Tíminn - 21.03.1976, Side 3

Tíminn - 21.03.1976, Side 3
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 3 iy i LJ U LJ .M M M, ww y y 11 Verðlags- £>, grundvöllur landbúnaðar- vinnur, þarf engan afsökunar aö biðja á starfi sinu eða búsetu, hvað sem sagt kann að vera um hagvöxtinn. Annað mál er, að buin eru of misjöfn. Vinna þarf að þvi með ýmsum ráðum að jafna sem mest þann mun með þvi að stækka þau bú, sem eru langt fyrir neðan meðallag, ef skilyrði til þess eru fyrir hendi og búskapurinn telst fullt starf. Búskapur hefur ávallt i för með sér nokkra fjárfestingu vegna véla, útihúsa o.fl. f daglauna- vinnu er kaupið mælt eftir vinnustundum. Sjálfsagt þykir og réttmætt, að sá, sem vinnur langan tima, beri meira úr být- um en hinn, er hefur stuttan vinnutima. 1 landbúnaði er mjólkurlitri og kjötkiló verð- einingar. Þá er eðlileg afleiðing, að þar sem innlegg er litið verða brúttótekjur af búi litlar, miklu minni en af meðalbúi eða stærra. t verðlagsgrundvelli er miðað við, að afurðamagni meöalbús sé auðið að ná með 4500 vinnu- stundum á ári. Þeir, sem vilja og þurfa að stækka búin, verða að kosta kapps um að bæta vinnuaðstöðu, auka svo hagræð- ingu við bústörfin, að þessu marki verði náð. Nauðsynlegt er að auka til rnikilla muna fjárhagsaðstoð þá, sem samkvæmt gildandi lögum er heimilt að veita einstaklingum i þessu skyni af hálfu rikis og banka. Þeim, sem kaupa ný skip til eflingar sjávarútvegi og til að auka at- vinnu i ýmsum byggðarlögum er veitt mikil fjárhagsleg fyrir- greiðsla. Hliðstætt þessu er það, að brýna nauðsyn ber til, að þeir, sem hefja búskap eða þurfa að stækka búin verulega, geti átt kost á aukinni opinberri fjárhagsaðstoð frá þvi sem nú gerist. Það er aðkallandi verk- efni stjórnvalda að ráöa bót á þessu til jöfnunar á lifskjörum meðal bændastéttarinnar, til eflingar ýmsum sveitarfélögum og islenzkum landbúnaði i heild. Páll Þorsteinsson. afurða i. A fyrsta þriöjungi þessarar aldar var sala á búvörum litt eða ekkert skipulögð. En með afurðasölulögum 1934 var stigið stórt skref i þá átt að skipu- leggja dreifingu og sölu mjólkur og kjöts. Sérstakar verðlags- nefndir voru skipaðar og skyldu þær annast verðlagningu og verðmiðlun á búvörum. Þessi skipan hélzt nærri óbreytt tiu ár. Á striðsárunum stórhækkaði allt verðlag og margt raskaðist, sem áður var i föstum skorðum. Lög um dýrtiðarráðstafanir voru sett árið 1943 og öðluðust þau gildi 14. april það ár. Meðan frumvarp að þessum lögum var til afgreiðslu á Alþingi, var felld inn i það grein, er samin var af fjárhagsnefnd neðri deildar, og var þar svohljóðandi ákvæði: „Skipa skal sex manna nefnd, er finni grundvöll fyrir visitölu framfærslukostnaðar land- búnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga, er miðist við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, verði i sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta.” Eftir þessu lagaákvæði starf- aði fyrsta ,,sex manna” nefnd- in. Hún var skipuð i april 1943 og skilaði áliti i ágúst það ár. Þar kom fram fyrsti verðlagsgrund- völlur landbúnaðarafurða. Sumarið 1945 voru gefin út „Bráðabirgðalög um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða o.fl.” Hin nýja skipan samkvæmt þessum lögum var i þvi fólgin, að landbúnaðarráðherra skipaði án tilnefningar 25 menn i Búnaðarráð til eins árs i senn. Búnaðarráð kaus síðan fjögurra manna verðlagsnefnd, en fimmti maður I nefndinni var formaður Búnaðarráðs. Verð- lagsnefnd átti að ákveða verð- lag á landbúnaðarafurðum á innanlandsmarkaði. Þessari skipan um verðlagningu var haldið um tveggja ára skeið. Tæp þrjátiu ár hefur sala á búvörum farið eftir lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafuröum o.fl. Meginákvæði laganna, sem verðlagsgrundvöllur land- búnaðarins hverju sinni byggist á, eru svolátandi: „Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skal mið- ast við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði i sem nánustu samr. við tekjur annarra vinnandi stétta. t verðlagsgrundvelli skal tilfæra ársvinnutima bóndans, skylduliðs hans og hjúa á búi af þeirri stærð, sem miðað er við hverju sinni og virða vinnutima til samræmis við kaupgjald verkamanna, sjómanna og iönaðarmanna eins og það er við upphaf hvers verðlagstimabils. Eigi skal þó taka til viðmiðunar ákvæðisvinnu verkmanna og iðnaðarmanna né aflahlut sjó- manna. Til kaupgjalds teljast hvers konar samningsbundin friðindi.” II. Samkvæmt verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða frá 1. sept. 1975 er bústærðin sem lögð er til grundvallar 10 kýr, 3 geld- neyti og 180 fjár. miðað er við, að á búinu séu ræktaðar 10 tunnuraf kartöflum. Þetta mun vera talið meðalbú i landinu. Samkvæmt verðlagsgrundvelli eru afurðir frá búi af þessari stærð að verðmæti alls kr. 3.265.179.00. Rekstrarkostnað ur búsins, þ.e. kjarnfóður, áburður, viðhald húsa, girðinga og véla, flutningskostnaður, vextir o.fl. nemur kr. 1.671.936.00. Það er rúmur helmingur af verði framleiðsl- unnar. Ef rekstrarkoi'naður fer ekki fram úr áætlun i verðlags- grundvelli á meðalbú að geta skilað bónda og húsfreyju I laun samtals kr. 1.271.858,00, en það jafngildir hér um bil 106 þús. kr. mánaðarlaunum. Til voðbótar kemur orlofsfékr. 122.071.00. Til þess að auðið sé að fá þessar tekjur af búinu og vegna þess hve sum bústörf þurfa að vera reglubundin verður þó að vinna 820 stundir á ári við búið i eftir- vinnu, nætur- og helgidaga- vinnu, en það er allt að þriðjungi af vinnutima bónda og hús- freyju. Miðað er við, að vinnuafl á meðalbúi sé karlmaður og kona allt árið og unglingur 4-5 mánuði ársins. Stóriðjan • i tizku hjá ýmsum um þessar mundir og sumir halda, að það sé allra meina bót að einingar séu stórar i atvinnu- rekstri. Reynslan sýnir, að þessu er ekki alltaf þann veg farið. Rekstur nýju skuttogar- anna er nærtækt dæmi, þar sem það reynist vandamál að sjá borgið rekstri stóru togaranna á sama tima og afkoma minni skuttogaranna er mun hagstæð- ari. A svipaðan hátt er það alls ekki tryggt, að stór bú skili meiri hreinum hagnaði, en bú af meðalstærð. 1 þvi efni sem öðr um veldur miklu hver á heldur. Hagfræðilegar athuganir munu benda til þess, aö hagkvæmasta bústærð hér á landi sé mjög nálægt visitölubúinu, sem lagt er til grundvallar við verölagn- ingu á búvörum. Er þá miðað við, að búið sé rekið af fjöl- skyldu, en aðkeypt vinnuafl sé litið. Karlmaður og kona, sem með aðstoð unglings framleiða til sölu á einu ári 33 þús. litra af mjólk, þrjár til fjórar smálestir af kjöti, láta i té 200-300 gærur og 300-400 kg. af ull.en hvort tveggja er nauðsynlegt hráefni til iðnaðar, þau leggja fram mikið búsilag_ og gott i þjóðarbúið. Og folk, sem þannig talemalional INTERNATIONAL 444 - 454 - 574 47 — 55 — 70 hestafla Höfum fengið nýja^sendingu af INTERNATIONAL LÆKKAÐ VERÐ • Fullkominn búnaður. • Fjölbreyttur búnaður í vali kaupenda. • Vandað öryggishús • Stofnlánafyrirgreiðsla. • Vökvastýri og stór dekk. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá sölumönnum Véladeildar S.Í.S. og kaupfélögum um land allt. £ Bændur — vinsamlegast gerið fyrirspurnir, pantið varahluti og viðgerðir tímanlega — sjá fyrirspurnarformið „Bændurnir svara“ í opnu FREYS núna. Samband Islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armúla 3 Reykjavik simi 38900 BÆNDUR! -ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA! Frey nú og hjá kaupfélögunum er sérstakt fyrirspurnaform búvélar, varahluti og viðgerðir G]E]E]E]E]E]E]E!E]E]E]Q]E]E]gE]E]E]E]E]G]E]G]E]G]E]E]SÍ]B]a

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.