Tíminn - 28.03.1976, Side 28

Tíminn - 28.03.1976, Side 28
28 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Björn Haraldsson: Langt er nú liðið siðan Gisli Guðmundsson lagði fram á Alþingi ályktunartillögu um viðreisn byggðar i Norður-Þing- eyjarsýslu. Tillagan hlaut ein- róma samþykki. Orðin eru til alls fyrst. Þeim, sem kynntu sér þetta mál íordómalaust, varð ljóst, að timabundin hnignun byggðarinn- ar stefndi til eyðingar. Einstöku héraðsbúar urðu þó hneykslaðir. Astandið var þeim tilfinninga- mál, sem ekki mátti hrófla við. Brotthvarf ungs fólks úr héraðinu og fækkun barnsfæðinga i sveita- hreppum sýslunnar um 400%, sex ár i röð, var þeim feimnismál. Þessar raddir þögnuðu brátt. Stjórnarvöld tóku sér langt um- hugsunarfri. Siðan var rfkisstofn- un falið að rannsaka málið og gefa skýrslu. Hvort tveggja tók mörg ár. A meðan ágerðist hnign- un sveitanna. Aftur á móti studdi hið opinbera útgerð sjávarþorpa i sýslunni á þessum árum, sem að visu var hrindrað nær samtimis vegna hnignunar fiskistofna, hnignunar sem leiða kann til veiðitakmarkana. Á siðastliðnu sumri útbýtti Efnahagsstofnun til sveitar- stjórna og fleiri opinberra aðila áætlun um Norður-Þingeyjar- sýslu sem trúnaðarmál. Ekki er almenningi kunnugt um hvaða viðtökur skýrslan fékk hjá þeim, sem hana fengu senda. Þó munu einhverjar stjórnir sveitahreppa hafa saknað úrræða vegna land- búnaðar, sem er höfuð-atvinnu- grein sýslubúa og sú, sem mest- um samdrætti hafði orðið fyrir. A fjórðungsþingi Norðlendinga 1. sept. s.l. gerði Framkvæmda- stofnun grein fyrir áætlun sinni á opinberum vettvangi, þar sem saman voru komnir fulltrúar og gestir úr heilum landsfjórðungi. Verður að li'ta svo á, að þar hafi trúnaðartjaldið verið dregið til hliðar. Norður-Þingeyjarsýsluáætlun Framkvæmdastofnunar er allstór bók, sem margt gott má um segja. Sitthvaö orkar tvimælis um úrræði, en úttekt er gerð af raunsæi og áhuga. Efnislega skiptist bókin i tvo þætti, úttekt og úrræði, þar sem raktar eru forsendur hnignunar og tilraun gerð til að finna leiðir til viðreisnar. Bætt vegakerfi algjör nauðsyn Höfundar áætlunarinnar komast að þeirri niðurstöðu, að átt hafi sér stað langvarandi búsetu-hnignun i sýslunni, eink- um i sveitahreppum. Og stærsta ástæðan af mörgum, fyrir þessari hnignun, sé vanræksla á opin- berri þjónustu, fyrst og fremst á vegakerfi sýslunnar. Frumskil- yrði endurreisnar sé þvi full- komnun veganna á næstu 4 árum. Höfundar nota viðmiðun i rann- sóknum si'num og er það hárrétt aðferð. Hundraðshluti sýslunnar i ibúatölu landsins var árið 1955 1,2% en árið 1973 er hlutur sýsl- unnar orðinn aöeins 0,8%. Hafði þó ibúum kauptúnanna fjölgað talsvert siðustu árin. Á árunum 1960 til 1970 fækkaði bújörðum i sýslunni úr 160 i 124 eða um 36 jarðir. Árið 1972 náðu 38% framteljenda i Norður- Þingeyjarsýslu um og yfir 90% tekjum miðað við lands- meðaltal. 62% framteljenda voru hins vegar aöeins neðan við 80% landsmeðaltals i tekjum. 1 hærri tekjuflokknum voru opinberir starfsmenn, verzlunarmenn, bankamenn, atvinnubilstjórar og nokkrir tekjuhæstu bændur. A það er bent, að raunverulegur iifskjaramunur sé miklu meiri en þessar tölur sýni. Persónulegur kostnaður i sambandi við lifs- nauösynjar svo sem föt, fæði, ijós, hita, skólamál, heilbrigðismál, erindrekstur, skemmtanir, póst, sima og ýmislegt fleira, sé langt um hærri i þessu mikla dreifbýli, heldur en viðast hvar annars staðar á landinu. Og þessi auka- kostnaður dregstekki frá i skatt- framtali. Sýslubúar i heild höfðu árið 1972 ekki nema 79,6% tekjur miðað við landsmeðaltal. Er ljóst aðþorri bænda er þarfyrir neðan. Höfundar áætlunarinnar afgreiða úttekt sina með þessum orðum: „Ekki er undarlegt, þó að margir hugsi sig tvisvar um, áður en þeir setjast að i sýslunni eða koma þar á atvinnurekstri með tilheyrandi fjárfestingu við þær ástæður, sem nú rikja.” Þótt staðreyndir séu það sem gildir i 'þessum efnum er ekki nema skiljanlegt þó að sumt af fólki þéttbýlisins vanti skýringuá þvi, hvers vegna svona er komið i byggðarlagi, sem fór á árunum 1925 til 1955 fram úr flestum hér- uðum landsins með framkvæmdir i hlutfalli við ibúatölu. Þetta er auðskilið þeim, sem til máianna þekkja. Skal hér brugðið upp einni litilli mynd af kyrrstöðunni. Arið 1935 hófust fastar áætlunar- ferðir milli Kópaskers og Akureyrar (sérleyfisferðir), yfir sumarmánuðina og 1941 náðu þessar ferðir til Raufarhafnar. Eftir 35 ár þar frá, eru þessar ferðir i sömu skorðum. Aksturs- timinn erhásumarið 3,5 til 4mán- uðir. Norður-Þingeyjarsýsla er ekki snjóþyngri en margar aðrar sýslur, en vegir sýslunnar lokast hina mánuði ársins eða geta lok- azt. Svipaðar sögur má segja við- komandi öðrum þjónustugreinum hins opinbera hér f sýslu. Fjárveitingarvald rilcisins, sem lögum samkvæmt er hjá Alþingi, en i reynd að þvi er virðist að verulegu leyti i höndum nokkurra háttsettra embættismanna i ráuðuneytum og rikisstofnunum, hefur löngum fylgt höfðatölu- reglu, sem aðalreglu um skipt- ingu fjárveitinga milli byggðar- laga. Liggur i augum uppi, að slik skipting hlýtur að gefa harla ólik- an árangur með tilliti til upp- byggingar lifskjara i hinum ýmsu byggðarlögum. Taki maður t.d. dreifbýla sveit með 100 ibúum og hins vegar höfuðborgina með 100 þúsund ibúum og fáum þeim til uppbyggingar eða rekstrar heilbrigðismál, skólamál, orku- mál eða hvaða greinar þjónustu- mála, sem er, sveitinni eina milljón en borginni 1000 milljónir, einn milljarð, þá verður óliku saman að jafna um árangur byggðarlaganna, þægindi fyrir þessar upphæðir ibúunum til handa. Lifskjaramismunur dreifbýlis og þéttbýlis En hin gallaða höfðatöluregla færsiðuren svo öllu aö ráða. önn- ur regla um skiptingu þjónustu- fjár skaut upp koUinum, enn fjar- stæðari i garö dreifbýlis en hin. Og sú varð með timanum meir ráðandi við úthlutun þjónustu- fjár, auk þess sem hún má heita allsráðandi i sambandi við hvers- konar atvinnuuppbyggingu. Þetta er sú regla að verja fé hverju sinni, þar sem flestir geta haft þess not. Menn segja, að hagfræð- in heimti þetta, en þá er þvi gleymt, að i þjóðfélagi er nokkuð sem kallað er jafnrétti. Kenning þessi er þannig túlkuð, að fyrst skuli þjónusta og atvinnuupp- bygging veitt, þar sem flestir eru viðbúnir að njóta hennar, siðar komi röðin að dreifbýli. En á þvi vill oft verða bið, dreifbýlið gleymist. Svo finnast i þéttbýlinu leiðir til öflunar nýrra lifsgæða, sem sjálfsagt þykir að gefa gaum. Þróunin verður sú að fariö er inn á þessi nýju sviö, áöur en tekizt hefur að fullnægja frum- stæðustu þröfum fólksins i dreif- býlinu. Þegar langt komið er að steypa fjölförnustu vegi i mesta þéttbýli landsins er byrjað á þvi að brúa firði þar, en dreifbýlið gleymist. Vitanlega á hagfræði réttá sér, en beiting hennar getur farið út i öfgar og blind hagfræði er verri en engin. En litum svo á annan þátt i við- skiptum dreifbýlis og þéttbýlis, afleiðingu lifskjaramismunar. Þáttsem hefur orðið landsbyggð- inni langtum þyngri i skauti, en óréttlát skipting fjármuna. Það er hinn friði skattur, — ungt fólk dreifbýlisins, — sem það lét af hendi vð þéttbýlið, skatturinn, sem notaður var til uppbyggingar þéttbýlisins. Sá skattur verður ekki metinn til fjár, en vegna hans á þéttbýlið dreifbýlinu til- veru si'na að þakka. Þetta var gjöf, sem aldrei sá til gjalda og hvorki hefur verið goldin eða þökkuð. Það hefur verið maklegt þakklæti ef opinberu fé hefði ver- ið þannig skipt milli aðila, að árangur fjárveitinga kæmi að svipuðum notum i byggðarlögum. Af þvi sem nú hefur verið sagt, má vera ljóst, að fjármagn það, sem nú verður farið fram á Norður-Þingeyjarsýslu til handa, verður hvorki styrkur eða ölmusa, heldur er það krafa um útborgun á innstæðu eða hluta af innstæðu. En þar sem enginn stafur er fyrir þessari innstæðu, stendur hún eða fellur á siðferði- legum þroska þeirra, sem með fjárveitingarvaldið fara. Viðreisnaráætlun N orður-Þingeyj a r sý slu Lesið hef ég í blaði, að viðreisnar-áætlun Norður-Þing- eyjarsýslu liggi nú á borðum ráð- herra til staðfestingar, lögum samkvæmt. Vera má, að áætlun þessi hafi tekið breytingum frá þvi i haust. Vera má, að úrræði séu fundin við iskyggilegri bú- setuþróun i sveitahreppunum. Vera má, að viðbótarúrræði gegn fyrirsjáanlegum hráefnisskorti Þórshafnarbúa, eftir að þeim var neitaðum kaup á skuttogara, hafi verið fundin. Vera má einnig að afleiðingar og áhrif náttúruham- fara á svæðinu hafi að einhverju leyti verið tekin inn i myndina i stórum dráttum, t.d. með yfirlýs- ingu um, að þeirra vegna þoli að- gerðir enga bið. Kjarnmestu afréttar- lönd landsins íbúar vesturhluta Norður-Þingeyjarsýslu hafa orðið fyrir tilfinnanlegum búsifjum af völdum náttúruhamfara. Yfirlýs- ingar rikisstjórnarinnar um full- ar tjónbætur eru mikils virði. An efa verður við .þær yfirlýsingar staðið, peningalega. En málið hefur fleiri hliðar. tbúarnir stóðu höllum fæti fyrir, sumir hverjir, voru á tveim áttum. hvort þeir ættu að fara eða vera. Spurningin um það, hvernig nú skuli verja tjónbótum, getur orðið sumum erfið, ef á næstunni hvilir yfir framtiðinni enn meiri óvissa en hingað til. Enn eru upp að vaxa hátt i hundrað unglingar á jarð- skjálftasvæðinu,sem ekkert vildu fremur, en hasla sér völi a heima- slóöum, ef hnignunin gæti breytzt i sókn, svo hefur alltaf verið. Þessir. unglingar eru nú að spá i framtiðina. Menn skyldu varast að villa um fyrir þeim, heldur segja þeim sannleikann. Það má kannski segja að áfallið vegna náttúruhamfaranna sé fyrir sum- um meira sálrænt en efnahags- legt, en það er ekki betra fyrir það. Þessi sálræni þáttur þýðir það, að orðin ein duga ekki lengur, athafnir verða að koma til. Loforð og faguryrði nægja ekki, i þeirra stað þurfa að koma efndir.Hérerhvorki verið aö tala um styrki eða ölmusu, heldur leiréttingar vegna vanrækslu. Þótt ibúar Norður-Þingeyjar- sýslu séu ekki nema 0,8% af þjóðinni, þá eru innan marka sýslunnar 9% afréttarlanda Islands. Og þessi afréttarlönd eru með þeim kjarnmestu á landinu, enda nálega þau einu, sem ekki eru i hnignun vegna ofnotkunar. AfréttarlandHólsfjalla má teljast þeirra ágætast. ömurlegt að hugsa til þess, að Fjallasveitin færi i eyði. Enda heyrðust rama- kvein, þegar lifsbókin þar var rýnd niður i kjölinn. Búskapur hafði áður verið blómlegri þar og arðvænni en i öðrum sveitum sýslunnar. En nú var fólkið orðið svo fátt i byggðinni, að erfitt var orðið að komast yfir hin sam- félagslegu verkefni. En þvi i ósköpunum hafði fólkið verið að tinast burtu áður? 1 fyrsta lagi var fólkið einangrað meiri hluta ársins,stundum 8máhuði i einu. 1 28 ár hefur ekki verið snert á upp- byggingu vegarins milli Mývatnssveitar og Hólsfjalla. Almenningsorku þekkja Fjalla- menn enn sem komiðeraðeins af afspurn. Margs konar önnur þjónusta var og er vegna einangr- unar oft nálega útlokuð. Og að siðustu, fólkið á Fjöllunum er félagsverur eins og annað fólk. Eðlilegast væri að svara spurn- ingunni með þvi að segja. Mikið að fólkið skyldi ekki allt vera far- ið. — Hólsfjallaáætlun var samin, fróðleg bók og læsileg. Um Hóls- fjöll er tengivegur milli Norður lands og Austurlands. Vegna um- ferðar á þeim vegi þótti ófært, að byggðin legðist niður. Lagt var til, að litils háttar lánafyrir- greiðsla verði veitt umfram gild- andi reglu þremur ungum bænd- um þará neðri Fjöllum.ennfrem- ur að riki kosti og eigi hluta i ibúðarhúsi, sem þar var i bygg- ingu. Þá skyldi stefnt að þvi, að rikið keypti Viðidal og Möðrudal á Efra Fjalli, loks skyldi stefnt að þvi, að eins fasa orkulina verði lögð að Grimsstöðum frá Reykja- hli'ð. Sú vartiðin, að kjarnasveitin Hólsfjöll var fyrir öðrum sveit- um. Þar var enginnhokur-búskap- ur. Þar var stórhugur mestur og hver bær höfuðból. Möguleikarnir eru þar enn, þeir eru fyrir hendi um alla sýsluna. Möguleikar fyrir heilbrigðu lifi. En fjármagniö er dregið saman á suðvesturhorn- inu. Með si'vaxandi þunga sogast þaö inn i gervilifið þar. Innan tiðar sporöreisist þetta blessað land, ef svo fer sem horfir. Er ekki ráð að snúa þróuninni við, byggja landið allt, ekki aðeins i orði, heldur einnig á borði? Er ekki kominn timi til að þora að gera það, sem eftir er að gera, til þess að skapa heilbrigt lif á land- inu öllu? Að hrökkva eða stökkva. Blaöið, sem ég nefndi áðan, lét að þvi liggja, að rikisstjómin færi sér hægt með staðfestingu áætl- unarinnar. Ég vil vona, að hún sé einmitt núna að leggja það niður fyrir sér, að nú sé um það tvennt að velja, að hrökkva eða stökkva, aö gefa fólkinu vissu i stað vonar eða öllu heldur vonleysis. Að lengur verði ekki undan þvi vikizt að velja milli skipulags og skipu- lagsleysis, stjórnunar og stjórn- leysis. Það blasir við rikisstjórn- inni, að áætlunin er ekki mein- ingarlaus orð, heldur markmið, sem fólkinu er lofað upp á æru og trú, að skuli náöst. Þegar rikis- stjórn er falið að staðfesta viðreisnaráætlun, þá þýðir það ekkert minna en þetta. Ég tel það góðs vita út af fyrir sig, að rikis- stjómin gaumgæfi málið og stað- festi þá fyrst, er fundin eru full- nægjandi ráð. Finnist þau ekki, eða skorti vilja til að framkvæma þau, erekki um annað að gera en hrökkva. Meirihluti bænda i sýslunni mun vera kominn yfir miðjan aldur, farið að siga á seinni hluta starfsævi þeirra. Þeim hentar að draga saman seglin. Þar felst að nokkruskýringá þvi, að búin em Iitil. ófáir þeirra eru komnir á siðasta eða næst siðasta snúning, einsog það er kallað. 1 mörgun til- fellum er ekki vitað um viðtak- endur að býlum þeirra. Fyrir þessaeinstaklingaþarf engin stór átök að gera. Með ráðdeild og sparnaði mun þetta fullorðna og aldurhnigna fólksjá sér farborða, yfirleitt. Hér er ekki um mannúðarmál að ræða. Ef það dæmist hagstætt þjóðinni sem heild, að taka alveg fyrir fjárfest- ingar i þessari vanræktu og erfiðu sýslu, þvi þá ekki að gera það?. Raunar mætti segja, að teningn- um sé þegar kastað. Aldrei hefur verið stofnað til meiri fjárfest- inga á suðvesturhorni landsins en nú og aldrei eindregnari áform um að auka þá fjárfestingu, þrátt fyrir minni getu en nokkru sinni. Fyrir þessari stefnu er sterkur þingmeirihluti, að þvi er virðist, sterkari en þekkzt hefur hér á landi i áratugi. Svo eindregin virðistþessi stefna, að erfitt er að skilja, hvernig hægt væri að framkvæma raunhæfa Norður-Þingeyjarsýsluáætlun samtimis henni. Það’yrðiaðsjálfsögðu ömurlegt fyrir gamla fólkið að lifa hjöðnun byggðarinnar, horfa upp á dauða- teygjur hennar. En sterkur meirihluti, sem trúir þvi, að hann sé að gera rétt, lætur sig ekki inn I barnalega tilfinningasemi, enda yröi hér liklega --aðeins um tima- bundinnsársauka aðræða. Á eftir mætti gera sýsluna að einum alls- heijar þjóðgarði! Senn hvað liður verður teningnum endanlega varpað. Framtið Norður-Þingeyjar- sýslu er mál þjóöarinnar allrar, ekki sérmál átta þúsundustu hluta hennar. Spurning er um það, hvort eigi að minnka landið. Landsfeðrum ber að svara þeirri spurningu með jái eða neii. Heimamönnum eru allir vegir færir, þó landsfeður játi. Heima- menn hafa sýnt hvað þeir vilja, þeirmunu standa meðan stætt er. Þeim er ljóst öðrum fremur hvilikt fjörráð það væri að fella þessa byggð i auðn. Þeir eru fúsir og öðrum færari að standa fyrir uppbyggingunni, ef valdhafar þjóðarinnar ákvarða nýja stefnu gagnvart umræddu héraði. I einni blaðagrein er ekki unnt að ræða til hlitar viðreisn sýsl- unnar allrar, þvi siður einstaka þætti hvers byggðarlags. Að und- angengnu yfirliti læt ég að þessu sinni við það sitja að f jalla um þá sveit, er ég þekki bezt, Keldu- hverfið, og vikja að hinum sveita- hreppunum út frá þvi. Kauptúnin vil ég taka fyrir siðar, ef mér endist lif og heilsa. Sauðfjárrækt hefur verið aðal-búgrein i Kelduhverfi frá upphafi. Slikt hiðsama má segja um hinar sveitir sýslunnar, þeirra afréttir eru kjarnalönd. Það verður aftur á móti ekki sagt um sumarlönd Keldhverfinga, þó viðlend séu. Þau mega heita vatnslaus og gróður er þar einhæfur, lyng og viðir, en gras af skomum skammti. Fyrir utan fjallahli'ðarnar að vestan má heita að landið sé eitt samstætt hraun misjafnlega gamalt. Þetta hraun er þakið jarðvegi, en klett- ar standa upp úr viða. Þetta er mólendi. Þvi hallar frá suðri til norðurs. Stærð afréttarlandsins er ná- lægt 750 fermk. Norðan mólendis þessa tekur við flatlendi i fárra metra hæð yfir sjó, framburðar- land Jökulsár. Þar er heima- lönd jarðanna með nægu vatni. Stærðþessa flatlendis, sem skipt- ist i sanda, bakkalönd og mýrar er um 190 ferkm. Fyrir 50 árum áttu Keldhverf- ingar um 5300 kindur i sumarhög- um en á síðastliðnu sumri 18.495. Telja fræðimenn, að með þeim fjárfjölda sé landið fullnýtt. Þau sumur, sem grasvöxtur er i minna lagi, verður þess meira

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.