Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 27.06.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 27. júni 197« KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR—■ KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Ein berta gamanmynd sem sést hefur hér Walter Matthau I hlutverki Burns ritstjóra. mannsins og fá hann til aö sj á að sér. Til þess beitir hann ýmsum ráðum — sumum þokkalega heiðarlegum, en þó fleiri sem ekki geta talizt annað en fanta- tök. Inn I þessa baráttu um sál og likama Hildy Johnson blandast svo i mál þau sem hann fjallar um í starfi sem blaðamaöur. Hann hefur að vfsu sagt starfi sinu lausu, en getur þó ekki staðizt að taka til hendinni þegar þróun mála verður -spennandi. Þar er um aö ræða strok fanga, úr fangelsi, en hann átti að hengjast morguninn eftir, en það snýst að sjálfsögðu blaðamönnunum til frétta. Ekki þykir ráð að rekja hér nánar söguþráð myndarinnar. Nægir að þvi leyti að segja að hann er góður, skemmtilega unninn og blandaöur, þvi i hon- um skiptistá gaman og alvara, á þann veg sem bezt má vera. Ahorfandinn hefur gaman af myndinni, en er þó allan timann sér meðvitandi um alvöru þá sem á bak við leynist. Það sama er um myndina að segja aðöðru leyti. Hún er veru- lega góð — jafnvel með beztu gamanmyndum sem hingað hafa borizt um árabil. Leikur i helztu hlutverkum myndarinnar er góður. Þótt undarlegt megi virðast þá ber þar ekki hæst þá Matthau og Lemmon, þvi meðferö annarra á sihum hlutverkum kemur i veg fyrir að einn eða annar geti risið yfir heildina svo nokkru nemi. ístuttu máli má þvi segja aö þarna er á ferðinni hin bezta skemmtun, ásamt með því aö þar gefst einnig færi á að líta blaðamennsku eins og hún gerö- ist i Bandarikjunum fyrir nokkrum áratugum, Þvi fær mynd þessi hin beztu meðmæli. Siðgæðisvemd hefur nokkuð margar hliðar og ekki allar þannig að þær geti talizt yfirmáta siðlegar Vændiskonan, sem vinnur sjálfstætt að iðn sinni. Þau sieppa frá dómi fyrir áhrif Rizzos. þannig að þeir gætu fremur virzt liðsmenn Rizzo sjálfs, en heiðarlegir lögreglumenn. Þetta efni er ekki nýtt af nál- inni i kvikmyndum. Raunar hefur það verið i uppáhaldi nokkuð lengi að láta einn eða tvo heiðarlega lögreglumenn berjast við heila borg glæpa- manna og mútuþega. Þó er myndin nokkuð góð, einkum þegar liður á hana og hún stendur vel fyrir sinu. Gould er að verða nokkuð leiðigjarn með árunum, en Blake bætir það upp og i heild- ina tekið er leikur i myndinni heldur af skárri endanum Sem sé: ágætis mynd, dauf á timabili, en sækir sig Iokin. Niðurstaðan er einkum at- hyglisverð. máta. Flest af þessu birtist i öll- um blöðunum, en sumt þó I færri, jafnvel aöeins einu. Þar er einmitt niöurkomið stefnu- mark blaöamannsins: Einka- réttur — aöeins i okkar blaði. Blaðamaðurinn er ákaflega virkur i sinu starfi — verður að vera það, ef hann á að tolla I starfi. Fréttamennska banda- rlskra dagblaöa var á þessum tima, um 1930, ákaflega lifandi og virk, sem og hefur haldizt að nokkru leyti, þvi hún hefur ekki hrörnað jafn mikiö og frétta- mennska I mörgum öðrum lönd- um veraldar. Svo sem búast má við varö blaðamaðurinn að láta þessa virkni slna i starfi koma niður á einhverjum öðrum hlutum lifs sins. 1 flestum tilvikum lá ljóst fyrir hvar hann skæri af, þvi starf hans á blaðinu kom I veg fyrir mikið einkalif og svo til algerlega i veg fyrir hjónaband, sem og margt af þvi sem aðrir menn kalla eðlilegt lif. Ein helzta óttauppspretta rit- stjóra dagblaða var I þann tima einmitt sú að blaðamenn hans gengu i gildru einhverrar konu, kvæntust og færu að taka heimilislifið fram fyrir starf sitt á blaðinu. Þá þóttti forkastan- legt að ekki væri hægt að hringja blaðamann upp hvenær sem væri nætur og skipa honum til starfa. Kvikmyndin „Forsfðan”, sem Laugarásbió hefur nú til sýning- ar, byggir einmitt að nokkru leyti efni sitt á gllmu ritstjóra nokkurs, Walter Burns, við grýlu þessa. Færasti blaða- maður hans, Hildy Johnson, sem séð hefur um lögreglufrétt- ir ogdómsfréttir blaðsins, ætlar að ganga i hjónaband og hætta fréttamennskunni. Burns reynir að sjálfsögðu að koma i veg fyrir þetta „vixlspor” blaða- „siðgæðislögreglan” svonefnda, sem einkum fæst við mál svo sem vændi, kynvillu og annað það sem siðspillandi getur tal- izt. Meðal starfsmanna þessarar sérdeildar eru þeir Michael Kenneely (Elliot Gould) og Patrick Farrel (Robert Blake). Þeir starfa saman að upp- lýsingu afbrota þeirra sem teljast siðspillandi og komast þar að sjálfsögðu i kynni við eitt og annað, sem hinn almenni borgari sér i fáum tilvikum, þótt það gerist við nasir hans eða nær. Þeir félagar komast að þvi að bak við meginhluta allra af brota sem þeir fjalla um — hvort heldur um er að ræða ein- falt vændi, morð, eiturlyfja- dreifingu eða annaö — virðist vera einn og sami maðurinn. Það er Carl Rizzo, sem er eins konar konungur glæpalýðs borgarinnar og hefur tök á borginni gegn um mútur sinar til embættismanna og annarra. Þeir félagar ákveða, þvert ofan i skýr fyrirmæli yfirboðara sinna, að leggja til atlögu við Rizzo og hnekkja glæpaveldi hans. Nota þeir til þess æði mis- jafnar aðferðir, sumar hverjar Það er sama hvort er, vændishússrekandinn sem jafnframt selur eiturlyf, eöa.... Laugarásbió: Forsiðan Leikstjórn: Billy Wiider Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Walter Matthau, Susan Sarand- on, Vincent Gardenia, David Wayne, Austin Pendleton, Allen Garfield, Harold Gouid. Byggð á leikriti eftir B. Hecht og Ch. McArthur. Það er ótrúlegt hversu margt getur gerztá einum sólarhring, eöa jafnvel hluta úr sólarhring, ef þvi er aö skipta. Skipt getur sköpum um lif manna og til- veru, áætlanir geta skapazt, fullkomnazt og hrunið að nýju, einn getur komið og annar farið og þannig mætti lengi telja. Einkum á þetta ef til viil viö um lif það sem fréttaritarar dag- blaða I stórborgum Bandarikj- anna lifa, þar sem hlutverk þeirra er jú aö vera þar sem fréttnæmir atburöir gerast, eða geta gerzt. Milli stóru blaðanna i Banda- rikjunum rikir ákaflega hörö og óvægin samkeppni. Þau keppa innbyröis um fréttir dagsins, hafa hvert sinn mátann á fram- setningu þeirra, hvert sinn mát- ann á skilningi á þeim, en hvert um sig svipaðan i eða sama máta á öflun þeirra. Allt það sem vakið gæti áhuga blaðales- enda er frétt. Hneykslismál borgarstjórnar, morð, rán, slysfarir, hjónabönd broddborg- ara, jafnvel tilfinningar hór- unnar, sem tekur tvo dollara fyrir „dráttinn” eru fréttir, ef tilreiðslan er unnin á réttan Hildy Johnson (Jack Lemmon) kveður félaga sina og keppinauta i blaðamannastétt, en hann ætlar að kvænast og hætta blaða- mennsku að fullu og öllu. Ætlaði... vildi ég sagt hafa. Þeir félagar Keneely og Farrel bera saman bækur sinar. Tónabió: Busting Leikstjórn: Peter Hyams Aðalhlutverk: Elliott Gould, Robert Blake, Allen Garfield, John Lawrence, Cornelia Sharp, Margo Winkler. Það er ekki ofsögum af þvi sagt hve verkefni lögreglu stór- borga heimsins eru orðin yfir- gnæfandi mikil. Morðog rán eru þar meir en daglegt brauð, af- brotog glæpir af hverju tagi svo algeng, að varla tekur þvi að sinna sumum þáttum þeirra meir. Lögreglan hefur ekki lengur undan að sinna þvi sem sinna verður og hinni almennu borgariögreglu til aðstoðar hafa verið stofnaðar sérdeildir og sérsveitir innan vébanda laga- varnakerfisins, sem hver um sig sinnir sérstökum málum, á sinn sérstaka hátt. Meðal þessara sérdeilda er KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.