Tíminn - 21.03.1976, Side 40

Tíminn - 21.03.1976, Side 40
 Hiti í jarðskorpunni kannaður í sumar MÖ—Reykjavik — t sumar munu fara fram á vegum Orkustofnun- ar miklar hitastigsboranir, sem eru þáttur I almennum rannsókn- um jarðhitadeildar Orkustofnun- ar á þvi, hvernig hitinn vex i jarð- skorpunni á vaxandi dýpi. Með þessum borunum á að fást úr þvi skorið, við hve mikium hita hægt er að búast, en þær segja ekki til um það, hvort þar verður hægt að fá heitt vatn. A siðasta sumri var hafizt handa um þetta verk, og þá boruð hola á Patreksfirði. t sumar verða siðan boraðar holur á eftir- töldum stöðum: Grundarfirði, Stykkishólmi, Þingeyri, Hólma-. vik, Skagaströnd, Vopnafirði, Reyðarfirði, Raufarhöfn, Vik i Mýrdal og Hvolsvelli. Þessar holur verða 100 til 600 m djúpar, og eins og áður sagði eiga þær að gefa hugmynd um al- mennt ástand jarðskorpunnar. Þá eiga einnig að fara fram við- námsmælingar viða um land, en aðallega á Vestfjörðum. Að öðrum verkefnum, sem jarðhitadeild Orkustofnunar vinnur að i sumar, má nefna, að verið er að gera tilraunir með varmaskipta. Svo háttar viða til, að heita vatnið er ekki nægilega hreint til að hægt sé að leiða það beint inn i ofnana, og þvi er verið að gera þessar tilraunir. Auk þessa verður að sjálfsögðu unnið að ýmsum öðrum verkefn- um á vegum deildarinnar, s.s. framhaldskönnun á lághitasvæð- um viða um land, bæði fyrir sveit- arfélög og einstaklinga. SKJALDHAMRAR SÝNT Á LISTAHÁTÍÐ Á ÍRLANDI Skjaldhamrar í Oklahoma? SJ-Reykjavik Leikrit Jónasar Arnasonar Skjaldhamrar verður einn aðalþátturinn i leiklistarhá- tið alþjóðasamtaka áhugaleik- húsfólks i Dundalk á trlandi 14,—23. mai I vor. Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið, vitavöröinn, en Jónina ólafsdótt- ir, sem búsett eri Bretlandi, leik- ur kvenoffiserann. Leikritið verð- ur flutt á ensku i þýðingu Alans Bouchers, en auk þess leika I þvi Arni Ibsen, sem hefur tekið þátt i sýningu enskudeildar Háskólans á Hamlet nú að undanförnu, ung islenzk stúlka, sem er við nám i London, og tveir brezkir leikarar. Ekki gat orðiö úr þvi að Leikfél- ag Reykjavikur færi með sýning- una eins og hún var i Iðnó, enda skyldi leikið á ensku á hátiðinni. Jónas Arnason kemur sjálfur til með aö fylgjast með uppsetningu verksins. Leiktjöldin verða þau sömu og á sýningunni hér i Reykjavik, en þau geröi Steinþór Sigurðsson. Leiklistarhátiö þessi hefur ver- ið haldin árlega frá þvi 1969. Sean Casey, stjórnandi hátiðarinnar, sem raunar tekur til fleiri grein- ar, lista og menningar, bauð Leikfélagi Reykjavikur að koma meö Skjaldhamra til Dundald, eftir að hann hafði lesið leikrit Jónasar Arnasonar i ensku þýð- ingunni. Casey hreifst mjög af Skjald- hömrum, en honum þótti still Jónasar likur ritmáta mikilla leikritahöfunda Irskra, svo sem J.B Keanes, Brendan Behans og Sean O’ Caseys. Þótti honum lik- legt,að irskir leikhúsgestir kynnu að meta leikrit hans, sem væri nútimalegt, kjarngott og i tengsl- um við alþýöu íslands, sem ætti fortið og arfleifð, sem hún mætti vera stolt af. Stjórnandi alþjóöaleikhússins á hátiðinni verður Tomas Mac Anna leikstjóri frá Abbey-leik- húsinu i Dublin, sem tslendingum er að góöu kunnur frá þvi er hann starfaði hér með islenzku leikhús- fólki. Dundalk hefur verið tengd leik- list og einkum áhugaleikstarf- semi I a.m.k. 200 ár. Fyrsta leik- listarhátlð i heimi var i Dundalk, ogfrægir menn, svo sem Brendan Behan, Sean O’ Casey, Oscar Wilde, Pearse, Harold Pinter, Shaw og James Joyce hafa starf- að i leikhúsi borgarinnar, sem er yfir 180 ára gamalt. Það er talið ein bezta leikhúsbygging á Irlandi og rúmar 725 manns i sæti. Leikhúsið er alltaf fullsetið, meðan á leiklistarhátfðinni stend- ur. Leikhús þetta brann 1949, en var endurbyggt 1951. 29 þjóðir taka þátt i leiklistar- hátiðinni. I Dundalk verður einn- ig keppni i fiðluleik I mörgum lið- um, sem tiu þjóðir taka þátt i. Keppt er i þjóðlagatónlist. Dundalk er á Cooley-skaga miðja vegu milli Dublin og Bel- fast. Héraðið er mjög tengt sögu irsku þjóðarinnar. Irar hafa mikinnáhuga á að Islendingar sæki hátiðina, og er bent á Flugleiðir i sambandi við nánari fyrirgreiöslu, eða skrif- stofu hátiðarinnar, Dundalk Festival Office, 70 Park Street, Dundalk, Ireland. Stjórnendur hátiöarinnar vænta mikils af þátttöku Islend- inga i hátiðinni, en þeir telja að menningarleg, félagsleg og stjórnmálaleg vandamál okkar og Ira séu mjög áþekk. Akveðiðer að áhugaleikflokkar frá Bandarikjunum, Englandi, Skotlandi og Irlandi koma fram á hátíðinni og þrir hópar til viðbót- ar leíka þar einnig. Leikritin, sem fyrrnefndir hópar flytja eru eftir Arthur Miller, Ostrowski, John Kerr, Evripides og Donagh Mc Donagh. Tannlækningar skólabarna: Raunhæft aðhald skortir MÓ-Reykjavik — Eftir fjögurra vikna starf greiddi sveitarfélag tannlækni.sem i heimsókn kom, 950 þúsund krónur, og aðra eins upphæð fékk tannlæknirinn greidda frá sjúkrasamlagi. Alls fór hann þvi meö tæpar tvær milljónir burtúr sveitarfélaginu eftireins mánaöar starf. Þessar greiöslur voru fyrir tannviögeröir skólabarna, en auk þess er vitaö til aö hann geröi viö tennur fyrir fleira fóik, og mun því hafa fengiö nokkru hærri upphæö. Þessi gifurlegi kostnaður, sem sveitarfélögin þurfa að greiða fyrir tannviðgerðir skólabarna, kom til umræðu á fulltrúaráðsfundi Sambands is- lenzkra sveitarfélaga fyrir nokkru. Þar kom fram að margir töldu, að sambærileg þjónusta hefði hækkað um 100% milli ára, og var talið að ástæð- ur þess væru þær, að samþykkt höfðu veriö lög, þar sem kveðið var á um að kostnaður af tannviögerðum skólabarna skyldi greiöast að hálfu af sveit- arfélagi, ef aö hálfu af sjúkra- samlagi. Skoraði fundurinn á það Alþingi, sem nú situr, að breyta þessum lögum þannig, að þriðji hlutinn af kostnaðinum væri greiddur af þeim sem þyrfti á tannviögerðum að halda. Kvað fundurinn reynsluna hafa sýnt, að það væri eina raunhæfa aðhaldið i þessum málum. SJ—Reykjavik,— Fleiri vilja fá leikrit Jónasar Arnasonar Skjald- hamra til sýninga en frændur okkar írar. Þýðing Alans Bouch- ers hefur komið fyrir sjónir leik- húsfólks viða i enskumælandi löndum. Að sögn Jónasar hefur stjórnandi tilraunaleikhúss I Oklahoma i Bandarikjunum sýnt mikinn áhuga á að setja leikritið upp þar. <0 Frá sýningu Leikfélags Reykjavikur á Skjaldhömr- um. Helga Bachman og Karl Guömundsson heilsast i gervi tveggja brezkra majóra. 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.