Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 9 Hjalti Elíasson, forseti B.S.Í.: Með þátttöku í alþjóðakeppnum Slslaíatalaíataíálalaíaíaípísísíalálaígtá Verktakar — Sveitarfélög minnum við á tilveru þjóðarinnar og höldum uppi merki íslands 3820 grafa — MOKSTURSVÉL er til sýnis og sölu — Leitið upplýsinga Flestir islenzkir bridgespil- arar þekkja til Hjalta Elías- sonar bæði sem landsliðsspilara svo og sem núverandi forseta Bridgesambands tslands. Hjalti hefur spilað bridge i meir en 20 ár og þekkir þvi vel ti) þróunar bridge-mála hér á landi. Hann hefur tekið þátt i a.m.k. 16 landsliðskeppnum, en fyrsta mót hans erlendis var Evrópu- mótið 1960, sem haldið var á ttaliu. Þar hefúr hann sennilega fyrst komizt i kynni við sýn- ingartöflurnar, sem reyndar voru mjög ófullkomnar á þeim tima, þvi veturinn 1961 smiðaði Hjalti mjög fullkomna sýn- ingartöflu, sem er enn i fullum notum hjá Bridgesambandinu og margir bridgespilarar hafa séð. Tafla Hjalta er reyndar enn mjög fullkomin miðað viö er- lendar sýningartöflur, þvi viðast hvar notast þeir við myndvarpa, sem eru frekar ein- faldir og leiðinlegir. Fyrir utan að vera mikill og góður spilari, þá hefur Hjalfi haft nokkur afskipti af félags- málum bridgemanna. Hann hefur verið forseti Bridgesam- bands Islands (B.S.Í.) siðan 1974 og var áður formaður bridgefélags Reykjavikur i tvö ár. 1 tilefni af för islenzka ung- lingalandsliðins til Sviþjóðar, nýutkomnum bridgelögum Alþjóðasambandsi ns, sem Jakob Möller þýddi, meistara- stigum B.S.l. og fleiri atriðum, þá ákváðum við að ræða við Hjalta umþessa þætti og bridge- mál almennt. Bridge: í fyrsta lagi hugvisindi. Svo við byrjum á byrjuninni, hvað er bridge? Bridge er fyrstogfremsthug- ariþrótt. En það er einnig sam- bland af fleiri greinum. Bridge er i'þrótt, þvi stöðugt eru að koma fyrir spennandi augna- blik. Bridge er visindi, þvi spil- arar nota visindalegar aðferðir við lausn sumra spila. Við byggjum t.d. þekkingu okkar mikið á h'kindafræöinni. Og bridge getur einnig verið list, þvi sum spil geta verið leyst á svo einfaldan og fallegan hátt, að undursamlegt er á að horfa. En við megum aldrei gleyma, að bridge var hugsað sem tóm- stundargaman og það er það enn. Um Bridgesamband islands. Hvernig hefur B.S.t. þróazt i stjórnartið þinni? Þegar ég tók við Bridgesam- bandinu,þá var starfsemi þess i algjöru lágmarki. Við höfðum enga skrifstofu, enga bóksölu og fjárhagurinn var bágborinn. Nú erum við komnir með skrifstofu og bókasölu, sem er ákaflega mikilvægt, þvi bóka- Hjalti Eliasson, forseti Bridge- sambands islands. búöir eru með frekar takmark- aðan fjölda bókatitla. En hér á skrifstofunni höfum við senni- lega eitthvað um 50 bókatitla 1 dag eru 28 félög aðilar að B.S.I., en fjöldi félaganna er ekki alveg ljós. Það er þó ekki aðalatriðið, þvi við vitum að gifurlegur fjöldi manna og kvenna spila bridge að stað- aldri, þótt þeir séu ekki aðilar að neinum samtökum. Ég mundi gizka á, aö 10% af þjóð- inni spili bridge að staðaldri. Langstærsti tekjuliður Sam- bandsins er firmakeppnin, en auk þess er bikarkeppnin mikil- væg, þar sem ágóðinn af þeirri keppni rennur beint til ungl- ingastarfsins. Stærsti útgjalda- liðurinn er svo utanfarir. 1 þessu sambandi vil ég endi- lega að komi fram, að öll vinna er unnin, I sjálfboðavinnu og hafa þar margir lagt á sig óeigingjarna vinnu. Þátttaka i alþjóða- keppnum. Nú segir þú að utanfarir séu stærsti útgjaldaliðurinn. Iiefur þátttaka I erlendum mótum ekki verið gagnrýnd? Jú, en gangrýnendum sést yfir nokkur mjög mikilvæg atriði. 1 fyrsta lagi þá erum við aðilar að alþjóöasamtökum og sem meðlimur i slikum, þá þýðir ekki að vera félagsskitur. Méð þvi að taka þátt i mótum erlendis, þá höldum við uppi merki Islands og minnum á til- veru þjóðarinnar. Árangur islenzkra bridgemanna á alþjóðamótum er lika það góöur, að sjálfsagt er aö halda þvi áfram. BAGGAKASTARI Afgreiðum þennan sterka kastara af lager EIGUM EINNIG BAGGASLEÐA OG BAGGAKVÍSLAR laíalsIalalaíalalálaísIalalalalaSIaíalalaSlsilalalslslalalalsls Þviersorglegttilþess að vita, hve lélegan stuðning við höfðum fengið hjá hinu opinbera þvi i fáum greinum hafa islenzkir keppendur staðið sig jafnvel og einmitt f bridge. Við verðum að leggja áherzlu á, að þetta er ekki einungis einkamál iridge- manna. Við spilum þarna undir merki Islands ogerum fulltrúar þjóðarinnar. Lélegar undirtektir stjórnvalda Hvaða stuöning hafið þið hiotið hjá stjórnvöldum? Þvi er fljótsvarað, þar sem stuðningurinn er sáralitill eða 100 þús. kr. frá islenzka rikinu. Þetta er mjög einkennileg afstaða, þvi' Bridgesambandið vinnur mjög gott og þarft þjóð- félagslagt verk. Ég .hef þegar minnzt á utanlandsferðirnar, að við séum þar að keppa fyrir hönd íslands. Varðandi ung- lingastarfsemina, þá er þetta enn einkennilegra. Erlendis er þetta starf litið allt öðrum augum og þvi gefinn mikill gaumur. T.d. bara i Sviþjóð þá veita þeir 28 miljónum til ung- lingastarfsins. Þótt viö förum ekki fram á svo mikið, þá get ég ekki skilið annað en að við ættum skilið að fá nokkur hundruð þúsund til að hjálpa okkar unglingum. En þarna tölum við alveg fyrir daufum eyrum. $ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik sími 38900 SSIálálalalsIalaláSIálalalálaláíalalgls Auglýsið í Tímanum Samband islenzkra samvinnufélaga VELADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 E]E]E]E]E]E]E]E]E]B]E]G]E]E]E]E1E]E]E]E]E1EIE]E]Q]BÍG]B]Q]Q]B]Q

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.