Tíminn - 27.06.1976, Qupperneq 24

Tíminn - 27.06.1976, Qupperneq 24
24 TÍMINN, Sunnudagur 27. júnl 1976 f í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 2 lega. Hefir þú nokkurn tíma fengið svo mikið af rjúpu, að þú hefðir komizt með meira? Ætli það — af fleygum fuglum fær maður ekki meira en maður getur komizt með, hvert á land sem er. Og verði kippurnar of þungar, f úlsaði maður ekki við því að éta eitthvað af þeim sjálf- ur. Tóf ukjöt er ekki beinlínis geðslegt, þegar til lengdar lætur. Lars svaraði ekki. Hann hafði komizt í kynni við þá tíma, þegar tófukjöt hefði þótt lostæti. Og hefði stundum verið til dálítið af tófukjöti, myndi færri ferðir hafa þurft að fara í grafreitinn við Fattmómakk. — Hvar er Jónas? — Hann tók skíðin sín um hádegið — hann mun hafa ætlað að hyggja að því, hvort hann hef ir fengið eitthvað í bogana. — Nú-já. Hann hefir ekki orðið mjög fengsæll — ann- ars væri hann kominn heim. — Nei, sá tími er liðinn, þeg- ar tóf urnar létu ginna Sig með silungahausum, sem fest- ir eru á drumba úti í skógi. Það er ekki orðið meira af þeim en svo, að þær geta af lað sér annarrar fæðu. Lars lét höndina, sem hélt á hnífnum, hvíla á hné sér og hvessti augun á þrjózkulegt andlit Arons. — Hvað amar að þér, drengur minn? Hefir einhver verið að bekkjast til við þig? Þú hefir þó ekki hitt ein- hvern frá Laufskálum? — Þeir bekkjast ekki til við mig, og þar að auki hitti ég ekki neinn þaðan. Nei — en mér ofbýður það, að nú skuli liqqja dauð fjögur hreindýr hérna inni í hlíðunum. — Er það jarfinn? — Já — þeir hafa verið þar tveir á ferli. Þeir hafa rifið hausana af hreindýrunum og dregið þá burt, en látið skrokkana ósnerta. Það er mikið kjöt, sem liggur þar. — Hvað segirðu? — Ég sagði, að það væri mikið kjöt, sem þar lægi. Röddin var dimm og þvergirðingsleg. Hann vissi vel, að faðir hans kærði sig ekki um kjöt af hreindýrum, sem fundust úti á víðavangi. — Við eigum ekki þessi hreindýr, Aron. Heldurðu, að stolnu kjöti fylgi mikil blessun? Aron var orðinn sótrauður í andliti, og það fóru harðir kippir um sinaberar hendur hans. — Stolnu kjöti! Er það þjófnaður, þótt þessir skrokkar væruhirtir? Hvaðverður eftiraf þeim, þegar Lapparnir koma hingað í vor? Ekki eitt einasta hár! Villidýrin á að ala — en við eigum að naga á okkur f ingurna. Þetta er skynsamlegt. Og hversvegna þurfum við eiginlega að beygja okkur fyrir Löppunum? — Ertu orðinn geggjaður, drengur? Hver hefir komið þessu inn hjá þér? Lapparnir hafa verið vingjarnlegir í okkar garð. — Vingjarnlegir — það vantar víst ekki! Það var vin- gjarnlegt af þeim að kveikja í skóginum, þegar þeir f réttu, að við ætluðum að setjast hér að. Heldurðu, að ég muni ekki hvernig hér var umhorfs, þegar þú og mamma og við krakkarnir komum hingað? Askan var ekki einu sinni kulnuð sums staðar, og mamma grét víst sárar en orð fá lýst þá nótt, þótt þú gæfir því engan gaum. Og það var líka vingjarnlegt af Löppunum, þegar þeir gerðu tilraun til þess að brenna okkur inni.... — Hvað? stundi Lars hásum rómi. — Þegar þeir reyndu að brenna okkur inni, segi ég. Þú hef ir aldrei innt að því einu orði. En ég veit þetta samt. Lars Pálsson dró andann þungt. öll þau ár, sem þau höfðu búið í Marzhlíð, hafði hann ekki minnzt á það einu orði, hvorki við konuna né börnin, hvað gerzt hafði nótt- ina forum, þegar við f jálft lá, að nýbýlið og fólkið, sem þar bjó, yrði þurrkað út af jörðinni. Þetta ver atburður, sem honum fannst hyggilegast að láta liggja í þagnar- gildi. — Hver hefir sagt þér þetta? spurði hann hvatskeyt- lega. — Lappakerling. Lars horfðilum hríð í eldinn, og af stórskornu andliti hans mátti ráða, að hann var mjög hugsi. Lappakerling. Tíminn er fljótur að líða — stundin er örfleyg. Fyrir fimmtán árum hafði hún verið ung og blómleg stúlka. — Jæja. Fyrst þér er svona vel kunnugt um þetta, þá ættirðu líka að vita, að það var aðeins einn einasti Lappi, sem átti sök á þessum atburðum. Og hann er ekki lengur hér um slóðir. Og svo skaltu minnast þess, að Lapparnir létu okkur fá fimm hreindýr í haust. Þrjóskusvipurinn fór ekki af Aroni. — Létu okkur fá — þú getur sagt! Það má komast þannig að orði, en ef þú hugsar þig um, þá verður þér Hvaðí heyrirðu? Kannski það | vanti rafhlöður 1 i hann. lErtu að hlusta" < ^ á kuðung Jamrn K inn? ' yS/—1 Ekkert 111:11:1 iiil I Sunnudagur 8.00 MorgunandaktSéra Sig- uröur Pálsson vlgslubiskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregn- ir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur Ur forustugreinum dagblaö- anna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veöurfregnir). a. „Hnotu- brjóturinn”, svita op. 71a eftir Tsjaikovský. Filharm- onlusveitin I Vin leikur: Herbert von Karajan stjórnar. b. Hörpukonsert op. 74 eftir Gliére. Osian Ellis og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika: Richard Bonynge stjórnar. c. Pianó- kvartett op. 3 eftir Mendels- sohn. Eva Ander, Rudolf Ul- brick, Joachim Schindler og Ernst Ludwig Hammer leika. 11.00 Messa I Dómkirkjunni Biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, messar og minnist 90 ára afmælis Stórstúku íslands. Organ- leikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Fréttir og veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli spjallar viö hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar Frá úrslitum I fjóröu Karajan hljómsveitarstjórakeppn- inni. Adrian Philip Brown frá Englandi, Gilbert Isi- dore frá Bandarikjunum, Stanislaw Macura frá Tékkóslóvakiu og Daniel Oren frá Israel stjórna sin- fóniuhljómsveit útvarpsins I Köln. a. Þættir úr ,,Pet- rúsjka” eftir Stravinsky. b. Þættir úr sinfóniu nr. 3 I F-dúr eftir Brahms. c. Sin- fónia nr. 5 I C-moll eftir Beethoven. 15.00 Hvernig var vikan? Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Harmonikulög. Will Glahé og félagar leika. 16.15 Veöurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Barnatimi: ólafur Jóhannsson stjórnarLesnar kimilegar þjóösögur úr Gráskinnu, Grimu og safni Jóns Arnasonar. Lesari meö stjórnanda: Kristinn Gisla- son. Karlakór Reykjavikur syngur lög eftir Jón Leifs og Jón Asgeirsson. 18.00 Stundarkorn meö gitar- leikaranum John Williams Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Þistlar — þáttur meö ýmsu efni Umsjónarmenn: Einar Már Guömundsson, Halldór Guömundsson og örnólfur Thorsson. 20.00 Pianókonsert 1 B-dúr eftir Brahms Nikita Maga- loff og Filharmoniusveitin i Búdapest leika: Kyrill Kon- drasin stjórnar. — Frá ung- verska útvarpinu. 20.50 „Ættum viö ekki einu sinni aðhlusta?”Birgir Sig- urðsson og Guörún As- mundsdóttir ræöa viö skáld- konuna Mariu Skagan og lesa úr verkum hennar. 21.40 Kammertónlist Kammersveit Reykjavikur leikur „Stig” eftir Leif Þór- arinsson. 21.45 „Langnætti á Kaldadal” Erlingur E. Halldórsson les ljóö eftir Þorstein frá Hamri. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir. Danslög Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 7.00 Morgunutvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.