Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 10
Stofnandi Fálkans byrjaði að gera við reiðhjól árið 1904 og Fálkinn varð að stórfyrir- tæki í höndum hans Kálkinn hf. Suöurlandsbraut S i Reykjavik er eitt öflugasta fyrir- tæki landsins á sinu sviði, en fyrirtækiö selur margs konar vélar og iðnaða rvörur. Þekktastur mun Fálkinn hf. þó vera fyrir reiðhjólin og hljóm- plöturnar, en fyrirtækið vann þar öflugt brauðtryðjendastarf. Timinn kynnir að þessu sinni Fálkann h.f. og ræddum við forstjórann, Ölaf Haraldsson, viðskiptafræöing, en hann er þriðja kynslóðin, sem stjórnar Fálkanum. sonarsonur ólafs heitins Magnussonar er keypti Fálkann árið 1924 og hefur gert hann að stórveldi á sinu sviði. Ólafur hafði eftirfarandi að segja um Fálkann hf, sögu hans og starfsemi: Ólafur Magnússon, stofnandi Fálkans —Afi minn Ólafur Magnússon var ættaður frá Rauðasandi, fæddur árið 1873. Hann lærði trésmíði og byggði mörg hús i FALKINN HF. Suðurlandsbraut 8 og Laugavegi 24 Rætt við Ólaf Haraldsson, viðskiptafræðing, forstjóra Fólkans Reykjavik, eða vann við smiðar þeirra, en hann fékk snemma áhuga á reiðhjólum og mun hafa byrjað að annast viðgerðir þeirra þegar árið 1904, sem verður að teljast vel af sér vikið, þvi saga reiðhjólsins i þeirri mynd er við þekkjum það, er ekki eldri en svona eitt hundrað ára. Islend- ingar byrjuðu þvi snemma að hjóla. I fyrstu fékkst hann við reið- Bragi ólafsson, verkfræðingur og fyrrum forstjóri Fálkans hf. Hann hóf snemma afskipti af Fálkanum og aðeins 18 ára að aldri lagði hann grundvöllinn að reiðhjólaframleiöslu Fálkans. Bragi lézt I nóvember 1975. Bragi var sonur ólafs Magnússonar, stofnanda Fálkans, sem fram kemur I greinum. hjólaviðgerðirnar i hjáverkum. Hann var laginn járnsmiöur, þótt trésmiðar væru hans aðalfag og frá árinu 1910 fékkst hann ein- vörðungu við reiðhjólaviðgerðir, sem og skylda starfsemi. Viðskipti með reiðhjól og allt, er þeim farartækjum viökemur er þvi hinn raunverulegi grund- völlur að Fálkanum og þeirri fjöl- þættu starfsemi, er við nú rekum. Ólafur Magnússon, byrjaði mjög fljótlega að flytja inn til landsins reiðhjól, og hann hafði um tima leigu á reiðhjólum, sem var liklega svipað og bilaleigurn- ar núna. Þetta var þörf starf- semi. Menn vildu gjarnan skreppa á reiðhjóli, þótt þeir teldu sig ekki þurfa aö eiga sUk farartæki. Þá voru engir, eða mjög fáir bilar og almennings- vagnar voru ekki til. — Hver stofnaði Fálkann? —Þaö var danskur maöur, sem það gerði. Ólafur Magnússon, keypti fyrirtækið árið 1924. Við á hinn bóginn teljum Fálkann hf. vera eins konar framhald af þvi starfi sem Ólafur hóf varðandi reiðhjól, þegar árið 1904. Það sem ólafur keypti var að- eins lltið, venjulegt reiðhjóla- verkstæði og búð. — Nú þaðerskemmst frá þvi að segja, að fyrirtækið dafnaði undir stjórn ólafs og fljótlega náði hann valdi á þessari nýju starfsgrein. Fálkinn.var upphaflega til húsa að Laugavegi 24, en þar stóð þá gamalt timburhús. í austurend- anum var verzlunin Brynja, en Fálkinn var i vesturendanum. Ólafur keypti siðan allt húsið Laugavegur 24, og þar með var verzlunin í öllu húsinu. Siðan var byggt við húsið úr steini, fyrst ranghali, sem var sölubúð, en siðan húsiö, sem þar stendur nú, en það var talið stórhýsi á þeirra tima mælikvarða. Þarernúm.a. til húsa hljómplötudeild Fálkans og Skóverzlun Hvannbergs- bræðra. Húsin á bakvið, eða bak- húsin við Laugaveg 24 standa lika flest ennþá, þar á meðal skúrinn, sem ólafur byrjaði að fást við viðgerðirnar i. Þetta húsrými er nú notað til annars, og er ekki i eigu Fálkans hf. heldur sumra barnabarna Ólafs Magnússonar, en hann og kona hans Þrúður Guðrún Jónsdóttir áttu 9 börn. — Það mun hafa verið árið 1925, eða skömmu þar á eftir að Fálkinn hóf sölu á hljómplötum, en það hefur lika á vissan hátt verið starfsemi, sem aflað hefur Fálkanum viðskipta, ekki siður en reiðhiólin. Fálkinn byrjaði lika mjög snemma að gefa út íslenzkar hljómplötur, en aílt frá árinu 1930 hefur verið hér veruleg hljómplötuútgáfa, og núna seinast gáfum við út Verstaf öllu með Rió triói. Þá rekum við véladeild, sem selur margvislegan vélbúnað, bæði varahluti og heilar vélar og frá árinu 1971 höfum við einnig rekið sérstaka deild með heimil- istækj um. Á seinasta reikningsári eða árið 1975 kemur i ljós,;að velta fyrir- tækisins var um 55o miljónir króna, og á árinu 1976 verður hún verulega hærri. Hver er hlutur hinna einstöku deilda i rekstrinum: Siguröur F. Ólafsson, fyrrum forstjóri Fálkans. Hann vann alla sina starfsævi við Fálkann. Sigurður lézt I mai siðastliðnum. Hann var einn sona ólafs Magnússonar, sem siöar eignuðust fyrirtækiö og ráku þaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.