Tíminn - 21.03.1976, Page 19
Sunnudagur 21. marz 1976
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viO Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð I lausa-
söiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Sárasta bölið
Fólk, sem komið var til vits og ára upp úr 1930,
þegar kreppan mikla lá eins og farg á heimsbyggð-
inni, minnist með hrolli þeirra ára, þegar seigdrep-
andi atvinnuleysið þjakaði landið og skorturinn var
eins og vofa i hverri gátt á þúsundum heimila. Alla
stund siðan hefur þorra íslendinga legið i augum
uppi, að atvinnuleysið er eitt hið geigvænlegasta
böl, sem yfir nokkurt þjóðfélag getur gengið, og
jafnframt hin fáránlegasta sóun, sem hugsanleg er
á friðartima.
Samt sem áður hafa risið upp menn, sem sumir
hafa meira að segja þá lærdómstitla, að þeir ættu að
vita viti sinu, er daðra við þá hugmynd, að atvinnu-
leysi sé ,,hagstjórnartæki”, er ekki sé fráleitt að
beita. Raunar hafa þeir ekki látið sér fyrir brjósti
brenna að gera slikt, og er þá að minnast „viðreisn-
aráranna” á siðari hluta sjöunda áratugarins,
þegar svo var kreppt að atvinnulifinu hér á landi, að
þúsundir manna flúðu land i atvinnuleit.
Nú ber svo við, að enn á ný er farið að orða þetta
,,hagstjórnartæki” og tefla þvi gegn öðru óhugnan-
legu fyrirbæri, verðbólgunni. 1 ræðu, sem Jónas
Haralz flutti á aðalfundi verzlunarráðs Islands á
dögunum, lýsti hann atvinnuleysi þvi, sem upp
hefur komið i mörgum vestrænum löndum, sam-
hliða verðbólgu, og sagði siðan:
,,Ekki er samt gert ráð fyrir neinum sérstökum
aðgerðum gegn atvinnuleysinu, sem áhrifarikar
yrðu* Hér kemur til greina sú skoðun, sem rutt
hefur sér rúms, ekki aðeins meðal hagfræðinga,
heldur einnig meðal stjórnmálamanna, verklýðs-
leiðtoga og alls almennings, að hversu mikið böl
sem atvinnuleysi sé, þá sé verðbólgan enn meiri
ógn.”
Þessi orð verða varla öðru visi skilin en sem
bending hagfræðingsins til íslendinga, verðbólgu-
þjóðarinnar, um það hvað til ráða sé, og til árétting-
ar er á það bent, að spökum mönnum i útlöndum
standi ekki nema hóflegur stuggur af atvinnuleysi,
og hafi sú hugmyndafræði þar jafnvel fjöldafylgi.
Það er út af fyrir sig merkilegt ráð til úrbóta i
þjóðfélagi, sem býr við fjárhagsþrengingar, að
svipta hóp fólks vinnu og framfleyta þvi i þess stað
á atvinnuleysisstyrkjum, og óneitanlega rifjar það
upp, að spár og forsagnir hagfræðinga hafa ekki æ-
tið reynzt íslendingum óvefengjanleg sannindi á
liðnum árum né úrræði þeirra, sem áhrifamestir
hafa verið, samfelld rósabraut. Einhverjir munu
sennilega eftir sem áður hafa meiri trú á gamla
þjóðráðinu um farsæld þess, að sem flestir, er til
þess hafa heilsu og aldur, hafi aðstöðu til þess að
vinna fyrir lifsþörfum sinum. Komi til átvinnuleys-
is, sem kannski er þvi miður ekki sverjandi fyrir,
mun það fólk, sem svona er gamaldags i hugsunar-
hætti, réttilega telja það sárt böl, en ekki læknis-
dóm.
Á kreppuárunum hörmulegu var barizt af alefli
gegn atvinnuleysinu, og með miklum fórnum og
mikilli seiglu tókst að koma miklu til leiðar, þótt
þeir, sem þá stóðu i eldinum, yrðu fyrst og fremst
að treysta á brjóstvit sitt og lifshyggindi. Það ætti
að vera metnaður lærðra hagfræðinga, sem nú
standa i fylkingarbrjósti, að leita ráða gegn verð-
bólgunni og gjaldeyrishallanum, án þess að sælast
beinlinis eftir einni hörmunginni enn, þar sem at-
vinnuleysið er. Það virðist að minnsta kosti einfalt
til skilnings, að mörgum höndum vinnst verk létt-
ara en færri, og flestra ráða sé leitandi á vandkvæð-
um okkar, áður en flúið er visvitandi i faðm neyðar-
innar, sem jafnan er ómildastur kennari. —JH
ERLENT YFIRLIT
Sigurhorfur Fords
fara batnandi
Daley er.enn harður í horn að taka
PRÓFKOSNINGARNAR,
sem fóru fram i Illinois siöast
liðinn þriðjudag, urðu mikill
sigur fyrir þá Ford og Carter,
en þó langmestur sigur fyrir
hinn aldna borgarstjóra i Chi-
cago, Richard J. Daley,
Jafnhliða þvi, sem prófkjör
fór fram um forsetaefnin, fóru
einnig fram prófkjör um
frambjóðendur til rikisstjóra
kjörs i Illinois-riki næsta
haust. Rikisstjóri þar er nú
demókratinn Paniel Walker,
sem komst i framboð i siðustu
rikisstjórakosningu i algerri
óþökk Daleys, sem siðustu
tuttugu árin hefur verið valda-
mesti leiðtogi demókrata i Illi-
nois. Hann ákvað nú að fella
Walker i prófkjörinu og tefldi
fram gegn honum nánum vini
slnum, Michael Howlett, sem
hefur gegnt mörgum opinber-
um störfum i Illinois og unnið
sér persónulegar vinsældir.
Howlett tókst að sigra með
naumindum. Allir aðrir fram-
bjóðendur, sem Daley studdi,
báru sigur úr býtum.
Daley tókst hins vegar ekki
alveg eins vel i sambandi við
prófkjörið um forsetaefni.
Hann hafði teflt fram lista
með kjörmönnum, sem lýstu
stuðningi við Adlai Stevenson
öldungadeildarþingma'nn,
enda þótt hann hafi lýst þvi
yfir, að hann sé ekki forseta-
efni. Ætlun Daleys með þessu
var að fara á flokksþingið i
New York, sem endanlega
velur forsetaefnið, með sem
flesta óháða kjörmenn. Hann
gæti siðan fylkt þeim um það
forsetaefni.sem hann kysi þar
helzt, t.d. Humphrey. Þetta
tókst honum þó ekki nema að
takmörkuðu leyti. Stevenson
fékk að visu 85 kjörmenn, en
Carter gerði strik i reikning-
inn með þvi að fá 53 kjörmenn.
Wallace fékk aðeins þrjá, en
auk hans og Carters tóku þátt i
prófkjörinu þeir Harris og
Shriver og fengu þeir engan
kjörmann kosinn, en 18 kjör-
menn eru algerlega óbundnir.
Daley var mjög litið um fram-
boð þessara fjórmenninga
gefið, en Carter var að þvi
leyti þeirra klókastur, að
hann lýsti þvi yfir fyrirfram,
að allir þeir kjörmenn, sem
styddu hann, væru reiöubúnir
til að kjósa Daley sem for-
mann kjörmannahópsins frá
Illinois, en þeirri formennsku
hefur hann gegnt á siðustu
fimm flokksþingum.
EINS OG FRÁ hefur verið
skýrt, urðu úrslitin mikill
sigur fyrir þá Ford, sem
sigraði Reagan með 60% gegn
40% atkvæðanna, og Carter,
sem fékk 48% þeirra atkvæða,
sem voru greidd hinum yfir-
Richard J. Daley
lýstu forsetaefnum demó-
krata. Wallace varð að láta
sér nægja 28%, Shriver 16% og
Harris 8%. Eftir þessi úrslit
lýsti Shriver þvi yfir, að hann
hefði dregið sig i hlé. Þetta er
fyrsti sigur Carters i fjöl-
mennu riki, og þykir hann
mjög styrkja stöðu hans. En
hann á þó enn langt i land að
markinu. Hann hefur fengið
123 kjörmenn alls i þeim próf-
kjörum, sem lokið er, en á
flokksþinginu þarf hann að fá
stuðning 1505kjörmanna til aö
ná útnefningu. 1 þeim rikjum,
sem eftir eru, fjölgar lika
vinsælum heimamönnum,
sem leggja fram lista með
kjörmönnum, sem lofa að
styöja þá, þótt þeir gefi ekki
kost á sér til framboðs, eða
likt og Stevenson gerði i Illi-
nois. Þetta er gert i þeim
tilgangi að tryggja sem flesta
óbundna kjörmenn á flokks-
þinginu. Siðast hefur Brown
rikisstjóri i Kaliforniu lýst þvi
yfir, að hann munl leggja
fram kjörmannalista i þessum
tilgangi og þykir vist, að
þannig muni hann tryggja sér
fylgi a.m.k. helmings kjör-
mannanna þar. Flest bendir
þvi til þess, að mikill hluti
kjörmanna verði þannig
óbundinn á flokksþinginu, og
eykur þaö likur á þvi, að mað-
ur eins og Humphrey, sem
ekki hefur tekið þátt i próf-
kjörum, hljóti útnefningu að
lokum. Þvi er spáð, aö af
þeim, sem taka þátt i próf-
kjörunum, fái Jackson og
Carter flesta kjörmenn, en
þeir geti vart fengið fleiri en
600-700 hvor, eða tæpan helm-
ing þess kjörmannafjölda,
sem þarf til þess að tryggja
kosningu.
1 ÞEIM prófkjörum, sem
eru um garð gengin, hefur
Ford forsetagengið mun betur
en spáð hafði verið. Reagan
hefur hins vegar beðið hvern
ósigurinn á fætur öðrum.
Haldi svo áfram, getur þess
ekki verið langt að biða, að
hann heltist alveg úr lestinni.
Það styrkir mjög stöðu
Fords i prófkjörunum, að
skoðanakannanir sýna, að
hann nýtur nú yfirleitt vax-
andi álits og fylgis. Það hefur
ekki litið að segja, að verð-
bólga fer nú minpkandi i
Bandarikjunum og heldur
dregur úr atvinnuleysinu.
Haldi svo áfram, mun það enn
treysta stöðu Fords. Þá nýtur
sú utanrikisstefna, sem þeir
Kissinger fylgja, bersýnilega
meira fylgi en sú kalda- ?
striðsstefna, sem þeir Reagan J
og Jackson hafa á oddinum. |
Samkvæmt siðustu skoðana-
könnun myndi Ford forseti ■’
bera sigur úr býtum, ef for-
setakosningarnar færu fram S
nú, en Carter yrði skæðasti
keppinautur hans. Carter
vinnur þannig stöðugt á meðal
almennings, og veldur þvi
bæði persónuleg framkoma
hans og sú stefna hans, að
segjast hvorki vera hægri
maður né vinstri maður
heldur vinna eftir málefnum
hverju sinni. Bandariskir
kjósendur virðast vera farnir
að þreytast á hinum skörpu
andstæðum. En jafnhliða þvi
sem fylgi Carters eykst,
sameinast keppinautar haní
meira gegn honum. Þvi þykir
það enn ekki trúlegt, að han
verði forsetaefni demókrata. \
Þ.Þ