Tíminn - 11.07.1976, Qupperneq 15
Sunnudagur 11. júli 1976.
TÍMINN
15
Japanir ætla að
byggja nýja
höfuðborg
Yfirvöld i Japan í-
huga nú, hvort þeir
eigi að flytja stjórn-
arsetur landsins frá
hinni yfirfullu Tokió
til dals eins nokkrum
milum norðar. Það
kæmi væntanlega til
með að kosta um
1.800 miiljarða króna
að byggja nýja höf-
uðborg og tæki 10-15
ár.
hafa varnaraðgerðir i umhverfis-
málum smátt og smátt orðið
strangari. Astandið er einnig orð-
ið heldur skárra en það var.
Fjallið Fúsijama, sem er 55
kilómetra frá miðborg Tókió, sást
þaðan aðeins i 13 daga árið 1968.
Arið 1969 fjölgaði dögunum i 14, i
18 árið 1970, i 30 árið 1971, i 42 árið
1972, i 52 árið 1973 og i 57 daga árið
1974.
Raunar sést fjallið ekki allan
daginn heldur venjulega aðeins
að morgninum, meðan er heið-
skirt. Samt er þetta framför. Þaö
er enn sem fyrr fremur óvenju-
legt, að fjallið allt sjáist skýrt og
greinilega.
Eins og oft er gert i Japan hafa
menn soðið saman málamiðlun-
artillögu milli stórhuga áforms
Olympiusvæðiö I Tokyo
um að byggja alveg nýja höfuð-
borg og þess að láta allt vera ó-
breytt. Hún gengur út á, að hluti
stjórnarstarfsins verði flutt til út-
jaðars núverandi Tókióborgar.
Japanska rikið hefur nefnilega
endurheimt hluta af herstöðv-
unum i Tachikawa frá Banda-
rikjaher, en Tachikawa er ein af
borgunum 26, sem eru samvaxn-
ar Tókió. Hér var á sinum tima
æfingasvæði keisarahersins.
Hér hyggjast Japanir byggja
nútimaborg að hætti Vestur-
landabúa. Fyrirtækið mun kosta
um 1.800 milljarða króna miöað
við núgildandi verðlag og standa
10-15 ár.
Þegar 1964 voru yfirvöld i
Japan farin að ræða möguleika á
að flytja höfuðborg landsins.
Orsök þessa var sú, að Tokió var
oröin yfirfull af fólki og farar-
tækjum, og hugmyndin var sú, að
ef rlkisstjórnin yrði flutt, myndi
það stöðva aðflutning til borgar-
innar.
Nú hefur Shin Kanemaru aðal-
forstjóri tekið málið upp að nýju
og gerzt svo djarfur að stinga upp
á, að keisarinn og fjölskylda hans
flytji. Keisarahöllin er i hjarta
Tókió og umlukin breiðum virkis-
skurðum og 115 hektara stórum
trjágarði. Megnið af garðinum er
lokað almenningi.
Virkisskurðirnir eru breiðir og
fullir af vatni og þvi væri garður-
inn sennilega öruggasti staðurinn
I Tókió, ef aftur yrðu náttúru-
hamfarir á borð við jarðskjálft-
ann mikla 1923. Skjálftinn náði
styrkleikanum 8,2 á Richters-
kvarða. Samtals fórust 43.000
manns og 40.000 þeirra fundust
aldrei.
Menn óttast nú annan jafnöfl-
ugan jarðskjálfta eða enn sterk-
ari. Rannsóknir sérfræðina hafa
leitt i ljós skelfilegar niðurstööur:
Jaröskjálfti á Tókiósvæðinu, sem
væri nálægt 8 á Richterskvarða-
myndi sennilega eyða meirihluta
Tókió borgar, að mestu leyti I
eldsvoða. Þessar rannsóknir hafa
ýtt undir umræðurnar um að
flytja höfuðborg landsins.
Jarðskjálftahættuna nota bæöi
þeir, sem vilja flytja stjórnarset-
ur Japans frá Tókió, og þeir, sem
vilja hafa það á sama stað. Þeir
siðarnefndu halda þvi fram, aö
það sé siðferðilega rangt, að rik-
isstjórnin og þjóðkjörnir fulltrúar
flytji á öruggari stað meðan mill-
jónir óbreyttra borgara verði um
kyrrt I hættulegri borg.
Tókió, sem eiginlega er 27 borg-
ir, sem runnið hafa saman I eina,
hýsir nú 11,6 milljónir ibúa, en ár-
ið 1923 voru ibúarnir aðeins 4
milljónir. Ef með er talin ibúatala
borgabyggðarinnar við Tókióflóa,
telur borgin i heild 19 milljónir
manna. Ef með eru talin úthverfi
Tókió, sem eru svo nærri, að fólk
fer daglega til og frá vinnu þaöan
til höfuðborgarinnar, er ibúatala
þessarar miðstöövar Japans
komin upp i yfir 26 milljónir, og er
þar með þéttbyggðasta svæði
heimsby ggöarinnar.
Nokkrir snarpir jarðskjálftar
hafa oröið i Tókió. Þeir öflugustu
1707,1855 og eins og áður var sagt
1923.
Fyrir 8 til 10 árum hefði verið ó-
hugsandi að leggja þaö til I al-
vöru, að japanska þingið yrði
flutt, og þá var orsakanna að leita
i umhverfismálum. Allir, sem
börðust fyrir umbótum I þeim
efnum, hefðu lýst þvi yfir, aö slik-
ur flutningur væri sama og að
fulltrúar þjóðarinnar væru að
hlaupast burt frá ábyrgð sinni
með þvi að flytja sjálfir i heilsu-
samlegra umhverfi. En siðan
Ilvar
sem þú ferðast
um byggðir landsins eru
samvinnutryggingamenn
nálægir
Ikaupstöðum,kauptúnum og upp til sveita
eru umboðsmenn Samvinnutrygginga,
yfir áttatíu talsins.
Verðir þú fyrir slysi eða tjóni eru þeir
reiðubúnir þér til aðstoðar í tryggingamálum,
-séu Samvinnutryggingar þitt tryggingafélag.
Þeir ganga frá tjónaskýrslum, leiðbeina þér
°g kggja drög að uppgjöri tjónsins.
Góða ferð út á landsbyggðina.
SAMVIIVNUTRYGGINGAR GT.
ÁRMÚLA3
SlMI 38500