Tíminn - 04.04.1976, Síða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 4. apríl 1976.
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Eftir Rona Randall 24
Hún andvarpaði aftur, i þetta sinn af létti. Hann lyfti
höndinni og nam staðar til að stöðva leigubíl, sem ók
framhjá. Ég vona, að þér haf ið ekkert á móti því, sagði
hann — en ég þarf að koma við á sjúkrahúsinu f yrst, svo
ek ég yður heim á eftir.
Hún varð frestinum fegin, því skyndilega skelfdi ein-
manaleikinn hana. Hún vissi, að um leið og hún kæmi inn
i litla einmanalega herbergið sitt, myndi sorgin ná henni
og tárin fara að renna aftur. Kannski þessi maður, sem
hafði svo ótrúlega hæfileika til að sjá í gegn um hana,
skildi það, þvi þegar þau sátu í bílnum, sagði hann: —
Það er nógu dimmt hérna. slepptu tárunum lausum og
svo vil ég heyra alla söguna.
— Hvers vegna ætti ég að segja yður nokkuð? Þetta
kemur engum við nema sjálfri mér.
— Þvert á móti, það kemur mér næstum jafn mikið
við. Ég vil ekki að neinn, sem starfar við mitt sjúkrahús,
sé þræll tilf inninga sinna, Ef eitthvað er að yður, verðum
við að komast fyrir það.
Auðvitað var hann að hugsa um sjúkrahúsið. Það
gladdi hana, þvi hún hefði ekki getað þegið meðaumkun
eða samúð þessa stundina.
— Mér þykir það leitt, sagði hún og hann svaraði um
leið.
— Þér þurf ið ekki að biðja mig afsökunar. Segið mér
f rá þessu í staðinn. Yður líður betur ef þér gerið það. Það
er alltaf gottað segja einhverjum allt og ég geri ekki ráð
fyrir að þér eigið neinn að hér i París. Auk þess er betra
að segja ókunnugum frá öllu saman og þar sem ég er
yður einmitt ókunnugur, sting ég upp á að þér byrjið
strax.
— Ég er að hugsa um, hvers vegna það sé auðveldara
að tala við einhvern ókunnugan, sagði hún lágt og reyndi
að þurrka augun.
Hún fann að hann hreyfði sig i myrkrinu og andartaki
siðar lagði hann handlegginn yfir um herðar henni og
sneri andliti hennar að sér.
— Burt með þessa kjanalegu bót, sagði hann og tók að
þurrka henni með vasaklútnum sínum. Hann gerði það á
kaldan og ópersónulegan hátt og handleggurinn var eins
og stálklemma um axlir hennar. Það þýddi ekkert að
reyna að víkja sér undan.
— Ég skal segja þér hvers vegna það er auðveldara að
segja ókunnugum allt, sagði hann og sleppti henni. —
Það er vegna þess að þeir kæra sig í rauninni kollótta um
hvað gerzt hef ur. Vegna þess að leyndarmál og þjáning
annarra koma þeim hreint ekki við. Þess vegna eru þeir
hlutlausir, þar sem tilfinningar og samúð hafa engin
áhrif á málin.
Auðvitað var þetta rétt hjá honum. Freistingin var<
mikil og svo lítið fálmandi tók hún að seg ja f rá.
— Þetta er í rauninni ósköp venjuleg saga, byrjaði
hún. — Og stutt. Ég elskaði Brent Taylor....
— Ennþá?
— Auðvitað.
— Og hann elskar Venetiu Harlow — er það þannig að
skilja?
— Já, viðurkenndi hún lágt. — Hann sleit trúlofun
okkar hennar vegna.
Andartak sat Mark þögull. Olýsanleg reiði greip hann
Brent Taylor var ekki jafn mikils virði og litli f ingurinn
á þessari konu — hann var bjáni og alls ekki verður tára
hennar. Þarna sat hann, Mark Lowell, sem hafði alls
engan áhuga á kvenfólki og hugsaði þetta. En hann gat
ekki annað því honum f annst að hver sá maður, sem tæki
Venetiu Harlow fram yfir Myru Henderson hlyti að
vera kjáni.
Auðvitað var Venetia Harlow aðlaðandi og mjög falleg
— en líka útsmogin. Var það af þvi að hann sjálf ur var
svo miklu eldri en Brent Taylor, að hann hafði séð svo
vel í gegn um hana í kvöld? Að hún hafði reynt að gera
Taylor af brýðisaman með þvi að beina athygli sinni svo
mjög að öðrum? Já, hann hafði séð í gegnum hana, hann
hafði kynnzt konum eins og henni áður.
En það var undarlegt, hvað þau tvö skiptu litlu máli.
Það var lika undarlegt, að einmitt á þessu andartaki
skipti enginn máli nema Myra Henderson. Skrýtið að
hann langaði bara til að taka hana í fang sér og hugga
hana, kyssa burtu tárin og finna ísköldu brynjuna láta
undan yl og blíðu.
En hann hélt rólegur áf ram: — Segðu mér f ramhaldið.
— Það er ekkert að segja. Hvað gerir kona — eða karl-
maður, þegar þau eru svikin?
— Annað hvort lyftir hún höfðinu, tekur því óhjá-
kvæmilega og heldur áfram að lifa lífinu eins og áður,
eða hún f lýr. eins og þér. Ef til vill sjáið þér nú, að það
var heimskulegt. Þér qetið ekki flúið frá ástinni. Það
1 sérstöku geim
skipi frá jörðinni
lenda Geiri,
Dalla og Zarkov
á Mongo.
Þegar þú ert búinn
að borða af þeim,
geturðu teiknað á þá.
iBliliii
SUNNUDAGUR
4. april
8.00 Morgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Toccata
septima eftir Georg Muffat
og Prelúdi'a og fúga I c-moll
eftir Johann Sebastian
Bach. Anton Heiller leikur á
orgel. (Hljóðritun frá út-
varpinu i Vm). b. Sónata i
F-dúr fyrir sembal, fiðlu,
flautu og selló eftir Wilhelm
Frideman Bach. Irmgard
Lechner, Thomas Brandis,
Karlheinz Zöller og Wolf-
gang Boettcher leika. c.
Kvartett i B-dúr fyrir
tréblásturshljóðfæri með
pianóundirleik eftir
Amilcare Pouchielle. Félag
ar úr Tréblásarakvintettin-
um i Filadelfiu og Anthony
di Bonaventura leika. d.
Sinfónia nr. 101 i D-dúr eftir
Joseph Haydn. Sinfóniu-
hljómsveitin i Lundúum
leikur, Antal Dorati stjórn-
11.00 Guðsþjónusta i kirkju
Filadeifiusafnaðarins.
Einar J., Gislason forstöðu-
maður safnaðarins predik-
ar. Guðmundur Markússon
les ritningarorð. Kór
safnaðarins syngur.
Einsöngvari: Svavar Guð-
mundsson. Orgelleikari og
söngstjóri: Árni Arinbjarn-
ar. Daniel Jónasson o.fl.
hljóðfæraleikarar aðstoða.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Þættir úr nýlendusögu.
Jón Þ. Þór cand. mag. flyt-
ur annað hádegiserindi sitt:
Spánverjar i Amerfku.
14.00 A loðnuveiðum með Eld-
borginni. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson. Tækni-
vinna: Runóifur Þorláks-
son.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátfðinni i Schwetz-
ingen i haust. Kammer-
hljómsveitin f Stuttgart
leikur. Stjórnandi: Wolf-
gang Hofmann. Einleikari:
Hans Kalafusz. a. Sinfónia i
A-dúr op. 6 nr. 6 eftir Karl
Stamitz. b. Fiðlukonsert i
C-dúr eftir Iganz Franzel. c.
Sinfónia i g-moll eftir Franz
Anton Rosetti. d. Leikhús-
tónlist eftir Johann
Friedrich Eck.
16.20 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Framhaldsleikritið:
„Upp á kant við kerfið”.
Olle Lansberg bjó til flutn-
ings eftir sögu Leifs
Panduros. Þýðandi: Hólm-
friður Gunnarsdóttir. Leik
stjóri: Gisli Alfreðsson.
Persónur og leikendur i
sjötta þætti: Davið: Hjalti
Rögnvaldsson, Lisa: Ragn-
heiður Steindórsdóttir,
Schmidt læknir: Ævar R.
Kvaran, Jakob gamli: Þor-
steinn ö. Stephensen,
Effina: Guðrún Stephensen.
Aðrir leikendur: Helga
Stephensen, Þórhallur
Sigurðsson, Helgi Skúlason,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
og Flosi Ölafsson.
Kvölddagskrd
hljóðvarpsins
hefur blaðinu
ekki borizt.
MÁNUDAGUR
5. april
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir ki. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari (alla
virka daga vikunnar).
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsmálabl), 9.00,
og 10.00. Morgunbæn kl.