Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 1. ágúst 1976.
TÍMINN
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, sfmar 18300 —-18306. Skrifstofur f
Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjaid kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
• •
Oryggi Evrópu
Um þessar mundir er rétt ár liðið siðan undir-
ritaður var i Helsinki sáttmálinn um öryggi og
samvinnu i Evrópu. Sáttmálinn var undirritaður
af fulltrúum þrjátiu og þriggja Evrópurikja, auk
fulltrúa Bandarikjanna og Kanada. Aðild Banda-
rikjanna og Kanda byggist á þeirri viðurkenningu
allra hinna aðildarrikjanna, að þessi tvö vestur-
álfuriki væru svo nátengd Evrópu, að þar yrði ekki
á milli skilið, og þvi væri sjálfsagt, að þau ættu
þátt i samvinnu um þryggismál þar.
Tilgangur sáttmálans um öryggi og samvinnu i
Evrópu er fyrst og fremst að draga úr spennu, sem
stendur i vegi batnandi sambúðar, og skapa þann-
ig grundvöll fyrir afvopnun og varanlegan frið i
Evrópu. Nokkurra vonbrigða gætir nú sökum þess,
að mörgum finnst að litið hafi miðað i þessa átt, á
þvi ári sem er liðið frá undirritun samningsins.
Flestum er þó ljós breytingin, sem hefur orðið i
þessum efnum, siðan kalda striðið stóð hæst.
Vonbrigðin stafa að verulegu leyti af þvi, að marg-
ir gerðu sér vonir um, að undirritun samningsins
yrði til þess að hraða þessari þróun. í rauninni var
það óskhyggja, þvi að allar slikar breytingar þurfa
sinn tima. Það gildir lika áreiðanlega um þessi
efni, að áhrif hægfara og markvissrar þróunar eru
betri og öruggari en stökkbreytingar, sem byggj-
ast á ótraustum grunni.
Að sumu leyti stafa vonbrigðin lika af þvi, að
menn gerðu sér vonir um, að sáttmálinn gæti haft
áhrif á stjórnarhætti innanlands i aðildarrikjun-
um. Við sliku var þó ekki að búast, a.m.k. ekki i
fyrstu. Það er lika eitt grundvallaratriði sáttmál-
ans, að „þátttökurikin munu ekki á neinn hátt,
beinan eða óbeinan, hvert fyrir sig eða sameigin-
lega hlutast til um innanrikismál, sem falla und-
ir lögsögu einhvers annars þátttökurikis”. 1 fram-
tiðinni ætti batnandi sambúð þó að geta haft veru-
leg óbein áhrif i þessum efnum, t.d. að dregið væri
úr ýmsum hömlum, sem hafa verið byggðar á tor-
tryggni og ótta.
Ýmsir bundu lika þær vonir við öryggissáttmál-
ann að hann myndi bráðlega gera óþörf hernaðar-
bandalögin, sem nú eru i Evrópu. Þetta var lika
alltof mikil óskhyggja. Það er áreiðanlega rétt
skoðun hjá Berlinguer hinum italska, að það
myndi verða til þess að auka spennu og tortryggni
að nýju, ef Atlantshafsbandalagið yrði á þessu
stigi fyrir verulegu áfalli, t.d. ef Italia færi úr þvi
eða neitaði þvi um flotastöðvar. Svipað gilti um
Varsjárbandalagið, ef t.d. Rúmenia færi úr þvi. Þá
myndi valdajafnvægið raskast með ófyrirsjáan -
legum afleiðingum. Það er lika rétt hjá Berlingu-
er, að innan hernaðarbandalaganna er hægt að
vinna að þvi að bæta sambúðina i Evrópu, og
leggja grundvöll að samningum um afvopnun. Að
þessu er lika verið að vinna.
Þótt mönnum finnist, að hægt gangi að fram-
kvæma ýmiss atriði öryggissáttmálans, er hann
eigi að siður mikilvægur grundvöllur fyrir bætta
sambúð, sem gæti leitt til afvopnunar og öruggs
friðar i Evrópu. Um annan kost er heldur ekki að
velja, ef menn vilja ekki fá kalda striðið aftur með
öllum þess áhættum. En það verða menn að gera
sér ljóst, að þetta getur ekki gerzt á einum degi
eða einu ári, heldur hlýtur það að taka tima. Þann
tima verða menn að halda vöku sinni og forðast að
raska ekki þvi jafnvægi sem náðst hefur, eins og
Berlinguer bendir réttilega á.
— Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Veikir Schweiker
stöðu Reagans?
Enn harðna átökin milli Reagans og Fords
MARGT bendir til þess, aö
Ronald Regan hafi gerzt of
veiöibráður, þegar hann
tilkynnti siðastliöinn mánu-
dag, aö hann hefði þegar
ákveöiö varaforsetaefni sitt,
ef hann yrði valinn forsetaefni
republikana á flokksþingi
þeirra, sem hefst I Kansas
City 16. þ.m. Fyrir vali
Regans varö Richard S.
Schweiker öldungadeildar-
þingmaöur frá Pensylvaniu en
hann er talinn standa einna
lengst til vinstri af öllum
öldungadeildarþingmönnum
republikana og hefur i mörg-
um málum beitt sér á þingi
fyrir allt öörum sjónarmiöum
en þeim, sem Regan hefur
haldiö fram. Tilgangur
Regans meö þvi aö velja
Schweiker til framboös hefur
bersýnilega veriö sá, aö hann
hefur taliö þaö liklegt til aö
vinna framboði sinu fylgi
meöal frjálslyndari hluta
republikana, sem eru einkum i
rikjum á austurströnd
Bandarikjanna, þ.e. i New
York riki, Pennsylvaniu, New
Hersey og Delaware. Af rúm-
lega 340 fulltrúum, sem mæta
frá þessum rikjum á flokks-
þinginu, eru flestir kosnir, án
þess aö vera bundnir til aö
fylgja ákveönu forsetaefni, en
þeir hafa yfirleitt gefiö til
kynna, aö þeir myndu styöja
Ford. Von Reagans viröist
hafa veriö sú, aö einhverjir
þessara fulltrúa kynnu aö snú-
ast til fylgis viö hann, ef hann
tilkynnti Scheiker strax sem
varaforsetaefni sitt.
ÞEGAR Regan birti þessa
ákvöröun sina, stóö dæmiö
þannig, aö bæöi fylgismenn
hans og Fords töldu forseta-
efni sitt sigurvænlegtáflokks-
þinginu strax i fyrstu at-
kvæðagreiöslunni. Fylgis-
menn Fords töldu hann hafa
tryggt sér stuöning 1135
fulltrúa, en fylgismenn
Regans töldu hann hafa tryggt
sér fylgi 1140 fulltrúa, en alls
eru fulltrúar 2259 og þarf þvi
ekki nema 1130 atkvæöi til aö
ná kosningu. Könnun, sem
New York Times lét gera um
likt leyti benti til þess aö Ford
heföi tryggt sér stuöning 1118
fulltrúa og vantaöi þvi ekki
nema 12 til viöbótar. Hins
Richard S. Schweiker.
vegar hefði Regan tryggt sér
stuöning 1046 og vantaöi þvi
stuöning 84 fulltrúa 105
fulltrúar heföu varizt allra
frétta um afstööu sina, en þvi
var spáö, aö meginhluti þeirra
myndi hallast aö Ford. Hann
þótti þvi mun sigurvænlegri.
Hins vegar var tekiö fram, aö
nokkrir fulltrúar, sem höföu
lýst yfir stuöningi viö Ford st-
æöu skoðanalega nær Reagan,
og þá gætu þeir oröiö ótraust-
ir I stuöningi viö Ford.
Meöal þeirra voru nokkrir
fulltrúanna frá New York, en
þeir voru kjörnir óbundinni
kosningu, en hafa siðar fyrir
orö Rockefellers varaforseta,
lýst yfir stuöningi við Ford.
Regan mun m.a. hafa haft
þessa fulltrúa i huga, þegar
hann tilnefndi Schweiker.
Hann og liösmenn hans virö-
ast hafa gert sér ljóst, aö þvi
aöeins heföi hann von um
sigur á flokksþinginu, aö hann
gæti náö frá Ford ótryggöum
fulltrúum, sem voru búnir að
lýsa fylgi viö hann.
Formlega séö eru rúmlega
900 fulltrúar, sem mæta á
flokksþinginu, kjörnir án þess
aö vera fyrirfram bundnir af
stuöningi viö ákveðiö forseta-
efni, en allir nema 105 höföu
samkvæmt frásögn New York
Times lýst stuöningi annaö
hvort viðFordeöa Regan. En
þeir hafa frjálst val til aö
breyta enn afstööu sinni. Þess
vegna munu úrslitin sennilega
vera I vafa þangaö til á sjálfu
flokksþinginu.
VEL MÁ vera, aö Regan vinni
fylgi einhverra fulltrúa á þvi,
að tefla Schweiker fram. En
hann getur lika átt á hættu að
tapa fleirum. Sú skoöun
virðist helzt rikjandi nú.
Meðal hægri manna hjá repu-
blikönum mælist valiö á
Schweiker illa fyrir. Þeir telja
þaö merki þess, aö Regan sé
tækifærissinni, og taka þá
röksemd hans ekki gilda, aö
hann hafi gert þetta til aö
sameina báða arma flokksins.
1 þvi sambandi benda þeir á,
aö Regan hafi gagnrýnt
Carter fyrir aö velja Mondale
sem varaforsetaefni, en siöan
velji hann mann sem sé álika
vinstri-sinnaður. Þetta hefur
þegar leitt til þess, aö margir
hægri menn hafa snúið baki
við Reagan, og er þekktastur
þeirra John B. Connally, fyrr-
um rikisstjóri i Texas. Hann
brást þannig viö, aö hann fór
strax á fund Fords og lýsti
stuöningi sínum viö hann, en
Connally er nú talinn einn vin-
sælasti leiötogi republikana.
Það vakti ekki aöeins
undrun, aö Regan valdi
Schweiker, heldur engu siöur,
að Schweiker skyldi gerast
varaforsetaefni Regans. Svo
mikill er skoöana'munur
þeirra, ef marka má þingferil
Schweikers og ræðu Reagans.
Richard Schuits Schweiker
varö fimmtugur 1. júni siö-
astliðinn. Hann gekk 17 ára
gamall I sjóherinn og gat sér
þar gott orö. Siðan lauk hann
lagaprófi. Hann náði kosningu
til fulltrúadeildar Bandarikja-
þings 1960 og sat þar i 8 ár.
Þá náði hann kosningu til
öldungadeildarinnar og hefur
áttþarsæti siöan. Undanfarin
misseri hefur hann átt sæti I
nefnd þeirri, sem hefur
rannsakaö náiö CIA, og hefur
hann vakiö þar á sér verulega
athygli meö þvi að krefjast
nýrrar rannsóknar á moröi
Kennedys forseta.
Ford og Conally.
Þ.Þ.