Tíminn - 11.07.1976, Side 4

Tíminn - 11.07.1976, Side 4
TÍMINN Sunnudagur IX. júll 1976. M Gömlu Hollywood-stjörnurnar með sauma bak við eyrun Mae West Doris Day # Dean Martin # Henry Fonda Burt í ancmter Það er næsta furðulegt, hversu lttið gömlu Hollywood-andlitin breytast. Einhver man kannski eftir Merle Oberon, sem lék I. myndinni Svimandi hæðir 1939. Hún er fædd árið 1911 og er eins og ungbarnsrass i framan og nýgift pilti, sem er 25 árum yngri en hún, en litur út fyrir að vera 25 árum eldri en hann er. Ég held mér ungri með þvi að hugsa aðeins fallegar hugsanir, segir hún. Læknir hennar segir reyndar dálitið annað. Hún hefur látið gera á sér andlits^ lyftingu, rétt eins og Dean Martin, sem er 58 ára, Burt Lancaster, sem er 62 og Henry Fonda, sem nú er sjötugur. Gloria Swanson hefur ekki elzt um einn einasta dag frá þvi hún lék i myndinni Sunset Boule- vard fyrir 25 árum. — Það er vegna þess að ég stunda alltaf joga, segir hún. — Ætli þaö sé ekki heldur mér að þakka segir sá, sem framkvæmdi andlits- lyftinguna á henni. Doris Day, 51 árs, hefur ekkert breyzt frá þvi I gamla daga, þegar hún lék á móti Rock Hudson. Hún á útlit sitt einnig skurðlækni nokkrum að þakka. Elizabeth Taylor vill ekki láta gera á sér andlitsaö- gerðir vegna þess að hún er hrifin af hrukkunum sinum. — Ég elska hverja einustu hrukku á andliti minu, segir hún. — Ég hef sjálf unnið til þeirra, og einnig elska ég gráu hárin. Ég er búin að skira þau, hvert eitt og einasta og þau heita Burton. Ingrid Bergman er á sömu skoðun og Taylor og sömu sögu er að segja um Katharine Hepburn og Betty Davis. Mae West er I þessum sama hópi, og hún segir ögrandi viö aðdáendur sina: Þið skuluð bara kikja á bak viö eyrun á mér, þar eru engir skurðir. Afmælispeysan — USA Þann 4. júli s.l. hófust hátlöa- höld um öll Bandarikin vegna 200 ára afmælis þeirra. Undir- búningur hefur að sjálfsögöu verið mikill og margvislegur og ekki aðeins I Bandarlkjunum. T.d. I Arósum I Danmörku er fatahönnuöur, Finn Hjernö að nafni, og hann vildi leggja fram sinn skerf til þess aöhalda upp á afmælið og teiknaði þvi þessa afmælispeysu, sem dönsk stúlka sýnir hér á myndinni. Stúlkan heitir Jytte Breuning og þykir efnileg ung leikkona I Dan- mörku, a.m.k. stendur hún sig vel við að sýna kosti peysunnar, og hvort sem það hefur verið þessari mynd að þakka eður ei — þá seldust afmælispeysurnar mjög vel. — Þaö má segja, aö þær hafi runnið út eins og heitar lummur, segir Finn, hönnuður peysunnar. Hún giftist póstinum # Ungur, ástfanginn piltur skrif- aði 700 bréf, á tveggja ára tima- bili, til kærustunnar sinnar og baö hana um aö giftast sér. Árangurinn af þessum bréfa- skriftum lét ekki á sér standa. Stúlkan trúlofaðist póstmannin- um, sem hafði fariö með öll bréfin til hennar! Þetta gerðist I Taipei, Taiwan. DENNI DÆMALAUSI Bíddu viö, hvernig væri aö við skiptum um hlutverk. Þú færir I baö, og ég þurrkaði þér.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.