Tíminn - 21.12.1975, Side 30

Tíminn - 21.12.1975, Side 30
30 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. Poppstjarna ársins 1975: Bruce Springsteen NÚ-timinn efnir nú öðru sinni til vinsældarkosningar um beztu plötu ársins og væntir sem fyrr al- mennrar þátttöku lesenda sinna. 1 fyrra bárust rúmlega 300 atkvæðaseðlar og þá var plata Steve Wonder's Fulfillingness First Finale kosin bezta platan. Sem fyrr má greiða jafnt islenzkum sem er- lendum plötum atkvæði og þess skal getiö að plöturnar þrjár sem þið nefnið fá allar eitt atkvæði hver. Það skiptir þvi ekki máli i hvaða röð þið skrifið þær á atkvæöaseðilinn. SENDIÐ ATKVÆÐA- SEÐLANA STKAX 1 DAG. Utanáskriftin er: Nú-timinn, Edduhúsinu v/Lindargötu. SA TÓNLISTARMAÐUR, sem hvað mesta athygli hefur vakið i heiminum á þessu ári, er tvimælalaust Bruce Spring- steen, en hann hefur skotizt upp á stjörnuhimin rokkstjarnanna meö ótrúlegum hraöa. Óum- deiianlega veröur aö nefna Bruce Springsteen poppstjörnu þessa árs. Springsteen hefur á ör- skömmum tima orðið heims- frægur tónlistarmaður. Fyrir nokkrum mánuðum var hann svo til óþekktur. öll helztu poppblöð og mörg önnur blöð og timarit viðs vegar i heiminum hafa á siðustu mánuöum veriö uppfull af fréttum og viðtölum við Springsteen. Bruce Springsteen er fæddur 23. september 1949 i New Jersey, og hann er mjög hreykinn af fæðingarbæ sinum, og tekur þaö yfirleitt skýrt fram i viðtölum, að hann sé frá Ashburg Park New Jersey. Sem unglingur gutlaði hann við að leika á gitar i' hinum og þessum hljómsveitum. Hann var lengi vel foringi hljómsveitar að nafni Dr.Zoom And The Sonic Boom, og siðar var hann foringi hljóm- sveitarinnar Steel Mill. Hvorug þessara hljómsveita urðu frægar svo heitið gæti, en upphafið að frægð Springsteens má rekja til ársins 1967. bá hitti hann mann að nafni Tuikler, en sá bauðst til þess að útvega Springsteen stöðu sem gítarleikari i hljómsveit Janisar Joplin. Springsteen fór með Tuikler i þeim tilgangi til Kalifomiu, en fékk reyndar aldrei gitarleikarastöðuna hjá Joplin. Hins vegar festi hann rætur i Kaliforniu næstu fjögur árin og lék á þeim tima vitt og breitt með hinum og þessum hljómlistarmönnum. Aö þessum fjórum árum liön- um, fór Tuikler meö Spring- steen til New York i þeim tilgangi að kynna hann fyrir manni aö nafni Mike Appel. Eins og I beztu ævintýrasögun- um, gerðist það, að Appel varð strax storhrifinn af þessum tónlistarmanni og áður en langt var umliðið, ákvað hann að bjóða einhverju af stóru hljóm- plötufyrirtækjunum samning við Springsteen. Á þessum tima var Spring- steen einmitt aö lesa bók um feril Bob Dylans, og i henni segir frá þvl, hvernig Dylan fékk samning hjá CBS. I bókinni segir, að Dylan hafi einfaldlega gengiö inn á skrifstofu John Hammond, en hann sér um allar ráðningar nýrra listamanna hjá CBS. begar Dylan hafi komið þar inn, hafi hann setzt niður, tekiö upp gltarinn og sungið nokkur lög fyrir þennan Hammond. Og það var ekki aö sökum aö spyrja: CBS gerði samning viö hann strax. Appel og Springsteen ákváöu að viöhafa sömu aðferð, og viti menn — allt fer á sömu leið og hjá Dylan. Springsteen skrifar strax undir samning hjá CBS betta hljómar kannski eins og lygasaga, en ku vera satt engu aö sfður. Eftir að Springsteen hafði gert samninginn fer hann ásamt Appeltil NewJersey. barsmala þeir saman nokkrum hæfileika- mönnum I sérstaka Spring- steen-hljómsveit, en að sjálfsögðu tók Springsteen ekki annað i mál, en að hljóðfæra- leikaramir væru allir frá New Jersey. bessir menn voru: Clarence „Nick” Clemons, tenór og altsaxafónn, Max Weinberg, trommur, Roy Brit- an, hljómborð, Gary Tallent, bassi og Steve Van Candt, sólógitar, en sjálfur lék Spring- steen á rythmagitar og ýmiss önnur hljóðfæri, auk þess sem hann söng. bessi hljómsveit hlaut nafnið E-Street Band og þykir þar valinh maöur i hverju rúmi. Aöur hafði Springsteen stofnað aðra hljómsveit iNewJersey, og var aðeins Clerence „Nick” I þeirri hljómsveit einnig. Fljótlega eftir stofnun hljóm- sveitarinnar gaf hljómsveitin út sina fyrstu plötu. Hún vakti litla athygli og önnur plata hljóm- sveitarinnar vakti heldur enga sérstaka athygli. Astæöan fyrir þvi aö þessar plötur vom ekki taldar eins góöar og vonazt var til, liggur fyrst og fremst i mjög slakri stjómun á upptöku. bað virtist ekki ætla að verða nein breyting á upptöku- stjórninni við. gerð þriöju plötunnar, fyrr en atburður nokkur átti sér stað, sem gjör- breytti gangi mála. Springsteen hitti mann aö nafni Jon Landau (frægastur fyrir aö vera einn helzti tónlistargagnrýnandi Rolling Stone) og þaö var i aprilmánuöi 1974. Nokkru eftir að þeir hittust fyrst tók Landau aö sér að skrifa grein um bað virtist ekki ætla að verða nein breyting á upptökustjórnuninni við gerð þriðju plötunnar fyrr en at- burður nokkur átti sér stað, sem gjörbreytti gangi mála. Springsteen hitti mann að nafni Jon Landau (frægastur fyrir að vera einn helzti tónlistargagn- rýnandi Rolling Stone) og það var í aprilmánuði 1974. Nokkru eftir að þeir hittust fyrst tók Landau að sér að skrifa grein um framtið rokktónlistarinnar og þar segir hann, að Spring- steen muni verða ein skærasta stjarna hennar i framtiðinni. bað er svo ekki fyrr en á þessu ári, að hið eiginlega sam- starf þeirra hefst. bá hafði þriðja plata Springsteens Born To Run verið i bigerð i átta mánuöi og litiö gekk. Landau féllst á að taka að sér stjórnun upptökunnar, og eftir það gekk verkið snurðulaust fyrir sig. betta reyndist svo vera sú plata, sem svo hressilega sló i gegn I Bandarikjunum á s.l. sumri — og reyndar viða i heiminum, m.a. hér á landi, þó enn séu fjölmargir poppunnendur hérna, sem litt þekkja til Springsteens. bað er greinilegt að Spring- steen á mikla framtið fyrir sér, og án efa munu næstu LP-plötur hans seljast i risaupplögum ef að likum lætur. Spurningin er hins vegar sú, hvort Springsteen er eitthvert stundarfyrirbrigði, eða hvort hann er poppstjarna framtiöarinnar. Timinn mun aö sjálfsögðu skera úr um það — og Nú-timinn segja frá þvi'. Sagt er að Springsteen sé undir miklum áhrifum frá Chuck Berry, Bob Dylan og Van Morrison, en sé þó mjög frum- legur I sinni tónlistarsköpun. Styrkur hans felst einkum i hinni sérkennilegu og hásu rödd og sérstæðri uppbyggingu lag- anna. 1 textum sinum fjallar hann mikið um eigin bernsku I New Jersey. Fyrstu tvær LP-plötur hans eru Greetings From Asbury Park N.J. og The Wild, The Innocent And The E. Street Shuffle. -SþS- Vinsældarkosning Nú-tímans um 10 beztu LP-plöturnar 1975: Atkvæðaseðill (Nafn plötu) (Flytjandi) 2 » • Nafn: Heimi Aldur: li:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.