var deilt mjög hart um þá i Sam- bandsþinginu. Þessi harka, sem komin eri deilurnar gæti leitt til þess að stjórn CDU i Saar ákveði að greiða atkvæði á móti samkomulaginu i Sambands- ráðinu og fella þá þar með. Slik þróun þessa máls væri afar j óæskileg, þvi hún spillir fyrir f þvi, að samskipti V-Þýzkalands í og Póllands komist i nokkurn 1 veginn eðlilegt horf. Að visu geta þessir samningar ekki bætt endanlega fyrir hryðjuverk þau, sem Þjóðverjar frömdu i Pól- landi i heimsstyrjöldinni siðari. en þeir væru fyrsta meiri háttar skrefið i þá átt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.