Tíminn - 21.12.1975, Side 26

Tíminn - 21.12.1975, Side 26
TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. ÁGÆT AF AUSTURBÆJARBÍÓ: TRINITY-TRÚBOÐAR STJÖRNUBIÓ: AF LÖGGUM OG LÝÐ KVIKMYNDA- HORNIÐ Laugarásbió: Ókindin Leikstjóri: Steven Spielberg Aöalhiutverk: Roy Scheider, Ro- bert Shaw, Richard Dreyfuss, Lorraine Gary, Murray Hamil- ton, Carl Gottiieb. Byggö á skáldsögunni „Jaws” eftir Peter Benchley. 1 heild getur kvikmynd þessi varla talist frábær, ekki einu sinni verulega góð. 1 henni getur þó að lita atriði, sem eru frábær- lega unnin, svo og er inn i hana fléttað atriðum úr mannlegu samfélagi, sem lyfta henni upp yfir hina hefðbundnu og fremur lágkúrulegu óhugnaðar- og spennumyndar. Hún veldur eng- um vonbrigðum, en kemur heldur hvergi verulega á óvart. Myndin er, i stuttu máli, hin ágætasta afþreying að mörgu leiti — einkum þó fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá samborgara sina tætta og brudda af risahákarli. Tæknilega frábær Það verður ekki um þessa mynd sagt annað en að hún er tæknilega frábærlega unnin. I fyrsta lagi er undirrituðum það til efs, að hákarlsskepnunni hefði mátt ná betur en gert er og svo eru önnur tækniatriði hennar unnin áfallalaust og hvergi beitt brögðum, sem áhorfandinn verð- ur verulega var við. Neðansjávarmyndataka gefur myndinni skemmtilegan svip og á jafnframt þvi mikinn hlut að þeirri spennu, sem fyrirfinnanleg er. Viðureign þeirra þremenning- anna við Ókindina gengur að visu HAFNARBÍÓ: GULLÆÐIÐ Að öðrum kvikmyndum og kvikmyndahúsum ólöstuðum, er ekki fráleitt að telja jólamynd Hafnarbiós girnilegasta bitann sem i sjónmáli verður nú. Að minnsta kosti fyrir aðdáendur Charlie gamla Chaplin, sem væntanlega eru nokkuð margir. Jólamynd Hafnarbiós er sumsé Gullæðið, ein af þekktustu og að- sópsmestu myndum meistarans, og ætti enginn að verða svikinn af þeim bita. Eins og við er að búast er við- fangsefni Chaplins i þessari mynd litli maðurinn i stóra samfélag- inu. Hann staðsetur sig i gullgraf- araþorpi, arkar þar um og beinir spjótum sinum i allar áttir — vægðarlaus og napur. Sem fyrr verður Chaplin tiðrætt um mismun þess að vera rikur eða fátækur og sem fyrr reynist litilmagninn ekki litill þegar til kemur. Astin, mannleg samvinna ogmannlegtsamneyti skoðast frá sjónarhorni, sem öðrum hefur ekki tekizt að jafna og allt reynist háð sinum annmörkum. Græðg- ina ræðst hann öðru fremur á, enda mun hún ljótust mannlegra dyggða. En, sjón er auðvitað sögu rikari og einhvern veginn segir undir- rituðum hugur um að spor margra muni liggja i Hafnarbió á komandi vikum. KVIKMYIS Umsjónarmaöur Halldór Valdimarsson HASKOLABIO: LADY SING THE BLUES Þeim, sem unna góðum söngvamyndum, verður Háskóla- bi'ó til huggunar um þessi jól, sem og stundum áður. Jólamyndin á tjaldinu þar verður sumsé „Lady sing the blues”, með bandarisku söngkonuna Diönu Ross i aðal- hlutverki. Kvikmynd þessi, sem fjallar um ævi og starf söngkonunnar Billy Holiday, var framleidd á ár- inu 1973 og hefur siðan verið sýnd viða, við mikla aðsókn. Diana Ross hafði áður sannað gildi sitt sem söngkona, en bætti með mynd þessari einni skraut- fjöður i viðbót i hatt sinn, þvi hún sýndi og sannaði að hún getur leikið, ekki siður en sungið. Hefur meðferð hennar á hlurverki Billy hlotið verðskuldaða athygli, og kæmi það vist ekki á óvart þótt sama yrði upp á teningunum hér og annars staðar i þeim efnum. Erlendir blaðadómar um kvik- mynd þessa hafa verið mjög já- kvæðir, einkum þó um hlut Ross að henni. Jólakvikmynd Stjörnubiós að þessu sinni ber heitið „Stone Killer” og er glæpamynd. Hand- rit myndarinnar er gert eftir sögu John Gardner, „A complete state of death”, en leikstjóri er Michael Winner. Aðalhlutverk eru leikin af Charles Bronson, Martin Balsam, David Sheinzer, Norman Fell og fleiri. Efniviður myndarinnar er i stuttu máli sá, að Lou Torrey (Charles Bronson), sem er lög- reglumaður i New York, drepur. seytján ára gamlan pilt.sem rænt hafði vinbúð eina. Reiði almenn- ings vegna drápsins verður til þess að Lou má gjöra svo vel að færa sig um set og taka við störf- um i lögregluliði Los Angeles. 1 Los Angeles handtekur Lou mann einn, sem morðákæra hvil- ir á I New York og þegar viðkom- andi er framseldur er Lou sendur með hann til ákvörðunarstaöar sins. Þegar Lou kemur aftur til New York, harðnar leikurinn töluvert og blandast hann þá meðal annars inn i innbyrðis átök Mafiuforkólfa. Erlendir blaðadómar um mynd þessa hafa verið nokkuð misjafn- ir, en þó flestir heldur jákvæðir. Hafa gagnrýnendur gefið henni alltaðíimm stjörnum og jafnvel sett hana ofar Guðföðurnum. Bronson tekur sig að öðru jöfnu einna bezt út i hlutverkum kald- rifjaðra baráttumanna og ætti þvi að hæfa hlutverki Lou nokkuð vel. Þess má og geta, að þetta er eina alvarlega glæpamyndin, sem sýnd verður um jólin i Reykjavik. JÓLAMYNDIR Aldrei fór það svo að slags- málaunnendur færu i jólaköttinn að þessu sinni, þar sem þeim gefst kostur á að fylgjast með einu af ævintýrum þeirra Trinity- bræðra, Terence Hill og Bud Spencer. Það er Austurbæjarbió, sem skammtar okkur hnefahöggin i askana nú og ber skammturinn nafnið „Two missionaries”. Þegar þetta er skrifað er kvik- myndin enn óskirð á islenzka tungu, en búizt var við að henni yrði valið heitið „Trúboðarnir”. Varla getur þó efni hennar tal- izt þess eðlis, að bræðra- og systrafélög kirkjusöfnuðanna i Reykjavik efni til hópferða á myndina, enda mun þeim bræðr- um, Hill og Spencer, tamara að koma kenningum sinum áleiðis með hnefunum en að tóna af stólnum. Reynsla af fyrr sýndum Trinity-myndum getur ekki talizt sérlega hvetjandi, að minnsta kosti ekki fyrir undirritaðan. En, hver hefur sinn smekk og aðsókn að hnefaleikum þeirra félaga bendir til þess að nokkur hópur hafi gaman að þeim. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.