Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 21. marz 1976
UM ÞESSAR MUND-
IR stendur yfir sýning i
Bogasal Þjóðminjasafns
íslands. Þar gefst
mönnum kostur á að sjá
margvislegar minjar
um islenzkan iðnað,
verkfæri og smiðisgripi
islenzkra manna, á
meðan fáu var til að
dreifa utan handaflinu
einu.
I frétt frá Þjóðminjasafninu
segir, að sýningin sé opin á sama
tima og safnið sjálft, það er að
segja, sunnudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl.
13.30—16.00. Og hún stendur yfir
frá 13. marz til 4. aprll. Aðgangur
er ókeypis, og að sjálfsögðu öllum
heimill. Hér er um menningar-
viðburð að ræða, sem þeir ættu
ekki að láta fram hjá sér fara, er
áhuga hafa á islenzkri verkmenn-
ingu í fortið og nútið.
Blaðamaður og ljósmyndari
Timans brugðu sér á sýninguna
um daginn — og urðu ekki fyrir
Þór Magnússon þjóðminjavörður styður hönd á llkanið sem Gísli Jónsson gerði af brúnni á Skiðadaisá, þeirri er smiðuð var árið 1896,
Litazt um í Iðnminjasafni
vonbrigðum. Þór Magnússon
þjóðminjavörður tók okkur af
hinni mestu gestrisni, eins og
hans var von og visa leiddi okkur
um sýningarsalinn og sagði okkur
nánari deili á ýmsu sem þar ber
fyrir augu. Hér á eftir verður
skráð flest það, sem okkur fór á
milli.
— Hver er aðdragandi þessar-
ar sýningar, þjóðminja vörður?
— Aðdragandinn er eiginlega
sá, að fyrir nokkrum áratugum
hófust islenzkir iðnaðarmenn
handa, undir forystu Sveinbjörns
Jónssonar, forstjora Ofnasmiðj-
unnar, og nokkurra annarra, um
að safna i einn stað ýmsum hlut-
um varðandi iðnaðarmenn, svo
sem áhöldum, smiðisgripum,
prófskirteinum og sveinsstykkj-
um iðnaðarmanna, o.s.frv. Upp-
haflega var ráð fyrir þvi gert, að
þetta iðnminjasafn yrði deild i
Þjóóminjasafninu, enda var
Matthias Þórðarson, fyrrverandi
þjóðminjavörður hafðu með
i ráðum á slnum tima.
En þegar til átti að
taka, reyndist ekki rúm fyrir
þettasafnhérihúsinu, ogvarþvi
þá komið fyrir I Iðnskólanum með
það fyrir augum,að þar yrði hægt
að hafa það til sýnis. Af þvl varð
þó ekki, og þegar auðséð þótti, að
það yrði aldrei sýnt þar opinber-
lega, og þar sem mörgum fannst
sem iðnaðarmönnum yrði það
þungur baggi að koma upp sér-
stöku sýningarhúsi, varð loks að
ráði, að Þjóðminjasafnið tæki
iðnminjasafnið að sér til eignar
og varðveizlu. Það er svo ætlunin,
að safnið, eða að minnsta kosti
úrval þess, verði til sýnis að stað-
aldri, þegar húsakynni þessarar
stofnunar verða orðin rýmri en
þau eru núna.
Þetta safn kom hingað I janúar-
byrjuns.l.Enþað er alls ekki allt
Iðnminjasafnið, sem hér er sýnt,
heldur úrval úr þvl, ásamt ýms-
um munum.sem Þjóðminjasafn-
ið átti fyrir, þvi að eins og allir
vita, sem komið hafa i Þjóð-
minjasafnið, þá er margt muna
þar nátengt iðnaði.
— Eru hér sýnishom frá flest-
um iðngreinum, sem stundaöar
hafa verið i 'ae-áhiu?
— Mörgum en þó ekki nærri
öllum. Hér er talsvert magn af
skösmiðaáhöldum, og er þó miklu
meira til. Trésmiðaáhöld eru a 11-
mörg, rennibekkir tveir, báðir Is-
lenzk smið, og ýmislegt þeim við-
komandi. Steðji járnsmiðsins er
hér á miðju gólfi, enn fremur
gullsmiðaborð og margt muna,
sem til þeirrar iðju þurfti fyrr á
timum. Þá eru hér margir
smfðisgripir, sveinsstykki og
sveinsbréf, námsvottorð þekktra
manna, og þannig mætti lengi
telja. Sumir hlutir, sem hér gefur
að lita, mega heita einstæðir i
sinni röð.
— Það væri gaman að fræðast
nánar um þá.
— Þegar komið er inn úr dyr-
unum, blasir við fyrir enda salar-
ins klukka ein mikil, sem Magnús
Benjaminsson smiðaði árið 1894.
Þetta er svokallaður regulator,
það er að segja, klukkan er með
ákaflega nákvæmu gangverki, og
það svo mjög, að hún er notuð til
þess að setja aðrar klukkur eftir
henni. Magnús hefur án efa verið
einhver mesti völundur stéttar
sinnar, bæði fyrr og siðar. Hann
smiðaði að minnsta kostí þrjár
klukkur álika stórar og þessa,
þótt þær væru ekki nákvæmlega
eins. Ein klukkan er á verkstæð-
inu, sem ber nafn Magnúsar
Benjaminssonar úrsmiðs, og
hefur nú senn starfað i hundrað
ár, önnur er i eigu Reykjavikur-
borgar og stendur i anddyri
Eimskipafélagshússins, og þessi
hin þriðja. Auk þess er hér litil
borðklukka eftir Magnús sem
hann smfðaði um 1910, og svo
venjulegt vasaúr. Hann smlðaði
nokkur vasaúr, og smiðaði þau að
öllu leyti, nema glerið, og sklfuna
mun hann hafa fengið gerða
erlendis, hún er emaleruð og
mjög finlega gerð.
Svo er hér lika stjörnukikir, að
visu litill, sem Magnús Benja-
minsson smiðaði og notaði. Hann
sá um timamælingar og stillti
Dómkirkjuklukkuna, sem þeir
gera reyndar enn, eftirmenn hans
á verkstæðinu — og eina ráðið
sem menn höfðu, áður en siminn
kom til sögunnar, var að lita til
stjarnanna. Þess vegna smiðaði
Magnús sér þennan kiki, sem við
sjáum hér og þeir gátu fengið
timamerkið frá útlöndum.
Annar úrsmiður, sem á hluti
hér á sýningunni, er Eyjólfur
Þorkelsson, en hann var einn
hinna merku sona séra Þorkels á
Staðastað, bróðir Jóns Foma.
Hér á sýningunni eru tvær klukk-
ur eftir Eyjólf, báðar smiðaðaðar
fyrir aldamót. Fyrir aðra þeirra
fékk hann verðlaun á iðnsýning-
unni árið 1881, og fyrir hina hlotn-
uðust honum verðlaun á sýningu i
Kaupmannahöfn nokkrum árum
siðar, enda er sú hin mesta
völundarsmið, þvi að hún sýnir
ekki aðeins klukkutima, minútur,
og sekúndur, heldur einnig viku-
daga, mánaðardaga, mánuði og
ár. Einn visirinn færist til aðeins
einu sinni á ári og sýnir fyrsta ár,
annað ár, þriðja ár og svo hlaup-
ár.
— Hér er einn feikna mikiil
stimpill úr vél á miðju gólfi.
— Já, hann er smiðaður vestur
á Þingeyri, árið 1921 á vélaverk-
stæði Guðmundar J. Sigurðsson-
Hennibekkur Egils Halldórssonar.
Borðklukka, smiðuö af Magnúsi Benjaminssyni.