Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR— KVIKMYNDIR -- KVIKMVNDIR — AÐUR SEÐ — Laugarásbíó: Dýrin í sveitinni Laugarásbió hefur enn eina sýningu dagiega á teiknimyndinni „Dýrin I sveitinni” eftir þá féiaga Hanna og Barbera. Þessi kvikmynd er á allan hátt hin upplagðasta fjölskyldu- kvikmynd. Þó barst um það ábending gegnum sima, tii umsjónarmanns kvikmyndasiðunnar, að óheppilegt væri að taka nafnið „fjölskyldumynd” svo alvarlega að kornabörn væru höfð með. Þau hafa vist litið gaman af kvikmyndum fyrr en nokkru eftir að eins árs aldri er náð og grátur þeirra er næsta hvimleiður fyrir aðra gesti hússins. Annars var þetta útúrdúr, en af myndinni sjálfri er það að segja, að þótt hún ef til vill nái ekki þvi bezta sem komið hefur frá sniilingum Disney-kvikmyndaversins, þá er þetta engu að siður vel frambærileg teiknimynd og óhætt að mæia nokkuð með henni. Tónabíó: Þrumufleygur og Léttfeti „Þrumufleygur og Léttfeti” er, að öðrum ólöstuðum, meðal beztu glæpamynda sem ég hef séð lengi. Hún hefur margt til að bera, sem vert væri að telja fram, en þó felst dyggð hennar I minum augum fyrst og fremst I þvi að hún fer ekki að öllu leyti troðnar slóðir. Fitjaðer ofurlitið upp á nýjungum I henni. Leikstjórn kvikmyndarinnar er i höndum Mikael Cimino, sem kemur mjög vel frá þvi verki sinu. Aðalhlutverk leika þeir Clint Eastwood, Jeff Bridges og George Kennedy. Kvikmynd þessi er spennandi, án þess.að vera á nokkurn hátt þrungin spennu. Inn i hana er vafið hæfilega mikiili kimni til þess að fylla allar holur I þræðinum, þannig að við þær verður ekki vart. Hún hefur sem sé flest tii aðbera, og ekki sakar að geta þess — svona i restina — að Jeff Bridges fer á kostum I túlkun sinni á Léttfeta. Leikur hans er svo góður að hinir falla i skuggann og eru þó engir aukvisar. Stjörnubíó: Svarta gullið Stjörnubió hefur undanfarið sýnt kvikmyndina „Svarta gulliö”, eöa „Oklahoma Crude”, eins og hún heitir á frummál- inu. Nú fer hver að veröa slöastur _ iaö sjá mynd þessa, sem mikil aðsókn hefur verið að, þvi bióiö mun aðeins sýna hana fram yfir Verzlunarmannahelgina. Kvikmynd þessari er leikstýrt af Stanley Kramer, en með aðalhlutverk fara þau George C. Scott, Fay Dunaway, John MiIIs og Jack Palance. Æðisleg nótt með Jackie hin ógæt- asta gamanmynd Austurbæjarbió: Æðisleg nótt með Jackie Aðalhlutverk: Pierre Richard, Jane Birkin. Það mætti vafalítið setja frariskar gamanmyndir upp i formúlu — likt og bandariskar gamanmyndir, italska vestra og sovézk, verkalýðsdrama — og fella hana að þvi sem fyrir augu ber. Það mætti ákvarða hundraðshlutfall kynæsingar, stjórnmála, afkáranleika og annars, þylja það upp með merkissvip á andlitinu og segja sem svo að nú standi allt heima. Formúlan stendur fyrir sinu. Þaö verður þó ekki gert, þvi formúlur eru leiðinlegar jafnt fyrir þann sem út af þeim nuddar, sem þann er notar. Þess utan þarf þá alltaf að þylja um frávik, sem stundum eru nægilega mörg til að eyða broddinum úr formúlutalinu. Formúlerum samt Samt sem áður get ég ekki stillt mig um að vikja aöeins skrifum minum að formúl- eringu franskra gaman- mynda, eöa öllu heldur, tveim atriðum sem mér finnst ein- kenna þær nokkuð mikið. - í fyrsta lagi er um leik með kynhvöt áhorfandans að ræða, sem leikinn hefur verið i flest- um — ef ekki öllum - þeim Irönskum kvikmyndum sem ég hef séð. Leikur með kynhvöt á sér að visu stað i kvikmyndum flestra þjóða (nema, ef til vill i þeim kvikmyndum kinverskum sem ætlaðar eru unglingum innan tuttugu og fimm ára aldurs, en þeim ku kynlif með öllu forboðið þar I landi). Ekki er það þó á sama veg, þvi Frakkar skera sig nokkuð úr að þessu leyti. Þeir setja upp svipaðar og jafn óhugsandi stöður og kvikmyndahöfundar annarra landa, en gæða samt sem áður allar senur blæ, sem ef til vill hefur ekki kallaður annað en saklaus sektarblær. Ef til vill stafar þetta af þeirri hvöt Frakka aðhalda konunni á stalli sinum. I öllu falli sjást hvergi senur i kvikmyndum annarra þjóða, sem vekja jafn mikið með jafn litlu. Hitt atriðið, sem ég vil nefna hér, er jafnvel öllu skýrar ein- kennandi fyrir franskar kvik- myndir— það er gamanmyndir. Það eru öfgar þeir i' frásögnum og útfærslu atriða sem nokkuð mikið ber á, og sem óneitan- lega, gerir kerfisþrælkuðum ts- lendingi nokkuð erfitt um vik með að njóta kímninnar. Frakkar ýkja allt i kvik- myndum sinum. Hvort heldur þaðer heimska manna, óheppni HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Voldimarsson þeirra, klunnaháttur, eða annað það sem hugsanlega er til þess fallið að vekja hlátur. Aftur á móti hafa þeir mun minni til- hneigingu til að ýkja hina göfugri eiginleika mannlegrar náttúru og vilja. Þessi lika Þvi nefni ég þetta tvennt hér, að kvikmynd sú er greinarkom |ætta l'jallar um, einkennist ein- iuitt verulega af þessu hvoru tveggja. 1 fyrsta lagi grundvallast söguþráðurinn á hugmyndum marina . um lif — og þá einkum kynlif — þeirra kvenna sem hafnar hafa verið til stjarnanna fyrir einhverjar sakir. 1 öðru lagi eru viðbrögð, at- hafnir og eiginleikar persóna myndarinnar ýkt mjög viða, jafrivel svo að út yfir þjófabálk taki, en viða þó þannig að þaðer til bóta. En, við höfum rétta röð. Kvikmynd þessi, „Æðisleg nótt með Jackie”, fjallar um kvik- myndastjörnu og stærðfræði- kennara, kynni þeirra, sam- skipti og áhrif hvorsum sig á lif hins. Sem kvikmyndastjarna er Jackie undirstöðugu „eftirliti” Ijölmiðla, sem að þvi leyti til telja sig eiga einhverjum skyld- um að gegna við lesendur sina. Að mati Jackie sjálfrar sinna þeir skyldum þessum einna lielzt með spuna lygasagna og Múðtirs um einkalif hennar — sem þó greinilega hefur átt sinar litriku stundir. Sagnir þessar, sem blöð velta sér upp úr, hafa gert hana að einskonar tákni siðspillingar i Frakklandi. Það er þvi engin furða þótt kúgaður stærðfræðikennari i stúlknaskóla, sem þar að auki er svo óheppinn að vera fæddur sonur siðavands borgarstjóra sem setur baráttuna gegn spill- ingu hvers konar efst á lista yfir kosningaloforð si'n — telji það skyldu si'na að fyrirlita kvik- myndadisina i orði, þótt hann ef til vill væri ekki reiðubúinn að láta athafnir af sama tagi fyigja- Leiðir þeirra stjörnunnar og stærðfræðikennarans mætast að sjálfsögðu fljótlega (þvi annars væri til litils af stað farið) og upphefst þá mikill darraðar- dans. Aðstæður sjá að sjálf- sögðu fyrir þvi aö samlega leiða þeirra verður túlkuð sem sam- lega þeirra sjálfra og lendir þvi allt i loft upp — bæði hjá þeim sjálfum og öðrum umhverfis þau. Nánar er ekki vert að rekja þráðinn, sem siztdofnar þegar á myndina liður, þvi sjón er jú sögu rikari, einkum ef sagan er ekki sögð fyrst. Nægir að taka fram að sagan ber ósköp litið af nvnæmum i sér. 101' til vill skýrari Ekki verðursvo frá horfið nú, að ekki sé minnzt á það að ein- hvern veginn virðist kvikmynd þessi standa nær islenzkri kimnigáfu (ef það telst ekki þjóðarhroki að telja það á ein- hvern hátt sérstakt fyrirbærii en margar aðrar „löndur” hennar. Til dæmis held ég að ég hafi skilið alla brandarana i þessari mynd, þótt ég hafi oft upplifað það, meðan ég hef horft á franskar grinmyndir, að ég hef vitað aö þaö sem fór fram á tjaldinu var fyndið, en fann aftur á móti engan skilning á þvi hvers vegna eða vegna hvers. Þetta verður að teljast myndinni til kosta. Að öðru leyti fær hún aðeins meðmæli sem ágætis afþreying og olt á tíðum reglulega fyndin. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.