Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. Heimilistækjadeild Suöurlandsbraut 8, en það er yngsta deild Fálkans. Þar er gffurlegt úrval raftækja. Véladeiid Suðurlandsbraut 8. Þarna eru þúsundir véiarhluta, sem ekki láta aliir mikið yfir sér — nema þegar eitthvað bilar, eöa þá vantar. Fálkinn rekur birgðastöð af margskonar varahlutum fyrir atvinnu- vegina. Hluti af lagerhúsnæði véladeiidar. Þaö þarf mikla fjármuni og mikia reynslu til þess að halda lager storfyrirtækis af þessari gerðsvo hann megi vera sivirkur, og svo til ávalit fær um að veita þá þjónustu, r-.Ií1,.re'*tna^ er me®- Hundruð tonna fara um lagerinn á ári hverju og þá geta menn séö hver eininga- fjoldinn muni vera. — Þau reyndust mjög vel og eru mörg þeirra i gangi enn þann dag i dag. i reiðhjóladeildinni var einnig fullkomið reiðhjólaverkstæði, en það rekum við þó ekki lengur. Þrir fyrrverandi starfsmenn Fálkans reka viðgerðarverkstæði nú fyrir eiginn reikning hér á baklóðinni, en þótt það sé sjálfstætt fyrirtæki er það i nán- um tengslum við okkur. — Reiðhjólið er ekki lengur sama samgöngutækið og það var. Þó hefur áhugi á reiðhjólum farið vaxandi siðustu þrjú fjögur árin. Talið er að árlegur innflutningur sé um 6000 hjól á ári og þar af seljum við um helminginn. Hjólin flytjum við aðallega inn frá Bretlandi, Póllandi og frá Noregi og svo minna magn frá öðrum löndum. — Hverjir kaupa reiðhjól? — Það er unga fólkið, ungling- arnir. Þeir kunnaað meta hjólið. Þá eru i borginni nokkrir full- orðnirmenn og konur, sem haldið hafa tryggð við reiðhjólið og nýir bætast við og nú seinast þá hafa menn i auknum mæli tekið upp hjólreiðar sem sport, en hjólreið- ar eru ein bezta hreyfing, sem hugsazt getur. Það eru til sérstök hjól til þrekæfinga og þau seljum við einnig, en flestir kjósa þó að hjóla út um borg og bý um leið og þeir safna þreki. Reiðhjóladeildin flytur inn og selur allar rekstrarvörur til hjól- reiða, svo og barnavagna, þrihjól og leikföng. Svo og vasaljós og margs konar vörur i þeim flokki, rafhlöður og fl. Þá höfum við einnig i vaxandi mæli selt ör- yggishjálma og barnastóla i bila, en menn gefa öryggismálunum gaum á þessum timum, þegar svo mörg slys verða i umferðinni. Auk þess selur deildin alls konar rafmagnsverkfæri. sjónvarpstæki og saumavélar. ' Necchi saumavélin i 40 ár Innflutningur á saumavélum á sér langa sögu hjá Fálkanum, en það munu nú vera um 40 ár siðan við hófum innflutning á itölsku Necchi saumavélunum, sem er útbreiddasta saumavélin á Islandi. Hún hefur verið mest selda vél- in i landinu i áratugi, enda bæði ódýr og vönduð. Hún kostar nú frá 41.500 krónum Salaná Necchi saumavélinni er annars gott dæmi um fyrirtækið i heild. Við seljum góðmerki og við látum okkur annt um varahluta- og viðgerðarþjónustuna. Það er mjög þýðingarmikið atriði og al- gjör forsenda þess að unnt sé að stunda tækjainnflutning i stórum stil. Viðliggjum meðstóran vara- hlutalager f þessu skyni. Necchi vélarnar skipta auðvitað þúsund- um, en við seljum 400-800 sauma- vélar á ári, en þetta er nokkuð breytilegt frá ár.i til árs eftir al- mennum hag manna og f járhags- stöðu. Saumavélin er eitt þeirra tækja, sem heldur sifellt velli. Konur vilja geta saumað og gert við þótt tilbúinn fatnaður aukist. — Þessar nýju saumavélar geta lika gert ótrúlegustu hluti, sem áður voru óþekktir, og þær eru auðveldar i notkun. Þá seljum við þarna sjónvarps- tæki i vaxandi mæli. Þau eru af gerðinni HMV., sem er heims- þekkt merki. Hljómplötu deildin. Hljómplötudeild Fálkans á söguað rekja allt til ársins 1925, er byrjað var að flytja inn hljóm- plötur til sölu i Fálkanum. Það má segja að íslendingar hafi verið fljótir að tileinka sér þennan hljómflutningsmáta, þvi gramm- ófónar komu mjög snemma hing- að til lands. Það mun hafa verið i sambandi við alþingishátiðina að Fálkinn lét gera fyrstu „islenzku” hljóm- plötuna og siðan hefur hljómplötuútgáfa verið fastur lið- ur i starfinu. Fengnir voru erlendir verk- fræðingar til þess að gera hér upptökur og var „Báran” sem þá var eitt helzta samkomuhús landsins tekin á leigu undir upptökurnar og ein fyrsta platan (margar komu þó samtimis) var kórsöngur karlakórs KFUM. Karlakórar voru vinsælir i þá daga, svo og einsöngvarar. Upphaflega mun það hafa verið ætlunin að hljóðrita alþingishá- tiðina 1930en það var talið ófram- kvæmanlegt. Fljótlega var svo farið að senda einsöngvara til útlanda til þess að gera hljómplötur með söng þeirra og fór t.d. Hreinn Pálsson til London á vegum Fálkans árið 1931 og söng inn á nokkrar plötur við hljómsveitarundirleik. I upphafi voru einvörðungu fluttar inn hljómplötur með si- gildritónlistogsöngvurum. Siðan bættust dægurlögin við, og loks poppið. Faðir minn, Haraldur V. Ólafsson annaðist þennan þátt starfseminnar frá upphafi. Fálk- inn lagði fyrst og fremst áherzl- una á það sem kalla má vandaða tónlist, en nú seljum við hvaða tónlistsem er, bæði af plötum og segulböndum, en hljómplötusala hefur aukizt gifurlega hér á landi, þvi hljómflutningstæki eru á svo að segja öllum heimilum og þá ekki sizt hjá ungu fólki, þar sem slik tæki teljast til nauðsynleg- ustu heimilistækja. Útgáfa á islenzkum hljómplöt- um er lika mikil, þvi auk Fálkans þá eru nú starfandi nokkur fyrir- tæki iþessari grein. Mester salan þó í erlendum hljómplötum af öll- um gerðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.