Tíminn - 21.12.1975, Side 39

Tíminn - 21.12.1975, Side 39
Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN 39 Óvænt jólagjöf gébé Rvik. — IÐNTÆKNI HF. ákvað að veita tvö rafeindaiír af vönduðustu gerð i verðlaun fyrir kjörorð fyrir fyrirtækið. Iðntækni efndi til samkeppni um kjörorð á Alþjóðlegu vörusýningunni i sumar.og barst fyrirtækinu fjöldi tillagna. Fyrstu verðlaun hlaut Sveinn Guðmundson, verzlunar- skólanemi fyrir tillöguna: ..Iðntækni tækni nútimans” og önnur verðlaun voru einnig veitt O Sjálfstraust kennt á ákveðnu timabili, og hvaða timi skuli notaður til hvers námseínis. Hetta er það, sem verið er að ganga úr skugga um núna. hvort þessi atriði geti ekki staðizt og næsta haust telur Pétur sig geta sagt með nokkurri vissu, hvort sú sé raunin. Við spyrjum Pétur Th. Péturs- son. hvort skilningur riki á þessu starfi hans meðal forráðamanna skólamála. Kg held. að þrátt Tyrir fögur orð riki heldur litill skilningur á verkmenningu i landinu yfirleitt. l>að er talað nógu fagurlega um að auka verkmenntun. en á sama tima gerist það hjá okkur. að handavinnukennslan er skorin niður um 1 tima i viku i 12. 13 og 14 ára bekkjum Petta er öfugþróun. sem ég er sannfærður um að á ettir að bitna á verkmenntuninni ylirleitt. l>að getur vel verið. að þessi kennsla sé þjóðfélaginu kostnaðarsöm. en skyldi ekki sá kostnaður margborga sig. þegar skipulega er að kennslunni stað- iðV Við spyrjum Péturað þvi. hvort ekki sé hörgull á smiðakennurum i landinu. í þvi sambandi vil ég geta þess. að Mynd- og handiðaneínd hefur unnið mjög athyglisvert starl' i þessum efnum. t>v i miður hefur hún ekki alltaf haft árangur sem erfiði. og virðist mér Kennaraháskólinn vera meðal þeirra. sem helzt standa i veginum. Kennaraháskólinn á að minu mati að vera leiðandi aðili i rannsóknum og tilraunum. en það hlutverk hefur hann vanrækt á ITestum sviðum. Það stafar af þvi, að smiðakennaradeild Kenn- araháskóla tslands hefur ekki náð að þróast i samræmi við kröfur annarra námsgreina og kröfur timans, með þeim árangri, að sum árin er aðeins einn kennari á þvi sviði útskrifaður. Margir, sem við smiðakennslu fást, og þá sérstaklega úti á landi, eru smið- ir, en ekki kennaralærðir. Þetta er algerlega ófært. Hér er um að ræða sérfag, sem krefst mikillar sálfræðiþekkingar og sérstakrar kennslufræðiþekkingar. Hér er ekki um að ræða venjulega iðn- grein eða venjulega kennslu- grein. Þá má að lokum geta þess, sein er enn eitt dæmi um skilnings- leysi yfirvalda skólamála i þess- um efnum, sem er það, að ekki skuli vera nein kennslubók til i greininni. Verkfærin eru einu kennslugögnin! fyrir kjörorð, er notað skal fyrir tölvudeild Iðntækni sérstaklega, en þau verðlaun hlaut Viggó Benediktsson, simvirkjameistari fyrir ,,Tölvan er nútimans völva”. Myndin sýnir frá vinstri Gisla B. Björnsson, sem átti sæti i do'mnefnd, Svein Guðmundsson, Viggó Benediktsson og Gunnlaug Jósefsson, framkvæmdastjóra Iðntækni. Gjöf til félagsstarfsemi í húsi Jóns Sigurðssonar Þegar Hús Jóns Sigurðssonar var opnað 1. september 1970 fengu tslendingafélag og Félag isl. námsmanna i Kaupmanna- höfn þar hálfa aðra hæð til um- ráða. Er þar bókasafn og smáfundaherbergi uppi, en veitinga- og samkomusalur niðri. Á margan hátt var það styrkur fyrir félögin að eignast fast aðset- ur i Húsi Jóns Sigurðssonar, ..Islands Kulturhus”. Starfsemin varð öflugri og fjölbreyttari. Þarna er opið dagl. og blöðin að heiman og kaffisopi á boðstólum fyrir alla landa á Hafnarslóð. En félögin voru mjög fátæk að öllu innanstokks. Skorti bæði húsbúnað og tæki af öllu tagi. Að frumkvæði nokkurra heimfluttra Hafnar-lslendinga fór af stað á árinu sem leið fjársöfnun á veg- um Norræna félagsins. Var markmið hennar að leysa þennan vanda islenzku félaganna i Kaup- mannahöfn og styrkja þau til kaúpa á hverju þvi er efla mætti starfsemi þeirra og menningu, vöxt og viðgang, svo hæfði hinu sögufræga húsi. Nýlega hefur félögunum verið afhent fyrsta gjöfin úr þessum sjóði, 150 þúsund isl. krónur, sem hafa verið yfirfærðar. Vilja stjórnir félaganna hér með koma á framfæri sinum beztu þökkum fýrir gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgir. (Frá tslendingum i Kaup- mannahöfn). • Versnandi afkoma smásöluverzlunar — 29,2 millj. kr. rekstrarhalli Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins hefur serit frá sér ,,Skýrslur um smásöluverzlun” fyrir árið 1974. Þetta er fimmta áriði röð, sem slikar skýrslur eru gerðar, en i þeim er gefið yfir- lit yfir rekstur 44 kaupfélaga- verzlana af ýmsum stærðum. Kemur fram i skýrslunum, að s.l. ár nam velta þessara 44 verzlana samtals 2.500 millj. kr., en i þessu úrtaki eru nær eingöngu mat- vöruverzlanir. Árið 1974 nam heildarvörusala kaupfélaganna 11.201 millj. kr. að meðtöldum söluskatti. Innifalin i þeirri upp- hæð er sala á margs konar sér- vörum, svo sem fóðurbæti, bygg- ingavörum, vélum og rekstrar- vörum ýmis konar. Er þvi Ijóst, að skýrslumar taka yfir umtals- verðan hluta af matvöruverzlun kaupfélaganna. 1 skýrslunum kemur fram, að afkoma þessara verzlana versn- aði mjög 1974 frá árinu áður. Á sama tima og salan jókst um 39,1% jókst launakostnaður um 43,3%, annar kostnaður um 46,5% og heildarkostnaður um 44,8%. Skýringar á þvi, að annar kostnaður hækkaði hlutfallslega meir en launakostnaður, eru aðallega tvær, þ.e. hækkun vaxta, sem mun hafa enn meiri áhrif á árinu 1975, og hækkun orku- kostnaðar. Meðaltal brúttó- hagnaðar þessara verzlana var 15,6%, en meðaltal heildar- kostnaðar 16,8% af sölu með sölu- skatti. Þannig varð halli þessara verzlana 1,2% af sölu að meðal- tali.Samtals varð halliþeirra 29,2 millj. kr., en var 11,4 millj. árið 1973. |>Dlalia]]Í6luid Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 8, Reykjavik Simi 22804 Jólatrésfagnaður Jólatrésfagnaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykja- vík verður að Hótel Sögu þriðjudaginn 30. desember kl. 15. Til skemmtunarinnar verður vandað eins og endranær. Nánar aug- lýst siðar. ífrfwl 5! if Hörður óskarsson og Guðmunda Gunnarsdóttir í hlutverkum sinum. Hás dreki á Selfossi BH-Reykjavik. — DREKINN HÁSI heitir leikrit, sem Leikfélag Selfoss frumsýnir á annan i jólum i Selfossbiói, en ætlunin er að sýna leikritið á ymsum stöðum á Suðurlandsundirlendinu á milli jóla og nýjárs og upp úr ára- mótunum. Jón Hjartarson er leik- stjóri, en leikritið er eftir Benny Andersen, og þýðinguna gerði Nina Björk Arnadóttir. Jón Hjartarson sagði Timanum i gær, að þetta væri barnaleikrit. og afskaplega óhoilt fvrir full- orðna, og þá einkum og sér i lagi uppeldisfræðinga. Hér er um að ræða fantasiu um dreka. sem hringar sig utan um þorp eitt. svo að enginn kemst út úr þvi eða inn i það. Fullorðna fólkið er ekkert sérlega burðugt. svo að börnin taka til sinna ráða og bjarga málunum. En það eru samt engir skúrkar og engar hetjur. bara skemmtilegur leikur. Tiu manns taka þátt i sýning- unni, auk pianóleikara. Leiðin heim — Ijóðabók eftir Þóru Jónsdóttur ÚT ER komin hja Almenna bóka- félaginu ljóðabók eftir Þóru Jóns- dóttur, sem nefnist LEIÐIN HEIM. Þetta er önnur bók skáid- konunnar, en fyrsta ljóðabók hennar i leit að tjaldstæði kom út hjá AB árið 1973 og fékk góðar viðtökur. Ljóðin i nýju bókinni eru 56 að tölu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.