Tíminn - 21.12.1975, Page 37
Sunnudagur 21. desember 1975.
TÍMINN
37
Af 7. tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands
Sjöundu tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands voru
haldnir i Háskólabiói 11. desem-
ber sl. Stjórnandi var Karsten
Andersen. Á efnisskrá voru tvö
verk, 41. sinfónia Mozarts
(1756—1791) i C-dúr K-551 og
Carmina Burana eftir Carl Orff
(f. 1895).
Mozart samdi þrjár siðústu
sinfóniur sinar á 6 vikum vorið
1788, en hin 41. er siðust þeirra.
„Hljómvefur þessara þriggja
sinfónia hans hefur löngum ver-
ið talinn til þess fegursta sem
heimurinn hefur eignazt,” segir
i tónleikaskrá. Það er þvi út af
fyrir sig ómerkilegt umræðu-
efni, hvort flutningur á slikri
perlu tónbókmenntanna hafi
tekizt vel eða illa i þetta eða hitt
skiptið, en þvi miður benda öll
sólarmerki til þess að sinfóniu-
hljómsveit vor ráði ekki við
Mozart. Til þess er hann of tær
og gagnsær.
Carl Orff samdi Carmina
Burana 1937, og var það fyrsta
verk hans, sem verulegri út-
breiðslu náði. Það var flutt hér
fyrst á 10 ára afmæli Þjóðleik-
hússins i april 1960. Þá st jórnaði
Róbert A. Ottósson Þjóðleikhús-
kórnum og nýstofnaðri Söng-
sveitinni Filharmoniu, en Þur-
iður Pálsdóttir, Þorsteinn
Hannesson og Kristinn Hallsson
fóru með einsöngshlutverkin.
Verkið var flutt þrisvar fyrir
fullu húsi og þótti hinn mesti
viðburður, enda segir Jón
Þórarinsson i dómi i Mbl., að
tónleikarnir i heild hafi verið
mjög glæsilegir. Um verkið seg-
ir Jón enn fremur: „1 þvi er
frumstæður kraftur og fersk-
leiki, það er snilldarlega
frá gengið i hendur
hljómsveit og söngfólki og
verður fyrir þá sök afar
áheyrilegt og á köflum svo,
bráðskemmtilegt, að sá maður
hlýtur aðvera dauðureða alveg
heyrnarlaus, sem ekki hrifst af
gáska þess og lifsþrótti. Hinu
verður ekki neitað, að verkið
ristir ekki ýkja djúpt. Margar
hugmyndir tónskáldsins eru
næsta hversdagslegar og frá-
gangur þeirra að sama skapi
iburðarlitill um allt nema hljóð-
fallið, sem oft gefur fátæklegri
hugmynd óvenju ferskan blæ,
og hinn ytri búnað i hendur
hljóðfæraleikara og söngfólki,
sem áður var vikið að, — þar
eru engin listbrögð spöruð. —
Endurtekningar eru afarmikl-
ar, og er það i senn veikleiki
verksins og styrkur: úrvinnsla
stefja og lifræn framvinda er
engin, en allir drættir og form
mjög skýrt mótuð.”
„Það kann að virðast, að
tónverk, sem svo auðveldlega
smýgur i eyru hlustenda, geti
ekki gert ýkja strangar kröfur
til flytjenda. Hér er þó — sem
oftar — öfugt farið. Carmina
Burana er vandmeðfarið verk,
sem krefstýtrustu nákvæmni og
fyllsta öryggis af öllum, sem
hlut eiga að máli, þótt mest hvili
að sjálfsögðu á stjórnandanum.
Eitt hikandi inngrip eða örlitill
slappleiki i hljóðfalli geta stór-
skemmt heildaráhrif verksins.”
í tónleikaskrá gerir Jakob
Benediktsson nokkra grein fyrir
texta Carmina Burana, sem er
heiti á safni 12. og 13. aldar
kvæða frá klaustrinu Benedikt-
beuren i Bæjaralandi. Kvæðin
eru flest á latinu, þótt textar
annarra tungumála slæðist inn-
an um. Þau fjalla einkum um
veraldlega hluti: vorið og ást-
ina, flökkulif farandklerka,
knæpur, drykk og dufl. Kvæðin
eru kennd við flökkuklerka eða
flökkustúdenta þessara tima,
sem minnast má af munknum
káta i tvari hlújárn eða Narziss
og Goldmund Hermanns Hesse.
Skáldskapur þessi er „einn ein-
kennilegasti ávöxtur húman-
isma á 12. öld og þeirra þjóðfé-
lagshátta, sem hann óx upp úr.
Að vissu leyti var hann siðasta
greinin á hinum forna meiði lat-
nesks skáldskapar, siðustu ljóð-
in, sem ort voru á latinu sem lif-
andi tungu, að öðru leyti boðberi
nýs vors i evrópskum bók-
menntum.”
I þetta sinn fluttu Carmina
Burana Sinfóniuhljómsveit Is-
lands, Háskólakórinn og Söng-
sveitin Filharmónia, sem Jón
Ásgeirsson tónskáld og gagn-
rýnandi stýrir, ásamt Ólöfu K.
Harðardóttur (sópran), Garðari
Cortes (tenór) og Þorsteini
Hannessyni (baritón). Þor-
steinn mun nú syngja i fyrsta
sinn eftir 15 ára hlé, en hann
söng tenórinn i fyrra flutningi
Carmina Burana, eins og áður
sagði. Enginn vafi er á þvi að
flutningurinn tókst stórum verr
i þetta sinn, og má e.t.v. kenna
það tvennu, stjórnandanum og
ónógri æfingu. Aðalatriðið i
flutningi Carmina Burana er
nákvæmni samfara fjöri og lifs-
þrótti, en fágun skiptir minna
máli. Undir stjórn Karsten And-
ersens var flutningurinn á köfl-
um ónákvæmur og auk þess
fulldauflegur. Kórinn liður sýni-
lega af alltof veikum bassa —
við þessu er það tvennt að gera,
og vafalaust jafnvandasamt, að
fækka kvenröddum eða fjölga
bössum, en e.t.v. hefði mátt búa
til „drengjakór” úr hluta
kvennaliðsins, eins og ráð er
fyrir gert frá tónskáldsins
hendi.
Hljóðfæraskipan er að þvi
leyti óvenjuleg í Carmina Bur-
ana, að þar er mikil deild áslátt-
arhljóðfæra — bumbur og
klingjur, kastanettur og
glockenspiel, þrihyrningur og
Menntamálaráðuneytið
19. desember 1975
Laus staða
Staða fræðslustjóra I Reykjanesumdæmi samkvæmt
lögum nr. 63/1974, um grunnskóla, er laus til um-
sóknar.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
feril sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. janúar
1976.
hrossabrestur — sem eru vand-
meðfarin vegna þess hve áber-
andi þau eru (mynd). Sem dæmi
um ásláttar-óhöpp má nefna
upphafstaktana i „Chramer, gip
die varwe mir”, þegar bjöllu-
trumba og fiðlur náðu ekki sam-
an fyrr en eftir 3 takta, sömu-
leiðis ranga þrihyrningsinn-
komu i 7. takti „Reihe” (nr. 9),
eða ósamtaka celeste og strengi
i „Amor volat undique” (nr. 15),
áður en sópraninn syngur
„Siqua sine socio, caret omni
gaudio”. Þá fór sitthvað úr-
skeiðis hjá fastamönnum
hljómsveitarinnar, og má sem
dæmi nefna algera gliðnun
hennar i lok „Tanz” (nr. 6), eða
taktriðlan básúnanna i „In
taverna quando sumus” (nr.
14), þegar kórinn syngur við
undirleik þeirra „bibert omnes
sine meta, quamvis bibant
mente leta”. Þá má benda á
dæmi um alvarlega röng
„tempi”, svo sem i söng-
sextettnum „Si puer cum puell-
ula”, sem á að vera „aflegro
buffo”, en var sunginn allt að
þvi helmingi of hægt, og um
ranga ,,dýnamik”-innkomu
kórsins i „Floret silva nobilis”
(nr. 7), sem var „forte” i
„piano, dolcissimo”-kaflann
„eia, eia, eia, quis me amabit?”
Einsöngshlutverkin 1
Carmina Burána munu vera
talsvert erfið og óvenjuleg, t.d.
er bæði tenór og bariton gert að
syngja „falsettó” á köflum, en á
þannig tónsviði að ekki er hægt
aðhalda falsettunni á neðri tón-
unum. Ólöf K. Harðardóttir
hefur mjög fallega sópranrödd,
en er nokkuð andstutt með köfl-
um. Garðar Cortes komst allveg
frá sinu hlutverki, og Söngur
svansins (nr. 12) vakti gleði
jafnt hljómsveitar sem áheyr-
enda. Rödd Þorst. Hannes-
sonar var dálitið ójöfn framan
af, en hann sótti i sig veðrið og
skilaði baritón-hlutverkinu með
myndarbrag. Af einhverjum á-
stæðum skiptu þeir Garðar og
Þorsteinn með sér „Játningu
erkiskáldsins” (nr. 11), þannig
að tenórinn söng þær laglinur,
sem hærra iiggja, þótt Þor-
steinn sýndi siðar að hann fer
létt með svo háa tóna og hærri.
Mistök, eins og þau sem að
ofan voru tiunduð, sameinast i
þvi að spilla heildarsvip verks-
ins,og eru þarflaus, ef vel er að
málum staðið. Hins vegar er
Carmina Burana svo áHeyrilegt
ogskemmtilegt verk að ekki gat
öðru visi fariðen að áheyrendur
skemmtu sér hið bezta. 1 lok
rikti almennur fögnuður, þrjár
ungar stúlkum i tizkuklæðum,
ein ljós, önnur dökk, og hin
þriðja rauðhærð, færðu ein-
söngvurunum blómvendi, og
áður en varði birtist Jón Ás-
geirsson á sviðinu og fékk sinn
vönd að auki.
17/12
Sigurður Steinþórsson.
RAÐSTEFNUR
FUNDÍR NÁMSKEIÐ
í burtu f rá bæjarstreitu
Hin vinsælu EDDU HÓTEL verða
opin frá miðjum júní til
loka ágústmánaðar.
Hótelin bjóða góða aðstöðu
til hvers konar einkasamkvæma,
funda- og ráðstefnuhalds í
þægilegu umhverfi.
Vinsamlega pantið með góðum
fyrirvara.
Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar að
Reykjanesbraut 6, sími 11540.
FERÐASKRIFSTOFA
* RlKisirvs hot(
&
roURIST ^
argus