Tíminn - 28.03.1976, Page 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 28. marz 1976
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
KVIKMYNDA-
HORNIÐ
Umsjónarmaður
Halldór
Valdimarsson
Frábær kvikmynd
Sem sannar að konur geta jafn vel, ef ekki betur
Næturvöröurinn erí stuttu máli
sagt frábær kvikmynd og verður
henni hiklaust skipað i flokk
þeirra beztu sem undirritaður
hefur séð.
Að þvi stefnir allt i gerð mynd-
arinnar, söguþráður, leikur, leik-
stjórn, tæknileg vinnsla og annað,
sem allt er mjög vel af hendi
leyst.
Söguþráðurinn er tiltölulega
hlutlaus, sem slikur, og án þeirra
minninga sem að baki honum búa
væri hann ekkert. Einmitt minn-
ingarnar valda óhugnaði og
spennu, sem smitar frá leikend-
um til áhorfenda, einkumþarsem
ljóst verður að þær muni leiða til
tortimingar.
Tæknileg vinna Liliana Cavani
viö myndina er frábær og gefur til
kynna að ef til vill ættu konur að
snúa sér að kvikmyndagerð, ekki
siöur en karlmenn. Handrit
myndarinnar er vel gert, unnið
upp úr jarðvegi, sem býr yfir
mikilli og dulinni spennu. Leik-
stjóm og uppbygging myndarinn-
ar er i samræmi við handritið,
unnið þannig að efnið nýtur sin,
án styrkingar með grófum eða of-
beldislegum senum.
Ofbeldið, kvalalostinn, kynæð-
ið, grimmdin, allt felst það að
mestu leyti i bakgrunni myndar-
innar, er skynjað fremur en séð
og heyrt. Þó hefur spennan og
kynofsinn tök á áhorfendum frá
fyrstu senum myndarinnar, til
enda.
Einn helzti kostur þessarar
myndar er sá, að hún er unnin af
þekkingu á möguleikum kvik-
myndagerðar og þekkingu á
mannlegum upplifunum. Skýrt
dæmi um það er notkun minn-
inga, þar sem þeim er gefið gildi
sem slikar, en ekki látnar yfir-
gnæfa nútiðina.
Sumsé: Frábær kvikmynd.
Hafnarbió: Aöalhlutverk: Dirk Bogarde,
Næturvörðurinn Carlotte Kampling, Philippe Ler-
oy, Gabrieic Ferzetti, Isa Mir-
Leikstjórn: Liliana Cavani anda, Giuseppe Addobbati, Nino
Handrit: Liiiana Cavani Bignamini
Max og Lucia hittast á ný og upplifa aftur kvalalosta-kynlifssam-
band sitt. Hún, dóttir sósialista, og hann, foringi i SS, höfðu mætzt
og fullnægt hvötum hvors annars. Siðar vai*ð aðskilnaður þeirra ó-
hjákvæmilegur.
Upphaflega var samband Max og Luciu byggt á ójöfnum stöðum þeirra innan Þriðja rikisins, þar sem
hann var kvalarinn, hún fanginn. Siöar urðu nokkur umskipti á og i lokin er óvist hvort hefur meir vald á
hinu.
Þetta er að sjá!
Stjörnubíó: Dirty little Billy
Það er hreinasta skömm að sjá hvernig fariö er með útlaga-
rómantik Bandarikjamanna núorðið. Um áratugabil hafa þeir lifað
i þeirri trú að Villa-Vestrið hafi verið samsafn hreinlyndra og
heiðarlegra manna, sem glimt hafi við náttúruöflin og spilað á gitar
i tunglsljósi. Þeir rændu jú banka og böröust með byssum, en allt á
heiðarlegan máta og með hreystjna I fyrirrúmi fyrir öllu öðru.
Nú hefur þessi draumur verið tekinn frá þeim, eyddur, deyddur
og grafinn i sandinn.
Fyrsta skrefið var þegar beinarannsóknir leiddu i ljós að ai-
gengasta dánarorsök I vestrinu var kúla i bak. Það var út af fyrir
sig nóg.
Nú hefur bætzt við aö hetjur útlagasagnanna hafi ekki aðeins verið
heiglar og kosið aö sjá hnakkann á öðrum fremur en nasirnar,
heldur hafi þeir einnig verið skitugir, ilia til fara, menningarsnauðir
og alls ekki kunnaö á gitar.
Já, meira að segja bæjargöturnar fá ekki að vera i friði fyir þess-
um nýju samningum. Þær voru ekki þurrar og harðar, heldur
sundurtættir forapyttir, sem engum heiðarlegum manni heföi dott-
iö i hug aö stiga spariskónum sinum á. Og nú er þaö Billy the Kid
sem fær sannleikann framan i sig. Hann er dæmdur sem hið lægsta
'af öllu lágu: illa innrættur óþverri, sem skreiö um skitinn og var of
mikill heigull til að skjóta nokkurn mann framan fía. Já, hvilik
mæða.
Myndin um Dirty little Billy er skýtug, rætin, rotin, óþverraieg og
hlægileg. Hún er jafnframt hressandi og alls ekki úr vegi aö sjá
hana ef ekkert annað liggur fyrir.
Tónabíó: Lenny
An nokkurs efa einhver bezta kvikmynd sem hingaö hefur borizt
fyrir utan gildi hennar sem ádeilu, réttarfarsskilgreiningar og ann-
arra kosta, sem ekki veröa taldir hér upp.
Kvikmynd þessi er sérkennileg um margt. ^ygging hennar er
verulega snjöll, þar sem eínið heföi hæglega getað orðið leiðinlegt,
en er þvert á móti bráðskemmtilegt.
Dustin Hoffman afgreiðir hlutverk Lenny Bruce af þeirri
nákvæmni og innlifun sem honum er eiginleg, en að minu mati er
hann þarna i þeim mesta ham sem ég hef séö hann i.
Valerie Perrine fer með hlutverk eiginkonu hans og er ekki hægt
að segja annaö en að henni takist vel upp.
Óvenju heiðarleg og góö kvikmynd þar sem þess er gætt að sýna
feril Lenny Bruce i sem réttustu ljósi, án fegrunar og án óþarfa
áherzlu á hið illa sem fylgdi starfi hans.
Það hlýtur þvt aö fylgja hér hvatning til allra þeirra sem ekki
hafa séð Lenny, að bregða sér sem fyrst, þvi hún er ein þeirra sem
sárt væri fyrir kvikmyndaáhugafólk að missa af.
Hóskólabíó: Nashville
Mynd þessi hefur hlotiö hina beztu dóma viðast hvar og það ekki
að ástæðulausu.
Nashville er borg i Tenneseefylki i Bandarikjunum og jafnframt
einskonar miðstöð, eöa uppspretta, ákveðinnar tegundar þjóðlaga-
tónlistar.
Þar búa margar stjörnur, þangað koma fleiri stjörnur, ýmist af
forvitni, til að lifa og leika sér, eða til starfa.
Kvikmyndin Nashville er þó ekki kynningarmynd, nema að litlu
leyti. Fyrst og fremst er hún ádeilumynd, þar sem hlutirnir eru
látnir rifa sjálfa sig niður.
Sakleysislegt yfirborð i upphafi myndar veröur fyrir lok hennar
vigvöllur, þar sem flest átrúnaðargoðin liggja með brotnar leir-
fætur, bjargvættur landsins, fambjóðandi viðreisnarflokksins, flú-
inn af hólmi, og uppgjör milli einstaklinga myndarinnar hefur farið
fram.
Sem ádeilumynd hefur Nashville ailt til að bera, þvi hún gefur sér
engar forsendur, heldur skoðar aðeins.
Sem söngvamynd er hún einnig verulega skemmtileg og hefur
auk þess til að bera aðra kosti, sem of langt væri að telja upp.
Hlutverk i myndinni eru vel unnin, leikstjórn i styrkum höndum
og uppbygging hennar, sem um margt svipar nokkuö til American
Óraffiti, er verulega skemmtileg.
Myndin er nokuö löng og þeir sem ekki geta fest hugann við eitt-
hvað I meira en tvo klukkutima samfleytt, eiga ef til vill ekki erindi i
Háskólabió, en allir aðrir, sem vilja sjá verulega góða mynd, eiga
fullt erindi þangað.
——Óséða r-----------------------------------------
Laugarósbíó: Waldo Pepper
Laugarásbió sýnir kvikmyndina Waldo Pepper.Með Robert Red-
ford i aðaihlutverki. Hún gjallar um flugvélatöffara, sem reyna að
ávinna sér frægö, féog frama með þvi að fljúga hættulega.
Austurbæjarbíó: Lucy AAame
Hver man ekki eftír gamanleikkonunni Lucille Ball, sem fyrir fá-
einum árum dældi bröndurum sinum yfir saklausa sjónvarps-
glápara hér?
Það eru vafalaust margir sem ekki muna eftir henni i svipinn, þvi
synd væri að segja aö hún væri eitt af þvi skemmtiefni, sem ástæða
er til að varöveita minningar um.
Vonandi er kvikmynd þessi skárri en sjónvarpsþættir kerlu, þvi
þeir voru vægast sagt ömurlegir.
Gamla bíó: Þjófótti hundurinn
Kvikmynd þessi er frá Walt Disney-kvikmyndaverinu og þar sem
hún fjallar um dýr, það er að segja hund, ætti hún að vera nokkuð
góð skemmtun.
Walt Disney tekst yfirleitt vel upp með hunda, ketti og aðrar þær
dýrategundir sem skriða, fljúga eða ganga á fjórum fótum, en siður
með tvifætlinga
Hafnarbíó: Næturvörðurinn
Já, nú er gaman að lifa og vist er að Hafnarbió verður heimsótt á
næstunni.