Tíminn - 21.12.1975, Síða 31

Tíminn - 21.12.1975, Síða 31
Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN 31 Sly Stone — High On You Epic — PE 33835/ FACO ★ ★ ★ + SLY (AND THE FAMILY) STONE hefur gefiö út LP-plötuna High On You og nýtur að þessu sinni ekki liö- sinnis fjölskyldunnar. Hér er þvi aðeins á feröinni Sly Stone, en þó leika tveir meölimir fjöl- skyldunnar meö honum, ásamt öörum valinkunnum hljóöfæra- leikurum. Sly Stone — heitir raunar Sylvester Stewart — hefur mis- stigiö sig talsvert á siðustu tveimur LP-plötum sinum, og þær hafa þótt mun lakari en plötur hans þar á undan, en þær (sérstaklega Fresh og Stand) vöktu mikið umtal og raunar al- menna hrifningu. En siðan hefur mikiö vatn runnið til sjáv- ar og tónlist Sly Stone þykir ekki i dag það nýnæmi, sem hún þótti fyrir nokkrum árum. TónlistSly Stone er soulrokk, en mjög „funky” og er Sly tal- inn einn af höfundum soulrokks- ins i Bandarikjunum. Hann er að visu mjög umdeildur, bæði sem lagasmiður, söngvari og ljóðskáld, en hefur engu að siður skapað sér sérstaka stöðu i bandariskum tónlistarheimi, bæði fyrir sérkennilega tónlist, og kannski ekki siöur fyrir ýmisleg furðuleg uppátæki. Þessi nýja plata Sly Stone mun eflaust ekki valda neinum þáttaskilum hjá honum eða öðr- um. Hún er aö visu allmiklu betri en siðasta plata hans, Small Talk, en langt frá þvi að vera afburðaplata á nokkurn hátt. Textar Sly eru að vanda hinir hnyttnustu og ber mikið á tviræðu spaugi. — G.S. Hrif 2 — Ýmsir listamenn Á.A. Records — 028 ★ ★ + Þá er Hrif 2 komin út, en hún er einhvers konar áframhald af Hrif 1, sem er meö meiriháttar „hörmungarplötum”, sem gerðar hafa veriö. Hrif 2 er aft- ur á móti ekki eins mikil hörm- ung, því aö sex af tólf lögum plötunnar eru alveg ágæt. Þar á ég viö 4 lög Spilverks þjóöanna, sem eru stórgóö og tvö góö lög meö Hvitárbakkatrióinu. Lög Spilverksins eru tekin upp áður en Spilverkiö varð eiginlega Spilverkið og er þó nokkur Stuðmanna-bragur á þeim þar. Ef lög Spilverksins og Hvítárbakkatriósins eru undan- skilin er Hrif 2 ekki upp á marga fiska. Hin lögin eru flutt af Pónik, Bergþóru og Nunnunum og eru þau öll slöpp. Sérstaklega er flutningur Póniks lélegur og var ekki laust við að ég fengi gæsahúð af að hlusta á ósköpin! Sem sagt fjögur stórgóð Spil- verkslög (Þó ekki i sama dúr og Spilverkið I dag) og tvö góð frá Hvitárbakkatrióinu. Annað hefði aldrei átt að fara á plötu. G.S. HUOMPLOTUDOAAAR NÚ-TÍMANS Arni Johnsen — Ég skal vaka.... Milljónaútgáfan Einidrangur- Glori I. + + + ARNI JOHNSEN, landsfrægur raulari og blaðamaöur gaf ný- lega Ut sina 3ju LP-plötu og ber nýja platan heitið, Ég skal vaka.... og eru á plötunni þrettán lög viö Ijóö Halldórs Laxness. Ekki veit ég hvort heiti plötunnar er táknrænt i einhverjum skilningi, en hinu leyni ég ekki aö mér gengur mun betur aö vaka viö hlustun á þessari plötu en fyrri plötum Arna Johnsen. Það sem gerir þaö einkum aö verkum, aö ekki sækir aö manni svefn viö þaö aö hlusta á Ég skal vaka.. er þaö hversu létt og skemmtileg plat- an er, og ekki siöur þaö, aö Árni ber þaö nú viö aö SYNGJA, og veit ég ekki til þess aö hann hafi áöur reynt þaö. Þaö kann þó aö vera vitleysa hjá mér. Óhætt mun að fullyrða, að þetta sé albezta plata Arna Johnsen, þótt gæði plötunnar liggi fyrst og fremst I ljóðum Halldórs Laxness. Mun vand- leitað að betri textahöfundi en hér. Hins vegar verður að segja Arna Johnsen það til hróss, að hann kemur ljóðum Nóbels- skáldsins vel frá sér, og á ég þá bæði við mörg ágæt lög plötunn- ar og oft ágætar útsetningar þeirra. Arni virðist hafa vaxið mjög sem tónsmiður, þótt enn geri hann sig sekan um að semja hundleiðinleg lög. Beztu lög Arna á þessari plötu og'jatn- framt beztu lög sem ég hef heyrt taka er ágæt og plötukápa smekkleg. — G.S. Eitthvað sætt — Ýmsir lista- menn Hljómar útgáfa 1975 — 013 ★ ★ -s- Þá eru Hljómar(Hljómapiötuút- gáfan) búnir aö senda frá sér annað hörmungarsamsafniö, sem ber nafniö Eitthvað sætt. Hitt var Tónlistarsprenging sem sprakk aldrei. 1 þessu nýja samstafni er ekki margt sem hlustandi er á. Engilbert Jensen er með bezta lagið Sextán týrur, og skilar þvi ágætlega. Af öðrum lögum má nefna Kysstu kellu áð morgni með Brimkló, snotrasta lag, Haukar meö þrjú tonn af sandi, hundleiðinlegt, og afgangurinn er með Mariu Baldursd., Þóri Baldurssyni, Eilifðarbræðrum, Hljómum og svo hin lögin af litlu plötum Hauka og Brimkló- ar. Eitthvað sætt er meðal- mennskan uppmáluð, sem á ekkert erindi á markaðinn og væri nær að Hljómar keyptu út- gáfuréttinn að gömlum plötum hljómsveitarinnar Hljómar, og gæfu út á ný annað hvort i upp- runalegri mynd eða þá að velja beztu lögin og gefa út á tvöfaldri plötu. Það væri vel þegið og þarft framtak, enda er margt af þvi er Hljómar gerðu með þvi bezta i islenzku poppi. — G.S. Ðe Lónli Blú Bojs — Hinn Gullni eru einkum eftir K. Gamble og L. Huff úr hljómsveitinni MFSB. Lög þeirra félaga vdija þvi litla athygli á þessari plötu, en hins vegar tekst stelpunum vel upp i lögunum „Everybody Gets To The Moon” og „Harlem” en þessi tvö lög eru ekki samin af áðurnefndum lagahöfundum og brjóta þvi talsvertuppþannstil sem Three Degrees hafa tamið sér. A þess- ari ,,live”-plötu flytja stelpurnar einnig lag Eltons Johns, „Don’t Let The Sun Go Down On Me” og lag Stevies Wonder, „Living For The City” og missa bæði marks i flutningi Three Degrees. Rokklagið „Free Ride” er nokkuð skemmtilega flutt, og gefur til kynna að æskilegt væri, að næsta studioplata þeirra væri fjölbreytilegri en fyrri plöturnar. Stelpurnar syngja mjög vel, þvi verður ekki á móti mælt, og þær radda oft á tiðum skemmti- lega. Þá er allur hljóðfæra- leikur (þaö er big-band) mjög góður, þó ekki sé hann að sama skapi frumlegur. Aberandi galli á þessari plötu (eins og svo mörgum ,,live”-plötum) er fánýtt kjaft- æði milli laga. Stelpurnar eyða mörgum minútum i það, að þakka áhorfendumfyriraðskella saman lófum, og má á stundum halda, að þær geti vart vatni haldið vegna hrifningar áheyr endanna. Þá spyrja þær áhorfendur m.a. um það, hvort þeir hafi séð tiltekna kvikmynd, ogvirðistsem auðveldlega hefði mátt fjarlægja það bull allt saman. Þá má nefna að upplýsingar um lögin á plötunni á bakhlið albúmsins eru rangar, og mikill ruglingur er á röð laganna miðað við það sem er á plötunni. 11 G .S.— SÖNGFLOKKNUM The Three Degrees, sem skipaður er þremur stúlkum, hefur hlotnazt umtalsveröar vinsældir á þessu ári, en þær eru nú skærustu stjörnur Philadelphiuhljóm- sveitarinnar, en það afbrigöi soul-tónlistarinnar hefur náð mikiili útbreiðslu á árinu. Nýjasta plata The Three Degrees er tekin upp á hljóm- leikum, og hafa flest lögin á plötunni verið gefin út á fyrri plötum söngflokksins, en þau leg, en hins vegar fyrsta flokks dægurlagatónlist, — og er ekki þá tilganginum náð? G.S. The Three Degrees Live — The Three Degrees Philadelphia Internationai Re- cords — PZ/ 33840/ FACO eftir hann eru ,,Á þjóðveginum” og „Hjá lygnri móðú”. Einn ig er vert að nefna „Maístjörn- una”. Þessi lög hafa það fram yfir fyrri lög Arna, að þau eru melódisk og eru flutt á li pran og einfaldan hátt, en þó vandaðan. Að visu fellur lagið „Hjá lygnri móðu” afar illa við textann, en lagið er engu að siður gott. I heild er platan mjög að- gengileg. Lögin eru að öllu jöfnu heldur fábrotin en útsetningar eru unnar af smekkvisi og þvi lætur platan ágætlega i eyrum. Hinu er ekki að neita, að tvö lög plötunnar eru ekki i samræmi við annað efni hennar, og á ég þar við tvisöng Garðars og Arna i islenzku þjóðlagi við „Stóð ég við Öxará”, og flutning Arna á lagi Jóns Þórarinssonar við ljóðið, „Islenzkt vögguljóð á Hörpu” en þar syngur Arni með Sigriði Ellu Magnúsdóttur. Siglfirzkur hljómasmiður Arna, aö nafni Arni G. Jörgensen, á tvö lög plötunnar og eru þau bæði ágæt, sérstak- lega er lag hans við „Reiknings- skil” skemmtilegt, en það er eina lagið sem mætti kalla popplag á plötunni. I laginu leikur Steini i Eik sóló á gitar og er þaö ljómandi vel gert. Af öörum lögum vil ég nefna lag Þrándar Thoroddsen o.fl. við ljóðið „Um hina heittelsk- uöu” sem er kómiskt, og að þvi leyti til i samræmi við textann. Mjög gott. Hljóðfæraleikur plötunnar er allur með ágætum, og ólikt meira er lagt i þessa plötu en fyrri plötur Arna Johnsens. Helga Steinsen og Drifa Kristjánsdóttir syngja með Áma i nokkrum lögum, og er mikil upplyfting i þvi. Hljóðupp- Meðalvegur llljómar útgáfa 1975 — 015 ★ ★ ★ + ÐE LÓNLt BLÚ BOJS hafa sent frá sér sina aöra plötu og er hér um skemmtiplötu að ræða. Það sem nýja platan hefur einkum fram yfir þá fyrri er þaö, að hún er jafnbctri, bæði hvað lagaval og texta snertir. Stærsti gallinn er hins vegar sá, að á þessari plötu er ekkert „Búöardalslag” eöa lag sem jafnast á viö þaö. Gunnar Þóröarson er höfundur aö einu lagi „Harðsnúna Hanna” sem er sprellfjörugt lag og Rúnar Júliusson er höfundur að „Vilji Sveins” og er þar ágætis rokklag á feröinni. Þórir Baldursson hefur samið eitt lag plötunnar „Mér liður svo vel” (mjög gott lag) og eru þá upp- talin islenzku lögin. Hin lögin eru öll ineira og minna vinsæl lög með islenzkum textum. Plata þessi er mjög vel unnin, eins og raunar allar plötur Hljómanna. Hljóðfæraleikur er góður og raddir oftast mjög góð- ar, þannig að platan er skemmtileg áheyrnar. 1 sjálfu sér er tónlistin ekki ýkja merki- /-------------------------------------------\ AAest seldu plöturnar Vikan 13/12 — 20/12 íslenzkar plötur: 1. Spilverk þjóðanna — Spilverk þjóðanna 2. Gunnar Þórðarson — Gunnar Þórðarson 3. Gleðileg jól — Ýmsir 4. Hinn gullni meðalvegur — Ðe lónli blú bojs 5. Ingimar Eydalog hljómsv,— Ingimar Eydal og hljómsv. 6. Júdas no. 1 — Júdas 7. Sumar á Sýrlandi — Stuömenn 8. Bætiflákar — Þokkabót 9. Allra meina bót — Change 10. Eitthvað sætt — Ýmsir Erlendar plötur: 1. Rock of The Westies — Elton John 2. One of These Nights — Eagles 3. American Graffity — Ýmsir 4. History — America 5. Wish You Were Here — Pink Floyd 6. Chicago Greatest Hits — Chicago 7. Extra Texture — George Harrison 8. S.O.S. — Abba 9. Face The Music — Electric Light Orcestra 10. Elton John Greatest Hits — Elton John / Faco hljómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PÓSTKROFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 sími 13303.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.