Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. ágúst 1976. TÍMINN 7 HELGARSPJALL Ásgeir Bjarnason, forseti Alþ.: Áætlanir, vinnuafl, fjármagn, árferði Mikill framkvæmdamaður i bændastétt var að þvi spurður, hvort hann hefði gert áætlanir fram itimannum framkvæmdir á jörð sinni. Hann svaraði þvi neitandi, en sagði að það væri einkum þrennt sem hefði ráðið framkvæmdunum: timinn sem hann hafði frá bústörfum (vinnuaflið), fjármagnið sem myndaðist, þegar vel gekk og siðast en ekki sizt árferðið. Hann sagðist oft hafa unnið mikið og viljað standa i skilum við alla og það hefði sér tekizt. Þessi þrjú grundvallaratriði: vinnuaflið, fjármagníð og ár- ferðið erú vafalaust tekin með i reikninginn, þegar gerðar eru áætlanir, þótt þar komi sjálf- sagt margt annað til, sem einungis hagfróðir sérfræðingar taka með, þegar þeir gera framkvæmdaáætlanir á hinum fjölmörgu sviðum athafnalifsins Þaðer mikið um það rætt, að það þurfi að gera framtiðar- áætlanir fyrir landbúnaðinn. Skipuleggja framleiðsluna og koma i veg fyrir það, að byggi- legar sveitir fari i eyði. Þegar hefur verið hafizt handa i þessum efnum og tekin fyrir viss landssvæði, þar sem talin er vera mikíl þörf á þvi að spyrna við fótum, gbeða athafnalifið og bæta lifsskilyrði fólksins. Fyrir nokkrum árum siðan, var gerð framkvæmdaáætlun fyrir Inndjúp og standa fram- kvæmdir þar yfir. Þá hefur verið gerð áætlun fyrir Árnes- hrepp i Strandasýslu og eru framkvæmdir hafnar þar, einnig hefur verið gerð fram- kvæmdaáætlun fyrir Fjalla- hrepp i Norður-Þingeyjarsýslu. Viðar er hafinn undirbúningur að framkvæmdaáætlunum, þar sem talin er vera þörf á þvi. og viss hætta á að byggðir fari i eyði. Reynslan i þessum efnum er ekki mikil og ýmsir byrjunarörðugleikar, eins og vænta mátti. Þvi er skynsam- legt að flýta sér hægt og huga vel að þeim ýmsu þáttum, sem kunna að hafa sin áhrif á áætl- anir og framkvæmdir sam- kvæmt þeim. Þar þarf að haldast i hendur, ræktun lands- ins og byggingar yfir hey og bú- fé. Félagsleg þjónusta og fram- kvæmdir á þvi sviði eru vafa- laust með i þessum áætlunum, eins og póstur, simi, rafmagn, skólar, heilsugæzla, verzlunar- aðstaða og siðast en ekki sizt vegir og sums staðar hafnir og flugvellir. Viða er þessi opin- bera þjónusta til staðar, en þarf Asgeír Bjarnason. endurbóta við. Her er þvi um viðtæk verkefni að ræða þar sem vinnuaflið, fjármagnið og árferðið ráða miklu um fram- kvæmdahraðann. „Margs þarf búið með” og fleira er sem huga þarf að, en það sem þegar hefur verið nefnt. Sala búafurðanna er veigamikill þáttur sem lika verður að taka með i dæmið. Þótt landbúnaðurinn byggist að mestu leyti á innanlandsnotkun og neyzlu, þá hefur það lengi verið svo, að alltaf hefur þurft að flytja út hluta af búvöru- framleiðslunni. tJtflutnings- verðið hefur verið misjafnt og fer það eftir þvi, hvaða vara út er flutt og hverjir kaupa. Viða sveltur fólk i heiminum og gott væri það, ef búvara okkar gæti dregið úr þeim hörmungum. Það þarf að hefja nýja sókn i afurðasölumálum bænda. Þótt alltaf sé að þeim unniö, þá þarf samt að leita að nýjum mörk- uðum. Rikisvaldið hefur ekki varið miklum fjármunum i markaðsleit, en hjá þvi verður vart komizt, ef verulegur árangur á að nást, og það getur lika borgað sig fyrir það opin- bera, þvi alltaf er gjaldeyrir af skornum skammti. Hlutur landbúnaðar i útflutn- ingi hefur farið vaxandi siðustu árin, einkum i fullunnum vörum úr ull, gærum og skinnum, sem eru mjög eftirsóttar erlendis og seljast fyrir hagstætt verð, og þaðþóttmeira væri. Dilkakjötið þykir viða gott og selst sums staðar fyrir gott verð, einnig vissar tegundir osta, en mikið vantar á að allar þessar vörur og ýmsar aðrar, sem út eru fluttar seljist fyrir gott verð. Lax og silungur hefur stór- hækkað i verði erlendis hin siðari ár, einkum i Frakklandi og islenzki reiðhesturinn — gæð- ingurinn selst vel i Þýzkalandi og viðar. Allt skapar þetta vonir um að það séu möguleikar á að selja úr landi fleiri landbúnaðarafurðir og fá fyrir þær hærra verð er nú er. Sölumöguleikar geta verið viða, þott hér verði ekki taldir. Gjaldéyrisstaða okkar ts- lendinga hefur oft verið erfið og er það mjög um þessar mundir. Þviverðuraðgeraalltsem unnt er til þess að efla útflutnings- framleiðsluna, bæta gjaldey.ris- stöðuna. Það er trú min og von, að landbúnaðurinn og fram- leiðsluvörur hans geti i framtið- inni orðið sterkur þáttur i verð- mæti útflutnings, þegar búið er að kanna þau mál vel og finna nýja markaði. Það er vart hægt að horfa fram hjá þessum málum i sambandi við áætlanir. „Oft er það gott sem gamlir kveða”. Reynsla og hyggindi hins aldna bónda, er ég gat um i upphafi, er gömul en sigild þvi fjármagnið er afl þeirra hluta sem gjöra skal, og það þarf tima til að framkvæma. Arferðið ræður svo alltaf miklu um af- komu allra. Þessir þrir þættir eru undirstaðan sem enn þá hafa sitt hagræna gildi i öllum framkvæmdum og framförum, þótt fleira komi þar til með breyttum timum og nýrri tækni. Slysalaus umferð — í upphafi verzlunarmannahelgar — hs — Rvik. Samfelld umferð var út úr Reykjavik langt fram á aðfaranótt laugardagsins að sögn Óskars Ólasonar, yfirlögreglu- þjóns hjá umferðardeild Reykja- vikurlögreglunnar i gærmorgun. Engin stórvægileg óhöpp höfðu orðið, þrátt fyrir þessa geysi- þungu umferð. ♦ j Gestkvæmt í Arnesþingi — s|ö teknir ölvaðir við akstur Nokkuð mikil ölvun var i borginni á aðfaranótt laugar- dagsins og fangageymslur lög- reglunnar fullsetnar. Oft hefur þó verið gestkvæmara I fanga- geymslunum. Þær voru aðeins einsetnar I fyrrinótt en hafa hins vegar oft verið tvl- til þrisetnar, að sögn lögregluvarðstjóra. —hs—Rvlk. Mjög gestkvæmt var orðið I Árnesþingi I fyrrakvöld, að sögn lögreglunnar á Selfossi I gærmorgun og var búizt við enn frekari gestakomum. Umferðin hafði gengið nokkuð vandræða- laust, en frá föstudagskvöldi til Iaugardagsmorguns þurfti lög- reglan að hafa afskipti af 7 öivuðum ökumönnum. Flestir gestanna stefndu á úti- hátiðina Rauðhettu við Olf- ljótsvatn, en margir voru enn- fremur komnir á Þingvöll. Laugarvatn, i Þjórsárdal, að Árnesi og Borg i Grimsnesi. Allt tiltækt lögreglulið er starf- andi auk þess sem aðstoð hefúr borizt frá Rvik. Eins og áður gat hafði umferðin gengið nokkuð vel framan af, nema hvað einn bill valt við Svinavatn, án þess þó að alvarleg meiðsl yrðu á fólki, og harður árekstur varð á Selfossi seint á föstud., ennfremur án alvarlegra meiðsla, eftir þvi sem bezt var vitað. Að öðru leyti hafði aðeins verið um smávægilegt klór að ræða á bilastæðunum við Úlfljóts- vatn að sögn lögreglunnar á Sel- fossi. Skátamót í Leyningshólum KS—Akureyri — Skátafélögin á Akureyri halda skátamót I Leyningshólum um verzlunar- mannahelgina. Mikill áhugi mun vera fyrir mótinu, og er búist við að milli 400 til 500 skátar viðsveg- ar af á landinu muni sækja mótið. Fjölskylduibúðir verða starf- ræktar, þar sem gamlir skátar og fjölskyldur skáta geta tjaldað, og tekið þátt i dagskrá mótsins. Dagskrá verður mjög fjölbreytt bæði til fróðleiks og skemmtunar. Má t.d. nefna markferðir, útield- un, næturleiki, tivolí og dagblað verður gefin út á staðnum. Frá hádegi á sunnudaginn 1. ágúst verður svæðið opið almenn- ingi og um kvöldið verður varð- eldur mótsins. Urgur í íbúum Lauga rneshverf is — mótmælaundirskriftum safnað á nýjan leik —hs—Rvik. Eins og sagt var frá I Timanum fyrir skömmu, hafa ibúar Laugarneshverfisins mót- mæit fyrirhugaðri byggingu fimm ibúða raðhúss á svo kallaðri Bjargslóð. Borgarverkfræðingur sendi síðan ibúum hverfisins bréf, þar sem málið var kynnt frekar og óskaö eftir frekari viö- brögðum. tbúar hverfisins, milli Otra- teigs og Laugalæks, hafa nú hafið undirskriftasöfnun á ný og hyggj- ast þeir senda þann lista, ásamt mótmælum sinum, til borgar- stjóra og borgarráðs, en um málið átti að fjalla i borgarráði bann 10. ágúst næstkomandi. Mikill urgur er i fólkinu út af þessari fyrirhuguðu byggingu, sem það telur að muni skaða hið rólega og rótgróna hverfi og jafn- vel valda verðrýrnun ibúða þar. Telur það sig hafa haft fulla ástæöu til að ætla, að á Bjargslóö- inni yröi grænt útivistarsvæöi. A undan timanum í 100 ár léttir meðfærilegir viðhaldsíitlir fyrir stein- steypu. Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjonusta. 06 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640 k*ÍL.jLJ M þjöppur slípivelar dælur sagarblöö steypusagir þjöppur U bindivirsnillur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.